14.1.2009 | 18:11
Fékkstu sprautu?
Þetta er ein algengasta spurningin á mínum vinnustað á inflúensusprautu tímabilinu, sem er í okt./nóv.
Ég þigg alltaf sprautuna, þar sem ég fékk "flensuna" einhvertíma svo slæma að ég lenti á sjúkrahúsi. En hvað er í sprautunni. Það fer víst eftir því hvort það er verið að sprauta fyrir stofni a, b eða c
Við sem vinnum í heilbrigðisgeiranum fáum þessa sprautu frítten auðvitað borgar hana einhver....því það er víst ekkert frítt í henni veröld
Nú er ég búin að liggja í pest/flensu í 10 daga og í dag fékk ég lyf sem eiga að herja á þessu helvíti, þau voru ekki ókeypis kr. 10.000.- takk fyrir takk
En hvað er í þessari flensusprautu? Hér kemur ein kenningin:
Er það nokkuð skrítið að maður liggi?
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
hehehe farðu vel með þig bloggvinkona.
Ía Jóhannsdóttir, 14.1.2009 kl. 18:39
Rut Sumarliðadóttir, 14.1.2009 kl. 19:08
Ha ha Sigrún mín fékkstu svona spautu iss. Illa farið með fólkið í heilsugeiranum En verðið á lyfjunum ertu ekki að grínast Vona að þau virki vel og haldi þér frá að lenda á spítala í niðurskurði. Finn til með þér ljúfan og góðan bata
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 14.1.2009 kl. 19:52
Ég gleymdi að fara í sprautu og sé eftir því
Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 20:13
Tíu þúsund kall? Hvur djöf...Ætla rétt að vona að þetta fari að rjátla af þér Sigrún mín
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 20:50
...skal ég sprauta þér???....ææ...nú skar ég of djíúpt!! Hvað ætli skurðlæknirinn segi.....ég er búinn að stórskemma nýja skurðarborðið! (Saxi)
Haraldur Bjarnason, 14.1.2009 kl. 21:25
Ég tók meðvitaða ákvörðun að fara ekki í sprautu. Hef gert það einu sinni og veiktist eftir það. Sem betur fer lendi ég afskaplega sjaldan í þessum flensuskít. Ó já, dýrt er drottins...lyf í þessu tilfelli. Það kostar sko að vera veikur, takk fyrir. Farðu vel með þig Sigrún mín og vonandi virka dýru fínu lyfin þín á þessum andskota.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 21:28
Takk fyrir heimsóknir og batakveðjur
Eflaust einhverjum sem finnst þetta dýrt en svona lýtur dæmið út:
Doxylin 100 mg. töflur x 20 = kr. 4.566.-
Seretide (púst) x 2 og ventolin (púst) x1 = kr. 5.255.-
Samtals lyf kr. 9.821.-
Læknisheimsókn kr. 1.000.-
Læknisvottorð kr. 1.200.- (fæ endurgreitt!)
Já dýrt er að veikjast í þessu ....volaða landi
Sigrún Jónsdóttir, 14.1.2009 kl. 22:29
Ég hef einmitt líka fengið mér flensusprautu síðan ég fékk lungnabólgu upp úr flensunni og var í marga mánuði að jafna mig. En í öllum barlómnum þá gleymdi ég henni bara þetta árið. Vona að ég sleppi samt. Óska þér góðs bata
, 14.1.2009 kl. 22:32
sleppi flensusprautunni. Tvisvar verið sprautuð og var veik af bóluefninu.
Svo venst það að fá lungnabólgu Góðan bata gamla mínvið þurfum á þér að halda
Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 00:52
Vonandi fer þessi flensa að rjátla af þér, ég vona að þér batni fljótt og vel af þessum dýru lyfjum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.1.2009 kl. 01:02
He he. Ég fékk sprautu og þrjár pestir í kjölfarið. Eina strax - spurning hvort það var bóluefnið, eina gubbu/niður pest og svo eina sem tók tæpan mánuð. 20 dagar á pensilíni + púst. Helv.... dýrt. Mánuður frá vinnu.... helv.....dýrt.
Veit ekki hvort ég þigg svona sprautu aftur - verð sjaldnast veik nema einmitt þegar ég á "ekki að verða það"......
Láttu þér batna vinkona - þetta hefst fyrir rest
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.1.2009 kl. 01:08
Takk fyrir innlit og kveðjur stelpur
Ætlaði snemma í bólið, en eftir að hafa horft á borgarafundinn er ég upptjúnuð með von í hjarta. Fundurinn var magnaður
Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 01:28
Góðan bata elskan ;)
Aprílrós, 15.1.2009 kl. 07:01
Það ætla ég að vona að þér fari að batna.
Samt kannski synd að þér batni strax þegar þú ert búin að eyða öllum þessum peningum í lyf ... njé láttu þér bara batna.
Knús til þín.
Hulla Dan, 15.1.2009 kl. 08:40
Fór ekki í flensusprautu, held ég sé ekki með típíska flensu heldur, hmmmm.... aðallega með hálsbólgu. Kannski tala ég of mikið, eða of lítið??
Góða heilsu í þitt hús!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 13:30
Jóhanna ég var einmitt að kommenta hjá þér
Takk fyrir innlit og kveðjur allar
Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 13:33
Sæl Sigrún.
Eitthvað er til í þessu .
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 15:51
Hahahaha, láttu þér batna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2009 kl. 17:47
Einu sinni sagði læknir sem var spurður hvað maður væri lengi að jafna sig á flensu: Ef þú liggur í rúminu, ferð vel með þig og tekur lyf tekur það viku, ef þú gerir ekki neitt tekur það sjö daga.
Helga Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:10
hehe Helga, þessi hefur haft húmor....og kannski rétt fyrir sér. Ég álpaðist of snemma í vinnuna og lagðist aftur verri en áður.
Takk öll fyrir innlit og kveðjur.
Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:16
ÆÆÆláttu þer batna sigrún mín
Sædís Hafsteinsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:07
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:16
Hahahaha eins gott að varast svona sprautur. En láttu þér batna sem fyrst Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2009 kl. 09:42
Ég óska þér góðan bata.
Heidi Strand, 16.1.2009 kl. 22:15
Þeim mun minna rusl sem við látum inn í líkama okkar, því betra.
Hörður Þórðarson, 17.1.2009 kl. 08:26
Vona að þú sért að hressast kæra. Góða helgi til þín og þinna.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 17.1.2009 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.