Leita í fréttum mbl.is

I´m in my sixties now ;)

Yndislegur afmælisdagur að baki
Ég þakka fyrir allar kveðjurnar frá facebook vinum mínum :)  Er ekki búin að telja þær og ætla ekki að gera það.  Veit að þessar kveðjur eru sendar af hlýhugInLove
Ég átti góðan dag með minni nánustu fjölskylduHeart .. hefði viljað hafa fleiri bæði frá fjölskyldu og vinahóp en það verður ekki alltaf á allt kosið.
Held afar sjaldan upp á afmælið mitt, gerði það síðast fyrir 30 árum, þá kasólétt af yngri syni mínum... Þegar ég var 40 ára var ég að taka stúdentspróf í dönsku og sjúkraliðaprófið var handan við hornið.... svo það hafði forgangWhistling
Á fimmtugsafmælinu mínu ákvað ég að halda upp á afmælið mitt á Austurvelli og lét engan vita.  Mætti bara á svæðið ásamt tveggja ára sonardóttur minni... og það varð allt troðfullt á einu augabragðiCool borgarstjórinn, jólasveinarnir og einhver norsk-íslenskur krakki sem "tendraði" ljósin á norska jólatrénu Wink
Ég þekkti ekki nokkurn mann og enginn gaf mér pakka....  En það var allt í lagi því upplifun barnabarnsins skilaði sér í hjartastað ömmunnar Heart
Þegar allt var yfir staðið hitti ég þó eina æskuvinkonu, Kolbrúnu Högnadóttur jafnöldru mína.  Við Kolla höfum svo tekið stórafmælisárið í ár með trompiWizard
Við fórum í maí s.l. ásamt annarri æskuvinkonu og jafnöldru, Eyrúnu Guðbjörnsdóttur í heimsókn til fjórðu æskuvinkonu okkar og jafnöldru Eyglóar Einarsdóttur , en Eygló býr í Svíþjóð.  Þannig við erum aldeilis búnar að halda upp á afmælisdagana okkar í árWhistling
Svíþjóðarferðin var dásamleg eins og vænta mátti og drög voru gerð að annarri ferð og það verður ekkert beðið eftir stórafmæli ... það fer jú að styttast í annan endannUndecided...þið vitið.

Við tókum þá sameiginlegu ákvörðun að verða sextugar á útlensku... okkur skilst nefnilega að íslenskan sé eitt af örfáum tungumálum (ef ekki það eina) sem flýtir fyrir aldurshnignun...
Þess vegna erum við allar nýskriðnar "in the sixties"... so too speekTounge og það hvarflar ekki að okkur að við séum á einhverjum sjötugsaldri....W00t
Dagurinn í dag var alveg yndislegur.  Ég átti hann í faðmi nánustu fjölskyldu.  Eldri sonur minn og hans kona buðu heim til sín og ég þakka þeim kærlega fyrir alla fyrirhöfnina og vil segja þeim að þetta var algjörlega yndislegtHeart
Systkini mín mættu á svæðið ásamt mökum.  Synir mínir önnur tengdadóttirin  og barnabörnin nema það nýfædda, skiljanlega, voru þarna öll og við áttum frábæra stund saman.  Abbi bróðir í Ástralíu mætti svo á svæðið um leið og hann vaknaði... Wink og við systkinin áttum við hann gott spjall.
Sem sagt góður dagur að kveldi kominn og ég þakka auðmjúklega fyrir migHeart
Ein af gjöfunum sem ég fékk voru  2 miðar á tónleika með "Bítlunum" í febrúar.... Hver og hver og vill verður ?

Með sundkennaranum!

Þarna erum við æskuvinkonurnar fyrir nokkrum árum síðan ásamt öðrum góðum æskuvinum... og við erum varla deginum eldri ef grant er skoðaðCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Afmælisdagar eru skemmtilegir og góðir afmælisdagar skapa skemmtilegar minningar. Gott hjá ykkur að skella ykkur til Sverige og enn betra að vera rétt skriðnar in the sixties ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2012 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband