Leita í fréttum mbl.is

Hvers virði er sjáfstæðið?

_slenski_fanin.jpgÉg er sammála Jóhönnu Sigurðardóttur.  Dagurinn í dag markar upphafið af endurnýjaðri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.  Sjálfstæðisbaráttu þjóðar lýkur ekki á nokkrum árum eða áratugum eins og sum okkar hafa gengið út frá.  Sjálfstæðisbarátta er endalaus.

Síðustu ár hefur sjálfstæði okkar út á við einkennst af grobbi og mikilmennskubrjálæði.  "Við vorum svo klár, gott ef við vorum ekki yfirburðar snillingar á öllum sviðum mannlífsins"Whistling  Við, sem þjóð höguðum okkur sem fábjánar....eða þannig lýtur umheimurinn á okkur þessa stundina.  "heimskir fábjánar"!

Við sem hér  búum vitum vel að "þjóðin" hagaði sér ekkert illa, það var bara lítill, en afar áberandi partur hennar sem kom þessu óorði á "þjóðina".  Nokkrir bisnesskarlar, bankamenn og kerfislægir stjórnmálamenn sem "sváfu hjá"  (les.: sátu hjá).   Það þarf ekki nema einn einstakling til að koma óorði á heilan bekk í skóla en restin af bekknum þarf að halda vöku sinni gagnvart þessari staðreynd og vinna sig í sameiningu út úr vandanum....með eða án spellvirkjans!

Undanfarin ár hafa verið að þróast á þann veg að í þessu landi hafa í rauninni búið 2 ef ekki 3 þjóðir.  Þ.e. þeir ríku og þeir fátæku og svo útlendingarnir.

Stjórnvöld hafa hundsað skýrslur alþjóðlegra stofnana á borð við OECD sem hafa með reglulegu millibili komið með skýrslur um fátækt á Íslandi.  Mig minnir að síðasta skýrslan af þessu tagi sem hefur verið opinberuð hafi komið út þegar "góðærið" var í hámarki.  5000 íslensk börn lifðu við þann þrönga kost að foreldrar þeirra voru með framfærslu undir fátæktarmörkum.

Hvernig leið þessum hluta þjóðarinnar á þessum "stolnu góðæristímum"?  Ætli þau hafi verið eitthvað últra stolt af þjóðerni sínu, barið sér á brjóst og talið sult og seyru sitt framlag til áframhaldandi "sjálfstæðis" þjóðarinnar?

Hvers virði er sjálfstæði þjóðar þeim sem ekki geta framfært sér og sínum með mannsæmandi hætti?

Hvers virði er álit annarra þjóða á okkur sem þjóð?  Hefðum við ekki átt að hlusta á raddir "öfundarfólksins" út í heimi þegar þær raddir fóru að hljóma?

Þurfum við sem þjóð ekki að sýna smá auðmýkt og viðurkenna að það var "okkar fólk" sem hafði rangt við og gerði sig sek um fjárglæfrastarfsemi gagnvart bæði okkur og umheiminum?  ...og það í skjóli stjórnvalda og forseta lýðveldisins.

Við getum ekki byrjað að taka á vandanum nema við viðurkennum hver vandinn er. 

Ég verð að viðurkenna að stolt mitt vegna þess að ég er íslendingur reis ekki hátt á meintum "góðæristímum", því góðærið náði aldrei til mín og minna.  Sjúkraliðalaunin þóttu skammarlega lág og viðurkennt var m.a. af stjórnmálamönnum allra flokka (fyrir kosningar) að gera þyrfti bragarbót á þeirri viðurkenndu hneisu!

Svo sprakk "góðærið" framan í okkur og allt í einu var ég komin í hóp forréttindafólks, sem hafði atvinnu og laun....og ég er bara nokkuð sátt við mitt hlutskipti....þannig lagað séð.  Geri engar gloríur, frekar en fyrri daginn en veit að ég hef grunn sem byggjandi er á.

Dagurinn í dag er dagur sem við fullorðna fólkið notum til að búa til minningar fyrir þau yngri.  Flest okkar eigum góðar 17. júní minningar og þeirri hefð þarf að viðhalda ef við ætlum að ala upp stolta íslendinga.

Eigið góðan þjóðhátíðardagHeart


mbl.is Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðin þarf eðlilega nýja sjálfstæðisbaráttu frá grunni eftir hvern valdatíma Sjálfstæðisflokksins sem ávallt skilur eftir sviðna jörð sem aðrir þurfa að reisa á þjóðfélag frá grunni. Ætli menn læri aldrei af reynslunni og forðist spillingarhyskið í kosningum??

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 12:49

2 identicon

Gerum þjóðhátíðardaginn gle'ilegan fyrir....börnin okkur.Hann er ekki gleðilegur í mínum augum lengur.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 13:06

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vel mælt elsku Sigrún mín, enda ekki við öðru að búast frá þér.
Sendi þér ljós og gleði á þjóðhátíðardegi okkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2009 kl. 16:55

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær pistill.  Gleðilega þjóðhátíð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2009 kl. 17:13

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðilega hátíð

Ásdís Sigurðardóttir, 17.6.2009 kl. 20:13

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit kæru bloggarar.  Var að koma heim af fyrstu vinnuvaktinni eftir veikindafrí.  Stóðst reykingabindindið með stæl  Hafði svolitlar áhyggjur af mínum gömlu smók pásum.....en fékk mér bara frískt loft í lungun í staðinn....verð að tjá mig um þetta, því ég er svo ánægð

....og hjartað stóðst álagið

Sigrún Jónsdóttir, 17.6.2009 kl. 23:27

7 Smámynd: Aprílrós

Góð skrif hjá þér ;)

Aprílrós, 18.6.2009 kl. 00:34

8 Smámynd:

Góður pistill Sigrún mín og ég sendi þér stórt klapp á bakið fyrir að standast tóbaksdjöfulinn    þú mátt svo sannarlega vera ánægð með þig

, 18.6.2009 kl. 01:20

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.6.2009 kl. 01:45

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við munum vonandi ná vopnum okkar og hefja okkur upp úr öldudalnum.  Ég er sammála þér í þessum pistli að hér búa þrjár eða fleiri þjóðir, ríkir fátækir og inn á milli.  Þessu þarf að breyta, ein þjóð í einu landi, sem deilir kjörum sínum.  Það eina sem ég er ósátt við hér er að manneskja sem hefur sett það á oddinn að troða okkur inn í Evrópusambandið skuli tala um baráttu fyrir sjálfstæðri þjóð.  Jóhanna hefur heldur betur lækkað í áliti hjá mér, svo að ég gat ekki hugsað mér að hlusta á hana halda ræðu í gær. 

En ef við stöndum nú öll saman og berjumst, margar hendur vinna létt verk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2009 kl. 08:41

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vel mælt og skrifað!

Ía Jóhannsdóttir, 18.6.2009 kl. 09:45

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott blogg hjá þér. Til hamingju með að hafa sagt skilið við sígaretturnar,  ég dauðöfunda þig að vera búin að taka þessa ákvörðun og baráttan byrjuð. Gangi þér vel.

Helga Magnúsdóttir, 18.6.2009 kl. 18:33

13 identicon

Frábær eins og svo oft áður. Ég er þér þakklát fyrir vináttu þína. Tel mér hana til tekna eins og sagt er. Ég ber mikla virðingu fyrir þér og því sem þú stendur fyrir..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 21:27

14 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Áhugaverður pistill.   Sjálfstæðið stendur veikum fótum núna. Stjórnvöld reyna hvað þau geta til að veikja það. Fyrst með að brjóta á bak aftur baráttuþrek og þjóðarstoltið með því að synja þjóðinni að sækja Breta til saka á alþjóðavettvangi fyrir að beita á okkur hryðjuverkalögum.  Síðan að taka IMF inn til að brjóta niður greiðsluþrek og getu íbúðaeigenda og þeirra sem hafa bankalán í landinu. Síðan með því að vilja ganga í ESB - sambandið sem studdi Breta og stóð í vegi fyrir því að Norðurlöndin hjálpuðu okkur þegar í upphafi kreppunnar, síðan núna síst með því að afsala sjálfsákvörðunarrétti í vissum fjármálum vegna IceSave samninganna.  Gef ekki mikið lengur fyrir sjálfsstæðissnakk og 17. júniræður stjórnmálamanna.

Baldur Gautur Baldursson, 20.6.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband