29.2.2008 | 22:54
Ömmuhelgi!
Já, ég held að það sé réttnefni á þessa helgi hjá mér. Í kvöld er ég að passa stóra 3ja ára strákinn hann Róbert Skúla.
Hefðbundið föstudagskvöld hjá okkur. Hann elskar spurningaþætti og Gettu Betur stóð undir okkar væntingum. "það var rétt" glumdi nokkrum sinnum hjá mínum manni og þegar þætti lauk voru úrslitin að hans mati að, stóru strákarnir hefðu unnið þetta!
Þar sem ég er stödd á hans heimili var rútínan fyrir svefninn með þeim hætti, sem hann er vanur: Amma, ekki pissa fyrst! Sko, fyrst bursta tennur, svo pissa, svo þvo sér, svo drekka smá mjólk, svo lesa bók, svo syngja og svoooooo sofa! Og þetta gekk eftir, eins og stafur í bók. Ef foreldrasettið hefur eitthvað við þetta að athuga, verða þau bara að breyta forritinu.
Á morgun fer ég svo að passa Ericu Ósk, bráðum 1 árs. Það verður spennandi, því á þessum aldri eru breytingarnar svo miklar á milli heimsókna. Ég hef ekki séð barnabörnin í 3 vikur, vegna flensu, vinnu og svo þurfti "Nóri" að skella sér í heimsókn til mín í þessari viku!
Ég veit ekki hvort ég næ að hitta elsta barnabarnið, hana Kristrúnu Amelíu, en ég mun reyna!
Ömmuhelgar eru æðislegar!
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Njóttu vel
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.2.2008 kl. 23:39
Ég hitti 3 mánaða barnabarnið mitt í gær. Finnst ennþá hálf skrítið að vera orðin amma.
Mér finnst litla stúlkan mín vera yndislegasta barn sem ég þekki og hlakka alltaf til að hitta hana.
Anna Kristinsdóttir, 1.3.2008 kl. 12:15
Þú ert rík kona
Bestu kveðjur úr heimahögunum.
Halldóra Hannesdóttir, 1.3.2008 kl. 12:36
Takk fyrir innlitið mínar kæru!
Það toppar náttúrulega ekkert móðurhlutverkið Anna mín... en þú ert væntanlega farin að finna að ömmuhlutverkið kemst svo ótrúlega nálægt því, að varla má á milli sjá!
Hallgerður, ömmur mega! það gerir gæfumuninn fyrir okkur. Hugsa sér að moggabloggið hafi fært mér frændgarð, sem hingað til voru bara nöfn á blaði hjá Kára klára!
Sigrún Jónsdóttir, 1.3.2008 kl. 13:59
Mér finnst ömmuhlutverkið toppa mömmuhlutverkið Sigrún mín, vegna þess að þegar við erum orðin afi og amma, þá um leið erum við nógu þroskuð til að vita að tíminn skiptir óendanlega miklu máli, og erum orðin miklu þolinmóðari og færari um að gefa þeim sinn tíma. Ekkert stress, bara ömmuhress njóttu þín á ömmuhelgi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2008 kl. 15:01
Takk fyrir Ásthildur.
Þetta með að ömmuhlutverkið toppi mömmuhlutverkið.....er óopinbert leyndarmál! Ekki viljum við að börnin okkar haldi að þau hafi bara verið æfing fyrir ömmuhlutverkið.
Eina amman sem ég fékk að njóta, fór fljótlega á goðastall hjá mér....ég skil það í dag, af hverju það var!
Sigrún Jónsdóttir, 1.3.2008 kl. 16:01
Vá hvað ég hlakka til að verða amma En já Sigrún mín þessi rútína var alveg rétt og ég trúi því vel að barnið hafi stoppað þig af að láta hann pissa áður en bursta tennur, slíkt er náttúrulega glæpur
Enn og aftur takk fyrir pössunina
Guðrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.