Leita í fréttum mbl.is

"Litli uppljóstrarinn"

Á morgun er liðið eitt ár frá því að fyrsta bloggfærslan birtist á þessari síðuWhistling.  Eitt ár er ekki langur tími eins og við "fullorðna" fólkið vitum og við höfum líka reynt það á eigin skinni að einn dagur getur valdið straumhverfum í lífi einstaklings.

Róbert í símanum!Fyrsta bloggfærslan mín fékk fyrirsögnina "litli símamaðurinn".  Fræg tilvitnun, en í þessu bloggi mínu var ég nú bara að vitna í langt símtal, sem sonarsonur minn, sem þá var bara 3ja ára átti við borgarstjórann í Reykjavík í litla leikfangasímann sinnCool.  Man einhver lesenda síðunnar hver var borgarstjóri í Reykjavík á þessum tíma?

"Litli símamaðurinn", hinn eini og sanni var starfsmaður Símans, sem tók sig til og upplýsti alþjóð um vafasöm viðskipti innan þess fyrirtækis.  Hann var rekinn.

Nú hefur "litli Toyota maðurinn" gerst sekur um að blogga um það sem honum finnst vafasamur gjörningur hjá stjórnendum Toyata fyrirtækisins.  Hann var rekinn.

Hann getur verið vandrataður meðalvegurinn þegar maður þarf sjálfur að setja sér siðareglur á blogginuUndecided

Mínar siðareglur eru ekki niðurnjörvaðar.  Ég tala lítið um minn vinnustað og ef ég geri það hef ég siðareglur heilbrigðisstarfsfólks í huga.  Ég ræði ekki um einstaka skjólstæðinga mína.  Ég tek þetta reyndar lengra.  Ég reyni að forðast heitar pólitískar umræður á mínum vinnustað, skjólstæðinga minna vegna.

Á þessu eina ári í mínum "bloggferli" hef ég reynt að vanda mína umfjöllun, sérstaklega ef um einstaklinga er að ræða.  Veit ekki hvernig til hefur tekist, um það verða mínir 30.000 gestir sem hafa heimsótt mig hingað inn að dæmaSmile.

Ég er líka gunga, þegar kemur að sumu í umræðunni og tek einfaldlega ekki þátt í því sem mér finnst vafasöm umræðaBlush.  Finnst samt gott að aðrir geti tjáð sig um allt og alla og eru tilbúnir að taka afleiðingunum sem því fylgir, eins og rætnum athugasemdum o.sv.frv.

Á þessu eina ári hef ég eignast ótrúlega góða bloggvini og samskiptin við þá hafa gefið mér mikið.  Suma þessara bloggvina minna finnst mér ég þekkja persónulega, þótt ég hafi þá aldrei augum litið.  Að sjálfsögðu finnst mér skemmtilegra að lesa hjá skoðanabræðrum- og systrum, en get samt alveg virt skoðanir annarra, þótt þeir séu ekki sammála mér, enda væri veröldin ekki jafn skemmtileg ef allir væru alltaf sammálaJoyful.

En það er þetta með "litla Toyota manninn".  Ég held ég hefði ekki haft kjark til að blogga um þessa siðblindu yfirmanna hans.....en ég hefði ugglaust komið þessum upplýsingum á framfæri á annan hátt.  Ég dáist af kjarki hans og réttsýni en geri mér jafnframt grein fyrir því að "nýja Ísland" með heiðarleika og gagnsæi verður ekki til á einni nóttu.

Halldóri Kristni Björnssyni óska ég velfarnaðar í nútíð og framtíð og vona að stjórnendur Toyota fyrirtækisins láti þessa opinskáu umfjöllun um lélegt siðgæði þeirra sér að kenningu verða.

Á þessu ársafmæli bloggsíðunnar minnar vil ég þakka bloggvinum mínum frábæra samfylgd og hlakka til áframhaldandi uppbyggjandi samskipta í framtíðinniHeart.

 


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með eins árs afmælið. Það hefur verið gaman að líta inn hjá þér og fá að fylgjast með. Ég held að það sé um þetta leyti sem ég á líka afmæli. Ætla að athuga það. Sérstaklega finnst mér gaman hvað ég man vel eftir þér af Rafmagnsveitunni, þótt þú munir ekkert eftir mér.

Takk fyrir skemmtileg blogg og vonandi heldurðu ótrauð áfram á þínum eigin forsendum eins og við gerum vitanlega öll.

Helga Magnúsdóttir, 5.2.2009 kl. 16:10

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Aldrei aftur Toyota, enda ánægður með minn Suzuki! - Kveðja og til hamingu með árið.

Haraldur Bjarnason, 5.2.2009 kl. 16:29

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það hefur verið feykigaman að kynnast þér - þrátt fyrir að þú sért hræðslupúki ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þessa færslu kæra bloggvinkona.

Mér þykir líka vænt um þig þrátt fyrir að þú sért hræðslupúki.

Múha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2009 kl. 17:14

5 Smámynd:

Það þarf nú ekki að blanda sér í alla umræðu sem á sér stað og þínar bloggfærslur hafa að mínu mati verið vel ígrundaðar og réttlátar. Til hamingju með eins árs bloggafmælið og takk fyrir að vera bloggvinkona mín  

, 5.2.2009 kl. 17:26

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Æææ takk fyrir innlit kæru bloggvinir og góðar kveðjur.

Mínar kæru Hrönn og Jenný, þótt ég sé gunga og hræðslupúki á sumum sviðum get ég verið ansi kjörkuð á sumum  Ég held ég hafi "rifist" opinberlega bæði í ræðu og riti við alla formenn gömlu fjórflokkanna...kannski kominn tími á nýju flokkanna, bæði þá sem hafa bara lagað toppstykkið og þá sem skipt hafa um nafn

Sigrún Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 18:27

7 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Til hamingju Sigrún  mín með eins árs bloggafmælið. 'Eg er svo lánsöm að þekkja þig persónulega og hafa  unnið með þér . Og að hafa hitt þig svo á blogginu var bara heilt topp.  'Eg  er alltaf sammála  þér en er miklu orðljótari en þu   sérð vonandi í gegnum fingur við mig að hafa notað svolítið stór orð á kommentinu þínu.  Takk kæra bloggvina fyrir að vera hérna. Kv.Sirrý   

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 5.2.2009 kl. 18:46

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk Sirrý mín.  Ég er ekkert viðkvæm fyrir kjarnyrtu íslensku sjómannamáli, það er rætnin sem fer fyrir brjóstið á mér og þú hefur aldrei sýnt neitt þannig af þér hvorki hér á blogginu né í samskiptum við fólk svo ég viti.  Það var yndislegt að "finna" þig aftur

Sigrún Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 19:37

9 identicon

Til hamingju með árið, Sigrún mín og takk fyrir að vera bloggvinur minn, það er vinátta sem ég met mikils.

Gaman að við erum hérna 3 bloggandi, fyrrverandi E-deildar gellur.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 19:46

10 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með afmælið og þú hefur einfaldlega aldrei bloggað utan eðlilegs siðferðisramma.

Litli Toyotamaðurinn gerði það í raun ekki heldur, allt nafnlaust og svoleiðis. Ég las færsluna hans áður en hann varð "frægur" og það var ekkert athugavert við hans blogg.

Ég veit samt dæmi þess að fólk hefur verið rekið fyrir að blogga þrátt fyrir að það hafi ekki bloggað stafkrók um sinn vinnustað. Það þótti mér undarleg starfsmannastefna en þeir um það.

Kær kveðja og ég hlakka til að ganga mér þér inn í næsta bloggár.

Ragnheiður , 5.2.2009 kl. 20:02

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tek kveðju þína að sjálfsögðu til mín og þakka fyrir sömuleiðis! Þakka þér líka fyrir að benda mér á frétt og færslu litla toyotamannsins. Ég lít á hann sem hetju! Verst hverju hann þurfti að fórna fyrir baráttuna sem við stöndum með honum í! A.m.k. ég og ég held þú líka

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.2.2009 kl. 22:06

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir bloggvináttuna.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 22:29

13 Smámynd: Auður Proppé

Til hamingju með áfangann  Vá, ég hélt þú hefðir verið að blogga hérna "forever" Vegni þér vel á bloggári númer 2 mín kæra

Auður Proppé, 5.2.2009 kl. 22:58

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú ert prúður og skemmtilegur bloggari, til hamingju með árs blogg afmælið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.2.2009 kl. 02:06

15 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Kæra Sigrún, einhvernveginn fannst mér þú vera fúl út í mig yfir ákveðinni bloggfærslu og er það vel að við höfum misjafnar skoðanir á ýmsum hlutum. Í grunninn, held ég þó að við deilum skoðunum, sérstaklega á mannréttindum og heilbrigðismálum.... en ef ekki þá finnst mér þó jafn gaman að lesa þig.

Ég man ekki nákvæmlega hvenær ég byrjaði að blogga, en það var líka í byrjun síðasta árs. Kannski eigum við ársafmæli á sama tíma??

Ég óska þér allavega alls hins besta og vona svo sannarlega líka (eins og þú sagðir á minni síðu), að við eigum eftir að vera bloggvinkonur áfram. Eins og þú segir, þá er það ótrúlegt að manni finnist maður "þekkja" sumt fólk bara vegna bloggvináttu, og þótt ég þekki ekki þig þá þykir mér samt vænt um þína vináttu hér

Lilja G. Bolladóttir, 6.2.2009 kl. 05:30

16 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Til hamingju með þessa fínu síðu þína - erum við ekki alltaf að reyna að fara þennan vandrataða gullna meðalveg???

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 6.2.2009 kl. 09:17

17 identicon

Ég þakka af heilum hug að hafa kynnst þér. Þó mér finnist ég alltaf hafa þekkt þig. Þú litar hjá okkur hversdaginn. Ert ekki já manneskja.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 10:18

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þakka ykkur fyrir innlit og innlegg kæru bloggvinir

Lilja mín, okkar ágreiningur er ekki persónulegur gagnvart hvor annarri og ég er mjög ánægð með að halda bloggvináttu við þig

Sigrún Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 11:13

19 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

  Vinátta sem ég met mikils.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.2.2009 kl. 11:15

20 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sömuleiðis Anna Ragna

Sigrún Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 11:31

21 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er ríkari eftir að hafa kynnst þér mín kæra. Takk fyrir það

Hólmdís Hjartardóttir, 6.2.2009 kl. 13:46

22 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hólmdís, það er svo sannarlega gagnkvæmt

Sigrún Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 13:55

23 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Það er nú svo afstætt hvað er að vera hetja.  Að varðveita hjartahlýju sína gegnum lífið og heiðarleika sinn sem mér finnst skína af þér, er það kannski ekki mesti hetjuskapurinn svona þegar allt kemur til

alls   Veit ekki hvað þú starfar á heilbrigðissviðinu en eflaust ertu hetja þar eins og svo margir á því sviði   ekki hefur farið mikið fyrir umtali um starfsmenn á því sviði undanfarinn áratug, nei allt fór í uppskrúfaðar umfjallanir um bissnesskalla að baka billjónir, sem voru svo bara að baka okkur hinum eintóm vandræði.

Mér hefur þótt mjög dýrmæt þín innlegg í umræðuna, mjög svona heilsteypt og mjög svona í samræmi við bloggmyndina af þér.  Þetta spinnst svona allt saman í eina heildarmynd.....hver syngur með sínu nefi og þinn söngur hefur bara hljómað vel í mínum eyrum

Máni Ragnar Svansson, 6.2.2009 kl. 21:34

24 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Máni Ragnar, mikið rosalega þótti mér vænt um þetta innlegg þitt. Takk fyrir kærlega.

Ég er sjúkraliði á sambýli fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma, og hef starfað á sama staðnum í 11 - 12 ár! Var einmitt að koma af vakt núna.   En annars eru ágætis upplýsingar um mig í höfundarboxinu

Sigrún Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband