Leita í fréttum mbl.is

Réttlátt þjóðfélag!

Í fyrra, þegar við héldum 1. maí hátíðlegan, var okkur talið trú um að hér ríkti bullandi góðæri.  Þeir sem tóku þátt í kröfugöngum í tilefni dagsins voru nú ekki jafn sannfærðir og t.d. ráðamenn þjóðarinnar.  Góðærið hafði aldrei náð til láglauna og millitekjufólks.

Aðalkrafa dagsins var því á þeim nótum að allir fengju sinn skerf af góðæriskökunni.  Mín krafa var:

 Ég vil réttlátt þjóðfélag!

Ég lagði þá út frá þeirri sanngjörnu kröfu minni að hér yrði til "opinber og viðurkenndur framfærslugrunnur".  Ég er nokkuð viss um fylgismönnum þessarar kröfu minnar hefur fjölgað undanfarna mánuði, því"bótaþegum" með u.þ.b. kr.150.000.-á mánuði hefur fjölgað um tæplega 20.000.

Það hafa því margir þurft að reyna það á eigin skinni, að framfæra sér og sínum fyrir þessa upphæð og komist að því að það er ekki framkvæmanlegt, hvað þá ef skuldabyrðin var eitthvað í líkingu við þessa framfærsluupphæð fyrir atvinnumissinn!

sjúkraliðar 1. mai   Sigrún og RúrýVið Rúrý, vinkona mín og vinnufélagi fórum saman í kröfugöngu síðasta árs.  Í dag erum við báðar að vinna og komumst því ekki.  Við krossleggjum fingur og vonum að við höldum vinnunniWoundering 

Kröfugöngurnar í dag verða án efa þær fjölmennustu í mannaminnum...er það ekki?

Eða er ennþá til fólk sem finnst það hallærislegt að berjast fyrir bættum kjörum og mannréttindum?

Launamenn, hvar sem þið þiggið laun, ég óska ykkur til hamingju með þennan baráttudag!

 

 

 

 


mbl.is „Kreppa nærð af græðgi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn OKKAR

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 12:07

2 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 1.5.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband