5.1.2009 | 23:47
Eitt á hausinn annað í vasann......
Og ennþá rúllar viðbjóðurinn Hvernig er hægt að sigla einu fyrirtæki í þrot og kaupa svo annað á sama tíma?
"Sterling var lýst gjaldþrota í októberlok. Það var í eigu Northern Travel Holding, sem var alfarið í eigu Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Fons á m.a. Iceland Express".
Iceland Express, sem er alfarið í eigu Fons einarhaldsfélags Pálma Haraldssonar var svo að kaupa/yfirtaka Ferðaskrifstofu Íslands.....Please ekki meira svona rugl
Háar kröfur í bú Sterling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Skoða breytingu á hraðahindrun
- Ummæli Ingu standast ekki skoðun
- Um 20% myndu kjósa að búa annars staðar
- Rigning eða slydda í dag
- Tveir gistu í fangaklefa
- Diljá íhugar formannsframboð
- Dregur í efa vilja löggjafans um bann
- Svikahringing úr númeri Arion banka
- Vill svipta erlenda brotamenn ríkisborgararétti
- Par vann myglumál fyrir héraðsdómi
Athugasemdir
Skil ekki! .. Góðan bata Sigrún mín.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.1.2009 kl. 23:52
Haaaaa... nú er ég orðlaus,, hvernig er þetta hægt...???
Sigríður B Svavarsdóttir, 5.1.2009 kl. 23:55
Urrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2009 kl. 00:03
er þetta virkilega hægt?
Hólmdís Hjartardóttir, 6.1.2009 kl. 00:15
Svona gerast bara kaupin á eyrinni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.1.2009 kl. 00:42
Voðalega eru þið vitlaus...........það er til þess að það sé hægt að setja tvö fyrirtæki á hausin á sama tíma ...spara tíma og fyrirhöfn.
Guðmundur (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 03:27
Já, fyrirgefðu meðan ég æli eins og Megas komst að orði. Þetta er komið upp í kok og vel það Ferðast ALDREI með Iceland Express. Borga frekar helmingi meira með öðru flugfélagi. Búin að bojkotta þá í tæplega þrjú ár.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.1.2009 kl. 03:42
Ótrúlegast er að það er haldið áfram með sama leikinn! Þrátt fyrir að það hafi komist upp um þá! Og kannski er enn ótrúlegra að það sé hægt að halda áfram í sama leiknum..............
Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2009 kl. 09:16
Það eina sem er jákvætt við þetta er að dóttir okkar heldur vinnunni hjá Úrval Útsýn ja alla vega í bili.
Annars skammgóður vermir þar sem allir starfsmenn eru á 50% launum og ef hægt er að halda fyrirtækinu gangandi í einn mánuð í viðbót þá væntanlega fær allt þetta fólk aðeins 50% atvinnuleysisbætur ef allt fer á hausinn.
Útpælt hjá þessum fínu herrum. Grrrrr.....
Ía Jóhannsdóttir, 6.1.2009 kl. 09:58
Hvað eiga menn að komast lengi upp með svona kúnstir. Svona brask hefur viðgengist allt of lengi á landinu. Hlýtur að vera hægt að stoppa þetta. Viðskipti eiga að vera meira en bara tilfærsla á tölum. Burt með þetta spillingarlið
, 6.1.2009 kl. 09:59
Það er enginn spilling á Íslandi. Það sýna opinberar tölur Svo er allt hér í himnalagi, allavega hefur enginn tekið pokann sinn, eða þurft að axla neina ábyrgð. Er þá ekki bara allt í þessu fína frá Kína, eða Simbabwe
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2009 kl. 11:04
Simbawe norðursins, engin lygi þar, bananalýðveldi þar sem óreiðumenn skipta um kennintölur eða kannski þurfa þeir það ekki einu sinni, skapa nýtt skúffufyrirtækir ef það gamala er orðið úrelt, svo skella allir sér á brúnaútsölu. Auðvitað halda þessi menn áfram á meðan þeir eru ekki stoppaðir og hlægja að okkur vitleysingunum. Dásamlegt.
Rut Sumarliðadóttir, 6.1.2009 kl. 12:08
Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja þetta. Þarna braskar þetta lið með upphæðir sem tækju mann mörg hundruð ár að vinna sér inn og getur valsað um fjármálaheiminn eins og ekkert sé.
Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 18:27
Svona er Ísland í dag og það er búið að vera svona lengi.
Sigrún mín óska þér og þinni fjölskyldu von um gott ár.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.1.2009 kl. 21:46
Fíkn er sjúkdómur (jæja skiptar skoðanir) og þessir menn eru lasnir. Alvarlega. Ganga því miður lausir. Ekkert meira um þetta að segja Sigrún mín. Tökum líklegast líklega öll undir þetta með þér. Kær kveðja úr Mosó.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 22:04
Mér finnst ekkert skrítið að eitt fyritæki fari á hausinn sem er í eigu sömu aðilla en annað ekki og að svo að þeir geti keypt annað fyritæki seinna.
Að eiga fyritæki er eins og að eiga vélar. Ef þær virka og gera það sem þær voru hannaðar til að gera, þá búa þær til peninga. Sem þýðir, fyritæki gengur vel.
Ef vélin bilar og hættir að búa til peninga og enginn vill kaupa vélina og reyna að gera við hana, þá er vélinni hent á hauganna(fyritækið fer á hausinn).
Ef sami aðilli á margar vélar (fyritæki) þá þýðir það ekki að hann þurfi að henda öllum vélunum sínum ef ein bilar. Ef hann á pening til að kaupa nýja vél, eftir að hafa hent þessari gömlu (setja það í gegnum gjaldþrotameðferð) Þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að þessi aðilli geti keypt sér nýja vél (fyritæki).
Þið ætlið ekki að fara banna fólki að eiga fyritæki af því að einhvertíman hafi þeir átt eða stjórnað fyritæki sem fer á hausinn?
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 01:55
Þetta er viðbjóðslegt! EN gleymum ekki hverjir bjuggu til leikreglurnar fyrir allt þetta og leyfðu fólki og fyrirtækjum að leika þennan leik! Ríkisstjórnin, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og síðan viðskiptabankaráðin eru hinir SEKU í málinu og ættu að ganga í gegnum 100% uppstokkun; bæði hvað fjármálasiðferði og útbýtti af einstaklingum varðar.
Baldur Gautur Baldursson, 7.1.2009 kl. 07:41
Takk fyrir innlit og innlegg öll
Baldur, ég er þér sammála um hvar siðferðisvandinn liggur, við búum við handónýtt fjármálasiðferði.
Bjöggi, hvað yrði sagt um bónda, sem færi á hausinn með sitt "fyrirtæki" í Önundarfirði....sem yfirtæki samt á sama tíma annað "fyrirtæki" í Súgandafirði.....eiga Önfirðingar bara að sitja uppi með skuldir þrotabúsins á meðan bóndinn hefur það bara gott hinu megin við fjallið?
Ef einstaklingar verða gjaldþrota, mega þeir ekki "eignast" neitt í einhver ár og eru áfram ábyrgir fyrir skuldum sínum.....Fyrirtæki tengd Pálma Haraldssyni hafa leikið margan Íslendinginn grátt.....það byrjaði allt saman í göngutúr í Öskjuhlíðinni.........
Sigrún Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 13:24
Það er enginn að fara borga skuldirnar hans Pálma í Fons nema kannski erlendir lánadrottnarar íslensku bankanna. Það eru áhættufjárfestar og það er eðlilegt að það séu þeir sem tapa peningum ásamt hlutafjáreigendum þegar fyrirtæki fara á hausinn (íbúar í Önundarfirði eru ekki að fara borga krónu).
Pálmi tapaði fullt af milljörðum þegar Sterling fór á hausinn, hann tapaði bara ekki öllu, þessvegna getur hann haldið áfram að kaupa fyrirtæki.
Já, ef bóndi á eitt fyrirtæki sem fer á hausinn í Önundarfirði, en annað í Súgandafirði sem gengur vel. Auðvitað á að setja fyrirtækið í Önundarfirði í gegnum gjaldþrotameðferð sem felur meðal annars í sér að eignir félags ganga upp í skuldir og áhættufjárfestar félagsins í Önundarfirði tapa sínum fjárfestingum.
Og auðvitað á bóndinn að fá að eiga fyrirtækið í Súgandafirði ef það eru engar kröfur í það fyrirtæki út af fytitækinu í Önundarfirði. Það væri asnalegt að fara rugla bókhöldunum á þessum fyrirtækjum saman, reyndar ólöglegt og myndi bjóða upp á misnotkun bókhaldsreglna, meiri misnotkun en hefur verið í gangi hingað til.
Málið er bara að það hafa ekki mörg fyrirtæki á jarðarkringlunni ekki farið á hausinn fyrr eða síðar, það er enginn viðskiptahugmynd eða viðskiptamódel sem gengur endalaust, því er það eðlileg þróun að fyrirtæki fari á hausinn og önnur komi í staðinn.
Ef þú átt 1000 milljónir, kaupir tíu fyrirtæki á 100 millur hvert, þá þarftu ekki að tapa öllum fyrirtækjunum þínum þótt eitt fari á hausinn. Og ef þú átt annan milljarð, þá er ekkert sem bannar þér að kaupa 10 fyrirtæki í viðbót, eftir að hin 10 eru farinn á hausinn.
Það er svona sem fjárfestingarfélög eins og Fons virka, kaupa og selja fyritæki á meðan þau eiga peninga, Pálmi hefur örugglega átt mörg fyritæki sem hafa farið á hausinn, líka Warren Buffet.
Að banna einhverjum að kaupa fyrirtæki af því að einusinni átti hann fyrirtæki sem fór á hausinn, er eins og að banna manni að kaupa bíl af því að einusinni lenti hann í árekstri.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 16:28
Svo þegar þú ert búin með 2000 milljónirnar þínar, búin að kaupa 20 fytitæki, sem öll fóru á hausinn og þú skuldar intrum justica 10 þús kall fyrir videóspólu og þú getur ekki borgað. Þá ferð þú á hausinn. Ekki þegar eitt af 20 fyritækjum fara á hausinn.
Þótt eitt fyritækið hans Pálma hafi farið á hausinn þá þýðir það ekki að Pálmi hafi farið á hausinn. Ef Pálmi færi á hausinn þá mætti hann ekki eiga neitt.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 16:47
Ágæti "Bjöggi",
"Það er enginn að fara borga skuldirnar hans Pálma í Fons nema kannski erlendir lánadrottnarar íslensku bankanna. Það eru áhættufjárfestar og það er eðlilegt að það séu þeir sem tapa peningum ásamt hlutafjáreigendum þegar fyrirtæki fara á hausinn (íbúar í Önundarfirði eru ekki að fara borga krónu).
Pálmi tapaði fullt af milljörðum þegar Sterling fór á hausinn, hann tapaði bara ekki öllu, þessvegna getur hann haldið áfram að kaupa fyrirtæki".
Þetta voru þín orð og þau bera það með sér að þú sért með bilaða siðferðisvitund í fjármálum og ómeðvitaður um þann skaða, sem t.d. skrípaleikurinn í kringum Sterling hefur valdið okkar þjóð í framtíðarviðskiptum við önnur lönd. Það mun kosta þjóð okkar blóð, svita, tár og ómæld fjárútlát í framtíðinni að vinna okkur aftur inn það traust, sem menn á borð við Pálma Haraldsson hafa eyðilagt með vanhugsuðum græðgi aðgerðum á nokkrum árum.
Sigrún Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 17:13
Það er ólíklegt að Pálmi hafi skaðað orðspor íslands jafnmikið og léleg peningamálastefna, ótraustverður seðlabankastjóri og bandvitlaus viðbrögð við bankahruninu. Það eru þeir hlutir sem skapað hafa hvað mest ótraust á Íslandi og íslenska hagkerfinu og krónunni, ekki Pálmi Harlads eða Sterling. Að halda því fram lýsir ótrúlegu þekkingarleysi og skilningsleysi, líklega af því að þú ert hjarðdýr sem getur ekki hugsað sjálfstætt heldur tekur upp frasa ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjóra sem voru samdir til að draga athyglina frá því sem skiptir máli, því þeir sem settu leikreglurnar og áttu að fylgjast með mistókst.
Erlendir aðilar vilja ekki hafa viðskipti við ísland af því að hér hefur ekki ríkt nein stjórn í peningamálum undan farin áratug, stefnuleysi í efnahagsmálum, og fasísk viðbrögð við bankahruninu þar sem alþjóðlegir samningar voru brotnir og fólki/fyrirtækjum var mismunað eftir þjóðerni. Ekki af því að Pálmi eða Jón Ásgeir þykja skúrkar á Íslandi.
Þótt Pálmi hafi átt í viðskiptum sem Börsen þóttu vafasöm, og Jón Gerald er búin að blása upp og semja í eyðurnar. Þá þýðir það ekki að það eigi að gilda aðrar reglur um Pálma en gera um aðra einstaklinga sem standa í fjárfestingum að þessu tagi. Það þætti mér órökrétt, en það hæfir íslandi í dag, þar sem 90% þjóðarinnar hugsar órökrétt þessa daganna af því að það er að farast úr hræðslu.
Já, ef það eru einhverjir glæpamenn í þessu hruni okkar, þá er það ríkisvaldið, eftirlitsstofnanir, seðlabankinn og ríkisstjórn undanfarinna 18 ára, sem eru sökudólgarnir, og almenningur sem cóaði og gerði ekkert til að gagnrýna þessa stefnu.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 19:09
Ágæti "Bjöggi", ég get tekið undir gagnrýni þína á stjórnvöld og eftirlitsstofnanir, en það gerir ekki sekt ´"útrásarvíkinga" minni í mínum augum, því "það er ekki einum bót þótt annar sé verri" eins og uppáhalds málshátturinn minn segir.
Mæli með því að þú opnir þína eigin bloggsíðu, þar sem þú getur haldið uppi vörnum fyrir "duglegu strákana" og óska þér velfarnaðar við það.
Mæli með því að þú rekir "velgengnissögu" Pálma Haraldssonar frá upphafi.........hún byrjaði eins og áður sagði með "aftökuheimildum" sem gefnar voru út í .......göngutúr í Öskjuhlíðinni
Sigrún Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 19:38
Þótt Pálmi hafi gert eitthvað sem einhverjum gæti þótt misjafnt, þá heimiluðu lögin það og hvöttu menn til að gera það sem Pálmi og félagar voru að gera.
Mér finnst líka asnalegt að blanda málum saman og banna mönnum að stunda viðskipti afþví að dómstóll götunnar hefur farið illa með hann. Ég ætla að vona að þróunin verði ekki þannig á Íslandi, engin lög eða reglur, bara dómstóll götunnar. Þá fyrst hætta menn að fjárfesta á Íslandi.
Svo hef ég hvergi verið að hæla viðskiptasnilld Pálma, mér finnst bara eðlilegt að hann fái að stunda sín viðskipti á meðan þau eru lögleg samkvæmt lögum, mér finnst líka að hann eigi að njóta sömu réttinda og við hin, þótt Börsen hafi tekið hann af lífi. Mér finnst svona komment típískt fyrir þá órökréttu umræðu sem er í gangi, fólk skipar sér í lið og lætur staðreyndir engu máli skipta.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 19:46
Svona blogg og umræða finnst mér líka í takkt við suma þá gagnríni sem í gangi, það skiptir engu máli hverjar staðreyndirnar eru, heldur hver getur komið með mest shokkerandi frásögnina er tekinn mest trúanlega.
Þetta er svona; Bjarni stal 700 millum..... einhver sem bíður betur...... einhver með milljarð......... einhver með tvo...... Einn tveir og slegið á sjö milljarða, Bjarni stal 7 milljörðum.... slegið hæstbjóðenda á 7 milljarða.
Fólk með kyndla og blys á leiðini á nornabrennur á Hótel Borg, svona er Ísland í dag. Ekki fólk að taka á málunum og skoða staðreyndir.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 19:50
Svo á ég svo erfitt með að kenna útrásavíkingunum um þetta. Ríkisstjórnin hleypti hóp af krökkum eftirlitslausum inn í glerbúið með fótbolta. Við kennum ekki börnunum um þegar allt glerið er brotið, er það nokkuð ?
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 19:55
Ágæti "Bjöggi", þú ert sjálfsagt ágætur
Ég var ein af þeim, sem gekk með kyndilberunum að Hótel Borg, m.a. til að þrýsta á núverandi stjórnvöld til að segja sig frá starfanum, svo koma megi með óháða aðila til að skoða málið frá grunni og fá staðreyndir og þar með SANNLEIKANN upp á borðið.
Annars á ég bróðir sem er ansi nálægt þér í skoðunum um þessi mál, og hann hefur hugsað sér að taka til máls á landsfundi Sjallanna.....ég mun styðja þig í að styðja hann þar
Sigrún Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 20:24
Bjöggi minn, fórstu á fund hjá Framsókn í Kópavogi? Var Matti "skratti" þar?
Sigrún Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 22:34
Nei, reyni að halda mig fyrir utan pólitík, pólitísk hugsun er mér ekki að skapi, hún er órökrétt og snýst oftar en ekki út á að andstæð sjónarmið komist ekki að, ekki hvað er best fyrir fólkið. Er reyndar flokksbundinn, en það var bara til að styðja góðan félaga í ungliðapólitík, ekki af pólitískri sannfæringu.
Ég trúi á kraft einstaklingsins, þekkingar og iðjusemi, ekki pólitík.
Svo til að opinbera fáfræði mína enn frekar, hver er þessi Matti "skratti"?
Já, vonandi gengur bróðir þínum vel að koma sínum málum á framfæri!
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 23:50
Matti er sérlegur "þjónn" Pálma Haralds og viðurnefnið fékk hann frá félögum sínum í "ungliðapólitíkinni" sem fannst hann undirförull og sviksamur. Líkur sækir líka heim.
Ég er löngu búin að missa alla trú á flokkapólitík, en pólitík snertir alla fleti mannlífsins. Myndi vilja kjósa "kraftmikla" einstaklinga, sem hafa þekkingu og eru iðjusamir
Góða nótt.
Sigrún Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.