Leita í fréttum mbl.is

Góða veislu gjöra skal....

Það hefur mikið og margt verið fjallað um afmælisveislur útrásargæjanna á undanförnum árum og sitt sýndist hverjum.  Aðfluttir gamlir popptónlistamenn voru t.d. fengnir til að troða upp og hinum nýríku  (allt á lánum vitum við núna) var hampað á síðum Séð og heyrt, svo þetta færi nú örugglega ekki fram hjá þjóðinni/skrílnumWhistling.

Ég var ekkert betri en þessir veruleikafirrtu gervimillar, því þegar ég varð 50 ára fyrir einhverjum árum, lét ég Reykjavíkurborg um að halda mér veisluBlush.

austurvollar_jolatre.jpgVeislan var haldin á Austurvelli, kveikt var á Óslóartrénu, jólasveinar tróðu upp og borgarstjórinn hélt ræðu.  Nokkur hundruð Reykvíkinga mættu í veisluna, og þessir veislugestir gerðu sér enga grein fyrir því að þau voru að borga veisluna mínaCool.

Ég bara mætti með sonardóttur minni, þá 2ja ára og við skemmtum okkur konunglega á kostnað borgarbúa og horfðum á þegar afmælisgjöfin mín frá Óslóarbúum var tendruðCool.

Ég þekkti ekki marga af þessum afmælisgestum mínum en ég man að þarna hitti ég aftur gamla æskuvinkonu mína sem hafði haldið upp á 50 ára afmælið sitt þann 20 janúar þetta ár.  Kolla Högna viðurkenndi að hennar afmælisveisla hafi verið minni í sniðumSmile.

Ég óska afmælisbörnum dagsins til hamingju með þessi flottu veisluhöld og vona að þeir njóti þeirra eins vel og ég og mínir gestir á sínum tímaHeart.  Það er samt frekar táknrænt að Grýla mæti í árWoundering.

Vissuð þið að það var árið 1952, sem Óslóarbúar gáfu okkur fyrsta Austurvallartréð?  Þessi hefð er semsagt jafngömul mérWhistling

 


mbl.is Grýla prýðir Óslóartréð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þú ert miklu eldir en ég, heilu ári!!!

Rut Sumarliðadóttir, 30.11.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Iss Rut....þú nærð mér samt alltaf, er það ekki?  Nema að þú sért fædd ennþá seinna á árinu

Einn af góðu kostunum við að vera fæddur svona seint á árinu er að maður er alltaf yngri en jafnaldrarnir

Sigrún Jónsdóttir, 30.11.2008 kl. 13:11

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

 afmæliskveðjur

síðasta afmælið mitt verður lengi í minnum haft  allt hrundi!!!!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 30.11.2008 kl. 15:10

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með afmælið!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.11.2008 kl. 15:54

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tl hamingju með afmælið

Haraldur Bjarnason, 30.11.2008 kl. 17:30

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með afmælið flottræfill sem þú getur verið að taka Austurvöllinn undir veisluna.

En.. vinkona þín á sama afmælisdag og ég.  Jájá.  Fæddist á Lansanum 20. janúar 1952 ég legg ekki meira á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2008 kl. 17:58

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með afmælið Sigrún mín það er ekki amalegt að geta notað svona peninga skattborgara til veisluhalda
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 18:16

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

málið er að eiga réttan afmælisdag!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.11.2008 kl. 19:17

9 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Til hamingju með daginn Sigrún mín

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 30.11.2008 kl. 19:48

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með afmælið

Huld S. Ringsted, 30.11.2008 kl. 20:34

11 identicon

Til hamingju með afmælið Sigrún frænka!!!:)

Berglind í bandó (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 20:55

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gratjú með ammælið, það greinist nú lítt sem ekkert að þú sért orðin þetta svakalega gömul !

Steingrímur Helgason, 30.11.2008 kl. 23:13

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Æi....nú plataði ég ykkur, en alveg óvart.  Afmælið mitt er ekki fyrr en eftir ca 1 viku.  Jólatréð var tendrað á þeim degi fyrir 6 árum síðan

En það er mikið gott að eiga þessar afmælisóskir inni þegar dagurinn rennur upp, takk kærlega fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:03

14 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

1952 er góður árgangur Þá erum við á sama ári  Til hamingju með afmælið ljúfan.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 00:25

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með afmælið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:34

16 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með Afmæli eftir eina viku

Brynja skordal, 1.12.2008 kl. 02:10

17 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Innilega til hamingju með afmælið  kæra Sigrún.  Ekki amalegt að halda veisu á Austurvelli.

Góðan mánudag!

Ía Jóhannsdóttir, 1.12.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband