Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hallelúja......

Ég fór ásamt annarri friðsamri húsmóður úr austurbænum  holmdish í mótmælablysför frá stjórnarráði til Austurvallar.  Við erum ánægðar með okkar framlag.  Við stóðum okkar plikt við að mótmæla því ástandi, sem nú hefur skapast hjá þjóðinni okkar og fæst okkar eiga nokkra sök á.

Nú ber svo við að Valhallararmur bloggheima hefur vaknað og stendur á ÖSKRINU vegna okkar mótmælenda.  Gott að þeir vöknuðu, því þá fara þeir kannski að hlusta.

Við hverju bjóst fólk?  Að mótmæli gætu endalaust verið hallelújasamkomur?....af því að það er svo íslenskt eitthvaðSick

Ég leyfi mér að mótmæla því að "lífi" þúsunda landa minna hefur verið fórnað á altari græðgivæðingar með fulltingi vanhæfra stjórnvalda.  Ég leyfi mér að mótmæla því að almenningur þurfi að greiða niður "góðæris" bömmerinn, sem hann tók engan þátt í að móta.

Saklausum almenningi er nú stillt upp við vegg og gert að borga skuldir óreiðumanna, sem komu bönkunum á hausinn án afskipta vanhæfra stjórnvalda.  

Þar sem ég og mótmæla félagar mínir erum ekki "fulltrúar" þjóðarinnar (nema í kosningum og skoðanakönnunum), skv. utanríkisráðherra, hljótum við að áskilja okkur þann rétt að að borga ekki okkar hluta af "þjóðarskuldinni".

Burt með vanhæfa ríkisstjórnDevil 


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af litlum neista, verður oft mikið bál :)

"Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, því það má finna út úr öllu ánægjuvott".  Þetta er laglína, sem hljómað hefur í kollinum á mér í morgun....og nú er ég búin að smita ykkur ágætu lesendurTounge

Árið 2008 hefur verið sviptivindasamt, sérstaklega á hinu pólitíska sviði.  Þetta verður eflaust árið sem verður minnst vegna barnalegrar baráttu um borgarstjórastólinn í henni frk. Reykjavík, þar sem hulunni var endanlega svipt af sjálfmiðuðum valdagræðgisjúklingum hins pólitíska "sandkassa".

Þetta var líka árið, sem góðærið hrundi yfir okkur með þvílíkum hvelli að jarðhræringar austan fjalls féllu í skuggann vegna hamfara af mannavöldum.  Ekki ætla ég að gera lítið úr upplifun vina minna fyrir austan fjall, vegna náttúruhamfaranna, sem þar dundu yfir, eignamissis og þess vanmáttar, sem fólk á þessum slóðum þurftu að takast á við.  Náttúruhamfarir eru fyrirbæri sem við Íslendingar höfum þurft að glíma við í gegnum aldirnar og oftast gert það með þvílíku æðruleysi að unun hefur verið að lesa um og fylgjast meðHeart

En "góðærið", sem okkur var sagt að allir tækju þátt í var víst vegna rómaðs dugnaðar örfárra einstaklinga, sem fengu á sig stimpilinn "þotuliðið" og "útrásarvíkingar" svo eitthvað sé nefnt.  Ákall þessa "venjulega" vinnandi manns um hlutdeild í góðærinu var tekið fálega og oftar en ekki fékk "almúginn" á sig stimpilinn "öfundarmaður" og "niðurrifssinni".

"Öfundarmenn" og "niðurrifssinnar" voru þeir líka kallaðir sem vöruðu við fölskum undirstöðum góðærisins........en svo kom hruniðW00t  Í ljós kom að undirstöður góðærisins voru fúnar og rotnar og allt hrundi sem hrunið gat.  Undan farginu skreið spillingin, sem smitað hafði stóran hluta þessarar áður siðmenntuðu þjóðar.  Lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar höfðu sofnað á verðinum og tóku virkan þátt í útrás þotuliðsins.

"Veldur sá er á heldur" segir máltækið.   En "góðærisævintýrið" mun sennilega lenda harðast á þeim sem ekki tóku þátt, þótt þeir gjarnan hefðu viljaðFrown....og afkomendum okkar.

Góðærishrunið hefur valdið þvílíkum skemmdum að talað er um að það muni taka komandi kynslóðir um 100 ár að endurheimta það traust og velvild, sem við áttum hjá öðrum þjóðum.

Góðærið var eins og eldköstur, sem glóði bjart og eirði engu...en nú er sá eldur slokknaður og einungis glóðin í öskustónni er eftir.  Fyrir mér er þessi glóð vonarneisti um nýtt líf, nýjar forsendur og síðast en ekki síst - nýtt Ísland -

Í þessari glóð er að fæðast vitundarvakning sem ber að virkjaHeart

Ég óska samferðarmönnum mínum gæfuríks komandi ársHeart 


mbl.is Níu brennur í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstaða: Löglegt en siðlaust??

Það má reyna......að tala við fjármálaeftirlitið með yfirlýsingum í gegnum fjölmiðla, þeir hafa jú verið ansi liprir á þeim bæ í samskiptum sínum við fyrrverandi bankabruðlara.

En það sem almenningur vill vita er: Hvert fóru þessir peningar....fáum við svör við því?

Það væri líka fróðlegt að vita hvort þessi frétt hefur eitthvað með þessa rannsókn að gera.  Eru þarna komnir efasemdarmenn og uppljóstrarar eða sökudólgar og meðreiðarsveinar í "löglegum/siðlausum" aðgerðum útrásargræðgi?

3 framkvæmdastjórar bankans látnir fara á einu bretti...tveir þeirra voru í svo miklum metum að þeir voru settir í skilanefnd bankans á sínum tíma, en eru nú látnir taka pokann sinn án trúverðugra skýringa.

Halló, tala við okkur, við viljum heyra meira.  Svo eru menn hissa á "gróusögum"Woundering.


mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta allt skúrkar?

Ef þessi frétt um "millifærslurnar" frá Kaupþingi reynast vera staðreynd, er ég ansi hrædd um að þetta sé bara toppurinn af ísjakanum.  Vonandi gefa Lúxemborgarar grænt ljós á ýtarlega rannsókn.

Mæli með færslunni hennar Láru Hönnu larahanna þar sem hún birtir mögnuð viðtöl um útrásina frá árinu 2007, frábær samantekt sem ísl. fjölmiðlar ættu að taka sér til fyrirmyndar.

Annars er hrikalegur drungi yfir mér....næturvaktir yfir jólin á milli stórmáltíða og svo 4urra daga rúllandi vaktir strax á eftir.  Er þess vegna búin að sofa að mestu frá því ég kom heim úr vinnu í dagBlush.

Ætla svo að vera í fríi um áramótin og vonast til að sjá einhverja útrásargæja sprengda í loft uppWhistling


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól :)

Kæru vinir,nær og fjær, bloggvinir og aðrir þeir, sem lesa þessa síðu.

Mínar bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.

Megið þið njóta samveru og friðar með ykkar nánustu fjölskyldu og/eða vinum á þessari hátíð sem nú stendur fyrir dyrumHeart

Ég þakka einlæg og góð skoðanaskipti í þessari frumraun minni í netheimumHeart.

The Christmas song, sung by Nat King ColeHeart 


Skatan er komin í pottana!

Ég efast ekki um að það muni "sjóða uppúr" í byrjun næsta árs hér á Íslandi.  Æ fleiri gera sér grein fyrir ástandinu og reiði fólks mun aukast, þegar skellurinn hittir okkur af fullum þunga.

En nú er hátíð í bæ og landinn ætlar þrátt fyrir allt að gera sér dagamun og njóta samveru með vinum og vandamönnum.  Það er líka nauðsynlegt að staldra aðeins við og rækta það sem er okkur mikilvægast í lífinu.  Kærleikurinn er sterkasta aflið í heiminum ritaði hún Sigga amma mín í grein sem birtist í riti Kvenfélagsins Ársólar á Súgandafirði í kringum 1930.  Kærleikurinn mun vonandi ríkja á öllum "vígstöðvum" nú yfir hátíðarnarHeart

Í dag fæ ég tækifæri til að hitta bæði vini og fölskyldu í hinum árlegu Skötuveislum, sem mér er boðið í.  Þar mun krauma í pottum en passað verður uppá að ekki "sjóði uppúr"Smile

steina_frimanns.jpgUppúr hádeginu, fer ég til vinafólks míns í Heiðargerðinu, þeirra Steinu og Ásbergs.  Bolvíkingurinn Ásberg passar upp á skötusuðuna og Steina mun með sínu smitandi brosi og skemmtilegheitum halda uppi góðri stemmingu meðal vina, sem sækja þau heim á þessum degi og hafa gert í nokkur undanfarin ár. 

Fann bara mynd af öðrum helmingi veisluhaldara.  Þetta er Steina fasteignasali og minn sérlegur endurskoðandiSmile.

sigga_-_skotuveisla_2007.jpgSeinna í dag, mun ég svo mæta í árlega Skötuveislu, þar sem fjölskyldan mín mun koma saman hjá Siggu systurdóttur og Vigni, hennar manni.  Við vorum svo ótrúlega heppin, mín fjölskylda að Vignir, sem er Skagamaður er líka skötumaðurWhistling  Þetta er eini tíminn yfir hátíðarnar, sem mín fjölskylda hittist öll, því eins og gengur og gerist verður ein lítil kjarnafjölskylda að mörgum, þegar fram líða stundir.

Einhvernvegin er það nú þannig að það þarf einhver góður fjölskyldumeðlimur að byrja svona hefðir og er ég óumræðilega þakklát minni kæru frænku fyrir sitt framtakHeart

Það er misjafnt hverjir geta mætt hverju sinni, því fjölskyldan er dreifð um heimsbyggðina.  Í fyrra mættu t.d. Úlli og hans fjölskylda, sem býr í Ameríkunni.  Jón Þór og fjölsk. eru nú fjarri góðu gamni, þar sem þau eru búsett í Svíþjóð.  Jóna Lára og fjölskylda eru í Danmörku og Abbi bróðir að sjálfsögðu í Ástralíu.  Í dag munum við senda þeim öllum hlýjar kærleikakveðjurHeart

svenni_og_joi.jpgÞessi mynd var tekin í síðustu skötuveislu af bræðrum mínum Jóa og Svenna.  Vonandi mæta þeir báðir í kvöld ásamt sínum niðjum og þeirra fjölskyldumSmile....Ég hlakka svo tilWhistling  

Ég verð örugglega orðin vel "kæst" eftir daginn, en ég veit að það mun ekki "sjóða uppúr" hjá gestgjöfum mínum í dag, en "niðursveiflan"  mun eflaust koma til tals og sitt sýnist hverjum í þeim efnumCool

Eigið góðan dag kæru vinir, nær og fjærHeart

 


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð sé minning hennar.

halldora_eldjarn.jpgÉg minnist Halldóru Eldjárn með hlýju.  Hún var samnefnari íslenskra alþýðukvenna.  Lítillát, feimin og hógvær, en bar með sér þokka menntaðrar, sjálfstæðrar konu.

Ég hitti hana aldrei en dáðist að henni úr fjarska.  Ég var stolt af þessari Vestfirsku snótHeart  Svo sönn.

Aðstandendum hennar votta ég einlæga samúð mína. 


mbl.is Alþingi minntist Halldóru Eldjárn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundar halda líka jól:).....og mótmælafrí ;)

Set þetta myndband hér, sérstaklega fyrir bloggvini, sem eiga hundaWhistling

Og fyrir alla mína bloggvini, sem staðið hafa með mér í ströngu í baráttunni fyrir betra Íslandi:

Queens Christmas song:

 


Góður dagur:)

Þetta var góður mótmælafundur hjá okkur á Austurvellinum í dag.  Við holmdish mættum tímanlega, þögðum í heilar 11 mínútur......sem einhverjum strákaskömmum fyrir norðan finnst nú frekar ótrúlegt, en þetta gátum viðWink

Hittum marga bloggvini eins og t.d. Láru Hönnu larahanna, Jónu Kolbrúnu huxa,  Heiðu skessa, Katrínu katrinsnaeholm og Heide heidistrand .  Á leið frá fundi hittum við svo gamlan kunningja, sem er nýorðin bloggvinur minn, hann Gunnar Þór  silfri.   

Samkenndin er orðin svo mikil meðal mótmælenda að erfitt var að yfirgefa svæðið, þótt Kári væri farinn að bíta svolítið íSmile.

Að lokum drifum við okkur inn í Blómaval, þar sem Hólmdís fjárfesti í jólatré og híasentum.  Skilaði henni svo heim og fór í kaffisopa hjá Svenna bróðir og Ellý....loksins.  Þar var Björg nýkomin heim frá Spáni, þar sem hún var í námi og er hún þegar orðin virk í mótmælaaðgerðum.  Við frænkurnar verðum örugglega áberandi í "borgaralegri óhlýðni" eftir áramótCool.

Kom svo við í einni búð á leiðinni heim og keypti 3 síðustu jólagjafirnar, sem ég gef þessi jólin.  Langar af því tilefni að benda á útsölumarkað í kjallara Partýbúðarinnar (var Leikbær áður) í bláu húsunum í Faxatúni.  Þar er hægt að gera ágætis kaupSmile

Þannig að þótt ég leyfði mér að fara á mótmælafund, þá varð mér heilmikið úr verki......er hér um bil búin að "öllu" og get bara dólað mér fram að jólumWhistling

Fékk öðruvísi jólakort frá Helgu vinkonu minni í Ástralíu á dögunum, langar að deila því með ykkur:

http://www.jacquielawson.com/viewcard.asp?code=0212320003 
 


mbl.is Þögul mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgum landinu okkar!

Ég er bara búin að vera nokkuð dugleg í dag.  Gerði svona ditten og datten, sem tilheyrir þessari árstíð og var snögg að þvíCool

Á morgun get ég því mætt á Austurvöll og notið samvista við samherja í baráttunni fyrir betra ÍslandiHeart

Mótmæli á Austurvelli á morgun kl.15

Fundur á Austurvelli laugardaginn 20. desember kl. 15:00

Undanfarnar ellefu vikur hafa þúsundir Íslendinga safnast saman á Austurvelli klukkan 15.00 á hverjum laugardegi undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.

Þar hafa raddir fólksins hljómað svo kröftuglega og sterkt að allt þjóðfélagið hefur hlustað. Mótmælin hafa smátt og smátt náð eyrum ráðamanna þjóðarinnar og nú er ljóst að þeir eru farnir að skjálfa í hnjáliðunum.

Um síðustu helgi, 13. desember, voru mótmælin haldin með áhrifamiklum táknrænum hætti og eins mun verða næsta laugardag, 20. desember, klukkan 15.00.

Þetta er gert vegna óska fólks um að geta gefið börnum sínum gleðileg og friðsæl jól. Slík sjónarmið eru bæði sjálfsögð og eðlileg.

Fyrstu helgina eftir jól, 27. desember, verður fundurinn hins vegar færður í kröftugra form og þrýstingur aukinn á stjórnvöld.

Fólk er hvatt til að mæta á Austurvöll nk. laugardag, 20. desember, klukkan 15.00 og sýna samstöðu gegn ástandinu með 11 mínútna þögn.

Kröfurnar eru:
Núverandi stjórn Seðlabankans víki tafarlaust.
Núverandi stjórn Fjármáleftirlitsins víki tafarlaust.
Kosningar sem fyrst.

Tekið skal fram að mótmælin og allar aðgerðir á vegum Radda fólksins eru alltaf friðsamlegar. Fundarstjóri er sem fyrr; Hörður Torfason.

Gefum okkur þessa smástund til mótmæla, því hún skiptir máli.  SjáumstWhistling

 


mbl.is Boða þögul mótmæli á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband