Leita í fréttum mbl.is

Þetta var...

borgarafundur_i_i_no.jpggóður borgarafundur í kvöld og auðvitað mættum við Hólmdís, hvað annað.  Ég veit ekki um aðra en ég skynjaði sátt í lok fundarins bæði meðal hinna ýmsu hópa mótmælenda og lögreglu og það fannst mér flott.

Ég hef það líka á tilfinningunni að nú fari að fjölga þeim  íslendingum sem muni með virkari hætti taka þátt í mótmælafundum.  Afleiðingar hrunsins eru hægt og bítandi að koma í ljós.....kannski ekki svo hægt, 10.000 manns hafa misst atvinnuna og það er skelfilegt.

Við vitum að efnahagskreppan hér á landi er verri/dýpri en annars staðar í heiminum vegna þess að við höfum haft vanhæf stjórnvöld, sem sváfu á verðinum og leyfðu "útrásar fjárglæframönnum" bankanna og annarra fjármálavanvita að veðsetja þjóðina að gjaldþrotamörkum.  Ekki bara leyfðu, heldur tóku stjórnvöld að forseta vorum meðtöldum fullan þátt í skrípaleiknum, sem sérlegir erindrekar og bakhjarlar.  

Fólk er farið að mótmæla út um allt land og samstaðan meðal þeirra sem gera sér grein fyrir ástandinu er djúp og mikil.  Mótmælendur eru á öllum aldri.  Til að byrja með var ég hálf hissa á því að minn aldurshópur var ansi áberandi á fundunum.....en svo áttaði ég mig.  Mín kynslóð er í rauninni eina kynslóðin, sem ólst upp við mótmæli og var stolt af þeim.  Við erum hippakynslóðin, sem var vakin til meðvitundar um að sinnuleysi leysti engan vanda....en mótmæli skiluðu árangri.  Við létum ekkert aftra okkur frá því að láta skoðun okkar í ljós....við vorum frjáls.

Mótmæli skila árangri og það veit þingheimur.....því þar eru afar margir af hinni baráttuglöðu '68 kynslóð.  Geir tók kannski ekki þátt í Keflavíkurgöngum en hann tók eflaust þátt í annarri baráttu, sem var "Varið land" eða eitthvað í þá áttina...og mikið djö.... þurftu hans skoðanabræður að hafa fyrir þeirri baráttu.

Næsti borgarafundur verður í Háskólabíó mánudaginn 12. janúar kl. 20:00.  Mjög áhugaverðir frummælendur og fjöldinn sem sækir þessa fundi skiptir máli.....því fjöldinn er sá þrýstingur sem við þurfum.  Ég vona því að allir sem vettlingi geta valdið mæti og taki þátt.  Mæting sýnir samstöðu.


mbl.is Fullt út úr dyrum í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég skil ekki hversvegna Jólasveinninn býr ekki til sinn fund, enginn vill sjá hann á þessum venjulegu mótmælafundum og borgarafundum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.1.2009 kl. 02:03

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég mæti í Háskólabíó að venju.

Takk fyrir frásögn af fundinum í kvöld, ég komst ekki.

Hefði maður trúað því að fólk þyrptist á mótmælafundi eins og hefur verið að gerast og alltaf bætist í?

Nei, við erum að koma okkur skemmtilega á óvart mín kæra hippína.

Knús og friður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2009 kl. 02:13

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mikið finnst mér jákvætt að fá anda fundarins í gegnum skrif eins og ykkar Jakobínu. Það fer um mig einhver þægilegur hitastraumur við lestur þeirra.

Ég vona svo sannarlega að fundurinn í gærkvöldi skili ekki aðeins því að fleiri þori að opinbera skoðun sína með mótmælaaðgerðum heldur líka því að lögreglan sýni mótmælendum ekki aftur þann hrottaskap sem þjónar hennar viðhöfðu á Hverfisgötunni fyrr í haust og við Hótel Borg síðastliðinn gamlársdag. Beiting piparúða í þessi skipti var alls ekki í takt við það sem ég vil sjá frá lögreglunni í umgengni við annað fólk.

Já! Það var gaman að fá tækifæri til að hitta þig þar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.1.2009 kl. 03:47

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 9.1.2009 kl. 09:08

5 identicon

Ég myndi mæta, ef ég byggi uppi á landi!

Kær kveðja á þig, elsku vinkona

Ps. Manst þú eftir henni Maríu Gunnbjörnsdóttur?

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 09:20

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er léttir að lesa þetta hjá þér Sigrún mín.  Það er rétt að okkar kynslóð er áberandi í mótmælum, en það er líka áberandi að konur eru þar fremstar í flokki, og bera uppi mótmælin.  Það held ég að sé algjör nýjung hér á landi.  Lára Hanna, Eva Hauksdóttir, Katrín Snæhólm,  þú og margar fleiri.  Konurnar sem settust og prjónuðu við alþingishúsið.  Enda er það svo að mæður hvort sem um er að ræða meðal mannfólks eða dýra, verja afkvæmi sín og enginn er grimmari en þær við að verja fjölskylduna.  Þess vegna munum við vinna þetta stríð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 10:29

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk fyrir pistilinn Sigrún, ég kemst því miður ekki til Reykjavíkur, gamli bílinn minn er að syngja sitt síðast, eitt hjólið hættir að snúast annað slagið og ég þori ekki langt á honum, lítil von til þess að ég kaupi mér annan á næstunni.

Vil þakka ykkur öllum fyrir sem mætið fyrir mína hönd, ég er svo sannarlega með ykkur í anda, þið eruð mín þjóð.

Rut Sumarliðadóttir, 9.1.2009 kl. 11:42

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og innlegg

Ásdís, ég kannast við nafnið , en átta mig samt ekki.

Helgar vinnutörn að byrja hjá mér, svo ég verð sjálfsagt lítið hér inni næstu daga.  Góða helgi.

Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 13:46

9 identicon

Hún var að vinna á E-deildinni, að leysa af sem starfsstúlka í aðhlynningu. Mamma hennar var að vinna á E-deildinni líka, Margrét Magnúsdóttir. Ástæðan fyrir því að ég er að spyrja þig út í þetta, er vegna þess að ég hitti hana í gær þegar ég var að mæta á kvöldvakt. Hún er komin hingað til að leysa yfirlækninn okkar af yfir helgina. Ég vissi að hún hafði farið í læknisnám og nú er hún orðin lungna -og ofnæmissérfræðingur. Þetta var alveg yndislega gaman, að hitta hana.

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 16:17

10 Smámynd: Aprílrós

;)

Aprílrós, 9.1.2009 kl. 18:28

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir samveruna í gær sjáumst á mánudag.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.1.2009 kl. 18:29

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flottur pistill að vanda og skemmtilegt væri nú að geta verið með.
Ég er bara svo ánægð með að Íslendingar séu farnir að mótmæla
svona yfirhöfuð, það er komin barátta í fólkið loksins er það búið að sjá að það er farið illa með það, ég hef nefnilega alltaf sagt þegar fólk er að væla vegna lélegra samninga, nú þetta er bara ykkur að kenna það er eins og fólk skilji ekki að það er ekki hægt að treysta öðrum fyrir sjálfum sér.
Knús kveðjur

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2009 kl. 20:48

13 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Alltaf á vaktinni Sigrún mín

Sjálfur komst ég ekki á fundinn en er afar stoltur af þessu fólki sem þorir og getur mætt,það er vísbending til okkar allra að löggan skildi vera á palli og vera með,það fólk sem stundar þá vinnu  fær líka skellinn eins allir aðrir.

Þeir sem búa út á landi eru örugglega flest með okkur í hjarta sínu,og er það vel.

Hvar sem ég kem eru menn að tjá sig um að þó svo þeir hafi kannski ekki mætt fram að þessu þá langi þá að æta --en það séu svo margir að gagnrýna þetta,segir fólk og jafnvel skimar í kringum sig til að gá hvort nokkur annar en ég heyrði.

Ég svara þessu fólki alltaf svona,kom þú á þínum forsemdum hverjar svo sem þær eru og sýndu þig..

Allir á morgun laugardag kl:15.00

Gunnar Þór Ólafsson, 9.1.2009 kl. 21:43

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þeir sem þora ekki að mæta vegna þess að þeir eru hræddir um að það sjáist til þeirra ættu að auðvitað að taka þá sér til fyrirmyndar sem hylja andlit sín. Hef heyrt leiðinlegar sögur af því hér á Akureyri hafi áhyggjur af því að þeir verði fyrr fyrir niðurskurðarhnífnum sem blasir við í atvinnulífinu ef þeir láta sjá sig á mótmælum. Veit ekki hvort þetta er sérakureyskt fyrirbæri en alvarlegt engu að síður ef satt reynist

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.1.2009 kl. 22:17

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Maður ætti kannski að fara að rífa sig upp úr sínum sófa og fara að sýna samstöðu. Stefni á fundinn 12. janúar í Háskólabíó. Þakka þér fyrir að standa vaktina Sigrún!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.1.2009 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband