Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Gleðilega hátíð kæru ættingjar og vinir!

Heimkoman
(Smásaga frá 1991)
 
amma_og_afi_1126920.jpg
 
 

Það er júlímánuður árið 1904.  Veðrið er milt og sólin er að hækka á lofti.

Ung kona stendur á fjallsbrúninni innarlega í firðinum.  Við fætur hennar eru pinklar og skjóður.  Hún er smávaxin og fíngerð með blíðlegt bros í fallegu andlitinu.  Hárið er ljósbrúnt og fléttað eins og kóróna um höfuð hennar.  

Það er  eftirvæntingarglampi í fallegu bláu augunum þegar hún horfir á þá fögru sýn sem mætir henni.  Hér verður gott að búa hugsar hún um leið og hún sest á mosavaxinn stein.

Fjörðurinn er fagur þennann sumarmorgun.  Það er logn og sjórinn er sléttur sem spegill, nema þær gárur, er myndast, þar sem lítill árabátur með einn ræðara innanborðs kemur hægt og líðandi inn fjörðinn.

Fjöllin umhverfis eru tignarleg og klædd sínum fegursta sumarskrúða, skógarkjarri, grasi, mosa og inn á milli eru sumarblómin í allri sinni litadýrð.

Sigríður Jóna heitir unga konan á fjallsbrúninni.  Hún er tuttugu og eins árs að aldri og það er komið að tímamótum í lífi hennar.  Að baki eru árin, sem hún átti með foreldrum og yngri systur.  Árin sem mótuðu hana.

Framundan eru leyndardómar lífsins, ástin og afkvæmi hennar.

Hún hefur alist upp við mikinn kærleika og trú á guð.  Allt frændfólkið í litlu Skálavík var sem samhent fjölskylda.  Það hafði ávallt reynst þeim vel.  Móðir Sigríðar Jónu lést fyrir 5 árum og með góðri hjálp sveitunga sinna, hélt hún heimili fyrir föður sinn og gekk Pálmfríði yngri systur sinni í móðurstað.  En nú var faðir hennar líka dáinn.  Hann féll fyrir Ægi, eins og svo margir sjósóknarar hafa gert á undan honum.

Pálmfríður litla hafði yfirgefið átthaganna fljótlega eftir jarðarför föður þeirra.  Hún beið nú komu systur sinnar hjá frændfólki þeirra hérna í Súgandafirði.

Sigríði Jónu fannst erfitt að kveðja sveitina sína og fólkið sem var henni svo kært.  En treginn var farinn að víkja fyrir tilhlökkun.  Hún á nú að baki þriggja kukkutíma göngu yfir grýttan dal og fjall.  

Nú er hún komin í framandi fjörð til ókunnugs fólks.  En Sigríður Jóna er bjartsýn á framtíðina.  Í svona fallegum firði getur bara búið gott fólk.  Frænka hennar og frændi fluttu hingað fyrir nokkrum árum og þau bera fólkinu hérna gott orð.  Svo býr hann hérna hann Albert Finnur, ungi maðurinn, sem hún bast tryggðarböndum í fyrrasumar.

Hún vonar að ræðarinn í árabátnum sé einmitt hann.  Berti, eins og hann er kallaður, lofaði því í fyrrahaust að sækja hana í botn fjarðarins þennann dag.  Hjarta Sigríðar Jónu slær ótt og hún hefur göngu sína niður fjallið.  Ilmurinn í loftinu er dásamlegur og söngur fuglanna er bjartur og tær.

Þegar hún er komin niður fyrir miðja fjallshlíð, leggur hún farangurinn aftur frá sér og sest niður í grasið innan um lágvaxið kjarrið.  Lækurinn, sem hafði tifað niður fjallið samhliða Sigríði Jónu, heldur áfram niður hlíðina.  Hún tekur af sér slitna gönguskó og ullarsokka, sem hún hafði klæðst  og baðar netta fæturna í læknum.  Gönguskórnir hans pabba sáluga hafa þjónað henni vel í urðinni, sem hún hafði undir fótum á þessu ferðalagi.

Hún dregur nú upp forláta steinbíts roðskó, sem hæfa betur klæðnaði hennar.  Hún er klædd svörtu síðu pilsi og stuttum svörtum mittisjakka.  Svuntan og sjalið eru í ljósum sauðalitunum eins og roðskórnir.

Skóna hafði Albert Finnur sent henni með skútunni fyrir síðustu jól.  Þeir eru þjálir og afskaplega vel gerðir og vandaðir.  

Þar sem Sigríður Jóna situr þarna í grasinu og reimar að sér skóna sína, sér hún hvar árabáturinn nálgast vörina fyrir neðan bæjarstæðið að Gilsbrekku neðst í hlíðinni.

Hún sér núna að ræðarinn er Albert Finnur.  Hún brosir og roðnar í vöngum.  Úr augunum ljómar gleði og tilhlökkun.  Hún stendur á fætur, tekur upp pilsfaldinn með annarri hendinni og farangurinn með hinni.  Hún hleypur létt í spori niður hlíðina og alveg niður í fjöru, þar sem Albert Finnur hefur skorðað bátinn sinn.  Hann stendur þarna, hávaxinn og herðabreiður, brosandi með útbreiddann faðminn og ástúðleg glettni skín úr augum hans.

Sigríður Jóna er komin heim.

 

Nóvember 1991,

Sigrún Jónsdóttir.

 

amma_sigga_og_bornin_1126951.jpgSmá eftirmáli fyrir ættingja og vini.... sem vilja bara staðreyndirWink:

Sigga amma var eina amman sem ég þekkti og ég elskaði hana og dáði.  Hún var orðin blind, þegar ég man fyrst eftir henni, en það stoppaði ekki léttleika hennar.  Hún sat við sitt útvarpstæki, söng með tónlistinni og prjónaði.  

Ég man ekki sérstaklega eftir því að amma hafi gefið mér í jólagjöf annað en hina hefðbundnu sokka og vettlinga og það dugði mér frá konunni sem mér þótti vænst um af öllum.

Amma og afi eignuðust 3 börn, sem lifðu.  Kristján, sem dó á þrítugsaldri.  Mömmu mína, Guðjónu, sem lést árið 2000, og Pálmfríði, sem lést árið 2010.

Afkomendur í dag eru 55...að því að ég best veit Smile

 

 

 

Albert Finnur Jóhannesson

Fæddur á Norðureyri í Súgandafirði 13. nóvember 1884

Látinn 20. nóvember 1945


Sigríður Jóna Guðnadóttir

Fædd í Bolungarvík 31. október 1883

Látin 29. desember 1970

 

Guðni Borgarsson

Fæddur í Hólssókn, N-Ís. 27. nóvember 1843

Látinn 23. apríl 1904


Jóna Jónsdóttir

Fædd í Eyrarsókn í Seyðisfirði, N-Ís 31. janúar 1849

Látin 26. febrúar 1899

 

Pálmi Guðnason 1874 - 1874
Pálmi Guðnason 1876 - 1894
Jón Borgar Guðnason 1878 - 1882
Pálmfríður Guðnadóttir 1895 - 1918
Guðmundína Guðnadóttir 1871 - 1872
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 


Að standa skil á sínu....

Ég tel mér trú um að að ég sé frekar meðvituð og fylgist vel með....  Ég er fylgismaður núverandi ríkisstjórnar, en það er ekki "blind" fylgni! 

Þótt ég hafi stutt eitthvert stjórnmálaafl í gegnum tíðina hefur það aldrei verið gagnrýnislaust..... ég veit, ég er erfið! ....eða bara raunhæfWink

Eina fólkið sem fær minn stuðning "skilyrðislaust" eru afkomendur mínir og annað náið venslafólk.

Þegar velferðarráðherra birti upplýsingar um, hvaða upphæð ætti að miða við sem lágmarksframfærslu varð ég "hoppandi" glöð og hugsaði..... "Guðbjartur er meðedda" og "megi hann ríkja sem lengst"Smile

Síðan þá hef ég beðið eftir einhverju "áþreifanlegu", svo sem... raunhæfum húsnæðisbótum, hækkun skattleysismarka, hækkun örorku- og lífeyris greiðslna o. sv. frv.  En ekkert bólar á þessháttar efndumWoundering

Aftur á móti hyggur fjármálaráðherrann Steingrímur á heimsóknir til láglaunafólksinsFrown  Nú skal blóðmjólka þá sem skríða yfir tvöhundruð þúsundin.... jafnvel þótt velferðarráðherrann segi þessi laun ekki duga til  "lágmarks- mannsæmandi framfærslu"GetLost

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa hvers kjósanda að samræmi sé á milli orða og aðgerða meðlima ríkisstjórnar...... það er alla vega mín krafaShocking

Ég ætla að endurskoða minn stuðning í næstu þingkonsingum.... og það verður ekki stuðningur við núverandi XS og XVG eða fyrrum valdhafa XD og XB.... Nú vil ég nýja hugsun og áræðni!  

Ég neita að gefast upp fyrir möppudýrum og og öðrum heimskum skepnum....  Ég hef stutt nokkur stjórnmálaöflin og nú er ég svag fyrir einhverju nýjuWink

 

 

 


mbl.is Útlit fyrir almenna hækkun tekjuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get ég byrjað að trúa.....

á réttlæti?

Ég efast ekki um að það hafi þurft kjark og áræðni til að koma fram með þessi neysluviðmið.  Takk fyrir Guðbjartur Hannesson.

Það er nefnilega þannig að þeir sem telja sig "eiga" Ísland og stjórna því leynt og ljóst á bak við tjöldin hafa barist gegn því að eitthvað í þessa áttina yrði lagt fram.

Hvað þarf einstaklingur að hafa í laun fyrir skatta og aðra skylduborgun til þess að eiga eftir kr. 291.932.- sem reiknað hefur verið út sem "neysluviðmið"?

Hvað segir LÍÚ við þessu útspili Velferðarráðuneytisins?  Hvaða væll ætli komi frá Vilhjálmi Egilssyni hjá SA í fréttum kvöldsins?  Síðast en ekki síst verður fróðlegt að vita hvað þessir "nægjusömu" hjá ASÍ munu láta frá sérDevil 

Hvað gerir Tryggingastofnun í framhaldinu....og já, hvað gera öll velferðaráðin vítt og breitt um landið? nú eða Vinnumiðlun, sem hingað til hefur talið 150 kall nægilegan til framfærslu atvinnulausra án tillits til skuldastöðu......

Á ég að þora að vona að þetta skref Velferðaráðherrans sé fyrsta skref í áttina að réttlátu samfélagi, þar sem allir fái sinn skerf af kökunni?

 

 


mbl.is Viðmið einstaklings 292 þús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hlakka svo til.....

Bóndadagurinn er í dag og samkvæmt gömlu tímatali hefur Þorrinn gengið í garð.  Það hlakkar í mörgum yfir því að geta nú borðað magafylli af úldnu meti og súrmetiSmile....þar á meðal er égWink

Það hlakkar líka í mörgum Íslendingnum þessa dagana yfir hinum ýmsu uppákomum, t.d. því að Sérstakur saksóknari virðist vera á réttri leið við að klófesta hluta af bankamafíunni.....Bandit

Síðast en ekki síst hlakkar og tístir í mörgum okkar kátínan yfir verðskulduðum sigri "strákanna okkar" á stóra bróðir í NoregiWhistling....og góðu gengi hingað til í þessari heimsmeistarakeppniWizard

Svo hlakkar mjög í sjálfstæðismönnum yfir góðu gengi í skoðanakönnun þessa dagana þar sem tæp 50% aðspurðra af 50% svarhlutfalli, 400 manns af 800 svöruðu þannig að 200 manns  vilja FLokkinn aftur til valdaW00t

Það hlakkar í mér af því að 400 manns af þessum 800 virðast ekki hafa nokkurn áhuga á neinum þessara flokka sem í boði eruUndecided

Ég hlakka líka til að fara í vinnuna mína á eftir.  Er heppin að hafa ennþá vinnu eftir slæma útreið heilbrigðisþjónustunnar í því efnahagshruni sem varð í kjölfar áratuga sjálfgræðisstefnu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks Devil

