Leita í fréttum mbl.is

Að ljúga af eldmóði!

Einhvertíma í bernsku minni fékk ég óbilandi áhuga á stjórnmálum = pólitík.  Í dag  segi ég að þetta sé baktería, sem engin lyf hafa fengist við, því er nú ver og miðurFrown. 

Í byrjun var ég „óvirk“ en fylgdist með úr fjarlægð og alltaf hafði ég skoðanir.  Sótti alla pólitíska fundi þegar kjörnir þingmenn mættu í sveitarfélagið mitt og gat sjaldan hamið á mér kj...... FootinMouth 

„Óvart“ datt ég inn í pólitískt starf, var eiginlega „plötuð“ undir þeim formerkjum að „manneskja eins og þú“ getur haft áhrif með því að vera virk í stefnumótun og fylgt því eftir með kjafti og klóm innan þessa batterís.

Í mörg ár var ég svo „virk“ ef ekki „ofvirk“ í pólitískum flokki.  Allar mínar frístundir og meira en það fóru í þetta flokksstarf og ég er alveg viss um að allir sem til mín þekktu vissu fyrir hvað ég stóð, enda var það ekki minn stíll að fela þaðWink. 

Ég var staðsett vinstra megin við miðju og af sumum talin „bölvaður kommanisti“, sem mér fannst bara fínt og ég vissi að ég átti marga skoðanabræður innan þessa flokks.  Það fór þó svo að ég sagði skilið við þessa fyrrum félaga mína, þar sem mitt mat var að hægrisinnaðir spunameistarar hefðu yfirtekið flokkinn og með þeim átti ég ekki samleið.  Gott og vel, einu fíflinu færra, hafa sjálfsagt sumir þessara fyrrum félaga minna hugsað og andað léttarSmile.

Eitt af mínum aðalbaráttumálum í mörg ár var að til yrði „Opinber lágmarks framfærslugrunnur“.  Flokkurinn var meira að segja í aðstöðu til að koma þessu í framkvæmd.....en hafði ekki áhuga ...þá.

Þótt ég segði skilið við þennan fyrrum flokk minn, var pólitíska bakterían ennþá til staðar og sumum vinum mínum til armæðu, dett ég alltaf í einhvern pólitískan ham annað slagið.

Í dag hlustaði ég á Silfrið hjá Agli Helga og reyndi að rýna í orð stjórnmálamannanna sem þar sátu og tjáðu sig um hið háalvarlega ástandi sem efnahagslíf þjóðarinnar er komið í.  Ég komst að þeirri niðurstöðu að  þjóðinni er stýrt af steingeldum MORFIS og JC ræðumönnum sem hafa lært að „tala með eða á móti“ hvort sem þeir trúa því sem þeir segja eða ekkiAngry.

Þið þekkið þessar Morfis ræðukeppnir unglinganna í menntaskólunum, þeir fá eitthvað málefni  til umræðu, annað liðið talar fyrir málefninu  en hitt liðið talar á móti því.  Sigurvegarinn er svo valinn eftir einhverjum kúnstarinnar reglum, en hugur flytjandans til málsins skiptir engu máli.  Í þessum Menntaskólakeppnum er fólki kennt að ljúga á sannfærandi hátt.  Margir af fyrrum keppendum og sennilega sigurvegurum í þessum keppnum sitja nú á AlþingiShocking.

Í Silfrinu í dag vorum við með þingmenn, sem hafa bæði verið í stjórn og stjórnarandstöðu og það var augljóst að þessir þingmenn töluðu af sannfæringu um það sem þeir voru að tala, en muna kjósendur hvernig þeir töluðu fyrir ca. 2 árum síðan, eða áður en þeir höfðu hlutverkaskipti?

Þetta er nú það sem mér liggur á hjarta núna, ekki að það skipti nokkru fjandans máli í þessum efnahagsþrengingum, sem eiga eftir að koma hart niður á afkomendum minnar kynslóðar og það verða fleiri sem eiga eftir að hugsa með eftirsjá til gærdagsins..... og þar á meðal verða nokkrir þingmenn líkaWhistling, því við ætlum að gera uppreisn gegn MORFIS veldinuWink...haha.

Morgundagurinn verður ekki betri, ef við lærum ekki af gærdeginum...það er bara þannigSmile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Assgoti er þetta flottur pistill hjá þér og hárrétt greining. Þegar ég horfði á Silfrið í dag var ég einmitt að hugsa þetta sama.

Það var ótrúverðugt að hlusta á Helga Hjörvar taka upp hanskann fyrir Geir og Árna og alveg jafn ótrúverðugt að hlusta á "heilaga" Valgerði skammast yfir því sem hún átti stóran þátt í að skapa.

Enginn svaraði neinu, allir fóru eins og kettir í kringum heitan graut og mér fannst líka athyglisvert þegar Egill spurði Bjarna hvort hann yrði kannski dómsmálaráðherra í næstu stjórn - eins og það sé sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn haldi völdum til eilífðarnóns.

Egill mætti gjarnan vera harðari í því að fá stjórnmálamennina til að svara spurningum en ekki láta þá komast upp með þetta bannsetta Morfíssnakk endalaust.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.9.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Lára Hanna, ég met þína skoðun

Sigrún Jónsdóttir, 28.9.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant pistill.

Og við virðumst eiga mjög svipaða pólitíska fortíð.

Lífið er kúnstugt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 23:52

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Enn einn góði pistillinn frá þér  takk

Hólmdís Hjartardóttir, 28.9.2008 kl. 23:53

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ergo! Leggjum niður þessar fargins ræðukeppnir! Kennum unglingum frekar að vera trútt sinni sannfæringu í stað þess að ljúga sannfærandi!

Hrönn Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 08:21

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Heyr heyr   Kæra Sigrún .........

Synd ad vid fáum ekki notid tín vid völd..................En hver veit, tad koma aftur kosningar og aftur breytingar

Frábær færsla hjá tér og eitt er víst ...Tú meinat tad sem tú segir

Takk takk

Fadmlag á tig og tad mjög stórt

Gudrún Hauksdótttir, 29.9.2008 kl. 09:34

7 identicon

Takk fyrir þarfan pistil þó vel hefði mátt bæta heilögum Guðna við í upptalninguna. Hann er mjög hneykslaður þessa dagana á afleiðingum sinna eigin ákvarðana. Man eftir honum á Hvolsvelli rétt fyrir síðustu kosningar að kvarta yfir því að hann hefði svo lág laun, þau næðu ekki meðallaunum millistjórnanda í einkageiranum. svo upplýsti snillingurinn að hann hefði ,,bara" milljón fast á mánuði. Hann feilaði á því að áheyrendur voru öryrkjar, bændur og ellilífeyrisþegar. Það gengu nokkrir út meðan aðrir hristu höfuðið og tautuðu gramir í barminn.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 09:52

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert flott að vanda Sigrún mín, ég nenni afar lítið orðið að hlusta,
en í fjarlægð gerði ég það í gær og sofnaði svo út frá ræðu-vélmönnunum.
Heyrði í bílnum í morgun að Guðni hefði nú ætíð verið að benda á þetta í sinni tíð í ríkisstjórn, að það yrði að búa til oddaflug til að sporna við verðbólgunni, man nú aldrei eftir því að hafa lesið það eftir hann.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 10:27

9 identicon

Góður pistill hjá þér Sigrún mín.

Svo langt síðan að ég hef komið við og kvittað hjá þér.  Hafðu það sem best þar til næst.

Kveðja af Skaganum

Anna Bja (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:32

10 identicon

Frábær pistill hjá þér, Sigrún mín. Ég er staðsett vinstra megin við miðju, eins og þú, en hef í dag ekkert álit á "mínu" fólki í pólitíkinni. Mér finnst allir stjórnmálamenn vera að "drulla upp á bak" sama hvar í flokki þeir eru

Eigðu góðan dag, kæra vinkona og yndislega viku

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:47

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Enn og aftur snilldar pistill frá þér Sigrún mín!

Ía Jóhannsdóttir, 29.9.2008 kl. 11:12

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara flottur pistill og ég fékk sko útrás fyrir eigin skoðunum í gegnum þig, algjörlega sammála kommentunum hjá stelpunum hér að framan og einmitt vil benda á Guðna sem kemur nú orðið í hvert viðtalið á fætur öðrum og hneykslast og bullar út og suður, djö... er maður þreyttur á þessum köllum.  Kær kveðja til þín 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 11:44

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka frábær viðbrögð frá ykkur mínar kæru

Anna mín, þú veist að hugur minn hefur verið hjá ykkur og ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur

Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 12:00

14 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Sigrún, frábær pistill. Hef sjálf fengið smá æfingu í svona Morfisleikfimi, man sérstaklega eftir þegar ég átti að tala gegn fóstureyðingum. ÚFF. Listgrein út af fyrir sig.

Ég segi það gjarnan að ég sé komin af kommúnistum í marga ættliði og það er svo sem engin lygi þó það sé smá skreytt. Er eins staðsett í pólitíkinni og þú og finnst ég ekki lengur eiga heima í nokkrum flokki. En ber mikla virðingu fyrir fólki sem leggur á sig þá miklu vinnu sem fer í þetta brölt.  

Rut Sumarliðadóttir, 29.9.2008 kl. 12:30

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú hittir naglann á höfuðið, mér finnst þetta stundum hér í blogginu líka að fólk sé í ræðukeppni en ekki að vera heilt og koma til dyranna eins og það er klætt. Eflaust hrætt við árásir, í einhverjum tilfella.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 14:08

16 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt ;)

Aprílrós, 29.9.2008 kl. 22:42

17 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Flottur pistill, Sigrún, og alveg ótrúlega sönn samlíking, að líkja þeim við Morfís keppendur. Enda er það rétt, margir þessarra manna stóðu í ræðupúlti sinna menntaskóla og gátu hvort sem var, talað með eða á móti ákveðnu málefni og sinni sannfæringu í leiðinni. Ég man eftir þeim mörgum

Þú ættir að halda áfram að vera virk í pólitíkinni, okkur vantar fólk eins og þig!!

Lilja G. Bolladóttir, 30.9.2008 kl. 02:42

18 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Framúrskarandi pistill sem endurspeglar fyrri grun minn; þú átt fullt erindi í pólitíkinni.

Ég bæði skil og kannast við lýsinguna þegar þú varst á  bólakafi, ekkert annað kemst að en blessuð pólitíkin. Hún á sér hins vegar dökkar hliðar sem gjarnan leiða til þess að fólk beinir kröftum sínum annað. Mér finnst pólitíkinn orðin ansi svæsin og ljót þegar kemur að því að koma vænngstífa þá ef ekki annað tekst.

Fólk eins og þú getur einmitt haft áhrif og breytt þessu. Það tekur hins vegar mikinn toll af manni sem hafa ber í huga. Margur almenningurinn sem ekki hefur tekið virkan þátt í pólitísku starfi, áttar sig ekki á því hvað fer mikill tími og orka í starfið sem jafnvel er svo gert lítið úr og fótum troðið.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.9.2008 kl. 14:36

19 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

takk fyrir allar - búin að úttala mig innan flokks, reyni nú fyrir mér frílans

Sigrún Jónsdóttir, 30.9.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband