10.2.2009 | 14:32
Mjólk er góð...líka í Kanada!
Hvort ætli sé nú lífvænlegra, blaðaútgáfa á fallandi fæti eða mjólkandi uppistandandi beljur? Beljurnar að sjálfsögðu. Mikið er nú Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs hf. heppin að það er ennþá eftirspurn eftir forstjórum í okkar nýorðna bláfátæka landi. Ég óska honum velfarnaðar í starfi og vona að enn um sinn verði einhverjir búsettir hér, sem muni hafa efni á að kaupa sér lífsnauðsynlegar mjólkurafurðir.
Ég er ennþá að velta fyrir mér viðtali við nýjan félagsmálaráðherra, sem var hræð yfir góðmennsku og vinarþeli Kanadamanna í fréttum RÚV í gærkvöldi. Ætli nýi félagsmálaráðherrann sé fyrirfram búin að gefast upp við þau áform að koma hér atvinnulífinu í gang, svo við missum ekki "fagfólkið" okkar úr landi. Hún ætlar alla vega að taka vel á móti Kanadamönnum og auðvelda þeim leitina að íslenskum flóttamönnum.
Kanadamenn vilja íslenskt fagfólk í vinnu og eru tilbúnir að greiða þeim götuna, sem þangað vilja koma. Þeir leita að vinnufúsum höndum, ekki forstjórum eða þesskonar afætum.
Ég er sjúkraliði, eldri sonur minn er málari og sá yngri er að læra rafvirkjun. Kanadamenn leita að fólki eins og okkur....við munum íhuga tilboð þeirra vandlega, ásamt fjölda annarra Íslendinga, sem eru ekki tilbúnir að láta loka sig af í skuldafeni af völdum fjárglæframanna.
Við erum öll komin með upp í kok af málæði misvitra stjórnmálamanna, sem gera ekkert annað en að máta sig við vilja kjósenda í komandi kosningum.
Nýr félagsmálaráðherra hefur á sínum laaanga stjórnmálaferli talað nógu fjálglega um hvað þurfi að gera til að koma til móts við þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Sér hún lausn í því að vinnufúsar hendur flytji til annarra landa og að sameiginlegur velferðarsjóður rýrni í hlutfalli við það.
Hvernig ætli mjólkurafurðir bragðist í Kanada?
Einar Sigurðsson frá Árvakri til MS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Táraðist þegar hann sá rústirnar
- Gagnrýndur fyrir útlitsdýrkun á ögurstundu
- Fyrrum heimili Matthew Perry brann til kaldra kola
- Gamlar myndir kynda undir systkinastríð
- Skellti sér í spandexgallann 40 árum eftir frumsýningu
- Sökuð um lygar af fjölskyldu og vinum
- Laufey þakklát slökkviliðsmönnum
- Fer fögrum orðum um eiginkonuna
- Skilja eftir 17 ára hjónaband
- Það hefði örugglega verið minn banabiti
Viðskipti
- Breytingar á framkvæmdastjórn Skaga
- Ný Tesla Y kynnt
- Kvika spáir í stýrivextina
- Óljóst regluverk áskorun í rekstri
- Snæfríður ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða
- Steinar ráðinn framkvæmdastjóri Dominos Pizza
- Mistök hins opinbera
- Áreitni yfirmanna innan McDonald’s
- Árið 2025 geti orðið hagfellt á skuldabréfamarkaði
- Grunur um samráð apóteka
Athugasemdir
Nú mjólkar hann á nýjum miðum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2009 kl. 14:42
Æ ég vona að sem fæstir hverfi frá okkur. Ég vil hafa fólkið mitt hér heima og ég vil að þeim sé sköpuð aðstaða til að geta verið heima, ekkert minna en það takk fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2009 kl. 15:11
Innlitskvitt ;)
Aprílrós, 10.2.2009 kl. 17:14
Ég segi sama og Ásthildur, en skil ef fólk sér, sér ekki annað fært en að fara af landi brott, en vonandi bara tímabundið.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 17:25
Vil helst halda í okkar fólk en skil vel að ýmsir freistist til að flytja þangað sem atvinnuástand og laun eru í betra lagi hér og börn og barnabörn og barnabarnabörn þurfa ekki að borga skuldir misviturra manna. Ég myndi samt ekki nenna að flytja nema allt mitt fólk flytti með - enda eru ljósmæður ekki mikils metnar í Kanada.
, 10.2.2009 kl. 17:54
Takk fyrir innlit og innlegg
Ég velti því samt ennþá fyrir mér (óáreitt að því er virðist), hvort það ástandið sé/verði svo slæmt að félagsmálaráðherra telji það greiða við okkur sem þjóð að héðan fari vinnufúst fólk, sem hingað til hefur verið undirstaðan í því velferðakerfi sem hér hefur verið byggt upp með sínum skattgreiðslum.
Væri ekki betra fyrir félagsmálaráðherrann að leita allra úrræða hér heima til að halda í þessa skattgreiðendur.....?
Sigrún Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 18:07
Sammála þér Sigrún, ég hjó einmitt eftir því í viðtalinu við hana í gær hvað hún virtist vera fegin að sjá einhverja lausn frá Kanada. Sýnir að hún hefur sama sem ekkert í pokahorninu.
Auður Proppé, 10.2.2009 kl. 18:11
Einn úr minni fjölskyldu er einmitt að fara til Kanada. Margt verra en það þó maður vilji ekki missa fólkið úr landinu. En það er einmitt það sem gerist í kreppum að við missum fólkið okkar.
En hvað á fólk að gera sem er búið að missa vinnuna, heimilið og eiga svo að borga fyrir einkafyrirtækin sem fóru á hausinn. Þetta er óhæft ástand. Skil þig svo vel.
Rut Sumarliðadóttir, 10.2.2009 kl. 18:57
Æ, Sigrún, þarna hittir þú á viðkvæman punkt. Af hverju í ósköpunum ættu heiðarlegir, vinnusamir íslendingar að þurfa að flýja fæðingarland sitt sem hefur uppá svo margt að bjóða?
Af hverju er ekki hægt að gera "hina" útlæga - þá sem bera ábyrgð á fjármálasukkinu og svallinu - senda þá til Cayman eða Tortilla eyja eða hvað þær nú heita allar þeirra skattaparadísir, binda skuldabaggann á þeirra bök, baggana sem þeir sjálfir bera ábyrgð á hvort sem er?
Sláum saman heilabúum í stað sleifa og potta!
Kolbrún Hilmars, 10.2.2009 kl. 19:45
Ef fram fer sem horfir lendið þið Sigrún öll; þú og synir þínir í félagsmálapakkanum ásamt okkur mörgum fleiri. Ætli félagsmálaráðherrann nýi sé ekki bara að hugsa um að ráðuneyti hennar haldi sjó. Þannig er þetta allt í ríkiskerfinu, því miður.
Haraldur Bjarnason, 10.2.2009 kl. 20:21
Halli, ég held því miður að þetta sé rétt hjá þér og það er kannski þess vegna sem hún horfir glöðum augum á þá sem yfirgefa landið
Sigrún Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 21:14
Úbs...of fljót á mér. Það verður þá væntanlega sjálfhætt með ráðuneyti félagsmála, því það eru jú skattpeningar vinnandi fólks, sem heldur því á floti.
Lausnin er sennilega í því sem þú nefnir Kolbrún...sjáum til hvort þeim tekst að ná miljarðinum af Magnúsi
Knús á ykkur Auður og Rut
Sigrún Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 21:17
Sigrún mín þetta er óþolandi ástand þarna heima , mér brá að lesa það sem Halli skrifar hér fyrir ofan. Kanski hefur hann rétt fyri sér kanski ekki. 'Eg óska þér og þínum bara alls hinst besta. Kv.Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 10.2.2009 kl. 21:24
Ég vona að Halli hafi rangt fyrir sér....
En við munum missa margt fólk í burtu.
Hólmdís Hjartardóttir, 11.2.2009 kl. 00:29
Ástandið er orðið uggvænlegt, ekki vil ég tapa mínu fólki til útlanda.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:36
já Sigrún, aumingja Ísland að missa fólkið sitt svona. En ef þú kemur hingað til Ameríku, þá mun ég kíkja í kaffi til þín.
Kveðja frá mér.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 05:55
Sæl Sigrún.
Já, það er ekki gaman að horfa á eftir besta fólkinu okkar fara til annarra landa en svo sannarlega skil ég það
Ég óska öllum þeim sem þurfa að taka sig upp,
gæfu og góðs gengis!
Ef að ég væri vinnufær þá reyndi ég allt
hvað ég gæti að verða mér úti um vinnu.
En svona er þetta...........Maður ræður ekki alltaf för.
Takk fyrir góðar greinar Sigrún.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.