14.5.2009 | 20:53
Tóbakískt eða genatískt?
14. maí runnin upp og bráðum búinn og Albert bróðir minn á að sjálfsögðu afmæli Hann fæddist árið 1947 og hefur alla tíð verið algjört heilsufrík.......og aldrei REYKT!
Fjallgöngur og skíði hér heima en seglbretti og golf henni Ástralíu.......svo hefur hann alltaf verið gætinn með allt sem hann borðar, Ó já, hollt skal það vera. Fyrirmyndardrengur í alla staði.
En hann gat náð sér í hjartaáfall fyrir nokkrum árum síðan....hjá honum var það að sjálfsögðu genetískt....hrikalega mikið af hjartveiki í ættinni
Valla systir mín er sama fyrirmyndar, reglumanneskjan og hann Abbi bróðir....en hún féll líka (næstum því) fyrir þessu bráðdrepandi geni fyrir 8 árum síðan og fékk sitt hjartaáfall.
Bæði lifa þau þessi elskulegu systkini mín, taka sínar lífsnauðsynlegu pillur og passa vel uppá að "genunum"....þessum gölluðu, sé ekki ögrað
Haldið þið ekki að röðin hafi svo verið komin að mér núna í vikunni.......nema að núna eru það ekki gömlu ,"góðu" gölluðu, genin frá Suðureyrar- eða Laugaætt sem um er kennt, heldur reykingum mínum í gegnum tíðina
Hafið þið heyrt talað um > 25 pakkaár? Ég telst víst þannig En eftir þessa lífsreynslu verð ég sko ekki pakkaárinu eldri
Elsku bróðir, innilegar hamingjuóskir á afmælinu þínu...og ég vona svo innilega að í baráttunni við blóðfituna, verði sigur okkar systkinanna sætur
P.s. Jói og Svenni, viljið þið drífa ykkur í tékk
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Til hamingju með bróður þinn . Annar bræðra minna á líka afmæli í dag - fæddur 1958
, 14.5.2009 kl. 21:02
Hey og díses reyndu nú að fara vel með þig. Það er nebblega engin lygi að reykingar drepa Við þurfum á öllum okkar kvenskörungum að halda svo þú rétt ræður
, 14.5.2009 kl. 21:05
Elsku kerlingin farðu nú vel með þig. Engar fortölur frá mér en samt........... vildi að ég hefði aldrei reykt!!!!!
Til hamingju með Ástrallallíu bróann þinn.
Ía Jóhannsdóttir, 14.5.2009 kl. 21:23
Dúllan mín.Er þá komin skýringin á slappleikanum í vetur.Farðu vel með þig ljúfan
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 21:27
Takk fyrir innlit stelpur Auðvita hætti ég þessum ósóma, var að reyna að segja það undir rós Losna af spítalanum um helgina...vonandi , en verð frá vinnu í einhvern tíma....get þá farið á fullt við að æfa mig í að hætta að reykja
Sigrún Jónsdóttir, 14.5.2009 kl. 21:30
Elsku Sigrún mín. Farðu vel með þig og segi er eins og 'Ia vildi að maður hefði aldrei byrjað á þessum ands... Sendi þér góðar hugsanir kæra vina.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 14.5.2009 kl. 21:44
Vona að þér batni fljótt. Kærleikur yfir heiðina
Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2009 kl. 22:06
Sigrún!! Hættu strax. Ég get ómögulega misst þig
Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2009 kl. 22:15
"Hjartanlegar hamíngjuózkir!" með góðan & fljótann bata.
Steingrímur Helgason, 14.5.2009 kl. 22:33
Hólmdís Hjartardóttir, 14.5.2009 kl. 23:04
Til hamingju með hann bróðir þinn. - Nú verður þú að fara vel með þig, svo vel meira að segja að þú leggur það á þig að hætta að reykja. - hvað þýðir þetta með < 25< pakkaárin? Ég hef aldrei heyrt þetta fyrr. En ég er hætt að reykja, og er ein af þeim sem sé alltaf eftir að hafa byrjað.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.5.2009 kl. 23:20
Góðan bata, og til hamingju með bróður þinn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.5.2009 kl. 00:39
leiðinlegt að heyra Sigrún! ! vonandi batnar þér fljótt og farðu nú vel með þig!!!! :) öflugt hjartaknús frá bandaríkjunum
berglind í bandó (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 03:21
Sigrún mín, nú er bara að hætta reykingunum, aldrei of seint. Eta hollari mat (og svo kólesterol lyfin + hjartamagnylið eins og ég), og hreyfa sig.
Auðvelt að segja öðrum þetta, þyrfti að hreyfa mig meira sjálf, en geri það samt ekki.
Gangi þér vel og farðu vel með þig, það er bara ein þú.
Marta smarta, 15.5.2009 kl. 12:26
Til lukku með brósa og farðu vel með þig. Ég skrifa þetta um leið og ég kveiki í sígó og fæ mér kaffi. Ég er og verð reykingarmanneskja, löngu hætt að reyna að hætta. Verð bara að fá að vera eins og ég er og hana nú.
ps. veit allt um skaðsemina ef einhver ætlar að reyna að kristna mig.
Rut Sumarliðadóttir, 15.5.2009 kl. 13:30
Vona að þér líði vel Sigrún mín og sért hætt að reykja!! Trúðu mér það eru bara þrír fyrstu dagarnir sem eru erfiðir!
Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2009 kl. 21:31
Takk kærlega fyrir innlit og kveðjur mínir góðu vinir
Er alveg ótrúlega löt....nenni varla að setjast fyrir framan tölvu....reykleysi gengur bara vel, engin hjálparmeðöl og hef því uppá þau að hlaupa
Verð vonandi orðin virk aftur eftir nokkra daga love ya
Sigrún Jónsdóttir, 15.5.2009 kl. 23:27
elskan mín, ég er að sjá þetta núna fyrst ! er það nú bloggvinkona!!
ég sé eftir að hafa byrjað að reykja bakvið löggustöðina á Höfn í Hornafirði árið sem ég varð 16 ára.
Ég er hinsvegar hætt og átti þriggja mánaða hættuafmæli 14 maí
Gangi þér vel elsku Sigrún mín
Ragnheiður , 16.5.2009 kl. 11:23
Elsku Sigrún!
Ég sendi þér allar mínar bestu óskir um góðan bata og styrk kraft til að hætta að reykja.
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.