10.12.2008 | 12:18
Vaxandi þörf fyrir framfærslugrunn!
Í dag er ég búin að lesa niðurstöður úr tveimur rannsóknum Hagstofunnar. Önnur um vaxandi tækjaeign heimilanna og hin um vaxandi útgjöld heimilanna. Ok, sennilega sama rannsóknin en Mbl.is leggur áherslu á að við fáum að vita hversu mikið góðæri hefur verið í landinu á undanförnum árum, með því að rýna í þær tölur, sem eru "gróðærinu" hagstæðar.
Það sem þessar rannsóknir sýna mér aftur á móti er að stór hluti þjóðarinnar var ekki með í þessu neyslu góðæri.
Tökum fyrir tölurnar um ráðstöfunartekjurnar:
"Þar kom fram, að ráðstöfunartekjur meðalheimilisins í rannsókninni voru um 420 þúsund krónur á mánuði, tæpar 175 þúsund krónur á mann. Ráðstöfunartekjur flestra hópa voru hærri en útgjöld þeirra en neysluútgjöldin voru að meðaltali um 94% af ráðstöfunartekjum".
Hjá allt of stórum hluta þjóðarinnar voru ráðstöfunartekjur heimilisins langt fyrir neðan þessar upphæðir, sem fram koma í rannsókninni. Öryrkjar, ellilífeyrisþegar og láglaunahópar ná ekki kr. 175.000.- í heildartekjum....hvað þá ráðstöfunartekjum. Við þessa hópa bætast svo við þeir sem nú þegar eru orðnir atvinnulausir og verða atvinnulausir á næstu mánuðum
"Tækjaeign heimila fór vaxandi á árunum 2005 til 2007 samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna. Algengustu heimilistækin voru ísskápur, þvottavél og örbylgjuofn".
Já hver skrambinnÞetta sýnir náttúrulega fram á algjört bruðl og efnishyggju landans á þessum síðustu og verstu
Ég er með tillögu að rannsóknarverkefni fyrir Hagstofu Íslands og vona að Mbl.is geri þeirri rannsókn ýtarleg skil á fréttavef sínum:
1. Hver eru fátæktarmörkin á Íslandi?
2. Hvað þarf einstaklingur háa upphæð í kr. talið til lágmarks- mannsæmandi framfærslu?
3. Hvað þarf mannsæmandi "framfærslugrunnur" að innihalda?
Fyrir nokkrum misserum kom fram í skýrslu frá OECD að u.þ.b. 5000 Íslensk börn lifðu við kjör, sem væru undir fátæktarmörkum. Þetta var á meðan "gróðærið" var í hámarki. Hvernig er staðan í dag? það væri fróðlegt að vita.
Ég skora á Hagstofu Íslands að vinna þessa rannsókn fljótt og vel, svo félags- og viðskiptaráðherrar hafi marktækar tölur í farteskinu, þegar þeir "skylda" bankana til að huga að framfærslugetu einstaklinga, með væntanlegum lögum um greiðsluaðlögun.
Ágætir ráðamenn, til þess að hægt sé að framkvæma þessa greiðsluaðlögun, þarf að vera til "opinber, viðurkenndur framfærslugrunnur"....og koma svo
Vaxandi tækjaeign heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Segi það enn og aftur að "stöðugleikinn" (uppáhaldsorð margra pólitíkusa) var þannig að ég var stöðugt blönk.
Rut Sumarliðadóttir, 10.12.2008 kl. 12:55
Mín tilfinning hefur verið sú að ekki mega flíka svona framfærslugrunni því þá verður fátæktin hjá mörgum of augljós. Það gengur ekki í góðærinu.........
Flottur pistill
Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 13:07
Flott hjá þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2008 kl. 13:20
Enn ein snilldarfærlan frá þér!!!!!!!!!!!!!!!
Ía Jóhannsdóttir, 10.12.2008 kl. 13:37
Góður pistill hjá þér - og er alveg sammála þér um það að margt það sem var ekki sjálfsagt á heimilum landsmanna fyrir 20 árum er sjálgsagt í dag. Við erum ekki á leið aftur í torfbæi.
Takk fyrir kveðjuna á minni síðu
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 10.12.2008 kl. 13:38
Held að Hólmdís hitti naglann á höfuðið, fátæktin er falin.
Rut Sumarliðadóttir, 10.12.2008 kl. 14:39
Takk fyrir innlit og innlegg
Mér finnst ég hafa talað um þetta fyrir daufum eyrum svo lengi að það lyftir sálinni að finna skilning eins og ykkar
Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 15:56
Í fyrsta lagi. Frábær færsla, í annarstað viltu senda þetta á alla verkalýðsforustuna í landinu og ekki gleyma æðstastrump Gylfa Arbjörnssyni. Viltu biðja þá um að leita svara við þessum spurningum.
Það ætti að vera skylda þeirra að fá svör,sendu svo afrit á einhvern miðilinn. Áskorun Sigrún mín
Rannveig H, 10.12.2008 kl. 21:20
Sæl Sigrún. Virkilega flott færsla hjá þér og skemmtileg nálgun. Þú manst kannski að Davíð vildi aldrei viðurkenna að til væri fátækt á Íslandi. Útskýrði örtröðina hjá mæðrastyrknefnd þannig að Íslendingar væru sólgnir í það sem væri ókeypis! Haltu þessu áfram.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:28
Takk fyrir Rannveig og Einar.
Rannveig, ég var tilbúin með þessar spurningar fyrir verkalýðsforystuna á borgarafundinum síðasta....en komst ekki að.
Jú Einar, ég man þessi orð Davíðs og eins orð Geirs, þegar umrædd skýrsla OECD var birt um fátækt: Fátækt er afstæð.
En fátækt væri ekki afstæð ef til væri "opinbert framfærsluviðmið".
Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 23:23
Svakalega vel að orði komizt í einni færzlu, þú ert 200 %.
Steingrímur Helgason, 10.12.2008 kl. 23:43
Ahaaa..ég frétti af því núna um daginn að hjá félagsmálastofnun eins og það hét allavega áður...þá mega hjón með tvö börn hafa 150.000 krónur í ráðstöfunartekjur á milli sín til að fá einhverja aðstoð. Held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir að það verður afar litla hjálp að fá frá kerfinu þegar að kreppir. Þeir vísa miskunarlaust á mæðrastyrksnefnd og hjálparstofnun kirkjunnar og ég get rétt ímyndað mér hversu lengi þeir geta tekið á móti fólki í neyð eftir áramótin.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 00:00
Góð færsla. Þegar ég var á námslánum, fyrir mörgum árum reyndar, átti LÍN einhverja útreikninga yfir hvað námsmaður í hinum ýmsu aðstæðum þyrfti mikið í framfærslu. Það var talsvert meira en ég var vön að fá í laun við mínar skúringar á elliheimili. Nú er sonur minn á námslánum og útreikningarnir eru eitthvað lægri en þó þannig að reiknað er með hærri launum en hann fær í fullri vinnu hjá hinu opinbera. LÍN er því greinilega með raunhæfari viðmið um hvað fólk þarf til að lifa mannsæmandi lífi.
, 11.12.2008 kl. 00:52
Takk fyrir komuna og umræðuna.
Steingrímur, kærar þakkir
Katrín og Dagný, það eru einhver viðmið á sveimi í kerfinu, en ekkert þeirra er raunhæft, af því það vantar þennan opinbera framfærslugrunn.
Hagstofan er með vísir að grunni, en inn í hann vantar kostnað v. húsnæðis og fleira "smáræði".
LÍN er kannski með betra viðmið en gengur og gerist, vegna þess að húsakostur er oft á þeirra vegum.
Stéttarfélögin hafa ekkert viðmið, þegar þau eru að semja um lægstu launin og Félagsmálayfirvöld bæjarfélaga hafa viðurkennt að það vanti skýrari viðmið frá ráðuneyti.
Íbúðalánasjóður og bankarnir eru með nokkurskonar viðmið í sínu greiðslumati og það segir sig sjálft að þar fær enginn lánsmat, sem er með tekjur undir því mati, eins og t.d. láglaunafólk, öryrkjar og og aðrir bótaþegar.
Það vantar "Opinberan framfærslugrunn", svo tryggt sé að allir geti framfleytt sér á mannsæmandi hátt.
Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 01:14
Frábær færsla. Ég sjálf er með tekjur undir 175.000 og er einstæð móðir. Ég hlakka ekki til þegar kreppan fer að segja meira til sín. Ég er bara á verkamannalaunum, og er í lélegu verkalýðsfélagi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.12.2008 kl. 01:19
Takk Jóna. "Kreppan" á eftir að fara verst með þá sem eru á lægstu töxtunum.......
Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 01:45
Hressandi eins og fyrri daginn. Ég spái oft í það hvernig þau eru rökstudd ofurlaunin einhver hugsun er á bak við þau? Ekki er setið og karpað á löngum samningarfundum! Helvíti sem við erum komin langt frá raunveruleikanum.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 09:52
Frábær færsla hjá þér og umhugsunarverð. Mín laun frá TR í desember voru 87 þúsund. Mér er refsað af því ég hitti frábæran mann sem ég giftist, honum er líka refsað, hann þarf að borga fyrir að vera giftur öryrkja. Flott hjá ríkisstjórninni finnst ykkur ekki.
Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:00
Takk fyrir innlit og innlegg Hallgerður og Guðrún Jónína. Eins og Hallgerður segir er veruleikafirringin algjör hjá ráðamönnum varðandi kjör hinna verst settu og reyndar líka gagnvart þeim best settu. Hvar er hátekjuskatturinn eða fjármagnstekjuskatturinn?
Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 14:25
Sæl Sigrún.
Flottur pistill en nú þarf að fylgja honum eftir með skrifum helst alla daga.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.