Leita í fréttum mbl.is

Héraðsmót HVÍ....í den.

„Oft á vorin haldin voru héraðsmót“.  Þetta hljómaði oft á öldum ljósvakans þegar „amma var ung“, það er að segja ég og jafnöldrur mínar!Wink

Mér datt þessi texti í hug þegar ég fór til sjúkraþjálfarans í morgun, af því mér fannst svo vorlegt í henni frk. Reykjavík, svona á íslenskan mælikvarða allavega.

Héraðsmót HVÍ (Héraðssamband Vestur-Ísfafjarðarsýslu) voru alveg örugglega ekki haldin á vorin, því ég get varla ímyndað mér að við sem tókum þátt, værum að „stripplast“ léttklædd niður á stóra túni, við Héraðsskólann á Núpi, þar sem vetrarsnjórinn væri ennþá í öllu sínu veldi, miðað við snjóafréttir að vestan þessa dagana.  Svo voru unglingarnir, sem stunduðu nám við Héraðsskólann í prófum fram undir lok Maí, þannig að við „íþróttafólkið“ hefðum ekki fengið gistingu.

Héraðsmótin voru hápunktur sumarsins hjá okkur krökkunum fyrir vestan eftir miðja síðustu öld.  Mig minnir að við höfum dvalið í nokkra daga í heimavist Núpsskóla, eða kannski tjölduðum við, ég bara man það ekki. Á daginn fóru fram hinar ýmsu íþróttakeppnir  á milli aðildar-íþróttarfélaga Héraðssambandsins. 

Íþróttafélögin voru, að mig minnir, Grettir frá Flateyri, Höfrungur frá Þingeyri og síðast en ekki síst félagið mitt, sem heitir Stefnir frá Súgandafirði.

Undirbúningurinn fyrir þessi mót, var stuttur (svona íþróttalega séð), svona 1 til 2 vikur í allt.  Það var nú ekki eins og maður væri að fara á Ólimpíuleika!!  Jú, að einhverju leiti var eins og við krakkarnir værum að fara á Ólimpíuleika og við ætluðum að sigra!!!Cool

Við skráðum okkur í þær íþróttagreinar, sem við ætluðum að keppa í, valið var í fótboltalið strákanna og handboltalið stelpnanna, a-lið og b-lið ef fleiri vildu keppa en komust í a-lið. Þessar greinar voru algerlega kynjaskiptar minnir mig á þessum árum.  Við hlupum spretthlaup eins og skrattinn væri á hælunum á okkur, æfðum langhlaup, hástökk, langstökk, þrístökk, kúluvarp og spjótkast.  Allir tóku þátt, því fjöldinn skipti líka máli í stigaúthlutun og vinningslíkum.Whistling

Síðast en ekki síst var það íþróttafatnaðurinn.  Strákarnir allir eins í Stefnisbúning, sem voru gulir bolir og grænar stuttbuxur og stelpurnar eins, í rauðum stuttbuxum og hvítum bolum.  Þetta skipti gífurlega miklu máli fyrir lokaatriði Ólimpíu....nei Héraðsmótsins meina ég, því þá sýndum við vel undirbúnar samhæfðar æfingar úti á stóra túni fyrir fjöldann allan af áhorfendum.Wizard

Á þeim árum sem ég tók þátt í þessum skemmtilegu Héraðsmótum, stóð félagið mitt Stefnir oftar en ekki uppi sem sigurvegari.  Á því höfðu gárungarnir á hinum fjörðunum sínar skýringar.  Þeir héldu því fram að það væru svo margir drullupollar á götum Suðureyrar, að við værum t.d. í stöðugri æfingu fyrir stökkíþróttirnar eins og langstökk og þrístökkGrin.  Þetta var kannski rétt ályktað hjá þeim, en svo vorum við líka alltaf með leynivopn, Íslandsmethafinn í 100 m spretthlaupi var í okkar röðum.  Bjarni Stefánsson, sýslumaður, var alltaf sumarlangt hjá ömmu sinni og afa í Súgandafirði og keppti þá náttúrulega fyrir Stefni.  Annars var hann örugglega félags“bundinn“ í einhverju Reykjavíkurliðinu, en það var nú ekki verið að láta svoleiðis smámuni trufla sig í þá daga.

Ekki má gleyma kvöldvökunum á þessum héraðsmótum.  Kvöldvökustjórar voru þeir Sigurður R. Guðmundsson, sem þá var íþróttakennari við Núpsskóla og Súgfirðingurinn, íþrótta- og skíðakennarinn, Valdimar Örnólfsson.  Það má því segja að við höfum fengið meira en "smjörþef" af hinni rómuðu stemmingu, sem kvöldvökur Kerlingafjalla-bænda voru frægar fyrir.Wink 

Íþróttafélagið Stefnir varð 100 ára fyrir nokkru síðan, og lifir enn góðu lífi skilst mér.  En hvar voru þá Stefnisfélagar þegar nútíma Héraðsmótið var haldið á Ísafirði á dögunum, þ.e. sjónvarpskeppninni Skólahreysti?
Kvennalið Stefnis United

Stefnir United er hópur „ungs fólks“ í Súgfirðingafélaginu í Reykjavík, sem mætir til leiks á Sjómannadeginum í Reykjavík og keppir í kappróðri og þau vinna alltaf, bæði gleði samverunnar
Stefnir United

 

 

 

 

 

og yfirleitt verðlaunabikar líka! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman af svona ungmennafélögum. Ég var í öllum íþróttum í den. Helgarkveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Glæsilegur hópur

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 4.4.2008 kl. 19:47

3 identicon

Jeminn Sigrún, gaman að rifja þessi Héraðsmót upp.  Þetta var alveg yndislega skemmtilegur tími.  Alltaf svo mikið stuð fyrir mótin, allir sem að stóðu saman við að smala í lið og ekki bara keppnisliðin heldur líka stemmingsliðin. Það var alltaf bara gaman að upplifa þessi mót.  Man fyrst er ég var að byrja að fara á mótin, eitthvað svo lítil með öllum stóru sem voru að keppa, en gaman samt.  Svo er það í minningunni að Stefnir hafi alltaf verið að sigra, allavega oft eins og við munum.  Gaman að lesa pistlana þína.  Áfram Stefnir

Anna Bjarna (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessu Sigrún mín.  Það hefur verið kraftur í ungu fólki hér áður fyrr. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Tek undir með Önnu og takk fyrir góðan pistil

Halldóra Hannesdóttir, 6.4.2008 kl. 00:00

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skemmtilegur pistill.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband