2.4.2008 | 14:53
Veruleikafirring!!!
Það má með sanni segja að ég hafi gabbað sjálfa mig þann 1. apríl.
"Eins og fram hefur komið á Vísi fóru þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ásamt fylgdarliði á einkaþotu á leiðtogafund NATO sem hefst í Búkarest í Rúmeníu í dag. Samkvæmt heimildum Vísis er kostnaðaraukinn við það að velja einkaþotu í stað almenns flugs um sex milljónir króna".
Þetta las ég á Vísi.is í dag. Ég neitaði að trúa þessu, alveg frá fyrstu fréttum til síðasta bloggs í gær. Lái það mér hver sem er að trúa þessu ekki. Bæði Ingibjörg og Geir hafa undanfarið verið að hvetja til sparnaðar og vara við óráðsíu "á meðan efnahagsástandið er í þessari lægð" eins og þau segja.
6 milljónir af almannafé er dágóður peningur. Þetta eru árslaun nokkurra láglaunastarfsmanna hjá ríkinu, sem hafa ekki einu sinni efni á að fljúga eitthvert út í buskann á "almennu farrými", hvað þá að veita sér einhvern munað yfirleitt.
6 milljónir gætu bjargað því að sumardvöl fatlaðra barna gæti orðið að veruleika og vísa ég þá á blogg Jónu Gísladóttur jonaa, því til staðfestingar.
6 milljónir gætu skipt sköpum fyrir láglaunafólk á hjúkrunarheimilum eða leikskólum, þótt sú upphæð þyrfti að skiptast á nokkuð marga.
6 milljónir eru stórfé í hugum þeirra, sem skrimta.
Verða íslenskir stjórnmálamenn gjörsamlega veruleikafirrtir, um leið og þeir komast til valda?
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Frekar að spara þeim tímann, eins og Geir H Haarde sagði í gær við Kastljósið. Hann sparar 1 sólarhring á þessum ósköpum!
Hann sagði svo að frekar myndi hann vilja vera hérna í þennan tíma og vinna vinnuna sína, heldur en að sitja á hóteli. Hann nefndi líka að það væri kallað hann letingja og að hann ynni ekki vinnuna sína....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.4.2008 kl. 15:58
Það eru sjálfsagt tvær hliðar á þessu máli eins og öðru en mér finnst að þeir ættu að geta tekið svona skyndiákvörðun og styrkt t.d. verkefni eins og Jóna bendir okkur á. Knús til þín elskan og takk fyrir stuðning
Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 16:14
Róslín, þú ert aldeilis flott, bara farin að horfa/hlusta á "harðar" stjórnmálaumræður á þínum aldri.. Frábært hjá þér.
Já Ásdís mín, það eru örugglega önnur hlið á þessari umframeyðslu, en ég fer ekki ofan af því að þetta eru röng skilaboð til þjóðarinnar. Það væri t.d. hægt að afsala sér þessum lúxus og mörgum öðrum og eyrnamerkja síðan "sparnaðinn" í svona verkefni, sem Jóna bendir á. Ég trúi því að þeir séu með áróðursmeistara á sínum snærum, sem gæti komið því á framfæri við þjóðina.
Gangi þér vel á þínu "ferðalagi" og uppgjöri, mér finnst þú aðdáunarverð
Sigrún Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 17:42
Fyrst og fremst eru skilaboðin með þessu slæm. Nú verður þess gætt að leka ekki svona bruðlupplýsingum aftur.
Hólmdís Hjartardóttir, 2.4.2008 kl. 21:55
innlitskvitt Góða nótt mín kæra
Brynja skordal, 3.4.2008 kl. 00:11
Maður verður að vera inní málunum, ef maður ætlar að vinna eitthvað í þessu þegar maður eldist
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.4.2008 kl. 00:15
ég er sammála þér Sigrún mín. Þetta er taktlaust fram úr hófi, og sýnir að þetta fólk er úr takti við hinn almenna mann á landinu. Ég vissi að Sjallar væru svona fólk, en Ingibjörg hefur valdið mér verulegum vonbrigðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.