Leita í fréttum mbl.is

???

Getur það verið að allir póstar stjórnkerfisins hafi verið skipaðir "óvitum"? 

Væri kannski ráð að fá leikskólakennara til að tala þá til sem ennþá sitja?

Af hverju ætli hugtakið "landráð af gáleysi" komi upp í hugann?

Ætli við komum til með að sitja uppi með alla pólitísku óvitana eftir næstu kosningar? 

Ætli við Íslendingar getum sótt um sem pólitískir flóttamenn í einhverju góðu og siðmenntuðu landi?


mbl.is Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Það eru óvitar víða, ég vona bara að maður þurfi ekki að flýja land.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.2.2009 kl. 01:13

2 identicon

Mæli með Zimbabwe og tökum Dabba með. Hann hlýtur að geta bjargað öllu milljarðabullinu þar. Því ekki skortir hann sjálfstraustið til að redda Trilljarðabullinu hér heima.

Kristján Helgason (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 01:44

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ætli við séum ekki nokkur sem erum einmitt fyrst og fremst óróleg vegna þess að núna vitum við hvurs lags óvitar hafa gengt mikilvægustu embættum þessa lands? Við getum að sjálfsögðu ekki hugsað okkur að búa við þetta lengur í albirtu þeirra hræðilegu vitneskju. 

Ég vona svo sannarlega að við séum ekki bara nokkur sem er orðið þetta ljóst þannig að hér verði gerð alvöru hreingernig í allri stjórnsýslunni og umgjörð hennar. Ef ekki er spurning hve stórt hlutfall þjóðarinnar verður í raun pólitískir flóttamenn

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.2.2009 kl. 04:33

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hagfræði og efnahagsmál eru miklu flóknari fyrirbæri en svo að fólk geti einfaldlega myndað sér skoðun og einfaldar reglur.

Td. lýsti Framsóknarflokkurinn því yfir árið 2006 á toppi þenslunnar að það ætti að auka verðbólgu til að koma í veg fyrir tímabundið atvinnuleysi.

Verðbólgu er aldrei hægt að nota til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og þá sérstaklega aldrei á toppi þenslu.  Það ættu allir að sjá nú.  En svona hugmyndir eru ansi lífseigar.

Þetta er kannski ástæðan fyrir því að menn og/eða flokkar ættu aldrei að sitja lengi við völd í einu.

Lúðvík Júlíusson, 10.2.2009 kl. 07:30

5 Smámynd: Auður Proppé

Er ekki alltaf sagt að það sé auðveldara að veðja með annars manns fé

Auður Proppé, 10.2.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband