Leita í fréttum mbl.is

Er LFK á leiðinni í grjótið?

Sétturinn marUndecided  Búið að stinga stjórn Landsambands Framsóknar Kvenna í steininnWhistling...og það á baráttudegi kvenna, 19. júní.  Hvað segir Siv, eigandi þess kvennaklúbbs við því?  Eða Salvör?  Freyjurnar eins og þær leggja sig í grjótinuW00t

....Ne ekki alveg, bara misritun hjá Mogga og það er verið að ræða um Kópranós skúrkana, Gunnar og Ómar, hlaut að veraWink

Á þessa mynd vantar Ómaríó og Flosa:

kopranos.jpg

 Hér er svo fyrirmyndin: Tounge

sopanos2_jpg_550x400_q95.jpg

Ég vona að með fjölgun sérstakra ríkissaksóknara, fari einhver skriður að komast á mál "bankaræningjanna"...veit af frönskum höggstokki í bílskúr í Kópavoginum sem bíður verkefnaHalo

P.s.  Búið að skemmileggja þetta grín hjá manni.  MBL búið að breyta skammstöfun í fyrirsögn úr LFK í LSKWink


mbl.is Stjórn LSK kærð til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers virði er sjáfstæðið?

_slenski_fanin.jpgÉg er sammála Jóhönnu Sigurðardóttur.  Dagurinn í dag markar upphafið af endurnýjaðri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.  Sjálfstæðisbaráttu þjóðar lýkur ekki á nokkrum árum eða áratugum eins og sum okkar hafa gengið út frá.  Sjálfstæðisbarátta er endalaus.

Síðustu ár hefur sjálfstæði okkar út á við einkennst af grobbi og mikilmennskubrjálæði.  "Við vorum svo klár, gott ef við vorum ekki yfirburðar snillingar á öllum sviðum mannlífsins"Whistling  Við, sem þjóð höguðum okkur sem fábjánar....eða þannig lýtur umheimurinn á okkur þessa stundina.  "heimskir fábjánar"!

Við sem hér  búum vitum vel að "þjóðin" hagaði sér ekkert illa, það var bara lítill, en afar áberandi partur hennar sem kom þessu óorði á "þjóðina".  Nokkrir bisnesskarlar, bankamenn og kerfislægir stjórnmálamenn sem "sváfu hjá"  (les.: sátu hjá).   Það þarf ekki nema einn einstakling til að koma óorði á heilan bekk í skóla en restin af bekknum þarf að halda vöku sinni gagnvart þessari staðreynd og vinna sig í sameiningu út úr vandanum....með eða án spellvirkjans!

Undanfarin ár hafa verið að þróast á þann veg að í þessu landi hafa í rauninni búið 2 ef ekki 3 þjóðir.  Þ.e. þeir ríku og þeir fátæku og svo útlendingarnir.

Stjórnvöld hafa hundsað skýrslur alþjóðlegra stofnana á borð við OECD sem hafa með reglulegu millibili komið með skýrslur um fátækt á Íslandi.  Mig minnir að síðasta skýrslan af þessu tagi sem hefur verið opinberuð hafi komið út þegar "góðærið" var í hámarki.  5000 íslensk börn lifðu við þann þrönga kost að foreldrar þeirra voru með framfærslu undir fátæktarmörkum.

Hvernig leið þessum hluta þjóðarinnar á þessum "stolnu góðæristímum"?  Ætli þau hafi verið eitthvað últra stolt af þjóðerni sínu, barið sér á brjóst og talið sult og seyru sitt framlag til áframhaldandi "sjálfstæðis" þjóðarinnar?

Hvers virði er sjálfstæði þjóðar þeim sem ekki geta framfært sér og sínum með mannsæmandi hætti?

Hvers virði er álit annarra þjóða á okkur sem þjóð?  Hefðum við ekki átt að hlusta á raddir "öfundarfólksins" út í heimi þegar þær raddir fóru að hljóma?

Þurfum við sem þjóð ekki að sýna smá auðmýkt og viðurkenna að það var "okkar fólk" sem hafði rangt við og gerði sig sek um fjárglæfrastarfsemi gagnvart bæði okkur og umheiminum?  ...og það í skjóli stjórnvalda og forseta lýðveldisins.

Við getum ekki byrjað að taka á vandanum nema við viðurkennum hver vandinn er. 

Ég verð að viðurkenna að stolt mitt vegna þess að ég er íslendingur reis ekki hátt á meintum "góðæristímum", því góðærið náði aldrei til mín og minna.  Sjúkraliðalaunin þóttu skammarlega lág og viðurkennt var m.a. af stjórnmálamönnum allra flokka (fyrir kosningar) að gera þyrfti bragarbót á þeirri viðurkenndu hneisu!

Svo sprakk "góðærið" framan í okkur og allt í einu var ég komin í hóp forréttindafólks, sem hafði atvinnu og laun....og ég er bara nokkuð sátt við mitt hlutskipti....þannig lagað séð.  Geri engar gloríur, frekar en fyrri daginn en veit að ég hef grunn sem byggjandi er á.

Dagurinn í dag er dagur sem við fullorðna fólkið notum til að búa til minningar fyrir þau yngri.  Flest okkar eigum góðar 17. júní minningar og þeirri hefð þarf að viðhalda ef við ætlum að ala upp stolta íslendinga.

Eigið góðan þjóðhátíðardagHeart


mbl.is Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágæti Valtýr,

Ég þekki þig ekki neitt, veit ekkert um þig og veit ekki einu sinni hvort ég þekki mann sem þekkir mann sem þekkir þig....en það væri ekki ólíklegt í okkar litla samfélagi!

Þótt ég þekki þig ekki og viti ekki hvernig þú hefur staðið þig í þeim störfum, sem þú hefur tekið þér fyrir hendur í gegnum tíðina, vil ég að þú sjáir sóma þinn í að víkja úr "stóli" ríkissaksóknara. 

Mér skilst að þú sért "sjálfráða" og að engin hafi vald til að reka þig og að þú þurfir sjálfur að ákveða þann gjörning svo af megi verðaWoundering

Þú villt meina að það sé alveg óþarfi að þú víkir en ég er ekki sammála.  Ég horfði á þessa umfjöllun í Kastljósinu í gær og ég verð að viðurkenna að reiðin kraumaði í mér.  Þú, Valtýr minn ert bullandi vanhæfur og sem löglærður maður ættir þú að vita þaðAngry  Ég tel reyndar að við finnum varla "hæfan" einstakling (lesist: ekki vanhæfan!) hér á landi til að fylla þitt skarð, þannig að þetta er ekkert persónulegt gagnvart þér.

Ég mun standa með mínum sonum í gegnum súrt og sætt þar til yfir lýkur og ég vona svo sannarlega að það munir þú líka gera gagnvart þínum börnum.....en ekki láta það koma niður á trúverðugleika á íslensku réttarfari.

Það á eftir að taka langan tíma fyrir íslensku þjóðina að öðlast traust á embættis- banka- og stjórnmálamönnum svo einhverjir séu nefndir.  Gefðu þjóðinni það svigrúm sem hún þarf varðandi þitt embætti - SEGÐU AF ÞÉR!

 


mbl.is Valtýr vill ráða Evu Joly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

H.......F......F...

Hver fjandinn er nú í gangi?Devil

Ef Eva Joly hættir ráðgjafastörfum fyrir sérstakan saksóknara getur almenningur í þessu landi bara pakkað saman og yfirgefið landið - allir sem einn - og látið þessu HFF spillingarliði eftir að borga skuldirnar sínar.

Ég sæki hér með um pólitískt hæli í FæreyjumWoundering


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju á maður að trúa?

Hverjum á maður að trúa?

Heimildamenn blaðamanna eru margir hverjir spunameistarar Djöf....... og svífast einskis til að koma sínum spuna að, engu máli virðist skipta hvort heimildin er sönn.

brad_end_angelina_859401.jpgTökum ensku net - pressuna í dag; Mail online segir þetta um skötuhjúin Angelina Jolie og Brad Pitt.  Þau eru semsagt sögð sofa í sitt hvoru rúminu, jafnvel ekki í sama húsinu og að Brad sé farin að spjalla við sína fyrrverandi, sem Jolý er ekki alls kostar ánægð með Frown

Aftur á móti les maður sama dag í Mirror.co.uk að parið neyðist sennilega til að gifta sig til að binda endi á þessar sögusagnir um meint endurnýjað samband Braddarans við Jennifer Aneston W00t

Angelína og Brad eiga 6 börn og það er ekkert leyndarmál að þau þurfa ekkert að sofa saman til að eignast börnTounge  Ef ég væri þau myndi ég aftur á móti hafa samband við Brads fyrrverandi,  Jennifer og fá hana til að passa endrum og eins svo þau fái smá svona "gæðatíma" hvert með öðruWink.

jenifer_aniston.jpgJenifer ku nefnilega vera sú manneskja sem Bandaríkjamenn treysta best fyrir gæludýrinu sínu og allir vita (skv. áreiðanlegum heimildum) að gæludýrum er betur sinnt en börnum í USAWhistling

Ofanritað eru bara lítil dæmi um "spuna" sem kemur úr sitt hvorri áttinni. 

Fyrri sagan kemur sennilega úr "herbúðum" Jennifer, sem er ennþá að hefna sinna harma og gerir það á þann veg  að efasemdarfræjum er sáð í "hjónasæng" Pitt parsins en seinni sagan kemur þá væntanlega frá Pitt parinu sem vill kveða niður "sögusagnir" frá spunameisturum JenniferSideways

Jahá, þannig er það nú.  Það eru margir spunameistarar á fullu þessa daganna að segja okkur hvað á að gera varðandi IceSave skuldbindingarnarGetLost og eitt er víst í mínum huga að þó ég taki yfirlýsingar allra stjórnmálamanna með vara þessa daganna, þá mun ég ekki á meðan ég lifi trúa einu orði sem kemur frá  "herbúðum" spunameistaranna hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki....ekki sénsSick


mbl.is Flestir vilja Aniston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sambandsslit!

Ég var að hætta í sambandi.  Veit að ykkur kemur það ekkert við, en veit líka að sumir hafa verið að velta því fyrir sér af hverju ég er svona löt að skrifa þessa dagana og enn aðrir eru að velta því fyrir sér hvernig mér líður og svona, bæði vegna sambandsslitanna og veikindanna sem ég „lenti í"Pouty

Sambandsslit eru alltaf erfið og jafnvel sorgleg.  Sérstaklega þegar sambandið hefur varað í langan tíma og verið jafn „tryggt" og þetta fyrrverandi samband mittFrown

Stundum verður maður bara að taka ákvörðun; hingað og ekki  lengra ákvörðun ef þannig má að orði komast.  Þetta samband var mig lifandi að drepa, bókstaflega, hvorki meira né minnaHalo

Ég var búin að velta þessum sambandsslitum fyrir mér í mörg ár, var m.a.s. búin að eignast „meðal" sem átti að virka og ljúka sambandinu án þessara venjubundnu aukaverkana......

Einhver hluti af mér hefur viljað lifa lengur því  líkaminn tók völdin „dauðabjallan" hringdi  - eitt stykki hjartaáfall - þræðing  - blástur - fóðrun !  Ekkert smá heppin....ég lifiWizard

Sambandsslitin voru óumflýjanleg og áttu sér stað á hinum eina sanna „Lokadegi", þann  11. Maí sl.  Þetta var ekki eins erfitt og ég hafði gert mér í hugarlund og mér líður alveg ágætlega takk fyrir, en það getur vel verið að heilastarfsemin sé ekki eins virk og hún áður var, þannig að færslurnar koma bara „ef þær koma" ....allt einhvernvegin í „slow motion" og gerir bara ekkert tilWink

Nú er ég komin í góðan hóp kvenna (Ragga  og Ía t.d.), sem eru HÆTTAR AÐ REYKJAWhistling

.........og er á meðan er.  Það er náttúrulega smá pressa að glutra þessu inn á internetiðPolice

stop_smoking.jpg

 


Laugardags afmæli:)

Það er laugardagurinn 23 maí í dag og nokkrir aðilar, sem ég þekki til eru að halda uppá afmælið sittWizard

Jón Eric að kyssa mömmu sínaAfmælisbarn dagsins. sem er mér kærast og stendur mér næst er eldri sonur minn Jón Eric, sem er 29 ára í dagHeart 

29 afmælisdagar og það hefur eflaust verið haldið rækilega upp á þá afmælisdaga, sem "lentu" á laugardegi  í gegnum tíðinaWhistling  Dagurinn í dag er engin undantekning.....fjölskyldan drifin í sundGrin

Veit ekki hvort ég næ að smella á þig kossi þennan 29. afmælisdag sonur sæll, en ég verð með hugann hjá þér.  Love you babyInLove

Öllum afmælisbörnum þessa laugardags sendi ég innilegar kveðjur með afmælissöng frá BítlunumWhistling


Til hamingju með daginn Norðmenn:)

alexander_hinn_norski.jpg"Alexander Rybak, Norðmaðurinn sem vann Evróvisjón söngvakeppnina í Moskvu í kvöld, sagði á blaðamannafundi eftir keppnina að hann hefði greitt íslenska laginu atkvæði ef hann hefði getað."

Hann gat alveg kosið Ísland, ekkert sem bannaði honum þaðWink...kannski svolítið dýrt atkvæði að hringja úr norsku númeri og vera staddur í RússlandiWoundering

Amman kaus Norsk/rússneska drenginn og var afar sátt við sigur hans í keppninniWizard  Frábær listamaður þarna á ferð, sem er með þennan eftirsóknarverða X-faktor sem þarf til að komast á "toppinn"Whistling

johanna_gu_run.jpgRóbert Skúli vildi kjósa Ísland en mátti það ekkiFrown....var ekki sáttur til að byrja með.  Hverslags keppni er það þegar þú mátt ekki kjósa það sem er best af öllu??Woundering

Ákv. að styðja pabba sinn í að styðja Tyrki, þannig að hér á þessu heimili hljómuðu húrrahrópin þegar atkvæði voru greidd Noregi, Tyrklandi og að sjálfsögðu aðeins hærri hróp þegar Ísland var valiðWizard

Jóhanna Guðrún er líka með þennan illútskýranlega X-faktor, þannig að 2. sætið á eftir að fleyta henni langt í frægðarsólinni, sem ég vona að verði henni ljúf og gæfuríkHeart

Evróvision hjá RS og ömmu!Amman og Róbert Skúli voru afar sátt við gott Evróvision kvöld og það var samdóma álit "stofunnar" okkar að allir þar hefðu sérstaklega evrópskan smekk miðað við hvernig atkvæði féllu í álfunni Wink  Við vorum jú öll 3 í topp 5 sætunumWhistling

Bestu kveðjur til ísl. Evróvision faranna og takk kærlega fyrir góða skemmtun.  Þið voruð með klassaatriðiHeartInLoveWizard

 


mbl.is Ég hefði kosið Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóbakískt eða genatískt?

14. maí runnin upp og bráðum búinn og Albert bróðir minn á að sjálfsögðu afmæli Wizard  Hann fæddist árið 1947 og hefur alla tíð verið algjört heilsufríkWhistling.......og aldrei REYKT!

Abbi í ÁstralíuFjallgöngur og skíði hér heima en seglbretti og golf henni Ástralíu.......svo hefur hann alltaf verið gætinn með allt sem hann borðar, Ó já, hollt skal það vera.  Fyrirmyndardrengur í alla staði.

En hann gat náð sér í hjartaáfall fyrir nokkrum árum síðan....hjá honum var það að sjálfsögðu genetískt....hrikalega mikið af hjartveiki í ættinniFrown

valla_systir.jpgValla systir mín er sama fyrirmyndar, reglumanneskjan og hann Abbi bróðir....en hún féll líka (næstum því) fyrir þessu bráðdrepandi geni fyrir 8 árum síðan og fékk sitt hjartaáfall.

Bæði lifa þau þessi elskulegu systkini mín, taka sínar lífsnauðsynlegu pillur og passa vel uppá að "genunum"....þessum gölluðu, sé ekki ögraðHeart

Haldið þið ekki að röðin hafi svo verið komin að mér núna í vikunni.......nema að núna eru það ekki gömlu ,"góðu" gölluðu, genin frá Suðureyrar- eða Laugaætt sem um er kennt, heldur reykingum mínum í gegnum tíðinaW00t

Hafið þið heyrt talað um > 25 pakkaár?     Ég telst víst þannigTounge  En eftir þessa lífsreynslu verð ég sko ekki pakkaárinu eldriWhistling

Elsku bróðir, innilegar hamingjuóskir á afmælinu þínuWizard...og ég vona svo innilega að í baráttunni við blóðfituna, verði sigur okkar systkinanna sæturHeart

P.s.  Jói og Svenni, viljið þið drífa ykkur í tékkInLove


Grjónagrautur og Leiðarljós:)

Kristrún AmelíaÖmmustelpan Kristrún Amelía gisti hjá mér í nótt.  Hún verður 9 ára í ágúst og þ.a.l orðin svona lítil "manneskja" í mótunHeart

Við skruppum í Smáralindina í gær, en þangað hafði ég ekki komið síðan á góðærisárinu 2007!  Ástæða fyrir Smáralindarheimsókn var að unga daman vissi af "geðveikum" gúmmískóm til sölu þar, sem kostuðu "svo lítið" en væru alveg æðislegir og ég væri sko besta amman í heiminum ef ég keypti þá fyrir hanaInLove   Svo er"kreppan" búin amma mín, því skórnir eru ódýrari núna en þeir voru áðurCool

Með skóna í poka, gengum við sælar út í sumarkuldann.  Kristrún Amelía, sæl með sínu "geðveikt flottu" skó og amman sæl með nafnbótina "besta amman í heiminum" fyrir andvirði kr. 1.200.-Smile  Hver sagði að ástin kostaði ekkert?Woundering

Kvöldið leið í notalegheitum.  Spjalli og sjónvarpsglápi með poppi og sollisHeart

Við vöknuðum kl. 9:14 í morgun og fyrsta sem daman sagði þegar hún vaknaði var:  Amma, viltu gera grjónagraut?  Ákv. að bíða með hann til hádegis......en sú bið þótti of löng, þannig að grjóni var tilbúin fyrir kl. 11:00.

Þá hófst skrítið tímabil.  Unga daman settist fyrir framan sjónvarpið og horfi á LEIÐARLJÓS!Blush....og borðaði sinn grjónagraut.

Amma: Er þessi þáttur nokkuð fyrir stelpur eins og þig Kristrún mín?

Kristrún: Ég horfi alltaf á hann!

Nú er amman í vandræðum, hefur aldrei horft á þessa þætti og veit ekki hvort þetta er æskilegt sjónvarpsefni fyrir ungar stúlkur "í mótun"Errm  Getur einhver hjálpað mér?

Ég fór ósjálfrátt að bera saman minn raunveruleika frá 9. aldursárinu.  Já ég fór að rifja upp "gamla daga" og bera saman við raunveruleika dagsins í dagWink

Ég á 9. árinu hjá ömmu minni (sem reyndar bjó á heimilinu), les upphátt fyrir hana úr Öddu bókum á meðan hún prjónaði sokka eða vettlinga á Súgfirska sjómennHeart

Kristrún Amelía á 9. árinu horfir á amerískan væluþátt (ég veit þó það mikið um þáttinn) og amman situr við tölvuna og spjallar við vinina á facebook!Whistling

Kristrún Amelía hefur verið í dansskóla í allan vetur og á morgun mun hún taka þátt í sinni fyrstu danskeppni.   Laugardalshöllin, hvorki meira né minnaSmile   Mikil tilhlökkun í gangi hjá dömunni.  Búin að fá "keppniskjól" og alles og  amman mætir að sjálfsögðu fyrir allar aldir á sunnudagsmorgni og horfir á dýrðinaInLove

Rómantík!Amman lærði líka dans, þegar hún var 9 ára.  Dansskóli Heiðars Ástvalds sendi okkur kennara á hverjum vetri og dansinn var stiginn við undirleik frá segulbandi.  Engin danskeppni hjá okkur púkunum og engin verðlaun í boði fyrir góðan árangur....nema ánægjan yfir því að kunna "sporin" og fá að dansa við sætasta strákinn í lok danskennsluInLove

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband