31.12.2008 | 16:00
Hallelúja......
Ég fór ásamt annarri friðsamri húsmóður úr austurbænum holmdish í mótmælablysför frá stjórnarráði til Austurvallar. Við erum ánægðar með okkar framlag. Við stóðum okkar plikt við að mótmæla því ástandi, sem nú hefur skapast hjá þjóðinni okkar og fæst okkar eiga nokkra sök á.
Nú ber svo við að Valhallararmur bloggheima hefur vaknað og stendur á ÖSKRINU vegna okkar mótmælenda. Gott að þeir vöknuðu, því þá fara þeir kannski að hlusta.
Við hverju bjóst fólk? Að mótmæli gætu endalaust verið hallelújasamkomur?....af því að það er svo íslenskt eitthvað
Ég leyfi mér að mótmæla því að "lífi" þúsunda landa minna hefur verið fórnað á altari græðgivæðingar með fulltingi vanhæfra stjórnvalda. Ég leyfi mér að mótmæla því að almenningur þurfi að greiða niður "góðæris" bömmerinn, sem hann tók engan þátt í að móta.
Saklausum almenningi er nú stillt upp við vegg og gert að borga skuldir óreiðumanna, sem komu bönkunum á hausinn án afskipta vanhæfra stjórnvalda.
Þar sem ég og mótmæla félagar mínir erum ekki "fulltrúar" þjóðarinnar (nema í kosningum og skoðanakönnunum), skv. utanríkisráðherra, hljótum við að áskilja okkur þann rétt að að borga ekki okkar hluta af "þjóðarskuldinni".
Burt með vanhæfa ríkisstjórn
Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
- Verulega hægt á hagvexti frá byrjun síðasta árs
Athugasemdir
Og þetta kemur nokkurra milljónar króna ótryggðu tapi stöðvar 2 sem leiðir líklegast til uppsagna einhverra tæknimanna til að vega móti tapinu, hvernig?
Rúnar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:10
Get sagt þér það fröken fullkomin að hér norður á hjara veraldar var kreppa um síðustu aldamót, nokkur fyrirtæki gjaldþrota, tugir manna atvinnulausir, húsin stóðu auð og fólk flutti burt frá eignum sínum. Og þér var skít sama......... það heyrðist ekki mikið í ykkur þá. Þú apar bara eftir það sem þér hentar hverju sinni, hef enga samúð með þér eða þínum.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 31.12.2008 kl. 16:24
Ég mótmæli hegðun þessara mótmælenda. Þið talið ekki fyrir mig, takk fyrir.
Eggert Hjelm Herbertsson, 31.12.2008 kl. 16:35
Ég hefði farið í þessa blysför ef ég byggi í Reykjavík, leitt að hún skyldi enda í þessum látum. Kannski fara stjórnvöld að hlusta núna, hef stundum haft á tilfinningunni að þeim sé skítsama um rólegheitin í mótmælunum hingað til, bara verst að þetta bitnaði á tækjabúnaði Stöðvar 2 í hita leiksins.
Takk fyrir að fara í blysförina fyrir hönd okkar allra, ekki síst okkar úti á landi sem þetta ástand bitnar heldur betur á, vildi að ég hefði komist sjálf.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.12.2008 kl. 16:36
Aprílrós, 31.12.2008 kl. 16:51
Heyr heyr
Takk fyrir daginn þú átt skilið frábært kvöld
Halelúja
Hólmdís Hjartardóttir, 31.12.2008 kl. 16:52
Takk fyrir að standa vaktina. Gleðilegt ár mín kæra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.12.2008 kl. 16:52
Merkileg viðbrögð við mótmælum og mótmælendum. Telur fólk ekki ástæðu til að mótmæla samþykki ríkisstjórnar á bruðli og óheilindum. Ég þakka mótmælendum fyrir að vekja áfram athygli stjórnvalda á því að almúginn er ekki sáttur við þeirra hlut í erfiðleikunum sem kallaðir hafa verið yfir okkur (a.m.k. sumir almúgamenn). Vitaskuld er óheppilegt að einhver tæki brotna og eyðileggjast en þau eru ekki jafn verðmæt og margt það sem aðrir eru að missa.
, 31.12.2008 kl. 16:56
Takk fyrir innlit og innlegg
Rúnar, ástæða fyrir uppsögnum á tæknimönnum stöðvar 2, ef af verða, verður verður ekki hægt að heimfæra á mótmælendur. Stöðin er væntanlega tryggð fyrir svona "áföllum" svo reikningurinn fer á alla "fulltrúa" þjóðarinnar.
S. Ásta, ég er ekki fullkomin, sem betur fer. Ég fékk heldur betur að finna fyrir kreppunni á síðari hluta síðustu aldar.....og þess vegna er mælirinn kannski löngu orðinn fullur hjá mér. Ég tel mig því geta séð hvað atvinnulaust og eignalaust fólk á í vændum.
Þarf ekki þína samúð, né frá nokkrum öðrum....en ég þrái frjálst Ísland.
Eigið ánægjuleg áramót öll og Gleðilegt ár.
Ung frænka mín varð fyrir "gasi" í dag.....hún er reið ung kona, sem hefur þurft að hætta námi vegna "góðærishrunsins". Ég skil hennar reiði mætavel.
Sigrún Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 17:07
Sigrún mín ég er stolt af þér! Takk fyrir að standa þig svona vel kveðja úr sveitinni og gleðilegt ár.
Rannveig H, 31.12.2008 kl. 17:08
Rannveig, kapplarnir og myndavélarnar eru ekki tryggðar fyrir náttúruhamförum og þess háttar- en ekki skemmdarverkum af mannavöldum. Þetta veit ég fyrir víst þar sem ég vinn þarna. Ótryggða-jónið sem hlaust af þessum óeyrðum í dag hlaupa í milljónum, og miðað við að félagið er að reka fullt af starfsmönnum vegna 3-4 milljón króna árslauna, þá er það alveg bókað að 1-2 fjúki til að dekka þennan kostnað.
Verði ykkur að góðu, þið sprænduð á tjáningarfrelsið í dag og kostuðu einhverjum vinnuna sína í dag.
Rúnar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 18:19
Ísland er frjálst og ég bjarga mér sjálf. Þegar ég tapa þá er það sjálfri mér að kenna, allt sem ég geri ber ég sjálf ábyrgð á. Ég hengi engan og hleyp ekki til að kenna öllum um ófarir mínar.
Gas herðir í frænku þinni og lífið er ekki búið.
Sömuleiðis gleðilegt ár.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 31.12.2008 kl. 18:27
Gleðilegt ár og takk fyrir daginn!
Ég tek þátt í mótmælunum vegna þess að ég vil burt með spillinguna!!!!!
Heidi Strand, 1.1.2009 kl. 01:49
Þú ert verðugur fulltrúi þjóðarinnar Sigrún.
Solidarnos
Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2009 kl. 03:12
Ég komst ekki í gær, ég þakka þér og Hólmdísi fyrir að standa mótmælavaktina. Ég óska þér gleðilegs árs.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.1.2009 kl. 03:18
Gott þetta Sigrún. Gleðilegt ár ...þú varst örugglega fulltrúi minn þarna.
Haraldur Bjarnason, 1.1.2009 kl. 07:11
Sigrún mín hvar værum vid án fólks eins tú.takk fyrir ad mótmæla fyrir mig og mína sem ekki eiga heimangengt.
Sömuleidis tad var yndislegt ad tengjast tér ad nýju.Gledilegt ár til tín og tinna.
Hjartanskvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 1.1.2009 kl. 08:58
Gleðilegt ár Sigrún mín.
Ég er sammála, aðgerða er þörf! Hallelúja samkomur virka ekki til lengdar en oft þarf ekki nema einn til tvo til að skemma fyrir málstað þúsunda og það finnst mér slæmt.
Ía Jóhannsdóttir, 1.1.2009 kl. 11:33
Flott hjá þér kona. Áfram Ísland, burtu óhæfa ríkisstjórn og dindlar. Gleðilegt nýtt ár til Þín Sigrún mín. Megi allir góðir vættir vaka yfir þér og þínum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2009 kl. 13:41
Þeir sem eru að vorkenna eiganda sjónvarpsstöðvar fyrir að hafa orðið fyrir smátjóni, manni sem hefur haft mörg hundruð milljarða af konum, börnum og gamalmenum og lifir sjálfur í vellystingum, eru eitthvað skemmdir.
Theódór Norðkvist, 1.1.2009 kl. 14:46
Þú hefur það sem okkur sárlega skortir mörg. Duginn til að standa vaktina. Enda trúverðug kona. Sem lætur verkin tala.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:30
Þakka þér.
Vildi óska að ég gæti tekið þátt í þessum mótmælum.
Ég fylgist með stóreygð og argandi hérna heima í stofu og styð ykkur fullkomlega.
Kveðjur yfir hafið og gleðilegt ár.
Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 21:40
Já burt með ríkisstjórnina og úðabrúsanna þeirra!
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.1.2009 kl. 08:20
ÉG MÓTMÆLI HARÐLEGA SITKANDI RÍKISSTJÓRN OG VANHÆFUM EMBÆTTISMÖNNUM Í NAFNI SJÁLFS MÍN OG ALLRA SKYNSAMRA LANDSMANNA MEÐ HLUTINA Á HREINU.
sJÁUMST Á NÆSTU MÓTMÆLUM.
Magnús Paul Korntop, 2.1.2009 kl. 12:53
Jii er fólk í alvöru að syrgja sundurbrenndan kapal og trúa því að hann muni valda atvinnumissi tæknimmana stöðvar tvö?? Og fréttin sem maðurinn sagði á stöð tvö með dramastískum hætti um krepptan henfa með einhverju odóttu framan á sem hitti hann í andlitið er í dag orðið hald af blysi sem hent var í þvöguna og hitti manninn. Þetta voru allar líkamsárásirnar og skemmirnar. Ari Edwald er svo efni í heilan pistil og hans "afrek" í græðgisvæðingunni sem hér átti sér stað. Svo stillir hann sérupp og hvetur til frekara og harðara ofbeldis frá lögreglunni gegn mótmælendum. Mér er orða vant..en held áfram að mótmæla friðsamlega eins og áður, hvet til stillingar en skil vel að uppúr sjóði eftir þá framkomu sem stjórnvöld hafa sýnt.
Stöð tvö missti allan trúðverugleika á gamlársdag. Algerlega.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 21:00
Takk fyrir Sigrún. og gleðilegt ár.
Ég er hjartanlega sammála þér, .þú og þínar vinkonur standið ykkur frábærlega og megið þið allrar blessunar njóta. Ég hef því miður ekki átt heimangengt undanfarnar vikur vegna veikinda annarra í fjölskyldunni en ég mun neyta allra bragða til að vera með næst. En eitt er það sem að ég skil ekki, hvers vegna eru mótmælendur ekki með SKÍÐAGLERAUGU til að verjast ÁRÁSARÚÐANUM sem lögreglan notar til að DREPA mótmælin? Kveðja Kristján
Kristján Arnar Helgason (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:03
Takk öll fyrir innlit og innlegg, þið eruð yndisleg
Kristján, ég er farin að skoða skíðagleraugu.....finn bara ekki rétta litinn
Sigrún Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 01:21
Sæl Sigrún.
Svo sannarlega er Ríkisstjórnin Vanhæf,
þó ekki sé meira sagt.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.