27.9.2008 | 02:10
Af "lögunum" skulið þið þekkja þá!
Ég man þá tíð að Seðlabankinn var ekki til þannig að hann er nú ekki svo gamall. Ég man líka að það var rifist heil ósköp um allt samfélagið við stofnun þessa bákns...ég man ekki hvað var rifist um...er ekki það gömul, en ég man að sumir sögðu að skúffan í Viðskiptaráðuneytinu dygði hér eftir sem endranær.
Síðan eru liðin nokkur ár, og það sem helst stendur uppúr umræðunni síðustu árin er að þetta sé hinn besti vistunarstaður fyrir úrelta stjórnmálamenn, þar sem þeir geta gengið í sinn barndóm aftur og nagað blýanta. Einhverstaðar verður að vista þessa menn, meðan biðlistar elliheimilanna lengjast.
Nú vilja samtök fiskvinnslustöðva láta fara fram endurskoðun á lögum fyrir Seðlabankann. Þeir vita sem er að Svörtu loft eru komin langt frá upprunalegum tilgangi sínum, sem var m.a. peningaprentun í ísl. krónur í staðin fyrir gjaldeyrinn, sem fékkst fyrir íslenskar sjáfarafurðir.
Ég mæli með því að lög bankans verði færð nær okkur almúganum í hugsun, svo við fáum tilfinningu fyrir því að við eigum þennan banka....ef banka skyldi kalla. Mitt er þitt og þitt er mitt o.sv.frv..
Tillaga að einu lagi:
Seðlabankinn þarf konungleg "lög" og Bubbi er betri en Davíð
Eru fleiri tillögur að "lögum" fyrir Seðlabankann?
Lög um Seðlabankann verði endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
góð
Hólmdís Hjartardóttir, 27.9.2008 kl. 02:43
Sko Sigrún, þótt Davíð sé vitlaus þá er annar sem toppar hann og það er Bubbi.. Lög eru góð, séu þau vel sungin. Ég, eins og þú, man þá tíð að Seðlabankinn var í skúffu í Landsbankanum. Honum var ætlað það hlutverk eitt að gefa út seðla og þar unnu 2 menn. Nú eru þarna um 200 að naga blýanta eins og Jón Baldvin sagði. Hvernig væri að setja Davíð í skúffu, hún þarf að vísu að vera 180 x180 cm en það má reyna.
Haraldur Bjarnason, 27.9.2008 kl. 05:39
Auðvitað er Bubbi "kóngur"betri en Davíð
Magnús Paul Korntop, 27.9.2008 kl. 06:00
Nákvæmlega, á lögunum skulid tid tekkja tá.
Madur ætti kannsi ad ath. med blíantsverkssmidju Hmmm.
Bubbi er bara bestastur.
Eigdu gódann dag
Gudrún Hauksdótttir, 27.9.2008 kl. 07:40
Bubbi er langbestastur, Davíð má fara fjandast til mín vegna, hann er eflaust búinn að vinna fyrir helvítisvist sé hún til. Úps! Jája, fari hann og veri karlinn. Hvernig ætli sagan eigi eftir að minnast hans?
Rut Sumarliðadóttir, 27.9.2008 kl. 09:48
Ég man þá tíð að Seðlabankinn voru tvær skrifstofur eða svo í húsnæði Kaupþings í Hafnarstræti (eða Landsbankans).
Þegar maður sér hvernig bankinn hefur bólgnað út þá fæ ég hroll. Spikfeitt fyrirkomulag.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2008 kl. 10:40
Góðan daginn kæru bloggvinir og takk fyrir innlegg.
Þetta var að sjálfsögðu bara enn ein bullfærslan frá mér, mér leiddist bara svo kappræður forsetaframbjóðenda Ameríkunnar og settist fyrir framan vinkonu mína tölvuna.
Þegar ég á sínum tíma vann við grunnatvinnuveg þjóðarinnar, sem þá var fiskvinnsla, vestur á fjörðum örlaði sjálfsagt á smá minnimáttarkennd gagnvart þeim, sem unnu betur metin störf í þjóðfélaginu. Við vinkonurnar sögðum því aðspurðar um starfsvettvang að við störfuðum í "gjaldeyrisdeild Landsbankans". Við vorum semsagt meðvitaðar um mikilvægi starfsins, en það vantaði mikið upp á að samlandar okkar gerðu sér grein fyrir því og það hefur ekki breyst sýnist mér. 200 starfsmenn í Svörtuloftum, væru betur komnir einhverri gjaldeyrisskapandi atvinnu, þá fengju þeir kannski aukinn skilning skilning á alvöru verðmætum og að ekki er hægt að prenta seðla án innistæðu. Þar koma útflutningsatvinnuvegirnir sterkt inn í dæmið og þeirra rekstrargrundvöllur gengur fyrir, persónulegum metnaði fyrrverandi stjórnmálamanna.
Sigrún Jónsdóttir, 27.9.2008 kl. 13:13
innlitskvitt . Eigðu góða helgi ;)
Aprílrós, 27.9.2008 kl. 19:44
Góð.......!! Enn önur frábær færsla frá þér. Algjörlega sammála þér að undanskildum Bubba, ég fíla hann ekki.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.9.2008 kl. 21:00
Bubbi er náttúrlega mun betri en Dabbi, lög um seðlabankann leggja hann bara niður Dabbi getur farið að semja hann er bara nokkuð góður í því, hinir til dæmis leikið sér að hanna hús úr legókubbum.
Knús í daginn Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2008 kl. 16:17
Leggja þessa stassjón bara niður áður en hún setur okkur endanlega á hausinn.
Helga Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.