12.12.2008 | 09:30
Nú er lag....
Fáum öll "viðmið" upp á borðið. Viljum við virkilega búa í samfélagi, þar sem stór hluti fólks þarf að leita sér aðstoðar til að framfleyta sér og sínum?
Sr. Þórhallur Heimisson fór á stúfana til að leita leiða fyrir "fátæku", en samt útivinnandi sóknarbörn sín.....og hann fann "göt" í kerfinu:
Ég hef orðið var við þetta sjálfur, fólk hefur leitað beint til mín, og svo fór ég að leita mér upplýsinga um hvað væri í boði og þarna virðist vera eitthvert gat í kerfinu. Ég rakst á tómarúm alls staðar, segir hann.
Nú er lag fyrir fyrir sóknarpresta og aðra þá sem á sunnudögum tala fyrir mannúð og réttlæti að fá allar staðreyndir upp á borðið. Byrjum á þessum spurningum?
1. Hver eru fátæktarmörkin á Íslandi?
2. Hvað þarf einstaklingur háa upphæð í kr. talið til lágmarks- mannsæmandi framfærslu?
3. Hvað þarf mannsæmandi "framfærslugrunnur" að innihalda?
Fáum svör við þessum spurningum, þá fyrst getum við hafið endurreisnarstarfið undir kjörorðinu: Frá ranglæti til réttlætis.
Eins og ég hef áður bent á er ábyrgð launþegaforystunnar mikil. Hvernig dettur þeim í hug að semja um launakjör fyrir sína félagsmenn, sem duga ekki til lágmarks, mannsæmandi framfærslu?
"Huga þarf að þeim hópum sem eru rétt undir viðmiðum félagslega kerfisins, að því er Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir. Fólk sem er í þeirri stöðu að hafa enn vinnu, en í láglaunastörfum, á jafnvel ekki fyrir mat og sumir neyðast til að hætta að kaupa skólamáltíðir fyrir börn sín. Þegar allt er búið, þá er bara allt búið, segir Þórhallur. Hvað gerir fólk þá? spyr hann svo".
Upplýsingar um raunverulegan framfærslukostnað eru til víðsvegar um "kerfið". Hvernig væri að blaðamenn leituðu þeirra. Nú er lag, því á næstu mánuðum verða þúsundir þjóðfélagsþegna á "launum" langt undir mannsæmandi framfærslu. Atvinnulausum fjölgar ört, og þetta verða þeirra kjör.
Fólk á ekki fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Dugnaður er þetta í þér Sigrún. Eigðu góðan dag
Hólmdís Hjartardóttir, 12.12.2008 kl. 09:42
Frábær pistill. Nú er Stefán Ólafsson horfinn í lagafrumskóg Tryggingastofnunar og ættum við kannski að lýsa eftir honum þar sem láglaunaþegar í landinu virðast ekki eiga neinn málsvara lengur.Þú heldur uppi merki hans hér í bloggheimum og er það vel.
haltu áfram góðu starfi.
Ninna
Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 09:47
Götin eru mörg. Ég kannaði þetta umdaginn. Hjá félágsmálastofnun fengust þau svör að hjón með tvö börn megi hafa á milli sín 150.000 kr eða minna til að teljast hafa rétt til aðstoðar. Ef hjónin hafa örlítið meir hafa þau engan rétt á hjálp og féló vísar beint á mæðrastyrksnefnd eða hjálparstofnun kirkjunnar. Svo eru svona göt eins og ég er föst í. Var í námi erlendis og hef ekki rétt á atvinnuleysisbótum þar sem ég hef ekki unnið hér sl tvö ár..og mun ekki gera þar sem ég er atvinnulaus..get ekki unnið mér inn bótaréttinn í atvinnuleysi, það segir sig sjálft. Hvað ætla menn að gera þegar námsfólk erlendis gefst upp og kemur heim..og fær engar atvinnuæeysisbætur? Hef heyrt að margir séu að gefast upp úti..en komast auðvitað ekkert heim. Ég er búin að þvælast um allt en það eru engar lausnir fyrir fólk eins og mig. Nema súpueldhúsin kannski.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.12.2008 kl. 10:41
Þetta er skelfilegt ástand og á eftir að fara versnandi.
, 12.12.2008 kl. 11:12
Það skelfilegasta við þetta allt er að það eru allof margir sem vinna þarna, og eru "bara að vinna vinnuna sína" án mannlegra tilfinninga, og umhyggju. Þarna þyrftu að vinna manneskjur með hjartað á réttum stað. Þetta er eitt af því sem við skulum muna, þegar við breytum Íslandi í Paradís.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2008 kl. 12:12
Flott hjá þér nú erum við að tala saman. Hvað er til ráð hvað getum við gert ?
Anna Ragna Alexandersdóttir, 12.12.2008 kl. 12:36
Var að benda á þin skrif í ath.semdur hjá Jenný Önnu, þetta er mjög þörf skrif. Takk fyrir það.
Rut Sumarliðadóttir, 12.12.2008 kl. 13:04
Sem "skjólstæðingur" Féló vil ég bara benda á að staðan hjá þeim sem hafa neyðst til að flytja aftur "heim til mömmu" er enn verri: við eigum bara rétt á hálfum bótum - 50.000 á mánuði. Það skiptir engu máli þó mamma sé öryrki og að ég hafi hingað til greitt helminginn af húsaleigu og mat, nei...nú á mamma bara að sjá um mig! Ég er 24 ára - en félags"ráðgjafinn" sagði að svona væru bara reglurnar - jafnvel þó ég væri fimmtug ætti ég samt bara rétt á 50.000.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.12.2008 kl. 13:31
Þetta er góð og þörf umræða. Það þarf fyrst og fremst að styðja við bakið á almenning í landinu. Þá á ég við að þá sem lægst hafa launin, eru atvinnulausir og barnafjölskyldur. Nú og auðvitað þá sem þurfa að lifa á bótum eða lífeyri. Þetta er ansi stór hópur sem mænir vonaraugum í átt til ríkisstjórnar sem leggur (eðlilega kannski) milljónir í rannsókn á bankahruninu. Síðan á kannski að leggja fé í rannsóknir á hruni hins almenna borgara þegar það er orðið of seint líka.
Halló vakna!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.12.2008 kl. 18:17
Viðmiðin eru fáránleg og er ég ekki að skilja þau ætíð.
Það er svo margt sem þarf að taka með í dæmið og brýn nauðsyn er á að einhver sem vit hefur á fari í þetta mál.
Ljós til okkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2008 kl. 19:59
Takk fyrir innlit og innlegg Var á kvöldvakt, svo ég hef ekki getað svarað ykkur fyrr.
Málið er að ég er útivinnandi og er ekki á þessum lámarkslaunum, sem um ræðir......en ég hef verið þarna og leiðin út úr svona klemmu er löng, ströng og fyrir suma óyfirstíganleg. Fólk festist í fátækragildru, sem erfitt er að komast úr.
Fólki í svona stöðu finnst erfitt að ræða þessi mál, því "skömmin" er svo mikil, þess vegna vil ég leggja mitt að mörkum til að fá þessa umræðu upp á yfirborðið.
Höldum áfram að hamra á þessum málum, þá kannski vakna einhverjir til vitundar um það ranglæti sem hér hefur fengið að viðgangast í alltof langan tíma.
Katrín, mig minnir að þú þurfir að skrá þig atvinnulausa í marga mánuði áður en þú öðlast bótarétt....og það er náttúrulega forkastanlegt og eins og þú bendir á þá eiga margir námsmenn erlendis eftir að flosna úr námi, og engir atvinnumöguleikar í bráð.
Breytum þessu samfélagi í réttlátt, mannlegt samfélag. Nú er lag.
Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 00:15
Þessir stjórnarherrar eru bara bófar, sem eru í engum tengslum við fólkið sem borgar launin þeirra.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:17
Jóna, þau eru öll svo ótrúlega fljót að lokast inn í þessum víðfræga Fílabeinsturni
Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.