20.12.2008 | 01:11
Björgum landinu okkar!
Ég er bara búin að vera nokkuð dugleg í dag. Gerði svona ditten og datten, sem tilheyrir þessari árstíð og var snögg að því
Á morgun get ég því mætt á Austurvöll og notið samvista við samherja í baráttunni fyrir betra Íslandi
Mótmæli á Austurvelli á morgun kl.15
Fundur á Austurvelli laugardaginn 20. desember kl. 15:00
Undanfarnar ellefu vikur hafa þúsundir Íslendinga safnast saman á Austurvelli klukkan 15.00 á hverjum laugardegi undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.
Þar hafa raddir fólksins hljómað svo kröftuglega og sterkt að allt þjóðfélagið hefur hlustað. Mótmælin hafa smátt og smátt náð eyrum ráðamanna þjóðarinnar og nú er ljóst að þeir eru farnir að skjálfa í hnjáliðunum.
Um síðustu helgi, 13. desember, voru mótmælin haldin með áhrifamiklum táknrænum hætti og eins mun verða næsta laugardag, 20. desember, klukkan 15.00.
Þetta er gert vegna óska fólks um að geta gefið börnum sínum gleðileg og friðsæl jól. Slík sjónarmið eru bæði sjálfsögð og eðlileg.
Fyrstu helgina eftir jól, 27. desember, verður fundurinn hins vegar færður í kröftugra form og þrýstingur aukinn á stjórnvöld.
Fólk er hvatt til að mæta á Austurvöll nk. laugardag, 20. desember, klukkan 15.00 og sýna samstöðu gegn ástandinu með 11 mínútna þögn.
Kröfurnar eru:
Núverandi stjórn Seðlabankans víki tafarlaust.
Núverandi stjórn Fjármáleftirlitsins víki tafarlaust.
Kosningar sem fyrst.
Tekið skal fram að mótmælin og allar aðgerðir á vegum Radda fólksins eru alltaf friðsamlegar. Fundarstjóri er sem fyrr; Hörður Torfason.
Gefum okkur þessa smástund til mótmæla, því hún skiptir máli. Sjáumst
![]() |
Boða þögul mótmæli á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Athugasemdir
Ég mun mæta eins og undanfarna laugardaga. Vonandi hitti ég þig og Hólmdísi og kannski fleiri bloggvini.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:18
Mæti
Hólmdís Hjartardóttir, 20.12.2008 kl. 01:26
Í dag læt ég mig vanta í fyrsta skipti á mótmælin því það er stúdentaveisla frænku minnar á sama tíma. Verð þó með ykkur í huganum
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:28
Jóna, við sjáumst örugglega....við látum bara kalla þig upp
Hólmdís, á ég ekki að sækja þig?
Góða skemmtun í stúdentsveislunni Jakobína, við skulum íhuga allar þínar flottu færslur í þögninni
Sigrún Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:38
Jú takk
Hólmdís Hjartardóttir, 20.12.2008 kl. 01:41
Ok, hringi eftir hádegið
Sigrún Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:51
Baráttukveðjur
Ía Jóhannsdóttir, 20.12.2008 kl. 08:43
Verð með í huganum - er að vinna.
, 20.12.2008 kl. 09:04
Ég man allt í einu að ég á eftir að leza bók um þrælzótta öreigana sem ég fékk í jólagjöf á síðustu öld, annarz myndi ég mæta í kakóið.
Steingrímur Helgason, 20.12.2008 kl. 11:13
Steingrímur, þú skalt bara lesa bókina.....en svo rennir þú þér til okkar á skíðunum eftir áramót
og yfir einum kakóbolla eða svo, munum við gera þig að"óhlýðnum borgara"
Sigrún Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 11:19
Takk fyrir innlit, Ía og Dagný
Sigrún Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 11:19
Kemst ekki á heilsárstúttunum, hef auðvitað ekki aur itl að kaupa nú vetrardekk. Verð með ykkur í huganum.
Áfram nýja Ísland.
Rut Sumarliðadóttir, 20.12.2008 kl. 11:33
Takk fyrir daginn
Hólmdís Hjartardóttir, 20.12.2008 kl. 19:38
Noh, Pálmi. Flott.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.12.2008 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.