Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

19. júní - Til hamingju með daginn!

Sigríður Jóna Guðadóttir, 31.10.1883 - 29. 12.1970.
amma_sigga_og_bornin_1126951.jpgSigga amma var 32ja ára þegar konur öðluðust fyrst kosningarétt á Íslandi, en hún hefur ekki fengið að kjósa strax þá, því að kosningaaldurinn var í fyrstu bundin við 40 árin.

Ég efast ekki um að amma hafi verið jafnréttissinni, hún var svo réttlát og góð. Ég var svo heppin að fá að alast upp með hana á heimilinu og ég elskaði hana skilyrðislaust.
Ég á eina góða minningu um ömmu og kosningar.  Þetta voru fyrstu forsetakosningarnar sem ég upplifði og ég tók virkan þátt í kosningabaráttunni ásamt Eygló vinkonu minni þótt við værum aðeins 16 ára og ekki komnar með kosningarétt.  
Við studdum samt sitthvorn frambjóðandann tongue-out

Ég spurði ömmu hvort hún ætlaði að kjósa, hún sagði nei, og ástæðan var sú að henni fannst hún vera orðin svo gömul og að nú ættu nýjar kynslóðir að ráða för.  Ég spurði hana þá hvern hún myndi kjósa ef hún færi á kjörstað og hún nefndi frambjóðandann sem ég hélt með. Ég bað hana þá að vera svo góða að fara að kjósa hann fyrir mig.... ég væri jú af komandi kynslóð wink og amma gerði það, klæddi sig í sinn fallega upphlut og bað pabba um að fara með sig á kjörstað og skilaði mínu fyrsta atkvæði í kjörkassann laughing
Eygló fékk að sjálfsögðu ömmu sína til að fara á kjörstað og kaus hún hinn frambjóðandann.
Eyglóar atkvæði fór á Kristján Eldjárn og hann varð forseti og það tók mig ekki langan tíma að sætta mig við það.

Guðjóna Albertsdóttir 23.09.16 - 19.05.2000
Pabbi, mamma og AbbiMamma mín hún Jóna Alberts var kjarnorkukona til allra verka og athafna.  Hún var fyrirvinna heimilisins þegar pabbi minn fór að leita sér lækninga við berklum.  Þetta var uppúr miðri síðustu öld og þá var ekkert sem hét fjölskylduaðstoð eða bætur.
Heimilið var stórt, 5 börn og amma en allt gekk þetta vel með hjálp góðra sveitunga og ömmu sem var blind en sá samt að mestu um flest sem gera þurfti innan veggja heimilisins.
Þegar pabbi kom aftur heim læknaður af berklunum hélt mamma áfram að vinna utan heimilisins, þar sem hún hafði uppgötvað sjálfstæðið sem fólst í því að afla sinna eigin teknasmile
Einhvertíma uppúr 1960 unnu þær vinkonurnar mamma og Silla (Sigríður Kristjánsdóttir) saman við flökun í frystihúsinu.  Þær hafa örugglega verið tveggja manna makar við sína vinnu en fengu samt bara "kvenmannslaun"cry
Mamma var ekki sátt... og fór með kröfugerð þeirra vinkvennanna til forstjórans.  Hún lét hann vita að ef þær fengju ekki karlmannslaun fyrir flökunina þá færu þær bara að dúlla sér í úrskurðinum (þá var ekki komið bónuskerfi) og viti menn forstjórinn meðtók kröfuna og borgaði þeim og öllum konum sem unnu karlastörf karlakaup laughing  Þetta var fyrir tíma SA og kröfur verkafólks um sömu laun fyrir sömu vinnu.

Þessar örminningar um formæður mínar set ég á blað í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Ég minnist þessara kvenna með ást og virðingukiss

 

 


Suðurversveggur - taka 3 :)

Ragga Björk sendi mér þessar myndir og ég er að vona að þær verði stærri en þær sem ég nappaði af facebooksíðunni hennar Wink
Fyrst kemur ljóðið hennar Ingu Heart
frummynd 1
Svo koma hér 2 myndir af listaverkinu í heild Whistling
frummynd 2
frummynd 3
Vona að þú hafi notið þessara mynda elsku bróðir - við heyrumst Smile
Þetta virkaði ekki heldur, fæ ekki myndirnar til að vera stærri FootinMouth

Suðurversveggur - Listaverkið

Nú koma nokkrar í viðbót af Suðurversveggnum ásamt einni eða tveim öðrum Abbi minn Smile
Fyrst er það ljóðið hennar Ingu Jónasar, "Í litlum firði heima" InLove
I litlum firði heima
Svo er það heildarmyndin og þú sérð að Kaupfélagið er líka orðið ljóst... búið að múra Whistling
Heildarmyndin










Og að lokum ein af dóttur Suðurvershjónanna, Ragnheiði Björk og hennar manni Ágústi fyrir framan listaverkið Heart
Ragga og Gústi

Svo gæti þessi mynd frá Sr. Jóhannesi verið fyrirmyndin Smile
Fyrirmyndin ?

Að lokum er svo ein af þér Abbi minn með vinnufélögum á 8. áratug síðustu aldar... og það eru sko miklu fleiri ef þú kemur á Facebook Tounge
Vinnufélagar ´77

Bestu kveðjur í bili, sjáumst á Skæb Wizard

Suðurversveggurinn

Fyrst kemur hér ein mynd úr Gleðigöngunni í dag af Jóni Eric og fjölskyldu Heart
Gleðigangan

Svo er það listaverkið á Suðurversveggnum í vinnslu - Glæsilegt Kissing
Suðurversveggur 1suðurversveggur 2suðurversveggur3suðurversveggur 4

Stóra flugvallarmálið !

Það eru að koma kosningar.... sveitastjórnarkosningar. 
Hér í höfuðborg allra landsmanna eru kosningamálin mörg og mikilvæg og fyrir okkur íbúa borgarinnar myndi ég segja að húsnæðismálin væru þar efst á baugi, allavega hjá okkur leigjendum, sem borgum mörg hver 50% af framfærslufé okkar í húsaleigu.
En nei, inn á sviðið ráðast landsþekktir gamlir jálkar úr landsmála pólitíkinni sem vilja gera Reykjavíkurflugvöll að máli málanna.....  Ég er svo aldeilis stein hissa og hnerra kröftuglega (eitthvað ofnæmi í loftinu).

Einhverjum hefur tekist að gera þetta flugvallarmál að bitbeini milli borgarbúa og landsbyggðarfólks....  það kemur mér alltaf frekar spánskt fyrir sjónir, þar sem ég er bæði... þ.e. borgarbúi m/sterku landsbyggðarívafi.  Tala t.d. alltaf um að fara "heim" þegar ég fer til Súgandafjarðar.

Ég veit ekki hversu sterkt Sunnlendingar tengja við flugvöllinn.... örugglega fáir haft þann ágæta stað í ferðaáætlun sinni....  Þeir keyra sína bíla til borgarinnar... nú eða taka bara strætó.  Það eru helst Eyjamenn sem fljúga og þá í algerri neyð, því það er ég viss um að þeim finnst alveg vitavonlaust að vera bíllausir í borginni til lengdar.

Fyrir Vestfirðinga og að ég tali nú ekki um Austfirðinga er flugið orðið svo dýrt að einkabíllinn er yfirleitt 1. kostur, fyrir nú utan það að það er nú alltaf betra að vera á eigin bíl þegar snattast þarf á milli allra þeirra staða sem maður á erindi við í borginni.... ekki satt?

En þá kemur að öryggisþættinum.... Einhver veikist og þarf að komast sem fyrst á sjúkrahús!

Sjómenn á hafi úti sem veikjast eða slasast eru sóttir á þyrlu og komast klakklaust á áfangastað án þess að flugvöllur komi þar við sögu.  (Þessir dýrðardrengir eru í uppáhaldi hjá mér og þess vegna nefni ég þá fyrst ).

Kennarar í grunnskólunum í Trékyllisvík og á Tjörnesi sem veikjast eða slasast.. þurfa um háveturinn að bíða þar til vegurinn verður ruddur og fært verður á næsta flugvöl... ja nema þyrlan verði send á vettvang....

Sama á við um fjölmargar aðrar mannabyggðir á landinu okkar góða - þegar neyðin er stærst og veður eru verst... er það þyrla landhelgisgæslunnar sem bjargar málum.  Aðstöðu fyrir þyrlu er hægt að útbúa allsstaðar og væri ekki fyrir neinum... ekki einu sinni stjórnmálamönnum eða fjárfestum Errm

Ég leyfi mér því að í staðinn fyrir úrelt kosningaslagorð nútímans "flugvöllinn burt" eða "látið flugvöllinn kj.." verði kosningaslagorð allra kosninga "Þyrlur í alla landshluta" og málið er "dautt"Whistling


Nafli alheimsins !

er að sjálfsögðu á Suðureyri v/ Súgandafjörð Wink

Ég hafði ekki komið heim á Suðureyri í nokkur ár og var komin með svæsna "heimþrá" .  Mikil menningarveisla sem var í boði Act alone með stórkostlegum atriðum voru auglýst... og æskuvinkona mín  Eygló Einarsdóttir, sem býr í Svíþjóð var mætt á svæðið ásamt annarri æskuvinkonu Kolbrúnu Högnadóttur, Vesturportara  Þetta var of gott til að láta fram hjá sér fara ! 
Við restin af þessum æskuvinkonuhóp... ég (sem á bíl) og Eyrún Guðbjörnsdóttir, sem á hús (ásamt systkinum sínum) á Suðureyri.... ákváðum að láta slag standa og drífa okkur af stað.. Keyptum okkur nesti en enga nýja skó og komum vinkonum okkar skemmtilega á óvart :)
Við vorum komnar í þennan nafla alheims um kl. 18:00 síðdegis á föstudaginn... byrjuðum á því að koma við í Kaupfélaginu og fengum okkur "síðdegisdrykk" - röltum svo upp í Rauðu höllina (óðal Eyrúnar og Co.. )... sjænuðum okkur og dreyptum á nestinu....  (eins gott að sjæna sig... kannski væri gamall kærasti á svæðinu Blush )
Ætluðum síðan að fara á einleik í Félagsheimilinu Með honum Bjarna Hauki (Hellisbúa), en því miður var allt orðið yfirfullt og við komumst ekki inn.... þá var aftur til setunnar boðið í Kaupfélaginu og "síðdegisdrykkir" sötraðir og spjallað við vinina... Kl. 22:00 var svo komið að tónleikum í Þurrkver með elskunni okkar Vestfirðinga honum MUGISON ! Eftir að þeirri dásemd lauk var komið að trúnóstund og "næturdrykkjum" hjá okkur vinkonunum ásamt Önnu Bjarnadóttur og Lillý Gullborg.

Okkur ber engan vegin saman um hvenær við fórum að sofa.... Cool

Á laugardeginum var áfram boðið upp á fyrsta flokks menningu...  Byrjuðum kl. 14:00 á gamla heimilinu mínu, þar sem bróðurdóttir mín Björg Sveinbjörnsdóttir bauð upp á "hljóðin í eldhúsinu" ásamt pönnukökum og kaffi... þ.e.a.s. upptökur sem mamma mín hafði tekið upp á segulbandstækið sitt í eldhúsinu heima fyrir u.þ.b. 30 - 35 árum síðan.  Fyrir mig persónulega var þetta súrealýskt.. lokaði augum, fann pönnukökulykt og mamma (sem lést árið 2000) var að spjalla við gesti (aðallega börn),og raulaði og söng með börnunum.... kökkur í hálsi og gæsahúð!  Ekki hægt að toppa þetta (fyrir mig persónulega) hélt ég.... en veislan hélt áfram.....

Eftir "mömmu" var aftur haldið í Kaupfélagið.... minnir mig (áttum soldið heima þar finnst mér)... "síðdegisdrykkir" og plokkfisksamloka!   PLOKKFISKSAMLOKA - algjör snilld, uppfinning Ársæls, verts í Kaupfélaginu.

Inga Lára Þórhallsdóttir bættist í hópinn, fannst svo gaman með okkur stelpunum að hún ákvað að þiggja svefnpláss í "rauðu höllinni" og vera með okkur fram eftir kvöldi... nóttu Tounge

Kl. 19:00 fórum við á einleik/stórleik Víkings Kristjánssonar vestfirðings og Vesturportara, sem nú er líka orðinn tengdasonur Súgandafjarðar Whistling  Eitt orð yfir þetta verk og flutning..... Frábært!
Næst á dagskrá var Jói Sandari... Jóhannes Kristjánsson Eftirherma, sem rifjaði upp mikið af sínum góðu gullkornum.  Jói var með mér á Núpi og systur hans Guðný og Elísabet eru gamlar vinkonur mínar...  Guðnýju hitti ég þetta kvöld og það var yndislegt en Elísabet er látin fyrir nokkrum árum síðan, langt um aldur framHeart.
Jói var góður og ég hló.. ég hló, ég skelli skelli hlóGrin.

Síðast á dagskrá laugardagskvöldsins voru tónleikar með Bjartmari Guðlaugs.... Æði pæði, frábært að hafa svona original forsöngvara þegar maður  fer í svona "sing along" partý Cool
Dagurinn/kvöldið ekki búið þótt Act alone dagsskrá dagsins væri tæmd....  Eftir skemmtilega heimsókn í Kaupfélagið, þar sem við hittum nokkra hressa Grímseyinga.  Við buðum þeim með okkur í "The Partý" heima hjá Einari syni Eyglóar (og pínulítið okkar allra ) ..Wizard  Það er skemmst frá því að segja að þetta kvöld voru lögð drög að því að Grímsey og Suðureyri yrðu gerðir formlega að "vinabæjum"....   Grímseyingarnir, sem eru tvenn vinahjón voru á ferðalagi um vestfirði ásamt börnum sínum.... höfðu að sjálfsögðu skilið Suðureyri útundan í þessari ferð sinni eins og svo allt of margir gera...  Á laugardeginum voru þau á heimleið og komin inn í Hestfjörð (um 70 km.) þegar þau heyrðu auglýsta tónleikana með Bjartmari .... Þessar elskur snéru við á punktinum, mættu í fallega fjörðinn okkar og snarféllu!  Þau voru dolfallin... voru búin að skoða alla fallegu vestfirðina en komust að því að "perlan" sjálf hafði verið útundan...InLove  Fallegasta og snyrtilegasta þorpið.. fullt um að vera og fólkið yndislegt, vingjarnlegt og traustvekjandiHeart
Anna Bjarna hefur tekið að sér sundkennslu í Grímsey (vor og haust) Happy

Við skiptumst á "vinabæjar" söngvum þetta kvöld og daginn eftir þegar við hittum aðra fjölskylduna á heimleið okkar allra... talaði húsbóndinn um að hann væri kominn með "Gömlu fötuna" á heilann og að við mundum tvímælalaust hittast á sama tíma að ári Whistling

Sögum ber ekki saman um háttatíma okkar stelpnanna eftir þennan dag.....Ninja

Sunnudagurinn - síðasti dagurinn á Act alone og heimfarardagur....
Inga Lára ræsti okkur Eyrúnu fyrir hádegi....  og síðan var skundað í matarboð til Ævars Einarssonar, vinar okkar og frænda.  Það var SKÖTUVEISLA í Tennsen Whistling  Nú erum við allar innvígðar í HeartSkötuklíkuna, sem fer sífellt stækkandi Cool  Skatan var frábær og Ævar yndislegur.

Klárað að ganga frá í rauðu höllinni áður en við mættum í kirkjuna... því auðvitað fórum við í messu Halo

Í kirkjunni voru tónleikar Eyrúnar Arnardóttur ungrar konu, sem er fædd og uppalin á Suðureyri..... yndislegur tónlistarmaður sem syngur og semur eins og engill og tónleikar hennar áttu svo sannarlega heima í kirkjunni okkar á Suðureyri.  Eyrún er mögnuð Heart 

Yndislegur endir á frábærri menningarhátíð fyrir okkur vinkonurnar, sem þurftum svo að bruna aftur "suður" til að sinna vinnu og svoleiðis leiðindum...  En við förum aftur.. við förum alltaf aftur Cool

P.s. Missti því miður af einleik eftir  frænku mína Margréti Örnólfsdóttur í flutningi systur hennar  Álfrúnar Örnólfsdóttur sem sýndur var á fimmtudagskvöldið og fékk mjög góða dóma frá fólki sem sá verkið..
Auðvitað sá ég ekki allt sem í boði var, þótt ég væri á staðnum... ég þurfti auðvitað líka að tala við fjöllin og fólkið að ógleymdum firðinum Smile

Þessi pistill er sérstaklega settur hér á bloggið fyrir bróðir minn sem býr í Ástralíu og neitar að koma á facebook.... Kissing


Flaggað fyrir Abba :)

944340_10200325233388473_276596649_nHann Albert Finnur er miðjubarnið í okkar systkinahóp.  Jói og Valla eru eldri en hann en við Svenni erum yngri. 

Eins og miðjubörnum er tamt, var hann Abbi bróðir frekar hlédrægur og var aldrei neitt að trana sér  fram, þess vegna er það frekar svona næs að það  hafi verið flaggað á afmælisdaginn hans í fjölmörg ár og dagurinn í dag er engin undantekning þar á.
Abbi fæddist heima á Suðureyri 14. maí árið 1947 en hefur búið í Ástralíu með sinni konu frá árinu 1980.
Ég sakna þess að hitta þetta afmælisbarn dagsins ekki oftar og langar að benda honum á að við ætlum að halda annað svona fjölskyldumót í lok júní eins og það sem við heldum þegar þessi mynd var tekin af honum og mömmu Smile936213_10200325468834359_515797602_nManstu hvað það var gaman elsku bróðir ?  Það yrði nú gaman að sjá ykkur Julie á næsta móti :)

Elsku bróðir til hamingju með daginn þinn, við söknum þín
Heart

Ps.  Ef þú kemur á facebook, þá getur þú skoðað allar myndirnar sem teknar voru á síðasta fjölskyldumóti Cool

 


Beatles forever !

Ég hef alltaf verið Beatles aðdáandi.  Þeir voru alltaf nr. 1 hjá mér og eru ennWhistling  Mér fannst einfaldlega enginn komast með tærnar, þar sem þeir voru með hælana.
_g_og_synirnir_1189228.jpgÞetta hafa allir í kringum mig vitað og virtWink  Synir mínir hafa t.d. alltaf verið meðvitaðir um þetta og á tímabili hélt ég að ég hefði hreinlega staðnað í tónlistarsmekk með þessa snillinga á fóninum...  Ég komst samt að því að ég gat fallið aftur og fyrir öðrum tónlistarmönnum þegar annar sonur minn kynnti mig fyrir Queen og hinn fyrir Metalica, ó já Smile
Systurdóttir mín sem er 11 árum yngri en ég vissi þetta líka alltaf.... Þegar hún var 8 ára fór ég 19 ára skvísan til Englands og dvaldi þar í nokkur ár.  Henni fannst það örugglega frekar ævintýralegt og spurði hvað ég ætlaði að gera þar.  Ég sagði henni víst að ég væri að fara að hitta Bítlana og svo ætlaði ég kannski í te hjá drottninguCool

 sigga_-_skotuveisla_2007_1189230.jpgSigga frænka minnti mig reglulega á þetta og spurði mig frétta af þessum vinum mínum í hvert sinn sem ég kom heim í heimsóknLoL
Seinna fór hún sjálf í nám til Englands og við höfum því þennan enska bakgrunn sameiginlegan.
Það var svo fyrir algera tilviljun að hún rakst á auglýsingu um tónleika sem halda ætti í Hörpunni á þessu ári.  Ég átti stórafmæli í lok síðasta árs og hún benti sonum mínum á að ég yrði örugglega ánægð með að fara á þessa tónleika.....  Bítlarnir, hvorki meira né minna.  Reyndar heita þeir The Bootlegg Beatles... og þau keyptu fyrir mig 2 miða og gáfu gömluWizard
Ég get sagt ykkur það svona prívat og persónulega.... að þegar þeir birtust á sviðinu fór ég að gráta og næstu 2 klukkutímana eða svo féllu oft tár.... bæði trega og gleði tár.  Ég dansaði og öskraði, söng og trallaði - Þessir tónleikar voru alveg frábærir og ég varð aftur 18.... Takk elsku þið sem komuð mér þangaðInLove


I´m in my sixties now ;)

Yndislegur afmælisdagur að baki
Ég þakka fyrir allar kveðjurnar frá facebook vinum mínum :)  Er ekki búin að telja þær og ætla ekki að gera það.  Veit að þessar kveðjur eru sendar af hlýhugInLove
Ég átti góðan dag með minni nánustu fjölskylduHeart .. hefði viljað hafa fleiri bæði frá fjölskyldu og vinahóp en það verður ekki alltaf á allt kosið.
Held afar sjaldan upp á afmælið mitt, gerði það síðast fyrir 30 árum, þá kasólétt af yngri syni mínum... Þegar ég var 40 ára var ég að taka stúdentspróf í dönsku og sjúkraliðaprófið var handan við hornið.... svo það hafði forgangWhistling
Á fimmtugsafmælinu mínu ákvað ég að halda upp á afmælið mitt á Austurvelli og lét engan vita.  Mætti bara á svæðið ásamt tveggja ára sonardóttur minni... og það varð allt troðfullt á einu augabragðiCool borgarstjórinn, jólasveinarnir og einhver norsk-íslenskur krakki sem "tendraði" ljósin á norska jólatrénu Wink
Ég þekkti ekki nokkurn mann og enginn gaf mér pakka....  En það var allt í lagi því upplifun barnabarnsins skilaði sér í hjartastað ömmunnar Heart
Þegar allt var yfir staðið hitti ég þó eina æskuvinkonu, Kolbrúnu Högnadóttur jafnöldru mína.  Við Kolla höfum svo tekið stórafmælisárið í ár með trompiWizard
Við fórum í maí s.l. ásamt annarri æskuvinkonu og jafnöldru, Eyrúnu Guðbjörnsdóttur í heimsókn til fjórðu æskuvinkonu okkar og jafnöldru Eyglóar Einarsdóttur , en Eygló býr í Svíþjóð.  Þannig við erum aldeilis búnar að halda upp á afmælisdagana okkar í árWhistling
Svíþjóðarferðin var dásamleg eins og vænta mátti og drög voru gerð að annarri ferð og það verður ekkert beðið eftir stórafmæli ... það fer jú að styttast í annan endannUndecided...þið vitið.

Við tókum þá sameiginlegu ákvörðun að verða sextugar á útlensku... okkur skilst nefnilega að íslenskan sé eitt af örfáum tungumálum (ef ekki það eina) sem flýtir fyrir aldurshnignun...
Þess vegna erum við allar nýskriðnar "in the sixties"... so too speekTounge og það hvarflar ekki að okkur að við séum á einhverjum sjötugsaldri....W00t
Dagurinn í dag var alveg yndislegur.  Ég átti hann í faðmi nánustu fjölskyldu.  Eldri sonur minn og hans kona buðu heim til sín og ég þakka þeim kærlega fyrir alla fyrirhöfnina og vil segja þeim að þetta var algjörlega yndislegtHeart
Systkini mín mættu á svæðið ásamt mökum.  Synir mínir önnur tengdadóttirin  og barnabörnin nema það nýfædda, skiljanlega, voru þarna öll og við áttum frábæra stund saman.  Abbi bróðir í Ástralíu mætti svo á svæðið um leið og hann vaknaði... Wink og við systkinin áttum við hann gott spjall.
Sem sagt góður dagur að kveldi kominn og ég þakka auðmjúklega fyrir migHeart
Ein af gjöfunum sem ég fékk voru  2 miðar á tónleika með "Bítlunum" í febrúar.... Hver og hver og vill verður ?

Með sundkennaranum!

Þarna erum við æskuvinkonurnar fyrir nokkrum árum síðan ásamt öðrum góðum æskuvinum... og við erum varla deginum eldri ef grant er skoðaðCool


Fyrir Abba bróður í Ástralíu :)

Hann vill ekki koma á facbook Winksystur_1183278.jpg

Systurnar 3, Kristrún Amelía, Erica Ósk og Karen Lilja dætur Jóns Erics að smyrja mömmukökur fyrir ömmu sína Heart

 

 

 

 

 

erica_sk_og_karen_lilja_1183279.jpg

EricaÓsk og Karen Lilja verða yfirskreytingameistarar við skreytingu Jólatrésins í ár Smile

skreytingameistarar_2012.jpgJólatrésskreytingu lokið hjá frændsystkynum árið 2012 WhistlingF.v. Kristrún Amelía,Karen Lilja, Erica Ósk og Herramaðurinn og nýorðin stóri bróðir, Róbert Skúli.

 

 

 

 

 

 

Meira var það nú ekki í bili kæri bróðir.  Takk fyrir samtalið og afmæliskveðjuna í kvöld.  Það lengir óneitanlega afmælisdaginn minn, þegar hann byrjar suður í Ástralíu Cool

Love to you & JúlíKissingHeart

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband