Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
24.9.2010 | 15:25
Kosningar á næstunni?
Jaja, þá er stutt í að boðað verði til alþingis kosninga
Trúið mér, þetta er eins og með lóuna á vorin og sláturgerð á haustin....allt hefur sinn tíma í tilverunni.
Fyrstu áþreifanlegu merkin um að kosningar séu framundan eru að það er farið að tala um framfærsluviðmið....þetta sem allir flokkar keppast við að lofa í hverjum kosningunum á fætur öðrum.
Næstu merki um að kosningar séu í nánd, verða þegar fjölmiðlar keppast við að hafa eftir kjörnum fulltrúum að nú verði bara að fara að hækka launin hjá þeim lægstlaunuðustu og að það þurfi "þjóðarsátt" um það........nei bíddu við, þetta "væl" var byrjað í síðustu eða þarsíðustu viku Þetta er semsagt alveg að bresta á
Smá hint til hinnar "norrænu velferðarstjórnar" sem ég kaus: Komið ykkur að verki svo þið hafið veika von um að verða kosin aftur
Matargjafirnar einsdæmi á Norðurlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2010 | 13:31
Er lífið bara lotterý?
Fyrir ca. 15 árum síðan var ég í þeim sporum að vera orðin einstæð móðir tveggja unglinga í ótryggri afleysingavinnu sem nýútskrifaður sjúkraliði. Bankastjórinn minn var heimilisvinur og kær frændi sem ég að sjálfsögðu leitaði til á þessum tímamótum.
Hann fór yfir stöðuna með mér og sagði svo: Sigrún mín, spilar þú ekki í neinu happdrætti....ég held þú verðir að gera það, því það er þín eina von!
Síðan hefur lífið verið bölvað basl. Kaupi stundum lottómiða, þegar ég man og ef ég er með einhverjar krónur í veskinu en hef ekki ennþá dottið í þann lukkupott.
Ég hef bæði verið virk í starfi launþegahreyfinga og eins í flokkspólitísku starfi. Á þeim vettvangi beitti ég mér ítrekað fyrir bættum kjörum láglaunafólks. Fyrsta ályktunin sem ég skrifaði um "réttlátan framfærslugrunn" fór frá mér á árinu 1998 við afar dræmar undirtektir þeirra sem þá voru í forystu launþegahreyfingar. Enginn hafði áhuga, en ég hélt samt áfram að "álykta" og vinir mínir í "flokknum" leyfðu mér að senda þetta út og suður í þeirra nafni;-)
Mér bættist aldeilis liðsauki þegar frænka mín Harpa Njáls, og prófessor Stefán Ólafsson birtu svartar skýrslur um framfærsluafkomu og fátækt á Íslandi. Bæði voru kölluð til og látin upplýsa "félagshyggjuflokkana" um þessa ósvinnu og nú skildi blásið til sóknar "gegn fátækt" í nokkrum kosningum þar á eftir....bæði í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum.
Flokkurinn "minn", nýtti sér mig og leyfði mér að tala óhindrað um afkomu láglaunastétta og bótaþega. Flokkurinn "minn" komst alltaf í ríkisstjórn og var ég nokkuð sátt við það, þar sem ég gæti þá komið mínum hugmyndum áleiðis milliliðalaust...
Auðvitað meinti flokkurinn minn ekkert með þessu, það sá ég þegar níðvísur um Hörpu Njáls voru hengdar upp í eldhúsi/setustofu flokksskrifstofunnar fyrir kosningarnar 2003 að mig minnir, þegar þáverandi framkvæmdastjóri flokksins var í framboði og varð að loknum kosningum félagsmálaráðherra 2003 - 2006..
Fljótlega upp frá þessu missti ég trúna á að einhver vilji væri til að lyfta kjörum láglaunafólks og að reiknað væri út framfærsluviðmið til notkunar fyrir launþegahreyfingu, tryggingastofnun og sveitarfélög svo tryggja mætti að enginn hefði laun/bætur undir lágmarks framfærsluþörf.
Auðvitað átti ég, skynsöm konan, að vera fyrir löngu búin að gera mér ljóst að ekki var von á efndum hjá pólitíkusum......en launþegahreyfingin? Fyrir hverja starfar það bákn?
Ég komst ekki á fundinn um fátækt í ráðhúsinu þann 8. september s.l. en var bent á slóðina
http://hjariveraldar.is/
Ég horfði á fundinn í nótt og verð að viðurkenna að það voru blendnar tilfinningar sem bærðust í mínu brjósti. Ég var glöð yfir því hvað margir voru orðnir meðvitaðir um þörfina fyrir opinbert framfærsluviðmið en ég var líka sorgmædd yfir því að pólitíkusar, sem þarna voru eins og t.d. Ögmundur, Björk og Þorleifur sem lengi hafa verið viðloðandi "velferðarmálin" og setið fundi með Stefáni Ólafs og Hörpu Njáls í aðdraganda kosninga mörg ár aftur í tímann skulu enn og aftur fá tækifæri til að tala eins og þau hafi verið algjörlega grunlaus um ástandið.... Hvað hefur þetta fólk verið lengi í þeirri aðstöðu að geta komið þessu í framkvæmd? Nú er mál að linni - hættið að tala/lofa - framkvæmið strax! Hvað tekur það velferðaráð Reykjavíkurborgar langan tíma að hækka grunnbætur í þá upphæð, sem bæði Björk og Þorleifur hafa staðnæmst við ca kr. 160.000.- (allt of lágt að mínu mati, en einhverstaðar verður að byrja) - Það ætti að vera rúmur meirihluti fyrir þessari breytingu......ef viljinn er raunverulegur.
Alþýðusambandið með Gylfa Arinbjörns í forsvari ætti að skammast sín og tjá sig sem minnst. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur í mörg ár verið til skammar og ég hef aldrei skilið þá "pólitík" verkalýðsins að kjósa sér til forystu fræðinga af öllum gerðum í stað þess að virkja einhvern úr grasrótinni.
Það var mikill munur á málflutningi Gylfa og Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. Villi var flottur:) Guðbjartur Hannesson, nýr velferðarráðherra lofar líka góðu og ég er svo sannarlega tilbúin að gefa honum séns. Skagamennirnir, Villi og Gutti voru ljós þessa fundar, og ég vona svo sannarlega að í sameiningu geti þeir framkvæmt það sem til þarf, svo Ísland geti kallað sig "velferðarsamfélag".
Annars þakka ég fyrir góðan fund og vona að í nánustu framtíð geti launþegar/bótaþegar treyst á launaumslagið sitt en þurfi ekki að treysta á happdrættis- eða Lottó vinning sér til framfærslu;)
Enginn með lottótölur réttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.9.2010 | 19:30
Laun hækki um 70%
Ef "kaupmátturinn" á að halda hljóta laun að hækka um 70% miðað við frétt á RÚV í kvöld.
Við höfum heyrt þennan söng svo oft að "það verður að hafa kaupmáttinn til hliðsjónar þegar samið er um launakjör"! Nú höfum við fengið það staðfest að vöruverð hefur hækkað um 70% svo laun hljóta að hækka í samræmi við það...ekki satt?
Fólk vill sjá launin hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson