Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Kröfur dagsins!

Ég tek heilshugar undir með landlækni, um að ná þurfi í þá peninga, sem auðmenn hafa komið fyrir í "skattaskjólum" víðs vegar um heiminn.

Þetta er spurning um réttlæti, siðferði og samábyrgð.  Ábyrgð meintra auðmanna er mikil á því efnahagshruni, sem þjóðin hefur orðið fyrir.  Ég segi meintra, vegna þess að mér finnst auður þeirra illa fengin.

Efnahagur þjóðarinnar var byggður upp með vinnusemi og dugnaði fólks, hvort sem var til sjávar eða sveita.  Á nokkrum árum var síðan gráðugum fjárhættuspilurum leyft að kollsteypa efnahagnum með fulltingi stjórnmálamanna.

Mér telst svo til að í dag sé 21. útifundurinn frá efnahagshruninu á Austurvelli og nú verður mótmælakraftinum beint gegn "útrásarliðinu" og öðrum "þjófum", því áhersluatriði fundarins verða þessi:

1. Frystum eignir “útrásarvíkinganna”
2. Afnemum verðtrygginguna
3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

 

Ræður:

• Valgeir Skagfjörð, leikari og leikstjóri
• Heiða Björk Heiðarsdóttir.

Fundarstjóri: Hörður Torfason

 


mbl.is Landlæknir segir að sækja eigi féð í skattaskjólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örlagadagurinn 7. október - Hallo Darling!

"Hryðjuverkalögum var beitt gegn Íslendingum vegna samtals Árna Mathiessen, þáverandi fjármálaráðherra, við fjármálaráðherra Breta, Alistair Darling, hinn 7. október síðastliðinn".

Þetta var nú það sem margan manninn grunaði á sínum tíma en aðrir neituðu.  Samtali Árna við Darling var dreift (lekið) á alla fjölmiðla, en það fór eftir því hvar menn stóðu í hinu pólitíska litrófi hvað lesið var út úr þessu samtali.

Það hentaði ekki ráðherrum síðustu ríkisstjórnar að sjá sekt Árna, en innan við sólarhring eftir að hann gefur það út að hann ætli ekki í framboð fyrir næstu kosningar virðist vera óhætt að birta þennan "sannleik".

Nú geta Sjálfstæðismenn farið fram með "hreint" borð og svarið af sér sekt:  Við gerðum ´ett ekki, Árni gerð ´etta og hann er hætturW00t

Nú er Geir hættur líka og hann er maðurinn sem skv. eigin sögn hefði nú sjálfsagt átt að ræða við Brown í kjölfarið.......og kannski leiðrétta þennan leiða misskilning, ef um misskilning var að ræða!

Hvað sem öllum "smjörklípum" fyrrverandi Seðlabankastjóra líður, tel ég sennilegt að þetta hafi verið meginástæðan.  


mbl.is Hryðjuverkalög vegna samtals Árna við Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisfærsla.....loksins

Ég komst að því í dag að einhverjir hefðu orðið fyrir vonbrigðum með að Sigrún frænka hefði ekki skrifað afmælisfærslu fyrir stóra bróðir.  Svo að sjálfsögðu ætla ég að bæta úr þvíSmile

svenni_og_afmaeliskertin_801132.jpgSveinbjörn bróðir varð semsagt sextugur þann 22. febrúar s.l.Wizard  Hann hélt upp á afmælið hjá dóttur sinni Jónu Láru og hennar fjölskyldu í Danaveldi.  

Ég hitti þau hjónin, Svenna og Ellý í dag og ég fann að þau höfðu átt yndislegan tíma þar ytra og ekki laust við að þau hefðu bara viljað setjast þar að.

Jóna Lára stóð sig að sjálfsögðu með prýði og hélt afmæliskaffi fyrir pabba gamlaWhistling

Svenni er næstur mér í aldri af okkur systkinunum, þannig að samgangur hefur verið mikill á milli okkar heimila.  Börnin okkar á svipuðum aldri og öll miklir vinir.

Gamavísur!Ef ég ætti að lýsa Svenna frá barnsaldri (fyrir dæturnar), myndi ég fyrst nefna sönginn.  Hann hefur alltaf verið söngfugl mikill og byrjaði ungur að "troða upp" á þeim vettvangi.

Mér skilst að elsti bróðir minn Jói Diddi og hans vinir hafi nýtt sér sönghæfileika Svenna litla til að afla sér vasapenings.  Þeir stilltu honum upp á tunnur víðsvegar um þorpið og rukkuðu svo fyrir hlustun á þessum tónleikumGrin

Sönghæfileikar hans voru svo vel nýttir allan barnaskólann, þar sem hann söng alltaf gamanvísur Sr. Jóhannesar á barnaskemmtunum.

Svo var það hljómsveitartímabilið.  Það var nú ekkert voðalega spennandi að vanga Rögga með bræður mína á sviðinu og fá svo stríðni glósurnar með morgunkaffinu daginn eftirBlush....mætti ég þá biðja um BG og IngibjörguWink

Svenni grípur ennþá í hljóðfæri, en þá aðallega sem undirleikari hjá dætrum sínum, sem erft hafa sönghæfileikana.  Hann hefur samið fullt af lögum- og textum í gegnum árin og sum ljóðin hans eru magnþrungin.

sveinbjorn_sextugur.jpgÍ dag er Svenni bróðir "frumkvöðull" og vinnur við að framleiða beitu sem hann hefur þróað.  Þetta hefur verið ströggl og barátta, enda var svona "föndur" ekki hátt skrifað á gamla Íslandi.  Samt var áhugin fyrir þessari framleiðslutækni hans mikill í útlandinu og hefði kannski orðið raunhæf útrás ef Íslendingar hefðu sýnt þessu meiri áhuga. Kannski nýja Ísland verði móttækilegra, hver veit Whistling

Elsku Svenni bróðir, til hamingju með sextugsafmælið þitt.  Takk fyrir alla þína tryggð og vinsemd í gegnum árin.  Megir þú lengi lifaHeart

 

 


Davíð sá þinginu fyrir umræðuefni í dag. Hver dagur telur.......

Hættið þessu strákar mínir.  Davíð virðist hafa þessar upplýsingar, þá er bara um að gera að hringja í hann og fá þessar upplýsingar upp á borðið.  Geir Hilmar, þú ert væntanlega með númerið hjá honum. 

Ætti ekki að vera nóg að einhver af þessum fjölmörgu þingnefndum, kalli eftir þessum upplýsingum frá Davíð og sendi þær svo áfram til þar til gerðs "hrunssaksóknara".  Eða þá að settur saksóknari kalli bara eftir þessum upplýsingum sjálfur.

Um að gera að fá allar þessar upplýsingar upp á borðið, en ef hægt er að komast hjá því að stofna til rándýrrar rannsóknarnefndar, þá gerum við það.  Við munum jú ennþá hvað Skilanefndirnar eru búnar að fá í laun.

Davíð hraunaði yfir fyrrverandi forsætisráðherra í Kastljósinu í gær, en Geir Hilmar heyrði bara smjörklípurnar og spunann sem honum hentaði.  Ef þetta kallast ekki meðvirkni, þá hvað? 


mbl.is Vill upplýsingar um fyrirgreiðslu til einkahlutafélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skal kjósa.....hvað er í boði?

Kosningar munu sem sagt hefjast um næstu helgi.  Það skiptir engu máli hvort öll framboð séu komin fram.  Áskrifendur gömlu framboðana geta bara drifið sig á kjörstað.

Vanir atkvæðasmalar, geta nú brett upp ermar og komið sínu fólki í kjörklefann.  Þeir hljóta að byrja á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra, því þar er alltaf sú hætta fyrir hendi að "atkvæðið" lifi ekki fram að kjördegi.

Engin okkar veit hvernig framboðslistar koma til með að líta út, eða hverjir verða í framboði....en við megum byrja að kjósaW00t

Ég var að vona að kosningalögunum yrði breytt fyrir næstu kosningar og að persónukjör fengi meira vægi, en það verður varla hægt að koma því á núna, enda ekki mikill vilji fyrir því innan núverandi þingflokka.  það er miður.

Helst mundi ég vilja ganga til liðs við öll þau framboð í mínu kjördæmi, sem bjóða upp á prófkjör meðal flokksmanna, svo ég geti haft smááhrif á uppröðun framboðslista þeirra.

Ef mér líst ekki á neitt af þeim framboðum, sem verða í boði í mínu kjördæmi þann 25. apríl næstkomandi, mun ég "ógilda" seðilinn og skrifa skýrum stöfum:  UTANÞINGSSTJÓRN. 


mbl.is Kosning hefst á laugardaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schizophrenia

Ég var að horfa á Ríkissjónvarpið og af einhverjum óútskýranlegum ástæðum, fann ég mig knúna til að fletta upp á orðinu Schizophrenia.  Þetta er erfiður sjúkdómur og þeir sem fá hann hafa alla mína samúð.

En það er hægt að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum undir virku eftirliti.

Þessi færsla var í boði heilbrigðisstarfsmannsinsWink

Þetta er gott mynddæmi frá Láru Hönnu.  Alltaf jafn gaman að horfa á það....til endaWhistling


Fúlar sprengjur á Sprengidag!

Ekki eru Svörtuloft byggð úr fílabeini....er það?

Skilja mennirnir ekki að þeirra viðveru er ekki óskað lengur - hverslags hroki er þetta í óbreyttum bankastjóranum?

Hvaðan kemur þessi kokhreysti bankastjóranna?  Eitthvað hlýtur að hrjóta af vörum "konungsins" í Kastljósi kvöldsins, ég get varla beðið......


mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu vera memm......?

Stundum segir fjarvera fólks okkur meira en nokkur orð og vekur upp nokkrar gildar spurningar.

Höskuldur Þórhallsson, þessi sem fékk sínar 15 mínútur af frægð í gær vegna nærveru sinnar og að eigin sögn "faglegra vinnubragða" mætti ekki á fund viðskiptanefndar í morgun.

Samtals teljast frægðarmínútur Höskuldar vera 20.  Það væri dýr auglýsing í kosningabaráttu, ef þú þarft að borga fyrir þær sjálfur. 

Var Höskuldur sendur í "veikindafrí"?  Hver stóð þá fyrir því?  Samflokksmenn eða Sjálfstæðismenn?  Ætli það sé einhver fótur fyrir því, sem "litla flugan" hvíslaði að mér í gær, að Höskuldur væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn?

Mér er svosem nokksama, kýs hvorugt framboðið GetLost  Svo þeir mega bara halda áfram að skemmta skrattanum mín vegnaDevil

Uppfært kl. 11:15:

Misskilningurinn er oftast besti skilningurinn: Nýjustu fréttir


mbl.is Ekki rætt um Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjörsbaráttan komin á fullt í þingsölum....

Birkir Jón og Höskuldur etja kappi um leiðtogasætið hjá Framsóknarmönnum í NA-kjördæmi.  Spunameistarar flokksins, hafa örugglega bent þeim á að slæmt umtal sé betra en ekkert....

Birgir Ármanns, þingmaðurinn sem engin vissi að væri þingmaður, fyrr en Sjálfstæðismenn hrökluðust frá völdum hefur fengið málið, enda ætlar maðurinn að láta kjósa sig aftur á þing.  

Síðast þegar ég gáði voru Sjálfstæðismenn yfirlýstir andstæðingar Evrópusambandsaðildar en Birgir þessi, þarf að láta ljós sitt skína og vill fresta Seðlabankaumræðu og bíða eftir tillögum frá ESB Sideways


mbl.is Vilja fresta seðlabankaumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður nýja stjórnarskráin nokkuð samin á eyju við Kyrrahafið?

Þar eru nokkrir vellauðugir Íslendingar, með lítið á verkefnaskrá, sem myndu glaðir vilja undirbúa endurkomu sína inn í ísl. efnahagslífW00t

Ég tek undir nauðsyn þess að komið verði á stjórnlagaþingi, en ný stjórnarskrá mundi nú ekki koma að miklu gagni ef við verðum undir í baráttunni um fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.

Ég vona bara að þetta séu trúverðugar tillögur hjá framsóknarmönnum, en ekki tilraun að ókeypis áróðri svona rétt fyrir kosningar.

Við þurfum að endurheimta allt illa fengið fé, sem falið er í skattaparadísum á fjarlægum slóðum og tek ég því undir með Nicolas Sarkozy, sjá hér, en hann sagði í gær:

"Nýtt regluverk væri merkingarlaust ef það felur ekki í sér refsiaðgerðir gegn skattaparadísum."  

Ég vona samt að þessari setningu hafi fylgt að þjóðum heims verði gert kleyft að endurheimta sinn hluta góssins, sem þar er falin.

Man ekki betur en að hinn nýi formaður Framsóknar hafi verið tregur til að kyrrsetja eigur auðmanna, þeir væru saklausir uns sekt þeirra væri sönnuð o.sv.frv. 

Kannski leynast þarna hugmyndir að því hvernig ná megi til baka þeim auðæfum sem stolið hefur verið af þjóðinni.

Aldrei að vita.... en ég efast stórlegaErrm


mbl.is Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband