6.11.2008 | 22:28
Vér jarðbundnir! Burt með spillingarliðið!
Mér finnst þetta merkileg frétt á vef Mbl.is. Breskur veðmangari vill höfða til "áhættufíkla" um afstöðu þeirra til þess hvort Guð sé til. Kannski er hér komin gróðaleið fyrir Íslenska áhættufíkla.
Ég fékk ósköp venjulegt "kristilegt" uppeldi eins og það gerðist víðast hvar á Íslandi eftir miðja síðustu öld. Ég var líka að eigin mati mjög heppin með sóknarprest, sem að mati okkar litla samfélags var eldrauður kommanisti.
Hann hélt því blá kalt fram að Guð væri til....en að hann væri ekki hvíthærður kall, sem lifði skýjum ofar, heldur væri hann hluti af okkur sjálfum, í samvisku okkar og gjörðum. Ég trúði honum og geri enn.
Sr. Jóhannes Pálmason, var frábær, jarðbundinn og gamansamur maður. Hann tók virkan þátt í öllu samfélagsstarfi og Súgfirðingar munu ávalt þakka fyrir hans innlegg í þorpsmyndina.
Hann súmmeraði þorpslífið og heimsmyndina upp í gamanvísum, sem sungnar voru á menningarhátíðum þorpsbúa, hvort sem það voru Þorra- eða Góufagnaðir, barnaskemmtanir eða bara stórafmæli einstakra þorpsbúa.
Í Sunnudagaskólanum var alltaf þéttsetin kirkjan okkar, því hann hafði það fyrir sið að lesa fyrir okkur spennandi framhaldsögur, sem hann þýddi úr erlendum tungumálum á staðnum, svo við gátum ekki leitað uppi bókina á milli sunnudaga. Við fengum reyndar Jesú myndir eins og "lög" gerðu ráð fyrir.....en það var bara bónus.
Messurnar á aðfangadagskvöld eru líka minnisstæðar, því maður fór heim með hugann við hungraðan heim.....og ég hugsa ennþá til barnanna í Konsó, þegar ég sest að veisluborðinu þetta kvöld.
Þegar Sr. Jóhannes flutti frá Súgandafirði til Borgarfjarðar og varð sóknarprestur í Reykholti, varð mikill söknuður hjá þorpsbúum og leit hófst að nýjum presti.
Nokkrir sóttu um brauðið, en var hafnað.....enginn umsækjanda þótti fylla skarð Sr. Jóhannesar. Þá rak á fjörur þorpsbúa prestlærð kona og var hún ráðin án mikilla málalenginga.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsta konan sem fékk prestvígslu á Íslandi, var boðin velkomin til Súgandafjarðar. Þar fékk fyrsta konan sitt fyrsta "brauð". Þarna tel ég að Súgfirðingar hafi sýnt í raun hvað þeir höfðu meðtekið af boðskap "kommúnistans" og prestsins Sr. Jóhannesar Pálmasonar: Fyrir Guði eru allir jafnir og kyn skiptir þar engu máli. Samviska okkar og siðferði er okkar Guðdómur.
Ég myndi aldrei taka þátt í veðmáli þessarar bresku veðmálastofu......þótt ég telji mig vita fullvel að Guð er til.......hann er samviska okkar og siðferði. Eða eins og Sigga amma mín orðaði svo vel: Guð er kærleikurinn, sem er sterkasta aflið í heiminum.
Auknar líkur á tilvist Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Séra Jón M. Guðjónsson á Akranesi skýrði mig, fermdi og uppfræddi. Hann var skemmtilegur og fræðandi karl en ég man alltaf eftir hneykslun á mínu æskuheimili þegar Auður Eir varð prestur á Súgandafirði, fæðingarstað móðurfölskyldu minnar. Ekki vegna þess að hún var kona, heldur út af einhverju unglingaheimli fyrir stúlkur sem hún stjórnaði á Seltjarnarnesi. Það er enn í rannsókn eins og Breiðavík. - Fyrirgefðu Sigrún.
Haraldur Bjarnason, 6.11.2008 kl. 23:57
Haraldur,þetta með unglingaheimilið var kjósendum sóknarinnar vel ljóst....en þeir leifðu frúnni að njóta vafans. Sennilega innræting frá Sr. Jóhannesi, enda var hún aldrei sakfelld. Mín kynni af Sr. Auði voru góð og dætur hennar eru sagðir góðir prestar.
Á þessum tíma þurftu Súgfirðingar prest, sem ekki var hægt að bera saman við þann sem þeir misstu.....og Auður var öðruvísi, en góð á allt annan hátt. Hún hefur reynst okkur Súgfirðingum góður vinur.
Sigrún Jónsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:07
Hin trúlausa ég á engan guð. En presturinn á Húsavík var fjölskylduvinur og minnist ég hans af hlýhug. En skírð var ég á Grenjaðarstað. Dæturnar skírðar í kapellu Landspítala af skólabróður mínum Akurnesingnum sjúkrahúsprestinum Braga. Föðurfjölskyldan hefði ekki lifað af ef börnin hefðu ekki verið skírð
Hólmdís Hjartardóttir, 7.11.2008 kl. 00:50
Hólmdís, var það Bragi Skúla. sem skírði dætur þínar? - Hann var nú bara pjakkur á Skaganum þegar ég var að alast upp þar. Enda eruð þið svo ung.
Haraldur Bjarnason, 7.11.2008 kl. 00:57
Halli...Bragi Skúla er eldri en ég!!!!!!!!! Svo munar heilu ári held ég. Góður drengur sem átti ekkert of gott í uppvextinum. Yngri dóttir mín var fædd 18 merkur eins og Bragi....sem var þó minnstur af sínum 5 systkinum.
Hólmdís Hjartardóttir, 7.11.2008 kl. 01:11
Séra Audur Eir Var títt inn á heimili mínu á Sudureyri vegna vinskapar vid módur mína.
Audur er yndisleg manneskja og dætur hennar líka.Audur ser oftar en ekki um giftingar ,skírnir og annad í minni fjölskyldu og kunnum vid vel ad meta hana.Mikid hef ég heyrt talad um séra Pálama en var aldrey svo heppin ad hitta tann mæta mann.Mér er tad mjög ljóst ad hann átti mjög sterkan tátt í lífi súgfirdinga.Meyra en bara ad tjóna teim vid kirjkunnar störf.Tad hefur kannski ekki verid beint audvelt fyrir Séra Audi Eir ad taka vid ad svo mikklum manni...En hún tjónadi Súgfirdingum vel.
Gudrún Hauksdótttir, 7.11.2008 kl. 06:41
Það er merkilegt hvað kristniuppeldið situr í manni Ég flutti svo oft milli staða að ég tengdist í raun engum presti fyrr en hann séra/herra Ólafur Skúlason fermdi mig. Hann reyndist mér og minni fjölskyldu ákaflega vel og hún amma mín hafði á honum mikið álit. Eftir að hann hætti prestskap hef ég lítið sótt kirkju en lenti svo í hremmingum fyrir 4 árum og þá var hann Bragi Skúlason mín stoð og stytta. Hann er líka svo yndislega prestslegur í útliti . Kannski er þetta hræsni en mér finnst nú alltaf gott að hugsa að ég sé undir Guðlegri forsjá. A.m.k. þegar á móti blæs
, 7.11.2008 kl. 11:40
Falleg færsla. Svo eru það vestfirsku genin kona, vestfirsku genin.
Rut Sumarliðadóttir, 7.11.2008 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.