13.1.2009 | 15:42
Stormviðvörun!
Jæja, Mbl. er aðeins að ranka við sér. Ummæli frá fundinum í gær eru nú í stríðum straumi borin undir "ráðamenn", en þessir ráðamenn voru náttúrulega ekki mættir á þennan fund með "skrílnum", þannig að þeim er í lófa lagt að svara án ábirgðar eða svara bara alls ekki.
Önnur frétt birtist á Mbl. vefnum um að Robert Wade hafi verið boðaður á fund "fulltrúa" forsætis- og viðskiptaráðuneytis:
"Fulltrúar forsætisráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins munu hitta Robert Wade, hagfræðing og prófessor við London School of Economics, á morgun. Wade var meðal ræðumanna á opnum borgarafundi í Háskólabíói.
Wade sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi, að búast mætti við nýrri dýfu í vor, svipaðri og varð í september þegar bandaríski seðlabankinn ákvað að koma ekki í veg fyrir gjaldþrot fjárfestingarbankans Lehman Brothers.
Wade þekkir vel til mála Íslands og hefur skrifað greinar í erlend blöð um ástand efnahagsmála hér. Hann hélt meðal annars erindi á fundi á vegum viðskiptaráðuneytisins í ágúst árið 2007 hér á landi".
Betra er seint en aldrei....en ég er ansi hrædd um að þetta sé þremur mánuðum of seint.
Sjálfsagt þykir það góð fréttamennska að birta ekki frétt nema að bera hana undir þann eða þau sem um er rætt. Varaformaður Samfylkingar var á þessum borgarafundi.....er kannski búið að banna fjölmiðlum að tala við hann?
Ég vona að fjölmiðlar sjái sér fært að fylgja eftir öllum þeim upplýsingum sem fengust á téðum fundi eftir að sýnt hefur verið frá honum á morgun. Auðvitað átti ríkissjónvarpið að sýna beint frá þessum fjölmenna borgarafundi það er hlutverk þessa ríkisfjölmiðils að halda landsmönnum öllum upplýstum ....sérstaklega þegar alheimsfellibylur, eins og Geir segir að eigi leið um landið okkar
Kreppan getur dýpkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Soldið stórt úbs!
Rut Sumarliðadóttir, 13.1.2009 kl. 15:47
Alveg er ég viss um að Wade er kallaður til vegna þess að það á að úskýra fyrir honum þennan skelfilega misskilning sem hann er haldinn og leiða honum fyrir sjónir að kreppan hér er vegna alheimskreppunnar í 9 liðum 4 liðir eru vegna veðurs og vinda.
Jájá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 16:14
Wade mun vonandi segja okkur frá viðbrögðum "fulltrúanna".
Sigrún Jónsdóttir, 13.1.2009 kl. 16:28
Ábyggileag hefur Wade verið kallur til "fulltrúa" forsætis- og viðskiptaráðuneytis til að vara hann við að vera að þessu bulli á almannafæri!
Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 17:47
Maðurinn hlýtur að vera "guð almáttugur" að geta séð þetta fyrir. Ráða hann á staðnum og fá hann til að hjálpa okkur að FORÐAST dýfuna í þetta skiptið. Hafðu það annars ofsalega gott Sigrún.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 21:51
Ragna, það blæs hressilega á Stórhöfða, hvort sem það er alheimsfellibylur eða alheimsblíða, enda ráða veðurguðirnir þar ferðinni ekki veður"fræðingar"
Hrönn, þeir munu reyna, það er ég viss um, en hann virðist vera skynsamur maður.
Einar, við verðum að viðurkenna að hann sá fyrir stöðuna sem er í dag...og það ætti að nægja stjórnvöldum til að leita hans ráðgjafar.
Sigrún Jónsdóttir, 13.1.2009 kl. 22:28
Kannski eru yfirvöld bara að rumska
Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 22:41
Sigrún, það síðasta sem að stjórnvöld í þezzu landi vilja, er að einhver fái að tala um fyrir þeim um fortíðina & benda á lauznir til framtíðar.
Um það snúazt ekki samræðustjórnmálin á milli ISG & Geirharða.
Þau vita allt um það fyrrnefnda í feluleiknum & hitt snýst meira um að ná að grafa það niður til framtíðar, öllum okkur hinum til óheilla.
Steingrímur Helgason, 13.1.2009 kl. 23:01
Það er hræðilegt að maður þurfi að sitja undir lyginni í Geir án þess að hafa vald til að reka hann á stundinni fyrir slíkar og þvílílkar helberar lygar sem hann varð uppvís af í þessu viðtali
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2009 kl. 23:39
Það er allavega augljóst að mótmælin eru farin að virka, og þöggunin er kannski pínulítið minni. Allt vegna Bloggsins, það er allavega mín skoðun. Það er verst að mamma mín er ennþá fylgjandi Davíð Oddsyni og hans stærsti aðdáandi
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.1.2009 kl. 00:55
Takk fyrir innlit og innlegg
Ég held að andófið í samfélaginu sé aðeins farið að segja til sín....allavega er það von mín
Æðstu valdhafarnir eru kannski stödd í efstu þrepum fílabeinsturnsins en kannski er fólk í kringum þau sem skynjar smá veruleika.
Sigrún Jónsdóttir, 14.1.2009 kl. 01:00
Sem betur fer þarf þessi ágæti maður ekki að vera undir velvilja stjórnvalda kominn. Það þarf fleiri svona menn til að vekja fólk meira og betur til vitundar. Ennþá eru nokkrar blindar mýs að væflast og halda að allt sé í himnalagi. Trúa bara sínum foringjum fram í rauðan dauðann.
En þökk sé bloggi og spjallsíðum, þá gengur þöggun ekki upp lengur. Það er ef til vill að renna upp fyrir ráðamönnum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2009 kl. 09:37
, 14.1.2009 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.