27.5.2009 | 21:21
Sambandsslit!
Ég var að hætta í sambandi. Veit að ykkur kemur það ekkert við, en veit líka að sumir hafa verið að velta því fyrir sér af hverju ég er svona löt að skrifa þessa dagana og enn aðrir eru að velta því fyrir sér hvernig mér líður og svona, bæði vegna sambandsslitanna og veikindanna sem ég lenti í"
Sambandsslit eru alltaf erfið og jafnvel sorgleg. Sérstaklega þegar sambandið hefur varað í langan tíma og verið jafn tryggt" og þetta fyrrverandi samband mitt
Stundum verður maður bara að taka ákvörðun; hingað og ekki lengra ákvörðun ef þannig má að orði komast. Þetta samband var mig lifandi að drepa, bókstaflega, hvorki meira né minna
Ég var búin að velta þessum sambandsslitum fyrir mér í mörg ár, var m.a.s. búin að eignast meðal" sem átti að virka og ljúka sambandinu án þessara venjubundnu aukaverkana......
Einhver hluti af mér hefur viljað lifa lengur því líkaminn tók völdin dauðabjallan" hringdi - eitt stykki hjartaáfall - þræðing - blástur - fóðrun ! Ekkert smá heppin....ég lifi
Sambandsslitin voru óumflýjanleg og áttu sér stað á hinum eina sanna Lokadegi", þann 11. Maí sl. Þetta var ekki eins erfitt og ég hafði gert mér í hugarlund og mér líður alveg ágætlega takk fyrir, en það getur vel verið að heilastarfsemin sé ekki eins virk og hún áður var, þannig að færslurnar koma bara ef þær koma" ....allt einhvernvegin í slow motion" og gerir bara ekkert til
Nú er ég komin í góðan hóp kvenna (Ragga og Ía t.d.), sem eru HÆTTAR AÐ REYKJA
.........og er á meðan er. Það er náttúrulega smá pressa að glutra þessu inn á internetið
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Til hamingju og velkomin í hóp þeirra sem þetta framkvæmdu, ég veit að það er ekki auðvelt, en hef nú samt engar áhyggjur af þér ja bara vegna glettninnar í færslunni þá er þetta létt og lagott.
Þú bara ropar yfir okkur ef þig vantar útrás, það eru komin 5 ár hjá mér, 4 júní og mig langar aldrei í sambandið aftur.
Ljós og kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.5.2009 kl. 21:37
Góðar óskir um bata á sál og líkama, gangi þér allt í haginn.
Hlýjar hugsanir og kveðjur
Rögnvaldur Þór Óskarsson, 27.5.2009 kl. 21:51
Ertu þá now listed as single á facebook?
Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2009 kl. 21:53
Til hamingju með það Sigrún mín. En mundu mér er sagt að 11 árið sé erfðast. Gangi þér vel..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:53
Dugleg.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:59
Góð.........var lengi að velta fyrir mér hvað fyrrverandi myndi hugsa við að lesa um að þú hafir lengi velt fyrir þér að henda honum. Ótrúlegt hvað fólk skrifar á þessi blogg.
Þegar ég sá hver þessi fyrrverandi var.......þá fauk samúðin.
Til hamingju og gangi þér vel.
Kristjana Bjarnadóttir, 27.5.2009 kl. 22:15
Duglegust!
Gangi þér vel, Sigrún mín. Það var gott að þessi sambandsslit áttu sér stað.
Baráttu - og kærar kveðjur
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:17
Takk "eskurnar" fyrir innlit og hlýjar kveðjur
Hrönn, Já - helduru að ég fái frið?
Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2009 kl. 22:21
Æi, alltaf erfitt. Ég safna fyrrverandi kærustum, fer minna fyrir þeim en t.d. af safna bollum sem ég gerði um tíma. Vona að þú náir heilsu á alla enda og kanta ljúfan.
Rut Sumarliðadóttir, 27.5.2009 kl. 23:39
Hahaha þetta sambandi mátti slitna, ég er enn laus síðan 14 febrúar með einni smá undantekningu. Fékk mér smók daginn sem Alda mín dó, bara einn og hann var vondur. Hef ekki séð ástæðu til að endurtaka það geim.
Knús
Ragnheiður , 27.5.2009 kl. 23:50
Gangi þér vel ljúfust min ;)
Guðrún Ing (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 23:55
Til hamingju með sambandsslitin, gangi þér allt í haginn
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.5.2009 kl. 00:03
Innilega til hamingju með sambandsslitin, þau hafa verið löng og ströng.
En þú heldur í hefðirnar, 11. maí lokadagur, og í gamla daga byrjuðu fardagarnir líka 11. maí, þá mátti vinnufólkið (þrælarnir) fara úr vistinni ef þau höfðu löngun til. Og það hefur þú semsagt gert. Gangi þér vel.
- Ég veit hvað þú ert að ganga í gegnum, en ég veit líka hvað þér líður miklu betur á sál og líkama.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.5.2009 kl. 00:15
Skil ekki fólk sem að reykir ekki, en ...
Ég á verra með að skilja fólk sem að veit hvað það er gott að reykja & hættir samt.
En svo er nú líka til í dæminu að ég þarf ekkert endilega að skilja sumt, hvað þá kryfja til enda margt.
Veit líka á eigin skinni að þetta er meinóhollur & sóðalegur viðbjóður.
Þannig að ég 'gratjúlera' þér vinkona mín.´
Enda er ég ennþá bjáninn....
Steingrímur Helgason, 28.5.2009 kl. 00:24
Gangi þér vel Sigrún min ;)
Aprílrós, 28.5.2009 kl. 07:51
Þú virkar sterk kona á mig og ferð létt með þetta
M, 28.5.2009 kl. 10:09
Gangi þér vel Sigrún mín, við erum semsagt á sama stað, sambandsslit hjá þér skilnaður hjá mér. Heilsuvandi hjá okkur báðum En við spjörum okkur, vittu til.
Baráttukveðjur
Marta smarta, 28.5.2009 kl. 17:21
Til hamingju og stattu þig, stelpa. Ég er alveg rígbundin í þessari sambúð ennþá en vonast til að andinn komi yfir mig einhvern daginn og ég sæki snarlega um skilnað.
Helga Magnúsdóttir, 28.5.2009 kl. 20:20
Til hamingju með þessi meinhollu og mjög svo tímabæru sambandsslit. Svona hægdrepandi sambönd gera engum gott nema einhverjum körlum úti í heimi sem græða á þeim á tá og fingri. Óska þér góðs bata og að þú megir njóta barnabarnanna vel og lengi.
, 28.5.2009 kl. 22:01
Gott hjá þér og gangi þér vel.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.5.2009 kl. 22:16
Frábær framsetning, þú náðir mér þarna á tímabili! Hélt þú værir að losa þig við óæskilegan kall!
Til hamingju með reykleysið!
Jóga fanatíska!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.5.2009 kl. 23:14
Sæl Sigrún.
Snildarfærsla, til Hamingju !
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:17
Til hamingju með þessi sambandsslit, ég gerði slíkt hið sama fyrir 18 árum, þetta er ekkert mál ef maður ætlar.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 15:02
Innilega til hamingju með skilnaðinn.
Ég er að hugsa um að hætta bara í næstu viku.
Komið nóg.
Baráttukveðjur. Djö... sem þú ert flott.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2009 kl. 17:15
Einmitt, eftir á að hyggja var þetta ekki svo mikið mál, rúmlega 12 ár síðan, en ég er enn að tyggja tyggjó, reyndar bara venjulegt, fór aldrei í hitt. Extra tyggjó er mitt samband í dag........... og svínvirkar.
Marta smarta, 29.5.2009 kl. 17:34
Velkomin i hóp þeirra sem eiga afkláruð sambönd að baki. Bestu kveðjur á singelnótunum. :) Kram!
Baldur Gautur Baldursson, 30.5.2009 kl. 09:09
Takk öll fyrir innlit og kveðjur
Engar stórar yfirlýsingar frá mér í bili.....nema að þetta gengur alveg ótrúlega vel og það án allra hjálpartækja
Sigrún Jónsdóttir, 30.5.2009 kl. 12:56
Héðan koma ekkert nema hlýjar baráttukveðjur með fullt af knúsi! Veistu þetta er ekkert mál að slíta svona sambandi alveg sama hversu sterkt það er þetta hefst allt ef viljinn er fyrir hendi, en hann er númer eitt tvö og þrjú.
Verstir eru draumar næturinnar, ég er enn að keðjureykja á nóttunni og losa öskubakka þar sem stubbar og aska fara út um allt. Ógeðslegt!
Flottust og gott að skrifa sig frá svona hlutum.
Eigðu góðan dag. Já er ekki Hvítasunnan. Það kallar á hegistund.
Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 10:49
Til hamingju með þessa góðu ákvörðun þína Sigrún mín og gangi þér vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2009 kl. 08:29
Gangi þér vel Sigrún mín.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 6.6.2009 kl. 18:01
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:32
Gott að hætta reykingum á lokadaginn. Til hamingju og gangi þér vel. Ég kem í hópinn bráðum.
Haraldur Bjarnason, 7.6.2009 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.