Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ég er svartsýn

því get ég ekki neitað.  Mér finnst ástandið hörmulegt í þjóðfélaginu og ég finn til með öllu því fólk sem nú þegar hefur misst atvinnuna og á eftir að missa vinnuna.

Sjálfsagt getum við flest verið sammála um að þenslan í byggingaframkvæmdum hér á höfuðborgarsvæðinu hafi verið úr hófi fram.  Hér var ætt áfram í gengdarlausum fjárfestingum án þess að innistæða eða raunveruleg þörf væri fyrir þeim.  Þetta var allt afleiðing af gervi fjármagninu sem bankarnir buðu upp á...sennilega með veði í hlutabréfum, sem bankastjórnendur létu prenta með reglulegu millibiliShocking.

sparibaukakast.jpg

Mér finnst langlundargeð landans alveg með ólíkindum.  Hér ríkir stjórnleysi og upplausn.  Upp koma spillingarmál nær daglega....en við bara bíðum eftir að eitthvað verði gert.  

Þetta gengur ekki lengur.  Nú verða allir sem geta því við komið að mæta á Austurvöll næsta laugardag kl. 15:00 og sýna samstöðu í mótmælum.

 

Burt með spillingarliðið, sama hvar í flokki þeir standa! 

 Rolling Stones túlka hugsanir mínar þessa dagana:  Paint it black


mbl.is Um 70% samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur heldur mig sig..

Ég verð nú að segja að þingmaðurinn, sem líkti sjálfri sér og sínum kollegum við afgreiðslufólk á kassa gerir lítið úr starfi þeirra síðarnefnduAngry.

Starfsfólk á kassa sinnir mjög ábyrgðarmiklu starfi.  Um það gilda reglur og væntingar.  Ef starfsmaður á kassa stendur sig ekki í starfi, er hann látinn "taka pokann sinn" án málalenginga.

Ef þetta starfsfólk mætir ekki í vinnuna sína á tilskyldum tíma, fær það áminningu.  Þetta starfsfólk þarf sjálft að berjast fyrir bættum kjörum, en hefur lítið orðið ágengt vegna m.a. vegna virðingarleysis þingmanna í sinn garðShocking.  Þingmenn ættu nefnilega fyrir lifandis löngu síðan að vera búnir að "afgreiða" lög um opinberan framfærslugrunn, svo starfsfólk á kassa viti fyrir hvaða launum þeir ættu að berjast fyrirWoundering.

Starfsfólk á kassa, þarf að vera athugult, (sbr. Davíðsseðlar!), sýna almenningi kurteisi og umfram allt annað þarf það að bera ábyrgð á störfum sínum (uppgjöri) í lok vinnudagsWhistling

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur Devil

afgrei_slukassi.jpgbu_arran.jpgold-fashioned-cash-register_bxp27837.jpg


mbl.is Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Meðferðarúrræði" skoðuð...

Bankamenn fá enga sérmeðferð, almenningur fær enga sérmeðferð en spurning mín er:  Er bankamálaráðherrann að fá sérmeðferð hjá þjóðinni?

Bankamálaráðherrann Björgvin, "segist ekki hafa kynnt sér stofnun einkahlutafélaga utan um hlutabréfakaup í bankanum en þetta verði allt saman skoðað. Það sé örugglega margt löglegt en siðlaust sem hafi átt sér stað í fjármálalífinu. Það verði að fara í þá vinnu nú að byggja upp heilbrigðara og traustara fjármálakerfi".

Fjármálaeftirlitið, sem heyrði engar viðvörunarbjöllur hringja vegna yfirvofandi hættu á fjármálamarkaði fær áfram umboð stjórnvalda til að rannsaka "löglegu siðleysuna" fyrir hrun bankannaDevil.  Brosandi/glottandi bankamálaráðherrann, sem sagður er hafa sagt eitt og annað við f.v. vini sína í Breska Verkamannaflokknum, sem rýrt hefur trúverðugleika Íslendinga á alþjóðavísu, er ennþá með umboð flokksfélaga sinna til að vera yfirmaður sökkvandi siðspillts bankakerfisAngry.  Til hans skulu rannsóknar aðilar snúa sér, með "hvítþvott" og tillögur að úrbótum fyrir hið Nýja "trúverðuga" bankakerfi, sem brást undir hans stjórnWoundering.

Væntanleg "Hvítbók" verður samin af þeim, sem brugðust eftirlitsskyldu sinni og eiga stærstan þátt í falli íslenska hagkerfisins:

sjalfsko_un.jpg


mbl.is Bankamenn fá ekki sérmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I told you so..........

Þeir eru orðnir ansi margir sérfræðingarnir, sem geysast nú fram á ritvöllinn og segjast hafa varað Íslendinga við en að á þá hafi ekki verið hlustað.  Svör íslenskra ráðamanna við þessum viðvörunum voru á einn veg: "Öfundar og úrtölufólk" sem ekki er mark á takandiFrown!

"Ábyrgðin vegna íslenska efnahagshrunsins liggur fyrst og fremst hjá bönkunum, ríkisstjórn, Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og Alþingi. Þetta segir norski hagfræðingurinn Harald Magnus Andreassen, hagfræðingur hjá norska verðbréfafyrirtækinu First Securites, en hann hefur kynnt sér íslensk efnahagsmál.

„Þessar stofnanir samfélagsins eru ábyrgar með einum eða öðrum hætti. En ekki venjulegt fólk, Jón og Gunna,“ segir Andreassen."

Mikið held ég að sonur minn (Jón Eric) og tengdadóttir (Guðrún Freyja) séu glöð að sjá þetta á prenti.

Annars finnst mér örla á smá illgirni og stærrilæti  gagnvart Íslensku bjánunum í lok þessa viðtals:

"Að vissu leyti má segja að það hafi verið gott að þessi spilaborg hrundi núna en ekki eftir tvö til þrjú ár. Þá hefði þetta orðið ykkur enn dýrkeyptara. Það hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu, en þið voruð heppin að hrunið varð núna.“ segir hann.

Andreassen kveðst telja að Norðmenn hafa takmarkaðan áhuga á að taka á sig byrðar vegna íslenska efnahagshrunsins. „Ég á ekki von á því að Norðmenn séu reiðubúnir að leggja háar fjárhæðir í að greiða niður skuldir Íslendinga. Þið skuldið miklu meira en þið getið greitt þjáningalaust. Ég býst við að flestir Norðmenn myndu segja – látum þá þjást um tíma. Þetta er ekki okkar vandamál. En við myndum ekki láta ykkur svelta.“

Nei hr. Andreassen, Jón og Gunna voru ekki heppinCrying

 


 

 

 


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á trúnó við PM of UK....

En okkur kemur þetta ekki við þótt liðnir séu nokkrir mánuðir, þ.e. maí, júní, júlí ágúst, september og október = 6 mánuðir/1/2 ár!  Við þurfum bara að ímynda okkur ferlið og stöðunaUndecided.

Geir, þér er boðið á trúnó við þjóðina þínaWhistling

Fjölmiðlar eru búnir að tvöfalda opinberar tölur af mótmæla vettvangi.....þetta er allt að komaWink.  Kannski er ég draumórakona sem er fyrirfram farin að sjá breiðfylkingu þjóðar......á byrjunarreitWoundering.

Imagine all the people með John Lennon:

 


mbl.is Geir aðvaraði Brown í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband