21.2.2009 | 07:39
Ég mótmæli fjárglæframönnum gömlu bankanna!
"Gamli Landsbankinn áætlar að afskrifa 1.452 milljarða króna að lokinni skuldajöfnun."
Ég get sjálfsagt borið höfuðið hátt, því inni í þessari upphæð er ekki króna af mínum skuldum. Það stendur ekki til að afskrifa eina krónu af minni skuld við Gamla Landsbankann, hún færðist einfaldlega óáreitt með hækkandi vöxtum yfir í þann Nýja.
Ég þarf ekki að kvarta, enda í nokkuð öruggri vinnu, þótt hún sé illa launuð. Ég man þá gömlu góðu daga, þið vitið....2007, þegar stjórnmálamennirnir kepptust hver í kapp við annan að tala um það ranglæti að fólk í umönnunar- og uppeldisstéttum væri svo illa launað að skömm væri að fyrir hið ísl. þjóðfélag. Þessi málflutningur stjórnmálamanna entist alveg fram til mánaðarmóta september - október 2008....en svo kom "niðursveiflan"....sem smátt og smátt varð að kreppu
Nú erum við sem vinnum þessi störf, hin breiðu bök samfélagsins....eina ferðina enn. Nú skal skorið niður í þessum geira og starfsfólkið skal sko bara þakka fyrir að hafa atvinnu og ekkert múður.
Ég hafði ca kr. 1000.- aukalega á tímann fyrir vinnu s.l. jólanótt. Þar vakti ég ein yfir 9 skjólstæðingum mínum. Hvað eru skilanefndarmennirnir með í laun á tímann?
Ríkisspítalarnir þurfa að skera niður um upphæð, sem samsvarar andvirði eins sumarbústaðar í London í eigu f.v. bankastjóra Kaupþings
Það er 20. mótmæla/samstöðu fundurinn á Austurvelli í dag. Ég kemst ekki, þarf að vinna og er svo heppin að hafa vinnu. Ég mun mæta næsta laugardag, það er á hreinu, því ég þarf ennþá að mótmæla svo mörgu. Ég vil aukna áherslu á mótmæli gegn fjárglæframönnunum.
Ræðumenn dagsins á mótmælunum eru:
- Marinó G. Njálsson, ráðgjafi.
- Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra.
Fundarstjóri: Hörður Torfason.
![]() |
Afskrifa 1.500 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Athugasemdir
Alveg til háborinnar skammar. Svo megum við skattborgararnir borga brúsann.
Eigðu góða helgi.
Aprílrós, 21.2.2009 kl. 07:44
Góða helgi Sigrún mín.
Ía Jóhannsdóttir, 21.2.2009 kl. 10:11
1000 krónur extra á tímann fyrir að vaka yfir skjólstæðingum þínum. Þetta er SKAMMARLEGT. Spurning hvað bankastjórarnir sem stýrðu landinu í ræsið hefðu krafist fyrir álag þessa jólanótt? Jú þeir hefðu aldrei fyrir það fyrsta gert það, í öðru lagi hefðu þeir líklega keypt einhvern að standa í þessu fyrir sig og í þriðja lagi hefðu þeir líklega verið búnir að loka deildinni og einkavæða hana.
Baldur Gautur Baldursson, 21.2.2009 kl. 10:31
Þetta er allt lyginni líkast. Baráttukveðjur á fundinn þó þú komist ekki.
Rut Sumarliðadóttir, 21.2.2009 kl. 12:28
Það er ekki spurning að manneskja eins og þú ert biljónafalt virði á við einn fingur hvers þeirra sem stýrðu fjárhag landsins niður í kolsvart ræsið! Það er líka hver og einn sem rís upp og mótmælir ástandinu eins og það er í samfélginu í dag. Frá mínum sjónarhóli eru það þeir sem standa vörð um velferðina og framtíðina sem eru þjóðin!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2009 kl. 15:34
Sigrún mín....það verður ekki þi þessu lífi sem launin okkar hækka á jólanótt
Hólmdís Hjartardóttir, 21.2.2009 kl. 16:52
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 21.2.2009 kl. 18:50
Ég vil fara að sjá handtökur og ákærur á útrásarbarónana, strax.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.2.2009 kl. 23:38
Daginn Sigrún mín.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 11:14
Góðan daginn öll og til hamingju með daginn okkar konur.....hinn eina sanna íslenska "konudag"
Þakka svo innlit og innlegg
Sigrún Jónsdóttir, 22.2.2009 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.