Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

17. mótmælafundurinn á Austurvelli.

kristrun_i_lit_650838.jpgAmma, hvenær má ég eiginlega fara að mótmæla með þér?  Ég veit alveg hvað kreppa er sagði Kristrún Amelía 8 ára við mig í kvöld meðan ég beið eftir fréttum af stjórnarmyndun, sem urðu hálf rýrar.

Myndir af friðsælum Austurvallar mótmælum liðu um skjáinn á túpusjónvarpinu mínu og ungfrúin tjáði ömmu sinni hvað Kreppa væri.  Kreppa er svona menn, sem ráða í bönkunum, sem hafa stolið öllum peningunum okkar og farið með þá til útlanda og falið þá og svo vanhæf ríkisstjórnWink

Hvernig veistu svona mikið? spurði ég stærsta fjörkálfinn minn.  Iss, það vita þetta allir, krakkar líka en samt megum við ekki mótmælaW00t

Er að velta því fyrir mér hvort ekki sé óhætt að fara með hana á morgun og hlusta á Lögreglu- og Þjóðkórinn, sem ætla að troða upp á 17. "mótmælafundinum" á AusturvelliWhistling  Hei, hei, jibbý, jibbý......

Veit ekki hvort ég á að vera að tjá mig einhver ósköp um þá biðstöðu, sem komin er í stjórnarmyndunarviðræður.  Finnst þetta allt hálf undarlegt og ýldufílan af gömlu klækjabrögðunum, sem einkenna pólitíkusa, nýja og gamla veldur manni ógleðiSick

Kannski fæ ég ósk mína uppfyllta fyrr en varir.  Kannski verður utanþingstjórn að veruleika, vegna þess að pólitíkusarnir sitja fastir í sandkassanum sínumSmile

Ég ætla ekki að missa af 17. mótmælafundinum á morgun kl. 15:00 og hlakka til að hlusta á Katrínu Snæhólm bloggvinkonu, sem hefur verið að skrifa hvern snilldarpistilinn á fætur öðrum undanfarið.

Áður nefndir kórar munu hefja upp raust sína fyrir og eftir ræðuhöld.

Ávörp og ræður:

  • Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
  • Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
  • Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur

 

Fundarstjóri er Hörður Torfason

 


mbl.is Þjóðkórinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir skópu velferðarsamfélagið?

Þessi frétt um lokun/fækkun hjúkrunarrýma á Landakoti fór alveg fram hjá mér þar sem ég var önnum kafin við hjúkrun/umönnun á eldri borgurum þegar hún var birt.  Svona fréttir stoppa náttúrulega stutt á forsíðu fréttavefsFrown

Það er makalaus andskoti að við skulum reglulega þurfa að fara í gegnum þessa umræðu.  Hversu gamlir ætli þeir einstaklingar séu sem taka þessar ákvarðanir?

Ætli þeir séu það ungir að "ellin" sé þeim fjarlæg sem himintunglin?  Ætli þeir séu það gamlir að þeir séu sjálfir "munaðarlausir"? Ætli þeir geri sér ekki grein fyrir að röðin komi einhvertíma að þeim sjálfum?

Af hverju ætli þeim sem með fjármuni ríkisins fara finnist alltaf réttlætanlegt að skera niður útgjöld vegna aldraðra einstaklinga?

Aldraðir Íslendingar eru þeir sem lengst hafa borgað í sameiginlegan sjóð ríkisins.  Þeir sem eru aldraðir í dag unnu bókstaflega baki brotnu við að skapa það velferðarþjóðfélag sem við töldum okkur vera.

Það voru ekki aldraðir Íslendingar sem komu okkur í þá stöðu sem við erum í þessa dagana....það voru afkomendur þeirra í 2. og 3ja ættlið, sem það gerðu og hafi þeir skömm fyrir.

Ég viðurkenni fúslega þá skuld, sem ég hef gagnvart öldruðum Íslendingum, en ég neita alfarið þeirri skuld, sem fjárglæframenn og vita vonlaust opinbert eftirlitskerfi hefur sett á mínar herðar. 

Aldraðir Íslendingar eiga skilið áhyggjulaust ævikvöld, þeir hafa unnið fyrir því. 

 


mbl.is Deildum lokað á Landakoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostar Framsókn??

Ég hef enga trú á að Framsókn sé með einhverja "alvöru" úrslitakosti....þeir hafa varla efni á því.  Þegar upp er staðið er allt betra í þeirra augum en að vera í stjórnarandstöðu því þeir kunna það ekkiWhistling

En það má ekki líta út fyrir að ... "They´d do anything"........

 

Mikið rosalega yrði ég pirruð ef þessi örflokkur næði að stoppa af væntanlega bráðabirgðastjórnAngry


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmæliskveðja!

Ómar Daníel nýfæddur 28.01.83Yngri drengurinn minn er orðinn 26 ára gamall.  Ótrúlegt en satt.  Hann fæddist á fæðingadeild Landsspítalans þann 28. janúar 1983 kl. 19:50.  Hann var 3726 gr. að þyngd og 52 cm. að lengdHeart

Elsku litli velkomni gullmolinn minn fékk nafnið Ómar Daníel strax við fæðingu.  Við foreldrarnir völdum þetta fallega nafn með tilliti til þess að enski hluti fjölskyldu hans gæti borið fram nafnið hans án vandkvæðaSmile

Við bjuggum á Kjalarnesinu á þessum tíma.  Þetta var mikill snjóavetur, þannig að komu hans var beðið í Faxatúninu hjá Anne og fjölskyldu í heila viku áður en hann ákvað daginn þessi elskaInLove

 

SkýrnardagurinnHann var síðan tekin í kristinna manna tölu í Brautarholtskirkju á skýrdag þetta sama ár í yndislegri athöfn hjá Sr. Gunnari Kristinssyni. 

Fyrir utan fjölskyldu og vini sóttu athöfnina flestallir íbúar Arnarholts.  Sú mikla gleði sem skein í gegnum tárvot augu þessara vina/skjólstæðinga okkar er mér mjög minnisstæð.  Gleðin yfir því að fá að taka virkan þátt í þessari gleði okkarHeart

Skírnarvottar voru amma og afi, Guðjóna Albertsdóttir og Jón Valdemarsson.  Tengsl Ómars Daníels við þau voru alltaf ljúf og góð á meðan þeirra naut viðHeart

 

 

Jón Eric og Ómar DaníelEitthvað var stóri bróðir, Jón Eric ekki alveg sáttur við þessa við þessa viðbót við fjölskylduna svona fyrst um sinn en það lagaðist fljótlega.  Sennilega vegna þess að ekki fór mikið fyrir litla prinsinum og þegar athygli hans fór að skerpast varð stóri bróðir náttúrulega skemmtilegastur af öllumSmile

 

ÓD, the musicmanÁ Kjalarnesinu vorum við fyrstu 9 mánuðina eftir að Ómar Daníel fæddist og ég naut þess að vera heimavinnandi húsmóðir með 2 yndislega stráka.  Ómar Daníel dafnaði vel og var síkátur strákurInLove 

Svo lá leiðin til Akraness og á þessari mynd er hann sennilega að hlusta á Water baby´s, sem var í miklu uppáhaldi hjá honum.  

Eins og áður sagði var samband Ómars Daníels við ömmu og afa í Súgandafirði afar náið og ljúft og hann saknaði þess alltaf að hafa þau ekki nálægt sér.  En hann átti ráð við því.  Hann ákvað að finna staðgenglaWink

ÓD í símanumÉg man ekki hvað hann var gamall þegar hann bankaði uppá hjá eldri konum á Vesturgötunni okkar og spurði þær hvort þær væru ekki til í að vera ömmur hans, sem gæfu honum kleinur og pönnsur svona stundumWhistling  Hann gæti nefnilega ekki farið í heimsókn til ömmu og afa í Súgandafirði, það væri svo langt í burtu.  Konurnar tóku vel í þetta en ég vissi ekki af þessu fyrr en löngu seinna.....þegar ég hafði sjálf kynnst þeimGrin  En svo var náttúrulega slegið reglulega á þráðinn til ömmu og afa á SuðureyriHeart

ÓD Cheeríos maðurÞað sætir furðu hve vel þessi drengur hefur dafnað, því á tímabili var hann svo mikill gikkur að ég var farin að velja mat sem ég vissi að hann borðaði.  Fiskur var vondur....nema þessi bleiki (lax).  Kjöt var vont nema að það væri súpermansósa með (jafningur) o.sv.frv. En....Cheerios gat hann borðað þessi elska.....í öll mál ef hann hefði fengið að ráðaCool

ÓD ásamt 6. flokki karlaEn Ómar Daníel dafnaði vel.  Hann elskaði íþróttir og æfði bæði fótbolta og badminton.  Fótboltinn varð samt hans aðalíþrótt, sem er ekki skrítið í þeim mikla fótboltabæ, sem Akranes erSmile

Liðið hans gerði það gott á hinum ýmsu fótboltamótum, sem haldin voru vítt og breytt um landið.  Á hópmyndinni er hann annar frá hægri.

ÓD, knattspyrinmaður ársins!

 

Ómar Daníel fékk þá umsögn hjá þjálfara sínum að hann væri ein af þessum perlum í hópíþróttum sem nauðsynlegar eru í hverju liði.  Alltaf tilbúin að hvetja og hrósa félögum sínum.  Hinn sanni íþróttamaður.  Hann var valin knattspyrnumaður ársins hjá ÍA í 6. flokki karlaWizard

Við fluttum til Reykjavíkur árið sem Ómar Daníel varð 15 ára.  Hann kláraði grunnskólann í Vogaskóla og undi sér þar vel.  En strákarnir í Vogaskóla voru ekki í fótbolta, svo hlé var gert á þeirri iðkun.

ÓD með ömmu Jónu jólin 1996Þegar við komum til Reykjavíkur voru amma og afi frá Súganda komin þangað líka svo samgangur varð mikill og góðurHeart

Þessi mynd með ömmu Jónu er reyndar tekin jólin fyrir ferminguna hans árið 1996.

Pabbi og Ómar Daníel  2000

 

 

En myndin af Ómari og Nonna afa er tekin árið 2000.  Þeir voru miklir félagar með svipaðan húmor...eða allavega skildu þeir hvers annars húmorWink

 

 

Ég veit þetta er orðin svolítil langloka hjá mér elsku drengurinn minn, en ég get bara ekki hættTounge

ÓD, Guðrún og Róbert SkúliÍ dag er "litli" drengurinn minn orðinn ráðsettur fjölskyldumaður.  Hann er í sambúð með Guðrúnu Helgadóttir og saman eiga þau gáfaða, flotta rokkarann Róbert SkúlaHeart

Hann stundar nám við Iðnskólann í Hafnarfirði og er búsettur á Keili, þar sem Guðrún stundar nám.  Ég vona að Nýja Ísland taki þeim vel að námi loknu, Því ekki vil ég missa þau úr landi til frambúðarHeart.

 

 

ÓD og Róbert SkúliLitli fótboltastrákurinn minn er orðin fullorðinn og er jafn ljúfur pabbi og hann hefur alltaf verið sem sonurHeart

Elsku hjartans Ómar Daníel, ég óska þér innilega til hamingju með daginn.  Megi framtíð þín vera björt og gjöfulHeart

I love you baby InLove

happy_birthday_782588.gif

 

 

 


Komið mér á óvart........

og kallið til utanþingsfólk í ráðherrastöður, svo þið getið tekið þátt í væntanlegum sandkassaleik kosningabaráttunnar.

Ég er bjartsýn að eðlisfari, þó ekki hafi farið mikið fyrir þeirri bjartsýni undanfarnar vikur.  Ég hafði t.d. miklar væntingar eftir síðustu ríkisstjórnarskipti.  Ég vonaði að stór og öflugur "félagshyggjuflokkur" myndi breyta áherslum til meiri jafnaðar, sem ekki fór mikið fyrir síðustu 12 árin þar á undan.  Það gekk ekki eftir, enda breyttust allar forsendur.  Góðærið hafði horfið á braut með útrásarliðinu og skælbrosandi stjórnarherrar urðu að steingervingum, sem ekki fengu við neitt ráðið.

Það tók "þjóðina" með sinni búsáhalda byltingu nokkrar vikur að koma þessari kyrrstöðu stjórn frá.

steingr_j_ingibjorg_og_lafur.jpgNú lýtur út fyrir að ný stjórn taki við, sem einungis er ætlað að starfa í nokkra mánuði.  Ég geri mér grein fyrir að ekki er hægt að vænta mikilla breytinga á þessum stutta tíma....og þó.  Þau geta breytt um kúrs og gert margt af því sem þjóðin hefur verið að krefjast í undangengnum mótmælum.

Ég treysti því að forgangsröðun verkefna breytist.  Nú verði heimilin og lífsafkoma þeirra í forgrunni.  Sjálfstæði þjóðar er einskisvert þeim sem ekki eru matvinnungar fyrir sig og sína nánustu.

Næstu mánuðir verða litaðir af heiftugri kosningabaráttu flokkana og þeirra valdgráðugu einstaklinga, sem þar eru.  Utanþingsstjórn hefði verið góður kostur á þessari stundu og ég teldi viturlegt af væntanlegri "skammtímastjórn" að kalla til liðs menn og konur utan þingflokka til að takast á við þau erfiðu verkefni sem framundan eru, því hugur pólitíkusanna verður eðlilega bundin við komandi kosningar.

Mér verður örugglega ekki að ósk minni varðandi þetta, því pólitíkusar vilja eflaust frekar "stimpla" sig inn hjá þjóðinni, sama hvað það kostar.

nytt_ly_veldi_781712.jpgÉg bind ennþá vonir við breytingu á stjórnarskrá og að boðað verði tilstjórnlagaþings, því ég vil nýtt lýðveldi.  Minni í því sambandi á undirskriftarsöfnun:  nýtt lýðveldi

Nú lýtur út fyrir að "félagshyggjufólk" muni fá ráðherraembætti í félags- og fjármála- og forsætisráðuneyti og þá er lag:  Ég vil opinberan og viðurkenndan framfærslugrunn! ....og koma svo.

 


mbl.is Falið að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hennar tími er komin!

Ég geri mér grein fyrir því að draumur minn um utanþingsstjórn verður ekki að veruleika að sinni.  Til þess er valdagræðgi stjórnmálamanna of mikil.

Næst besti kosturinn er ríkisstjórn undir verkstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.  Hún er eini stjórnmálamaðurinn sem ég ber snefil af trausti til.

Jóhanna Sigurðardóttir, þinn tími er svo sannarlega komin!

nytt_ly_veldi.jpg


mbl.is Jóhanna næsti forsætisráðherra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt lýðveldi.....núna!

Fílabeinsturninn er að hrynja.....

Afsögn Björgvins var vel útfærð af hans hálfu.  Hann gerði allt sem "þjóðin" hefur farið fram á síðustu mánuði.  Samhliða afsögn sinni segir lætur hann stjórn FME víkja og forstjóra þeirrar stofnunar líka.  Rúsínan í pylsuendanum er svo að hann afsalar sér ráðherrabiðlaunum.

Ráðherrann f.v. hefur hlustað á "þjóðina" og það er gott.  En það tók "raddir fólksins" búsáhaldabyltingu, samstöðu og staðfestu fólksins 3 mánuði að rjúfa hljóðdempaðan fílabeinsturn.  Björgvin er ungur og heyrn hans því væntanlega betri en hinna eldri, sem þar sitja. 

Hvort stoðir þessa sterkbyggða fílabeinsturns haldi, þrátt fyrir þetta rof, kemur væntanlega í ljós næstu klukkustundirnar..... ég bíð spennt.

Ég óska Björgvini til hamingju með þessa ákvörðun.  Hvort þessi gjörningur hans á eftir að vinna með honum í komandi kosningabaráttu, mun koma í ljós.  Persónulega vil ég gefa öllum atvinnupólitíkusum langt frí.  Ég vil nýtt lýðveldi.

Ég vil Utanþingsstjórn strax!

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raddir fólksins!

Í dag eru 12.475 einstaklingar skráðir atvinnulausir á Íslandi.  Margir þessara einstaklinga eru fyrirvinnur með börn á framfæri.  Þetta er skelfilegt ástand, sem á því miður eftir að versna.

"Þjóðin" hefur vitað í rúma 3 mánuði í hvað stefndi og beðið eftir úrræðum frá sitjandi stjórnvöldum.  Aðgerðum sem kæmu að gagni.  Ekkert gerist.

Í rúma 3 mánuði hefur "þjóðin" beðið eftir að einhverjir axli ábyrgð vegna þess ástands sem hér ríkir.  Engin axlar ábyrgð.

Eitt það jákvæðasta sem sprottið hefur upp í þessari kreppu er samstaða friðsamra mótmælenda.  Almenningur hefur verið virkjaður í þágu lýðræðis og réttlætis.  Því ber að fagna.

16. mótmælafundurinn á vegum Radda fólksins verður á Austurvelli kl. 15:00 í dag.

Ávörp og ræður:

  • Magnús Björn Ólafsson, blaðamaður
  • Hildur Helga Sigurðardóttir, blaðamaður
  • Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
  • Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur

Fundarstjóri er Hörður Torfason.

 

 


mbl.is Sextándi mótmælafundurinn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefum þeim svigrúm og tíma.

geir_hilmar_haarde.jpgÉg vil byrja á því að óska Geir góðs bata og fjölskyldu hans styrk og æðruleysi við að takast á við þær erfiðu vikur sem framundan eru vegna þessara alvarlegu veikinda.

Staðan er breytt.  Nú mun fara í gang mikil endurnýjun á forystu Sjálfstæðisflokks.  Innbyrðis flokkadrættir og kosningabarátta mun nú hefjast af fullum þunga innan þessa flokks.  Gefum þeim svigrúm og tíma.  

Utanþingsstjórn strax!

Samfylkingin virðist vera í sömu sporum.  Ingibjörg Sólrún fékk góðar fréttir í dag og ég óska henni til hamingju með það.  Þar innanflokks er mikill órói og framadraumar sumra þar innandyra hafa opinberast þjóðinni undanfarna daga.  Gefum þeim svigrúm og tíma.

Utanþingsstjórn strax!

Framsóknarmenn með sína nýju forystu en gamla spillta fortíð þurfa enn mikinn tíma til að ná áttum og kveðja sukkið.  Gefum þeim svigrúm.

Utanþingsstjórn strax!

Vinstri Grænir vilja kosningar á morgun, sennilega svo þeir geti innheimt núverandi "kannanafylgi".  Þeir vita samt ekki alveg hvað þeir vilja gera í núverandi stöðu þjóðfélagsins.  Þeirra svör eru jafn loðin og annarra atvinnupólitíkusa.  Gefum þeim svigrúm og tíma.

Utanþingsstjórn strax.

Engin hefur verið dregin til ábyrgðar vegna ógnvænlegs ástands þjóðarinnar.

Seðlabankastjórn situr sem fastast.

Stjórn Fjármálaeftirlits situr sem fastast.

Meintir fjárglæframenn stunda ennþá vafasöm viðskipti og þjóðinni blæðir.

Tökum höndum saman og stofnum nýtt lýðveldi.  Undirskriftarsöfnun hér:

http://www.nyttlydveldi.is/

 


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Appelsínugul friðsöm mótmæli!

appelsinugulur_fani.jpgÉg tek undir með Herði Torfasyni, sem segir að atburðir næturinnar hafi komið illa við hann.  Tillaga hans um að friðsamir mótmælendur stoppi af ófriðarseggina er góð.  Ég tek líka undir þá tillögu að friðsamir mótmælendur auðkenni sig með appelsínugulum lit.

Þessi litur hefur verið notaður áður með góðum árangri.  Við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið.  

Ofbeldi í allri mynd ber að fordæma.

Í dag verður blaðamannafundur í Þjóðmenningarhúsinu.  Þetta er framtak sem ég styð heilshugar.

Ég vil utanþingsstjórn!


mbl.is „Við viljum ekki ofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband