Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Get ég byrjað að trúa.....

á réttlæti?

Ég efast ekki um að það hafi þurft kjark og áræðni til að koma fram með þessi neysluviðmið.  Takk fyrir Guðbjartur Hannesson.

Það er nefnilega þannig að þeir sem telja sig "eiga" Ísland og stjórna því leynt og ljóst á bak við tjöldin hafa barist gegn því að eitthvað í þessa áttina yrði lagt fram.

Hvað þarf einstaklingur að hafa í laun fyrir skatta og aðra skylduborgun til þess að eiga eftir kr. 291.932.- sem reiknað hefur verið út sem "neysluviðmið"?

Hvað segir LÍÚ við þessu útspili Velferðarráðuneytisins?  Hvaða væll ætli komi frá Vilhjálmi Egilssyni hjá SA í fréttum kvöldsins?  Síðast en ekki síst verður fróðlegt að vita hvað þessir "nægjusömu" hjá ASÍ munu láta frá sérDevil 

Hvað gerir Tryggingastofnun í framhaldinu....og já, hvað gera öll velferðaráðin vítt og breitt um landið? nú eða Vinnumiðlun, sem hingað til hefur talið 150 kall nægilegan til framfærslu atvinnulausra án tillits til skuldastöðu......

Á ég að þora að vona að þetta skref Velferðaráðherrans sé fyrsta skref í áttina að réttlátu samfélagi, þar sem allir fái sinn skerf af kökunni?

 

 


mbl.is Viðmið einstaklings 292 þús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband