Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Frestum kosningabaráttunni!

Ég fann mig knúna til að líta á öðruvísi pressu í kvöld í stað þeirrar íslensku, þar sem kosningabaráttan  er komin í forgang.  Kosningabarátta um ekki neitt.

Kosningabarátta hefur stundum gengið óþægilega mikið út á loforð.  Kjósendur eru keyptir með loforðum og þótt stjórnmálamenn ættu að hafa vit á því að lofa sem minnstu í því árferði sem nú er, halda þeir áfram að lofaShocking

Ég legg til að kosningabaráttan verði geymd þar til eftir Páska og að þingmenn einbeiti sér að einhverjum þjóðþrifamálum sem hægt er að sameinast um í þinginu.

bleikur_hofrungur.jpgEn ég fann þessa frétt á forsíðum nokkurra breskra netmiðla í kvöld, ásamt fréttum af fræga fólkinu og ýmsu öðru athyglisverðu.

Bleikur höfrungur á sundi með "foreldri" á Loisana Lake í Bandaríkjunum.  fallegur er hannSmile.

Svo fann ég frétt með nokkuð löngum lista af hóstasaft tegundum sem eru bannaðar börnum innan 6 ára.  Þekkið þið einhverja af þessum óteljandi tegundum?  Það er nú ágætt að vita þetta, þar sem næsta törn af kvefpestum er að skella áWink


Góð helgi hjá mér og mínum!

robert_skuli_blaes_a_4_kerti.jpgFékk besta "kreppumeðal", sem hægt er að hugsa sér í heimsókn í gær.  Heimsókn sem ennþá stendur yfir.  Tók mér því frí frá fréttum og bloggi.

Róbert Skúli, frábæri fjögurra ára prinsinn minn ....hann segist reyndar ekki vera prins, bara Róbert SkúliWink  4ra ára og farin að lesa yfir öxlina á ömmuGrin.

Okkur var boðið í veislu hjá Jóni Eric og Guðrúnu Freyju í gærkvöldi og fengum Roast beef & Yorkshire pudding.....og grænmeti og pönnukökubollur og kartöflur og sóslu og frostpinna og..... (RS er ennþá að ritstýra..haha).

kristrun_og_erica.jpgÞað var glatt á hjalla hjá ömmubörnunum mínum og notalegt að horfa á þau í leik og áhyggjuleysiHeart 

Amman er ekki með myndavél sjálf, hafði aldrei efni á því að fjárfesta í slíku apparati í góðærinu....hvað þá núna, svo myndum er rænt af heimasíðum barnannaWink

Hér er því nýleg mynd af systrunum Kristrúnu Amelíu og Ericu Ósk, sem við Róbert Skúli heimsóttum í gærHeart

Komst aðeins á netið í morgun á meðan "prinsinn" horfði á barnatímann á RÚV.  og tókst aðeins að vinna upp blogglestur og Facebook fréttir.

helga_og_disa.jpgFékk fréttir af Áströlsku brúðkaupi þar sem Helga vinkona mín birti glænýjar myndir frá brúðkaupi dóttur sinnar.  Hugsa sér, brúðkaup í Ástralíu í gær og myndir og frásagnir a tölvuskjánum hjá mér í dagWizard

Gat ekki stillt mig um að setja hér inn mynd af mæðgunum Helgu og Dísu frá þessum stóra degi og sendi Dísu mínar bestu árnaðaróskir með brúðkaupiðInLove

Helga mín ég vildi að ég hefði getað verið þarna með þér og notið þessa góða dags, til hamingju með dóttur þínaHeart

Nú er komið að "tala saman" þætti hjá mér og sonarsyni, sendi mínar bestu kveðjur til ykkar allra þarna úti...lifið heil Smile

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband