3.1.2009 | 00:58
Draumaprinsinn gistir í nótt!
Draumaprinsinn gistir hjá mér í nótt. Við höfum átt gott kvöld, fórum í matarboð til Svenna og Ellýjar (bróðir og mágkona) þar sem við fengum snilldarfiskrétt með öllu og sörur m/kaffi á eftir. Draumaprinsinn fékk að kynnast sálfræðinemanum Berglindi, sem stundar sitt nám í USA, og fer aftur utan á sunnudaginn og Björgu "yfirmótmælanda", sem þurfti að binda endi á sitt nám á Spáni, vegna efnahagshrunsins.
Draumaprinsinn mætti reyndar of seint til borðhaldsins, þar sem það hefur frést að hann sé læs Honum var því fljótlega afhent bók við komuna og beðin um að sanna þessar sögusagnir.....það er skemmst frá því að segja að hann lagði ekki frá sér bókina fyrr en hann hafði klárað hana Þetta var ein af bókunum um hann Einar Áskel og maður leggur ekki svoleiðis bókmenntir frá sér fyrr en síðasta blaðsíðan er lesin
Nei, þetta var nefnilega ekkert ömmugrobb, því amman var alveg bit þegar hún komst að þessum framförum drengsins. Hún vissi að áhuginn var til staðar hjá snáða en þar sem hann býr núna úti á Keili, er samgangur ekki eins og best verður á kosið.
Þessi snillingur verður 4ra ára þann 8. febrúar n.k.
Þegar heim var komið úr matarboði, varð svo að hesthúsa nokkrar skræður, sem fá náttúrulega meiri dýpt, þegar maður les þær sjálfur Svo þurfti að spá og spegulera, segja sögur frá því hann var lítill....0 ára á skíðum með pabba sínum og þess háttar, lesa dagatalið frá Landsbankanum og velta því fyrir sér hvort Glitnir gerði líka svona dagatöl með afmælisdeginum hans
Klukkan var að detta í miðnætti, þegar hann loksins sofnaði....jólafríið fer svona með unga menn
Amman er aðeins farin að spá í mótmælin á morgun, búin að skoða skíðagleraugu í Útilíf og svona, en finnst ekki gáfulegt að mæta með draumaprinsinn, því það eru einhverjir hagfræðingar í seðlabankanum farnir að mæta, sem láta illa og ósiðlega
En draumaprinsinn, Róbert Skúli á lambhúshettu, svo kannski sleppur þetta....ég sé til
Foreldrasettið veit svo sem hvar ömmu er að finna á laugardögum kl. 15:00, þannig að kannski koma þau og passa hann á meðan
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Hljóðmúrinn til Hafnarfjarðar
- Ríkið geti lært ýmislegt af borginni
- Leggja til stofnun þjóðgarðs í Dalabyggð
- Leggja til lækkun fasteignaskatta
- Altjón eftir að kviknaði í út frá rafmagni
- Gera ráð fyrir sölu Perlunnar á þessu ári
- Sjá mikinn viðsnúning og ætla ekki að skerða þjónustu
- Beint: Fundur ÖBÍ með frambjóðendum
- Refsingu frestað í tengslum við banaslys
- Hér hefur engu verið hagrætt nema sannleikanum
Erlent
- Húsleitir hjá Netflix
- Vance búinn að greiða atkvæði
- Handtóku 8 liðsmenn hægri öfgahóps
- Hnífjafnt á lokametrunum
- Vann afrek en lést á leið niður
- Standa frammi fyrir gríðarlegum kostnaði
- Rogan lýsti formlega yfir stuðningi við Trump
- Gott fyrir Trump ef fulltrúadeildin myndi kjósa
- Sjö vikna verkfalli hjá Boeing að ljúka
- Jafnt á fyrstu tölum í Bandaríkjunum
Athugasemdir
Flottur strákur. Vonandi sjáumst við á morgun.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2009 kl. 01:03
Flottur en ég held að mótmælin muni ekki verða svo barnvæn með hagfræðinga og svæfingalækni á sveimi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 01:23
Tad kippir í kynid ...Yndislegt ad fá svona draumaprinsa sem ylja.Nei geri ekki rád fyrir ad mótmælin verdi barnvæn.Tessir hagfrædingar kunna sko eki ad mótmæla frekar en annad sem teim er lagt fyrir hendur.
Kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 06:13
Æ hvað þetta er eitthvað krúttlegt. Var sjálf mikið ömmubarn og nú á sonur minn yndislega ömmu, sem auðgar hans tilveru mikið.
Ömmur og barnabörn eru bara það besta...
Gleðilegt ár
Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 07:38
Duglegur draumaprinsinn þinn
Aprílrós, 3.1.2009 kl. 08:35
Duglegur strákur sem þú átt þarna. Æ vertu ekkert að fara með hann á völlinn hann hefur ekkert þangað að gera þó hann sé skír strákur.
Baráttukveðjur, held að dóttir vinkonu minnar ætli að hefja upp raust sína þarna í dag, en þarf að sannprófa það áður en ég sver fyrir.
Ía Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 08:49
Duglegur strákur þetta Það er varla orðið óhætt að fara með börn á mótmælin. Þar vaða uppi allskyns illyrmi á meðal mótmælenda og mótmælenda mótmælenda.
, 3.1.2009 kl. 10:11
Nei hagfræðingur og svæfingarlæknir eru ekki heppilegur félagsskapur fyrir unga drengi - og engan ef út í það er farið!
Drengurinn er eðalflottur - til hamingju með hann
Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 10:47
Flottur litli peyinn. Elsta systir mín varð lær 4 ára. Kannski hittumst við í dag?Gætum jafnvel fari á Hressó á eftir þú skilur
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:19
Guð hvað þetta er krúttlegt barn.
Rut Sumarliðadóttir, 3.1.2009 kl. 11:25
Flottur ömmustrákur og er alinn upp á hárréttum bókmenntum. Hef ávallt notið "góðs" af nafngiftinni á bókunum. Yngri börnunum mínum finnst þetta sérstaklega fyndið. Eldri bróðir þeirra heitir nefnilega Viktor (svona fyrir ykkur sem eruð á kafi í söguþræðinum og persónunum). Farið varlega í dag hafið daginn góðan.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:34
Góðan daginn allar og takk fyrir heimsókn
Það hvarlaði í raun aldrei að mér að fara með prinsinn á Austurvöll, svo ég verð að sjá til hvort ég kemst í dag eða ekki
Sigrún Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 11:36
"öll" þar sem Einar skaut sér þarna inn á milli
Sigrún Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 11:38
abcdefghíjklmnóprstxyzþæö
róbert
skúlii
halliwell
Sigrún Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 12:27
flottastur
Ég las fyrir mína afmælisgesti í tveggja ára afmælinu mínu!
Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2009 kl. 12:47
Sæl öll, ég lagðist bókstaflega í flensu kl. 16:00 í gær og hef varla reist höfuð frá kodda síðan, mun því lítið koma hér við á meðan þetta óféti gengur yfir hjá mér.....
Sigrún Jónsdóttir, 4.1.2009 kl. 12:44
Sigrún mín, yndislegt að fylgjast með framförum þeirra hvernig sem þau eru.
Farðu bara vel með þig ljúfa kona, heyrum í þér er þú verður betri.
Ljós og orku til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 16:16
Vona að þú sért að jafna þig, Sigrún mín!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 20:50
Vonandi ertu ad koma til vinkona.
Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2009 kl. 08:07
Gleðilegt ár og hafðu það ljúft á nýju ári Elskuleg
Brynja skordal, 5.1.2009 kl. 15:05
finnst ekki gáfulegt að mæta með draumaprinsinn, því það eru einhverjir hagfræðingar í seðlabankanum farnir að mæta, sem láta illa og ósiðlega
Góð
En mikið er draumaprinsinn duglegur og hve ég skil hann vel að leggja ekki frá sér spennandi bók fyrr en í fulla hnefana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2009 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.