Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Takk fyrir hr. Bell!

Hef ekki verið í bloggstuði undanfarið og lítið um það að segja.

Ég hef verið að reyna að ná símsambandi  síðustu daga við Abba bróðir, sem býr í Brisbane í Ástralíu.  Þurfti að flytja honum persónulega,  sorgartíðindi  úr okkar ranni, sem ekki  verða tíunduð hér.

Eins og allir vita er símasamband við umheiminn  gott (nema GSM samband við ferðalanga á vestfirskum fjallvegum!) svo gott að maður gleymir því fljótlega að viðmælandi  stendur á haus á neðri hluta hnattarinsWhistling.

En það gekk erfiðlega fyrir okkur systkinin að ná saman, ekki vegna sambandsleysis  eða tímamismunar, sem bæði erum meðvituð um heldur vegna vinnutíma hvers annars.  Við vinnum semsagt bæði vaktavinnu.  Síðustu daga höfum við því verið að koma heim til okkar sitt hvoru megin á hnettinum, hann hlustandi á mig með skilaboð á símsvaranum og ég  með númerið hans á númerabirtinum.  E-mail hafa ekki verið inni í myndinni, vegna „tæknilegra“ örðugleika hjá undirritaðri af völdum  vankunnáttu á tölvutækniBlush.  Jón Eric, ert‘ekki á leiðinni?

Við náðum loksins saman systkinin, núna rétt áðan, þar sem ég er í vaktafríi.  Það var yndislegt að heyra í bróðir mínum og mágkonu hinu megin á hnettinum og finna „nálægðina“ þótt um langan veg sé að faraHeart.

Einhverstaðar segir að „trúin flytji fjöll“  og bókstaflega er það út í hött en það má með sanni segja að síminn færi okkur fjarstadda  ættingja heim í stofuSmile.

Þegar ég hef unnið mig út úr „tæknilegum“ vandamálum ætla ég að Skype væðastCool.


Hver vegur að heiman er vegurinn heim!

Síðasta vika hefur verið heilt ævintýri hjá mér og ömmustelpunni Kristrúnu Amelíu.  Við lögðum af stað með Völlu stóru systir rétt fyrir hádegi þann 8. júlí s.l.  Það var stoppað á tveimur bæjum í Dölunum og vinafólk Völlu heimsótt.  Næsti viðkomustaður var rétt hjá Bjarkarlundi í sumarbústað Ástu Þórarins, æskuvinkonu og Eiríks mannsins hennar, þar áttum við góða stund í yndislegu umhverfi í góðum félagsskap þeirra hjóna og barnabarna þeirra.  Svo var það Þorskafjarðarheiðin og Ísafjarðardjúpið með mörgu fjörðunumGetLost, en fallegir eru þeir nú samt.  Ákváðum að taka smá krók og heimsækja Reykjanesskólann, gamla heimavistarskólann hennar Völlu, en þangað hafði ég aldrei komið áður.  Reyndi að ímynda mér „sleik“ staði Maju æskuvinkonu og Garðars og taldi mig finna nokkra ákjósanlega staði til þessháttar atlota unglingaHeart.  Við snæddum kvöldverð þarna, pöntuðum skyndimat (hefðum átt að bíða eftir fiskinum, sem í boði var) en þetta var í fyrsta skipti sem ég hef fengið „skósóla“ í stað hamborgaraFrown. 

Súgandafjörður undir þoku!Heim í Súgandafjörð vorum við komnar um kl. 21:30 um kvöldið.  Það voru smá vonbrigði að þokan var eitthvað að þvælast þarna fyrir, þegar út úr vestfjarðagöngunum var komið, en það var LOGNSmile.  (Mynd:  Ásthildur Cesil).

 

 

 

 

innkeyrsla   SuðureyriÞegar komið var út á Suðureyri var sæluhrollurinn samt á sínum stað og brosið okkar var komið til að vera.  Við vorum komnar heim og næstu dagar voru eintóm SælaInLove.

 

 

 

 

Hin eiginlega dagskrá Sæluhelgarinnar hófst á föstudeginum í mjög góðu veðri, logn var og mjög hlýtt.  Á meðan fullorðna fólkið fór í "þorpsgöngu" undir mjög svo skemmtilegri leiðsögn Jóa Bjarna, þar sem stiklað var á stóru um hin ýmsu hús og íbúa þeirra í gegnum tíðina, var farið með börnin í Skothólsgöngu, þar sem þau fengu nesti og svo viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í göngunni seinna um kvöldið.
Ég lærði ýmislegt í "þorpsgöngunni" hjá Jóa Bjarna.  T.d. veit ég núna hvar "Hallbjarnar" fólkið átti heima áður en þau fluttu til Akraness og eins veit ég núna að hún mamma mín fæddist ekki í torfkofa eins og ég hef alltaf haldiðBlush, heldur í þrílyftu bárujárnsklæddu timburhúsi, sem stóð þar sem "Verkalýðshúsið" stendur núna!  Þetta hefur verið algjör höll á þeirra tíma mælikvarða (1916) og ég hef ekki hugmynd um hvaðan ég fékk mína vitlausu útgáfuGrin.

Kl. 18:00 byrjaði svo fólkið að streyma á "Sjöstjörnuna", sem er opið svæði í miðju þorpinu.  Snorri Sturluson setti 21. Sæluhelgar hátíðina með formlegum hætti.  Hann flutti m.a. mjög fallegt ljóð eftir Sturlu Jónsson, fv. hreppstjóra.  Síðan tóku hátíðargestir sig til og grilluðu matinn sinn á flennistórum útigrillum, borðuðu (það voru jú borð fyrir alla), drukku og spjölluðu áður en haldið var í í hina ýmsu leiki.

Gjarðaskopp 2 Það var m.a. keppt í gjarðaskoppi og þarna er Dedda að gera sig klára.

Gjarðaskopp er náttúrulega einn af leikjum minnar kynslóðar, en hann lifir góðu lífi á Sæluhelgum.  (Mynd: Róbert Schmidt).

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjárdráttur   Sturla Gunnar"Fjárdráttur" er nýr leikur en mjög skemmtilegur þegar hann er stundaður á Súgfirskan háttWink.  Sturla Gunnar, Samkaupsstjóri, sigraði "fjárdráttinn" með glæsibragWizard.  (mynd: Róbert Schmidt)

 

 

 

 
Veiðimenn eru sagðir vilja rigningu.  Mansaveiðimenn voru því ánægðir á laugardeginum, eina deginum sem virkilega rigndi og þá fór fram keppni í Marhnútaveiði.  Marhnútunum er öllum gefið líf að keppni lokinniHeart.

Mannsaveiðihópur Hér eru ánægðir "veiðimenn" að lokinni keppni.  Veitt eru verðlaun fyrir ýmislegt í þessari keppni.  T.d. stærsta og minnsta mansann, mesta aflann og skrýtnustu veiðina, svo eitthvað sé nefntWhistling. (Mynd: Róbert Schmidt).

 

 

 

Útsýnispallurinn   MarkúsínaÁ laugardeginum var einnig vígður "útsýnispallur" til minningar um sjómannskonur í Súgandafirði.  Frábær minnisvarði, sem Lilja Rafney Magnúsdóttir hannaði og átti hugmynd að.  Minnisvarðinn fékk nafnið Markúsína, en það hét föðuramma Lilju. (mynd: Ásthildur Cesil).

 

 

 

 

 

 

 

 

Gölturinn 13.07.2008Þegar setið er uppí þessum fallega útsýnispalli er útsýnið úr honum dásamlegt bæði út og inn fjörðinn.  Á þessari mynd er horft út fjörðinn. (mynd: Ásthildur Cesil).

 

 

 

 

 

Á Sunnudeginum viðraði vel á hátíðargesti.  Heilmikil dagskrá og mikið um að vera.  "Erill" var á svæðinu en aldrei til vandræðaTounge.  Þennan dag var t.d. keppt í "húsmæðra fótbolta" milli brottfluttra "húsmæðra" og "heima húsmæðra".  Sleggjukasti karla og kvenna á öllum aldri og svo auðvitað Söngvarakeppnin.  Mín dama, Kristrún Amelía tók þátt og stóð sig með mikilli prýði.  Hún komst ekki á verðlaunapall í þetta skiptið og varð pínu sár fyrst á eftir.....allt gítarleikaranum að kennaW00t, en svo jafnaði hún sig fljótlega og er harðákveðin í að "gera bara betur næst"Whistling.

Kristrún 2008   NínaEn mikið rosalega var hún flott á sviðinu, stóra stoltið hennar ömmu sinnarInLove.  (mynd: Ásthildur Cesil).

 

 

 

 

 

 

 

 

Sælubræður, Ævar og GuðniÁ hverju kvöldi alla hátíðisdagana var síðan "opið hús" í FSÚ (Félagsheimili Súgfirðinga).  Þar héldu Mansavinir uppi stanslausu fjöri langt fram á nótt og "Erill" gamli var langtíburtistanWizard.  Mansavinirnir, Ævar og Guðni í "söngham". (mynd: Róbert Schmidt).

 

 

 

4 fræknar   ég ,Eygló, Eyrún og SóleyÆskuvinkonurnar, sem allar eru á sextugsaldriTounge, Sigrún, Eygló, Eyrún og Sóley Halla létu sig að sjálfsögðu ekki vanta og sungu þær og dönsuðu eins og þær væru aftur orðnar 18Whistling. (mynd: Róbert Schmidt).

 

 

 

Ég hef hér stiklað á stóru varðandi þessa góðu heimsókn mína "heim" til átthaganna.  Meiri umfjöllun og myndir er hægt að nálgast á  www.sugandi.is og hjá Ásthildi Cesil Þórðardóttur( asthildurcesil), minni kæru bloggvinkonu, sem gerði heimsókn sinni góð skil í bloggfærslu í gærHeart.

Ég vil þakka öllum heimamönnum í Súgandafirði með Mansavini í broddi fylkingar fyrir frábæra skemmtun alla dagana.  Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni á elju heimamanna og dugnaði við að koma þessum Sæludögum í framkvæmd ár eftir ár.  21. sæluhelgin heppnaðist fullkomlega. Samstaða heimamanna er aðdáunarverðHeart. Svo vil ég koma því á framfæri við heimamenn að Suðureyri hefur aldrei verið snyrtilegri en hún er núna.  Bæði stjórnendur fyrirtækja og einstaklingar hafa auðsýnilega lagt metnað sinn í að fegra í kringum sig.  Til hamingju með Bláfánann Súgfirðingar, hann er verðskuldaðurWizard.

Við ferðalangarnir fórum svo „vesturleiðina“ til baka.  Komum við hjá Valda og Lóu á Hrafnseyri en Valdi frændi hafði lánað okkur húsið sitt heima á Suðureyri til að dvelja í þessa daga sem við vorum þar.  Ástarþakkir fyrir það kæri frændiHeart.  Arnarfjörðurinn skartaði sínu fegursta í logni og sól meðan við dvöldum þar.  Kristrún Amelía var að sjá fegursta foss í heimi í fyrsta sinn (Dynjandi/Fjallfoss) og svo fékk hún úrdrátt úr sögu Jóns Sigurðssonar frá staðarhaldaranum Valda frænda, á yfirferð sinni um gamla bæinn.  Af öllu því sem fyrir augu bar var hún hrifnust af  ”skódjöflinum”, sem er spýtufjöl, sem notuð var til að klæða sig úr skóm í gamla, gamla, gamla dagaCool.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst ”vesturleiðin” flottari en ”djúpið”. Leiðin frá Hrafnseyri til Bjarkalundar er HRIKALEGA flott í orðsins fyllstu merkinguInLove.

 


Sæla á Suðureyri v/Súgandafjörð!

Þá er komið að því.  Við Valla systir leggjum af stað vestur á firði á morgun og með okkur í för verður stóra ömmustelpan mín, hún Kristrún Amelía.

Suðureyri 2008 Ég vona að mest af þessum snjó, sem þarna er í fjöllunum verði farinn, þá verður auðveldara að sigta út ísbirniWhistling.

Þessa mynd tók hún Anna Bjarna s.l. vor og mér finnst hún athyglisverð, þar sem ég hef aldrei séð "skerið" svona.  Kannski það sé hægt að labba yfir á Norðureyri þessa dagana???Wink

Ég verð ekki "eyrarbúki", hvorki innri né ytri mala púki þetta árið.........Tounge

 

Hjallavegur

 

Þessa mynd þók hún Ásthildur mín kæra bloggvinkona um daginn og ég gerðist svo kræf að stela henni frá henni, sem ég vona að hún fyrirgefiBlush.  Þarna sést upp á Hjallaveg, en ég mun búa á Hlíðarveginum, sem er vinstra megin í "hjöllunum" séð frá þessum staðJoyful.  Enginn snjór í þessum hlíðum, þannig að ísbirnir geta ekkert falið sigTounge.

 

 

Guðni og ÆvarVið komum til með að hitta þessa sómamenn, þá Guðna og Ævar Einarssyni og Hilmar auðvitað líka, en Guðni og Ævar hafa ásamt Mannsavinum verið í forsvari og stjórnað öllu af myndarbrag á Sæluhelgum frá byrjunWhistling.  Frábært framtak hjá þeim bræðrumWizard.

 

 

 

Sungið af innlifun! Síðast þegar við Kristrún Amelía fórum á "Sælu", árið 2006 tók hún þátt í söngvarakepninniWhistling.  Lenti þá í 2. sæti í sínum aldursflokki og var valin "Bjartasta vonin"Wizard.  Þá var hún 6 ára og fannst þetta ekkert málWink.  Nú er hún að verða 8 ára og orðin aðeins feimnari, þannig að það verður bara að koma í ljós hvort hún tekur þátt í árSmile.

 

 

Bjartasta vonin! Hér er Kristrún Amelía að taka við "Rabba bikarnum" árið 2006, sem er farandbikar en fjölskylda Rafns Jónssonar tónlistarmanns gaf hann til minningar um Rabba okkar og einhver úr fjölskyldunni afhendir hann á hverri SæluhelgiHeart

 

 

 

Aðalgatan

 Þetta er Aðalgatan mín með Göltinn minn í bakgrunniHeart

Rændi þessari líka frá Ásthildi (Takk, takk!).  Gölturinn skýlir vel þorpinu fyrir norðvestan áttinni, þannig að það verður blankalogn að venju þegar ég mæti á svæðiðWink.

En nú verð ég víst að fara að pakka einhverju í tösku, svo stóra systir þurfi ekki að bíða eftir mér í fyrramáliðCool.

 

Veit ekki hvenær ég verð næst í sambandi, þannig að ég sendi ykkur öllum  stórt  knúsHeart

SjáumstWhistling

 

 


Hugarhvarf!

Ég er bergnumin!  Ekki var það íslensk náttúra og ekki var það neinn af erlendu bergi brotin, sem ”nam” mig með sér.

Ég var að horfa á leikna íslenska heimildarmynd ”Hugarhvarf- lífið heldur áfram með heilabilun”.  Þetta var held ég í þriðja skiptið sem ég horfi á þessa mynd og í öll skiptin hef ég setið sem ”bergnumin” af aðdáun og áhuga.

Myndin fjallar um konu sem greinist með Alzhimer sjúkdóminn skelfilega.  Með aðalhlutverk fara Kristbjörg Keld og  Gísli Alfreðsson.  Bæði skila þau sínum hlutverkum mjög vel en ég verð að segja að Kristbjörg gerir þessa mynd að meistaraverki. Aftan á diskhulstri stendur m.a.:

”Myndin Hugarhvarf- lífið heldur áfram með heilabilun, er í senn raunsönn, fagleg og listræn.  Þeir sjúkdómar sem valda minnisskerðingu og annarri vitrænni skerðingu eru langvinnir og hafa mörg stig.  Lífið heldur vissulega áfram og því fylgja gleði og sorgir eins og ævinlega.  Myndin sýnir glögglega að bæði sjúklingar og aðstandendur geta sótt margvíslegan stuðning en hún höfðar einnig til starfsfólks.  Myndin getur hjálpað starfsfólki að leiðrétta fyrirfram gefnar hugmyndir og gefur ýmis ráð um það hvernig best er að vinna með sjúklingum svo að báðum líði vel.”

Ég hef unnið á sambýli  fyrir aldraða með heilabilunarsjúkdóma s.l.  10 ár.   Mér þykir ákaflega vænt um starfið mitt og skjólstæðinga í gegnum tíðina.  Það er því ekki mjög uppörvandi að sitja undir umræðu um að þjónusta við aldraða á Íslandi sé til háborinnar skammar.  Það starfsfólk sem ennþá vinnur þessi störf hlýtur að gera það vegna ánægju með starfsviðið, því ekki lokka launin!  Ég get samt alveg tekið undir að þessi þjónusta mætti vera meiri og fleiri úrræði þyrftu að vera til staðar. 

Það er stundum sagt að tvisvar verði gamall maður barn, það á ekki við um alla aldraða, bara þá heilabiluðu.  Umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóma er sólarhringsvinna.  Persónan sem einu sinni var til að mynda, uppalandi, útivinnandi- forstjóri, þingmaður eða ráðherra, þarf smátt og smátt alla aðstoð við athafnir daglegs lífs en með aðstoð fagfólks og aðstandenda, heldur lífið áfram í ágætri vellíðan hjá því fólki sem fær tilhlítandi þjónustu.  

Starfs míns vegna hef ég sóst eftir fróðleik um Alzhimer sjúkdóminn.  Ég hef séð kvikmyndir og lesið bækur og greinar með þennan sjúkdóm sem viðfangsefni.  Ég mæli eindregið með þessari leiknu heimildarmynd ”Hugarhvarf- lífið heldur áfram með heilabilun”, bæði fyrir starfsfólk í þessum geira og einnig fyrir aðstandendur fólks með heilabilunarsjúkdóm.  Hún er örugglega fáanleg á næsta bókasafni.


Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband