Leita í fréttum mbl.is

Stóra flugvallarmálið !

Það eru að koma kosningar.... sveitastjórnarkosningar. 
Hér í höfuðborg allra landsmanna eru kosningamálin mörg og mikilvæg og fyrir okkur íbúa borgarinnar myndi ég segja að húsnæðismálin væru þar efst á baugi, allavega hjá okkur leigjendum, sem borgum mörg hver 50% af framfærslufé okkar í húsaleigu.
En nei, inn á sviðið ráðast landsþekktir gamlir jálkar úr landsmála pólitíkinni sem vilja gera Reykjavíkurflugvöll að máli málanna.....  Ég er svo aldeilis stein hissa og hnerra kröftuglega (eitthvað ofnæmi í loftinu).

Einhverjum hefur tekist að gera þetta flugvallarmál að bitbeini milli borgarbúa og landsbyggðarfólks....  það kemur mér alltaf frekar spánskt fyrir sjónir, þar sem ég er bæði... þ.e. borgarbúi m/sterku landsbyggðarívafi.  Tala t.d. alltaf um að fara "heim" þegar ég fer til Súgandafjarðar.

Ég veit ekki hversu sterkt Sunnlendingar tengja við flugvöllinn.... örugglega fáir haft þann ágæta stað í ferðaáætlun sinni....  Þeir keyra sína bíla til borgarinnar... nú eða taka bara strætó.  Það eru helst Eyjamenn sem fljúga og þá í algerri neyð, því það er ég viss um að þeim finnst alveg vitavonlaust að vera bíllausir í borginni til lengdar.

Fyrir Vestfirðinga og að ég tali nú ekki um Austfirðinga er flugið orðið svo dýrt að einkabíllinn er yfirleitt 1. kostur, fyrir nú utan það að það er nú alltaf betra að vera á eigin bíl þegar snattast þarf á milli allra þeirra staða sem maður á erindi við í borginni.... ekki satt?

En þá kemur að öryggisþættinum.... Einhver veikist og þarf að komast sem fyrst á sjúkrahús!

Sjómenn á hafi úti sem veikjast eða slasast eru sóttir á þyrlu og komast klakklaust á áfangastað án þess að flugvöllur komi þar við sögu.  (Þessir dýrðardrengir eru í uppáhaldi hjá mér og þess vegna nefni ég þá fyrst ).

Kennarar í grunnskólunum í Trékyllisvík og á Tjörnesi sem veikjast eða slasast.. þurfa um háveturinn að bíða þar til vegurinn verður ruddur og fært verður á næsta flugvöl... ja nema þyrlan verði send á vettvang....

Sama á við um fjölmargar aðrar mannabyggðir á landinu okkar góða - þegar neyðin er stærst og veður eru verst... er það þyrla landhelgisgæslunnar sem bjargar málum.  Aðstöðu fyrir þyrlu er hægt að útbúa allsstaðar og væri ekki fyrir neinum... ekki einu sinni stjórnmálamönnum eða fjárfestum Errm

Ég leyfi mér því að í staðinn fyrir úrelt kosningaslagorð nútímans "flugvöllinn burt" eða "látið flugvöllinn kj.." verði kosningaslagorð allra kosninga "Þyrlur í alla landshluta" og málið er "dautt"Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband