Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Þetta peð víkur ekki fyrir biskupi!

Kirkjan er mál málanna í dag.  Því er oft haldið fram að ef þú viljir forðast rifrildi og erjur, þá ræðir þú ekki um pólitík eða trúmál.

Ég er ekkert svakalega trúuð, á mínar barnabænir og reyni að lifa samkvæmt siðferði kristinnar trúar.  Ég hef stundum sagt að trúmál Íslendinga séu svolítið sér á parti, svolítil hentistefna þar eins og víðar í samfélagsmunstrinu.  Aðfangadagskvöldið hefur alltaf verið okkur "heilagt" eins og auglýsingin frá Verslunarmannafélaginu lýsir svo undurvelWink....þar sem búðardaman er steinsofnuð í forréttinumGrin

Mitt trúarlega uppeldi fór fram við eldhúsborðið heima og í sunnudagaskólanum hjá Sr. Jóhannesi Pálmasyni.  Sumum finnst kannski skrítið að ég hafi fengið mitt trúarlega uppeldi við eldhúsborðið af öllum stöðum, en það var bara þannig að þar fór siðferðiskennslan fram, ekki bókstaflega, heldur var það þannig að þar fékk ég að vita hvað mátti og hvað ekkiSmile  Hvernig ég átti að koma fram við aðra og hvað væri við hæfi hverju sinni.  Svo laumaði hún Sigga amma mín að mér ýmsum gullmolum sem hafa lifað með mérHeart

Sr. Jóhannes Pálmason 1946Sr. Jóhannes var alveg frábær, maður missti ekki af sunnudagaskóla hjá honum.  Hann las fyrir okkur spennandi barna- og unglingasögur, sem eflaust höfðu einhvern boðskap að geyma en skemmtilegar voru þær og framhaldið kom í næsta sunnudagaskóla, því hann þýddi þær um leið og hann las, svo þetta voru ekki einhverjar bækur sem við áttum von á að fá í jólagjöfCool

Við sungum Áfram Kristsmenn krossmenn og fleiri KFÚM söngva og fengum hinar hefðbundnu Jesúmyndir.

Sr. Jóhannes, skírði mig og fermdi en hann var fallin frá þegar ég gifti mig svo það er ekki skrítið að sú gifting hafi ekki enstWink  annað hefur haldið.

Ég sótti líka "fullorðinsmessurnar" hjá Sr. Jóhannesi af því að ég þurfti að labba með ömmu í kirkjuna þar sem hún var blind og mamma þurfti alltaf að fara fyrr þar sem hún var í kórnum.  Pabbi fór ekki í messuWink  Í þessum "fullorðinsmessum" lærði ég ýmislegt um óréttlætið í heiminum, fátæktina og stríðin.  Þorpsbúar sögðu Sr. Jóhannes óþarflega vinstrisinnaðan í pólitíkinni, gott ef hann var ekki stimplaður kommúnistiLoL...en allir elskuðu manninn (prestinn).  Á aðfangadagskvöld fóru allir heim eftir guðsþjónustu með hálfgerða sektarkennd vegna svöngu barnanna í KongóPouty en það rjátlaðist af manni eftir jólamatinn, gjafirnar, konfektið, mömmukökurnar, kakóið og bókina sem fyrst var lesin.

Jón Víðir   SuðureyrarkyrkjaÉg tel mig sem sagt eiga góðar minningar tengdar kirkjunni frá minni æsku.  Svo góðar að mér finnst í rauninni alveg ómögulegt að ég þurfi að víkja frá þessari kirkju, sem ég skírðist og fermdist til.  Ég hef að ég tel ekki gert neitt saknæmt af mér, þannig að kirkjan er mín eins lengi og ég hef list á. 

Það eru samt menn þar inni á gafli, sem mér finnst hafa fyrirgert rétti sínum á "brauðinu" og ef þeir hafa fengið sama trúarlega uppeldið og ég, þá myndu þeir sjá sóma sinn og víkja til hliðar .....ekki úr kirkjunni heldur frá trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna okkar.

Ég get ekki stillt mig um að segja frá þeirri skoðun minni að allir þeir biskupar/prestar sem ég tel að eigi að víkja hafa tileinkað sér alveg ótrúlega væmna framkomu tökum sem dæmi; Sr. Karl, Sr, Hjálmar og Sr. Pálmi....hvað er að svona fólki? 

Ég er bara "peð" en ég mun aldrei víkja fyrir siðspilltum biskupi!

In the name of Lennon - Peace & Love Heart

 


Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband