30.11.2008 | 12:28
Góða veislu gjöra skal....
Það hefur mikið og margt verið fjallað um afmælisveislur útrásargæjanna á undanförnum árum og sitt sýndist hverjum. Aðfluttir gamlir popptónlistamenn voru t.d. fengnir til að troða upp og hinum nýríku (allt á lánum vitum við núna) var hampað á síðum Séð og heyrt, svo þetta færi nú örugglega ekki fram hjá þjóðinni/skrílnum.
Ég var ekkert betri en þessir veruleikafirrtu gervimillar, því þegar ég varð 50 ára fyrir einhverjum árum, lét ég Reykjavíkurborg um að halda mér veislu.
Veislan var haldin á Austurvelli, kveikt var á Óslóartrénu, jólasveinar tróðu upp og borgarstjórinn hélt ræðu. Nokkur hundruð Reykvíkinga mættu í veisluna, og þessir veislugestir gerðu sér enga grein fyrir því að þau voru að borga veisluna mína
.
Ég bara mætti með sonardóttur minni, þá 2ja ára og við skemmtum okkur konunglega á kostnað borgarbúa og horfðum á þegar afmælisgjöfin mín frá Óslóarbúum var tendruð.
Ég þekkti ekki marga af þessum afmælisgestum mínum en ég man að þarna hitti ég aftur gamla æskuvinkonu mína sem hafði haldið upp á 50 ára afmælið sitt þann 20 janúar þetta ár. Kolla Högna viðurkenndi að hennar afmælisveisla hafi verið minni í sniðum.
Ég óska afmælisbörnum dagsins til hamingju með þessi flottu veisluhöld og vona að þeir njóti þeirra eins vel og ég og mínir gestir á sínum tíma. Það er samt frekar táknrænt að Grýla mæti í ár
.
Vissuð þið að það var árið 1952, sem Óslóarbúar gáfu okkur fyrsta Austurvallartréð? Þessi hefð er semsagt jafngömul mér
![]() |
Grýla prýðir Óslóartréð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Athugasemdir
Þú ert miklu eldir en ég, heilu ári!!!
Rut Sumarliðadóttir, 30.11.2008 kl. 12:46
Iss Rut....þú nærð mér samt alltaf, er það ekki? Nema að þú sért fædd ennþá seinna á árinu
Einn af góðu kostunum við að vera fæddur svona seint á árinu er að maður er alltaf yngri en jafnaldrarnir
Sigrún Jónsdóttir, 30.11.2008 kl. 13:11
síðasta afmælið mitt verður lengi í minnum haft allt hrundi!!!!!!!!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 30.11.2008 kl. 15:10
Innilega til hamingju með afmælið!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.11.2008 kl. 15:54
Tl hamingju með afmælið
Haraldur Bjarnason, 30.11.2008 kl. 17:30
Til hamingju með afmælið flottræfill sem þú getur verið að taka Austurvöllinn undir veisluna.
En.. vinkona þín á sama afmælisdag og ég. Jájá. Fæddist á Lansanum 20. janúar 1952 ég legg ekki meira á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2008 kl. 17:58
Til hamingju með afmælið Sigrún mín það er ekki amalegt að geta notað svona peninga skattborgara til veisluhalda

Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 18:16
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.11.2008 kl. 19:17
Til hamingju með daginn Sigrún mín
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 30.11.2008 kl. 19:48
Til hamingju með afmælið
Huld S. Ringsted, 30.11.2008 kl. 20:34
Til hamingju með afmælið Sigrún frænka!!!:)
Berglind í bandó (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 20:55
Gratjú með ammælið, það greinist nú lítt sem ekkert að þú sért orðin þetta svakalega gömul !
Steingrímur Helgason, 30.11.2008 kl. 23:13
Æi....nú plataði ég ykkur, en alveg óvart
. Afmælið mitt er ekki fyrr en eftir ca 1 viku. Jólatréð var tendrað á þeim degi fyrir 6 árum síðan
En það er mikið gott að eiga þessar afmælisóskir inni þegar dagurinn rennur upp, takk kærlega fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:03
1952 er góður árgangur Þá erum við á sama ári Til hamingju með afmælið ljúfan.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 00:25
Til hamingju með afmælið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:34
Til hamingju með Afmæli eftir eina viku

Brynja skordal, 1.12.2008 kl. 02:10
Innilega til hamingju með afmælið kæra Sigrún. Ekki amalegt að halda veisu á Austurvelli.
Góðan mánudag!
Ía Jóhannsdóttir, 1.12.2008 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.