6.2.2008 | 17:22
Stóri símamaðurinn!
Tileinka þetta blogg, vinkonum mínum Eygló Einarsd. í Svíþjóð, Helgu Kársd. Í Ástralíu, Birgittu Hlín í Danaveldi og svo bróður mínum í Ástralíu!
Kominn tími til, segja sumir! Góða slepptu því, segja aðrir! Jú, jú, þú getur alltaf hætt að blogga aftur, ef þú kemst að því að þetta er ekki þinn vettvangur, segja enn aðrir!
Hver er minn vettvangur? Spyr ég!
Ákvað að láta vaða þar sem ég hef alltaf haft ríka þörf fyrir að tjá mig um hin ýmsu þjóðfélagsmál og símareikningurinn stundum verið svo óheyrilega hár að m.a.s. mér blöskrar!
Ætla ekki að tjá mig um þjóðfélagsmálin í þessu fyrsta bloggi mínu þar sem ég er eiginlega komin með upp í kok vegna þeirrar “geðveiku” stöðu, sem þar ríkir!
Var að passa sonarsoninn Róbert Skúla um helgina, hann var yndislegur að venju! Hann verður 3ja ára þann 8. febrúar n.k. Mjög skýr strákur, altalandi, alteljandi og er svo sannarlega farin að hafa skoðanir á hlutunum! Var mikið að nota leikfangasímann sinn í þessari ömmu heimsókn sinni. Þurfti að tala og senda SMS svona til skiptis. Eftir eitt langa símtalið, spurði ég hann við hvern hann hefði verið að tala, svarið kom um hæl: Borgarstjórann! Hvað sagði borgarstjórinn, spurði ég, allt bara fínt, svaraði minn! Tek það fram að ég var ekki að tala í minn síma meðan drengurinn var hjá mér, þannig að allt tal um einhverja borgarstjóra, hefurhann frá öðrum en mér!
Við lásum 5 bækur á laugardagskvöldið x2. Fyrst las ég ritaða textann, sem fylgdi myndunum og svo las hann sömu bók með sinni útgáfu! Á milli sagði hann mér sögur frá því hann var pínulítið barn!: Þegar ég var pínuoggulítill, eins og Erica Ósk, manstu? Þá var fluga í glugganum, manstu? Þegar ég var pínuoggulítill, eins og pabbi á myndinni, bendir á mynd af pabba sínum pínuoggulitlum, þá gat ég ekki labbað! Ég var svona pínuoggulítill, svona: sýnir ömmu sinni pínuoggulítið bil milli þumalfingurs og vísifingurs! Já það er munur að vera orðin 3ja ára stór strákur og farin að rifja upp “gamla daga”!
Þegar ég var “pínuoggulítil” að alast upp heima á Suðureyri við Súgandafjörð, átti ég fullt af góðum vinkonum! Ein þeirra var hún Eygló Einarsdóttir, jafnaldra mín. Eins og gengur og gerist með aldri og búsetu, vilja þessi vinkonubönd rofna með tímanum, þótt vissulega séum við allar æskuvinkonur og þyki óumræðilega vænt um hverja aðra!
En aldur og búseta hafa ekki haft nein áhrif á samband okkar Eyglóar! Hún hefur búið í Svíþjóð í mörg, alltof mörg ár, og ég sé hana bara á nokkurra ára fresti. Það er dýrt að vera í símasambandi, svo hún er ein af þeim, sem ég tileinka þetta blogg!
Þegar ég var orðin aðeins eldri bjó ég í nokkur ár á Akranesi. Þar kynntist ég Birgittu Hlín, ættaðri frá Akureyri! Við deildum saman “súru” og “sætu”, urðum megagóðar vinkonur, sem ég mun alltaf vera þakklát fyrir! Hún hefur undanfarin ár búið í landi móðurfólks síns, Danmörku! Gitta flytur vonandi “heim” bráðum, en þá til Akureyrar, þannig að þetta blogg er líka tileinkað henni!
Helga Björg, býr í Ástralíu, og hefur verið þar s.l. 40 + ár, eða síðan hún var 6 ára gömul! Ég kynntist henni, þegar hún “prófaði” að búa hér á Íslandi fyrir nokkrum árum. Hún var hér í tæp 2 ár, einstæð móðir með 2 dætur! Við urðum “perlu vinkonur”, sem engan engan skugga ber á! Símtölin til Ástralíu hafa verið mörg og dýr, yndisleg, nauðsynleg, og stundum svolítið “rauðvínsblönduð”! Þetta blogg er því líka tileinkað Helgu vinkonu minni, og rauðvínið mun hvergi koma hér við sögu!!
Elskulegur bróðir minn, Albert Finnur, hefur búið í Ástralíu í rúm 28 ár! Síðast en ekki síst mun ég tileinka honum þetta blogg mitt!
Ég geri mér fyllilega grein fyrir að þetta blogg mun verða “sýnilegt” öllum! Ég bið því um “tilfinningalegt svigrúm” til þess að leyfa þessum vinum mínum að fylgjast með mínum “þankagangi” og vona að kverúlöntum þessa lands verði ekki misboðið af skrifum mínum í framtíðinni! Öðrum býð ég vel að njóta!
Myndatextar:
Efri mynd: Stóri símamaðurinn
Neði mynd: Æskuvinkonur; Ég, Erna, Eygló og Eyrún
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Athugasemdir
Gaman að sjá þig hérna. Mun fylgjast með þér.
Anna Kristinsdóttir, 6.2.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.