6.11.2008 | 00:21
Ég er svartsýn
því get ég ekki neitað. Mér finnst ástandið hörmulegt í þjóðfélaginu og ég finn til með öllu því fólk sem nú þegar hefur misst atvinnuna og á eftir að missa vinnuna.
Sjálfsagt getum við flest verið sammála um að þenslan í byggingaframkvæmdum hér á höfuðborgarsvæðinu hafi verið úr hófi fram. Hér var ætt áfram í gengdarlausum fjárfestingum án þess að innistæða eða raunveruleg þörf væri fyrir þeim. Þetta var allt afleiðing af gervi fjármagninu sem bankarnir buðu upp á...sennilega með veði í hlutabréfum, sem bankastjórnendur létu prenta með reglulegu millibili.
Mér finnst langlundargeð landans alveg með ólíkindum. Hér ríkir stjórnleysi og upplausn. Upp koma spillingarmál nær daglega....en við bara bíðum eftir að eitthvað verði gert.
Þetta gengur ekki lengur. Nú verða allir sem geta því við komið að mæta á Austurvöll næsta laugardag kl. 15:00 og sýna samstöðu í mótmælum.
Burt með spillingarliðið, sama hvar í flokki þeir standa!
Rolling Stones túlka hugsanir mínar þessa dagana: Paint it black
Um 70% samdráttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Ég er að drepast í hálsinum, .... svartsýn á að það lagist, þrátt fyrir pilluát ... en samt líklegra að það lagist frekar en efnahagsástandið!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.11.2008 kl. 00:27
Jóhanna mín, þú hefur alla mína samúð
Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 00:49
Já ég kem um leið og ég verð í bænum. Við verðurm að breyta þessu bulli. Fer kannski norður á Sigló um helgina og Akureyri þá næstu! Knús.
Vilborg Traustadóttir, 6.11.2008 kl. 00:53
Loforð ég mæti, með hnefann á lofti. Sjáumst kl: 14.59
kristján (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 01:09
Burt með spillingarliðið
Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 01:53
Madur er svo dofinn vegna ástandsins...Finnst tú svo mikil hörku kona Sigrún mín madur fær svona fiber kraft setur hnefann á loft og segir yes yes ..Tegar madur les bloggid titt.
Er nefnilega á rólegu nótunum tessa daganna
Stórt fadmlag til tín
Gudrún Hauksdótttir, 6.11.2008 kl. 07:37
Þetta er komið gott.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 10:13
Ástandið er alltaf að verða verra og verra meir að segja ég er farin að arga mig hása hér stundum.
BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ!
Ía Jóhannsdóttir, 6.11.2008 kl. 14:41
Ég er bara dofin gagnvart þessu öllu saman. Hvað verður á borðinu á morgun þegar við "venjulega fólkið" vöknum ? Held því miður að við séum bara rétt að byrja erfiðleikana. Reynum að vera góð við hvort annað og byrja á að hlúa að eigin ungum ( skrifar ljónamamman ) og svo halda áfram, við eigum sjálfsagt öll nóg af umframfötum, og ýmsu öðru dótaríi sem aðrir gætu nýtt sér. Vona að mín laun minnki ekki, það eru semsagt örorkubæturnar. En ég á nóg af öllu öðru en peningum, hvert fer maður með svona hluti ? Föt og ýmiskonar auka-raftæki, potta og pönnur, ég er algjör græningi með þetta allt saman.
Hjálpumst að að hjálpa öðrum. Knús knús.
Marta smarta, 6.11.2008 kl. 18:46
Íslenskir pólitíkusar virðast upp til hópa siðblindir. Hvar annarsstaðar í hinum vestræna heimi komast þingmenn og ráðherrar upp með að sitja bara áfram og áfram þegar upp hefur komist um spillingamál í þeirra ranni - og ekki bara smávegis eða einu sinni -? Menn hafa sagt af sér fyrir minni sakir víða í Evrópu. En nei okkar menn sitja eins og klessur og þikjast ekki heyra í okkur almúgaræflunum. Við getum bara étið það sem úti frýs svo lengi sem við höldum okkur að vinnu og borgum skatta sem þeir geta ausið í óhófið og vitleysuna. Hvílíkt bananalíðveldi.
Burt með spillingarliðið, sama hvar í flokki þeir standa!
, 6.11.2008 kl. 21:32
Einfalt: Burt með spillingarliðið
Haraldur Bjarnason, 6.11.2008 kl. 21:45
Starfsmönnum Kaupþings var hlíft við skuldunum á fundi 25. september. Hann hrundi í byrjun október. Hvað vissu þeir sem almenningur vissi ekki og tók þar af leiðandi skellinn?
Helga Magnúsdóttir, 6.11.2008 kl. 22:22
Ég þakka innlit og innlegg....þið eruð frábær
Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.