Mér finnst það líka tilhlökkunarefni að Þorrin, Góan og einmánuður líða og Harpan tekur við með sínum yndislegu sumarfríum já og nýju tónlistarhúsiWink

Ég mun væntanlega syngja nokkur velvalin þorralög með skjólstæðingum mínum í vinnunni minni á eftir, eins og t.d. Nú er frost á fróni og fleiri góðCool  Ég ætla rétt að vona að börnin á Sæborg hafi tekið það lag í tilefni dagsinsWhistling

Svo hlakka ég mikið til að heyra af því hvernig strákarnir okkar ætla að tækla þjóðverjana á morgun....ég get ekki horft, er með bilaðan blóðþrýstingSick

En svona tækla þjóðverjarnir einn góðan þorrabrag okkar íslendingaWhistling  

In Extremo - Krummavisur (Live am Goldenen Rhein)


mbl.is Börnin heilsa þorra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega jólahátíð elsku ættingjar og vinir.

Heyrði aðeins í honum Alberti bróður mínum á skæpinu í dag.  Hann segist sakna þess að sjá ekkert blogg frá mér núorðið.

Hann býr í Ástralíu og þarlendir eru ekki ýkja hrifnir af facebook....of margar vírusahætturWoundering  En eins og fyrri daginn tóku íslendingarnir facebook nýjunginni með trompi og sögðu grandWhistling og maður hefur nú ekki tíma fyrir allt.....

Þetta verður því svona jólakveðjufærsla fyrir Abba í Brisbane, Úlfar í Ameríku, Eygló í Svíþjóð, Diddu í Ameríkunni, Jónu Láru í Danaveldinu, Pöllu Bergmann í Kanada og Helgu vinkonu í Ásralíu Heart

Kæru þið öll,

Ég fór á jólaball hjá Rafiðnaðarsambandinu með nokkrum fjölskyldumeðlimum um síðustu helgi.  Jólaballið var haldið að Gullhömrum og fyrir ykkur sem eruð engu nær, þá er það samkomuhús í Grafarholtinu....voða stórt og flott.  Ég labbaði nokkuð marga hringi í kringum jólatréð með Róberti Skúla (Ómarssyni) og Ericu Ósk (Jóns Erics dóttur) og söng HÁSTÖFUMCool...er loksins búin að læra alla þessa jólaballatexta.... og sem betur fer, því haldið ekki að ég hafi þurft að vanda mig með Björk (heimsfrægu) Guðmundsdóttur í næsta hring við migJoyful...svo ég get með sanni sagt að ég hafi sungið opinberlega með BjörkWizard  

Af okkur er allt gott að frétta.  Ég er að vinna alla jóladagana en held samt jólin með sonum og barnabörnum svona inn á milli vaktaWizard

Jólamaturinn er komin í kæliskápinn heima hjá Jóni Eric og Ómari Daníel og þeir ætla að elda hamborgarahrygg á aðfangadagskvöld en þar sem ég er á kvöldvakt, mun ég væntanlega bara vera í símasambandi við þá fram eftir kvöldi.  Kristrún Amelía og Róbert Skúli verða hjá þeim svo það verður jólafjör á þeim bænumWhistling.

Á jóladag verð ég á dagvakt (ég veit...alveg ótrúlegt!) og þá munu Erica Ósk og Karen Lilja vera hjá okkur í hangikjötsveislunni og taka upp sína jólapakkaSmile

Á annan dag jóla er ég svo á kvöldvakt og þá ætla ég að sofa fram að vakt....Sleeping

Fyrr í kvöld fór ég í skötuveislu hjá Guðjóni Jóa Didda syni þar sem stór hluti stórfjölskyldunnar var samankomin.  Þar var ákveðið að þessi samkoma væri algjört mustWhistling  Stórfjölskyldan er nefnilega alltaf að stækka og sameiginlegar jólahefðir okkar hafa verið í þróun undanfarin ár......en nú skal setja reglu á þessar samkomurSmile

Svenni byrjaði eiginlega með þessar skötuveislur, þegar þau bjuggu í Álfheimunum.  Þegar hann flutti í Grafarvogsblokkina tók Sigga systurdóttir og Vignir við og nú í kvöld voru það semsagt Guðjón og Systa sem tók við keflinu.  Við greiddum um það atkvæði hvar skötuveislan skyldi haldin að ári og það var samdóma álit meirihluta veislugesta að það væri upplagt að heimsækja Svenna og Ellý að nýju.  Þau voru nefnilega fjarri góðu gamni í kvöld þar sem þau dvelja ásamt allri sinni fjölskyldu hjá Jónu Láru í Danmörku um hátíðarnar.  Ég veit að þau verða ákaflega glöð að fá að bjóða okkur heim í fallega lundinn í Kópavoginum...þeir segja að það sé gott að búa í Kópavogi og að umburðarlyndi við vestfirskri skötulykt sé þar í hávegum höfðWink....

Ég óska ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og hlakka til að sjá ykkur öll von bráðar....Heart

Meira er nú eiginlega ekki að frétta af þessum bænum en ég býð ykkur öllum að taka undir með hinum íslensku Frostrósum :


mbl.is Jólastemning í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskar kjarnakonur.

Rosalega lýst mér vel á þessa tillögu Besta flokksins....hann er sko ekki bestur fyrir ekki neitt Wink  Íslenskir sjómenn hafa sýnt Hallveigu Fróðadóttur heiður sinn með því að nefna skip eftir henni eins og hér sést: http://batarogskip.123.is/blog/record/408481/

Svo væri nú alveg tilvalið að fá góða styttu af Hallgerði "langbrók" Höskuldsdóttur á einhverjum góðum stað Smile


mbl.is Fyrsta landnámskonan á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki - get ekki - kemst ekki!

sjukrali_ar_1_mai_-_sigrun_og_rury.jpgDagurinn í dag, sem var reyndar í gær!  Þessi stóri og merkilegi dagur, sem ég hef alltaf verið svo hreykin af. 

24. október 1975 og ég ung konan var nýflutt heim frá Englandi, þar sem konur létu kúga sig, allavega samanborið við íslenskar kjarnakonur.

Ég vann þá á skrifstofu í miðbæ Reykjavíkur og við konurnar löbbuðum út!  Nei við mættum bara ekkert í vinnu þennan daginn minnir mig!  Karlarnir sem eftir sátu voru bara ánægðir með þetta minnir migWoundering....allavega voru engir eftirmálar.

Íslenskar konur eru flottastar, svo klárar, svo gáfaðar að ég fæ stundum tár í augun af einskærri aðdáun....   Svo standa þær saman í baráttunni fyrir launajafnrétti.  Þess vegna ætla þær að ganga út af sínum vinnustöðum í dag kl. 14:25 til að undirstrika það að skv. hinu landlæga meðaltali hafa konur þá skilað því vinnuframlagi, sem laun þeirra segja til um.

Ég er sjúkraliði og starfa við umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóma.  Ég mun mæta á mína kvöldvakt í dag og vinna fullan vinnudag.  Ég vildi að ég gæti tekið þátt í þessum "kröfudegi" kynsystra minna, en það er bara ekki í boði.  Fólk sem vinnur við umönnun sjúkra, getur ekki "gengið út" af sínum vinnustað.  Það væri óábyrgt og óafsakanlegt.  En almáttugur, ef einhvertíma var þörf þá er núna nauðsyn.

Sjúkraliðar undirrituðu kjarasamning á dögunum.........til tveggja mánaða!  Hafið þið heyrt hann betri?  Á fjölmennum fundi, sem ég sótti í síðustu viku var farið yfir stöðuna.  Samningar höfðu verið lausir í rúmt ár.  Fjölmennar karlastéttir, sem við miðum laun okkar gjarnan við hafa gert sína samninga á þessu  tímabili.  Þar er um að ræða lögreglu- og sjúkraflutningamenn/konur.  Þessar starfstéttir eru ennþá mannaðar karlmönnum í meirihluta.  Ekki náðist samkomulag um að við fylgdum þessum stéttum áfram í kjörum.....  Það er árið 2010.  Þessar starfstéttir deila með okkur sjúkraliðum námstíma, ábyrgð og álagi.  En okkar stétt er mönnuð konum í miklum meirihluta = kynbundið launamisréttiFrown

Ég bið ykkur kæru kynsystur að minnast okkar sem ekki komumst á þennan hátíðarbaráttufund í dag og mikið yrði ég glöð, ánægð og síðast en ekki síst hreykin af ykkur ef þið dembduð svo sem einni ályktun til stuðnings okkur sjúkraliðunum frá fundahöldum ykkar víðsvegar um landið.

Kæru kynsystur sýnið okkur sjúkraliðum nú í verki að þið "þorið, getið og viljið"Wink  Gleðilega hátíð - ég verð svo sannarlega með ykkur í andaWhistling


Kosningar á næstunni?

hummer.jpgJaja, þá er stutt í að boðað verði til alþingis kosningaWhistling 

Trúið mér, þetta er eins og með lóuna á vorin og sláturgerð á haustin....allt hefur sinn tíma í tilverunni.

Fyrstu áþreifanlegu merkin um að kosningar séu framundan eru að það er farið að tala um framfærsluviðmið....þetta sem allir flokkar keppast við að lofa í hverjum kosningunum á fætur öðrumWoundering.

Næstu merki um að kosningar séu í nánd, verða þegar  fjölmiðlar keppast við að hafa eftir kjörnum fulltrúum að nú verði bara að fara að hækka launin hjá þeim lægstlaunuðustu og að það þurfi "þjóðarsátt" um það........nei bíddu við, þetta "væl" var byrjað í síðustu eða þarsíðustu vikuErrm Þetta er semsagt alveg að bresta áW00t

Smá hint til hinnar "norrænu velferðarstjórnar" sem ég kaus:  Komið ykkur að verki svo þið hafið veika von um að verða kosin afturDevil


mbl.is Matargjafirnar einsdæmi á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lífið bara lotterý?

lottokulur_1025767.jpgFyrir ca. 15 árum síðan var ég í þeim sporum að vera orðin einstæð móðir tveggja unglinga í ótryggri afleysingavinnu sem nýútskrifaður sjúkraliði.  Bankastjórinn minn var heimilisvinur og kær frændi sem ég að sjálfsögðu leitaði til á þessum tímamótum.

Hann fór yfir stöðuna með mér og sagði svo:  Sigrún mín, spilar þú ekki í neinu happdrætti....ég held þú verðir að gera það, því það er þín eina von!

Síðan hefur lífið verið bölvað basl.  Kaupi stundum lottómiða, þegar ég man og ef ég er með einhverjar krónur í veskinu en hef ekki ennþá dottið í þann lukkupott.

Ég hef bæði verið virk í starfi launþegahreyfinga og eins í flokkspólitísku starfi.  Á þeim vettvangi beitti ég mér ítrekað fyrir bættum kjörum láglaunafólks.  Fyrsta ályktunin sem ég skrifaði um "réttlátan framfærslugrunn" fór frá mér á árinu 1998 við afar dræmar undirtektir þeirra sem þá voru í forystu launþegahreyfingar.  Enginn hafði áhuga, en ég hélt samt áfram að "álykta" og vinir mínir í "flokknum" leyfðu mér að senda þetta út og suður í þeirra nafni;-)

Mér bættist aldeilis liðsauki þegar frænka mín Harpa Njáls, og prófessor Stefán Ólafsson birtu svartar skýrslur um framfærsluafkomu og fátækt á Íslandi.  Bæði voru kölluð til og látin upplýsa "félagshyggjuflokkana" um þessa ósvinnu og nú skildi blásið til sóknar "gegn fátækt" í nokkrum kosningum þar á eftir....bæði í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum.

Flokkurinn "minn", nýtti sér mig og leyfði mér að tala óhindrað um afkomu láglaunastétta og bótaþega.  Flokkurinn "minn" komst alltaf í ríkisstjórn og var ég nokkuð sátt við það, þar sem ég gæti þá komið mínum hugmyndum áleiðis milliliðalaust...

Auðvitað meinti flokkurinn minn ekkert með þessu, það sá ég þegar níðvísur um Hörpu Njáls voru hengdar upp í eldhúsi/setustofu flokksskrifstofunnar fyrir kosningarnar 2003 að mig minnir, þegar þáverandi framkvæmdastjóri flokksins var í framboði og varð að loknum kosningum félagsmálaráðherra 2003 - 2006..

Fljótlega upp frá þessu missti ég trúna á að einhver vilji væri til að lyfta kjörum láglaunafólks og að reiknað væri út framfærsluviðmið til notkunar fyrir launþegahreyfingu, tryggingastofnun og sveitarfélög svo tryggja mætti að enginn hefði laun/bætur undir lágmarks framfærsluþörf.

Auðvitað átti ég, skynsöm konan, að vera fyrir löngu búin að gera mér ljóst að ekki var von á efndum hjá pólitíkusum......en launþegahreyfingin?  Fyrir hverja starfar það bákn?

Ég komst ekki á fundinn um fátækt í ráðhúsinu þann 8. september s.l. en var bent á slóðina

http://hjariveraldar.is/   

Ég horfði á fundinn í nótt og verð að viðurkenna að það voru blendnar tilfinningar sem bærðust í mínu brjósti.  Ég var glöð yfir því hvað margir voru orðnir meðvitaðir um þörfina fyrir opinbert framfærsluviðmið en ég var líka sorgmædd yfir því að pólitíkusar, sem þarna voru eins og t.d. Ögmundur, Björk og Þorleifur sem lengi hafa verið viðloðandi "velferðarmálin" og setið fundi með Stefáni Ólafs og Hörpu Njáls í aðdraganda kosninga mörg ár aftur í tímann skulu enn og aftur fá tækifæri til að tala eins og þau hafi verið algjörlega grunlaus um ástandið....  Hvað hefur þetta fólk verið lengi í þeirri aðstöðu að geta komið þessu í framkvæmd?  Nú er mál að linni - hættið að tala/lofa - framkvæmið strax!  Hvað tekur það velferðaráð Reykjavíkurborgar langan tíma að hækka grunnbætur í þá upphæð, sem bæði Björk og Þorleifur hafa staðnæmst við ca kr. 160.000.- (allt of lágt að mínu mati, en einhverstaðar verður að byrja) - Það ætti að vera rúmur meirihluti fyrir þessari breytingu......ef viljinn er raunverulegur.

Alþýðusambandið með Gylfa Arinbjörns í forsvari ætti að skammast sín og tjá sig sem minnst.  Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur í mörg ár verið til skammar og ég hef aldrei skilið þá "pólitík" verkalýðsins að kjósa sér til forystu fræðinga af öllum gerðum í stað þess að virkja einhvern úr grasrótinni. 

Það var mikill munur á málflutningi Gylfa og Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness.  Villi var flottur:)  Guðbjartur Hannesson, nýr velferðarráðherra lofar líka góðu og ég er svo sannarlega tilbúin að gefa honum séns.  Skagamennirnir, Villi og Gutti voru ljós þessa fundar, og ég vona svo sannarlega að í sameiningu geti þeir framkvæmt það sem til þarf, svo Ísland geti kallað sig "velferðarsamfélag".

Annars þakka ég fyrir góðan fund og vona að í nánustu framtíð geti launþegar/bótaþegar treyst á launaumslagið sitt en þurfi ekki að treysta á happdrættis- eða Lottó vinning sér til framfærslu;)

 


mbl.is Enginn með lottótölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun hækki um 70%

Ef "kaupmátturinn" á að halda hljóta laun að hækka um 70% miðað við frétt á RÚV í kvöld.

Við höfum heyrt þennan söng svo oft að "það verður að hafa kaupmáttinn til hliðsjónar þegar samið er um launakjör"!  Nú höfum við fengið það staðfest að vöruverð hefur hækkað um 70% svo laun hljóta að hækka í samræmi við það...ekki satt?


mbl.is Fólk vill sjá launin hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband