17.11.2008 | 16:15
Að stela senunni........
Merkilegur fjandi. Á meðan þjóðin situr lömuð vegna hamfara af mannavöldum, tekst Framsóknarmönnum að beina athyglinni x 2 á nokkrum dögum að fársjúku innra starfi flokksins.
Ég skil vel að Guðni hafi gefist upp fyrir "aftökuliðinu" í eigin flokki....þar ríkir sjúkt ástand, sem þeir einir viðurkenna, sem lent hafa í skotlínunni eða hafa orðið fyrir "hnífasettunum".
Guðni tekur fram í bréfi sínu til þingflokksins, að hann geri þetta fyrst og fremst fyrir flokkinn sinn.
Ég hefði viljað, úr því hann tók þessa "stóru" ákvörðun að það hefði komið fram að hann væri að "axla ábyrgð" vegna mistaka, sem gerð voru í hans ríkisstjórnartíð. Þar með hefði skapast gott fordæmi fyrir aðra þingmenn og ráðherra að fylgja í kjölfarið.
Annars er Guðni Ágústsson, drengur góður og ég óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í nú- og framtíð.
Hver ætli segi af sér næst? og þá á réttum forsemdum.
Guðni segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Ætli þeir verði nokkuð fleiri sem segja af sér.....
Hrönn Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 17:58
Framsóknarmennirnir meinarðu? Nei, en þeir sem eftir eru þurfa að hætta í vor, þegar við höfum gengið til kosninga
Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 18:07
Já hann hefði mátt láta það fljóta með að hann væri að axla ábyrgð
Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 18:24
Þeir hinir segja aldrei af sér því þeir axla aldrei ábyrgð og hafa heldur aldrei gert neitt af sér.
Ljós til þín góða kona
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 19:27
Ég held að Framsókn sé liðin undir lok og farið hefur fé betra.
Helga Magnúsdóttir, 17.11.2008 kl. 19:35
Rétt hjá þér Sigrún, þegar þessir andsk.... eru búnir að stela öllu af okkur, þá stela þeir senunni líka. Er þessum mönnum ekkert heilagt ? Hvar á Austurvelli á Hörður nú að standa ? Það að hann fari frá, fyrst og fremst fyrir flokkinn, er kjaftæði. Hann, eins og svo margir aðrir axlar enga ábyrgð og flýr af landi brott og bíður eftir því, að við gleymum hvernig hann og aðrir félagar hans fóru illa að ráði sínu gagnvart þjóðinni. Forgangsröðin hjá þessum vesalings mönnum er, og hefur alltaf verið: Nr.1 Flokkurinn Nr. 2 ÉG Nr. 3 Vinir og ættingjar Nr. 4 Þjóðin. Því miður er þetta staðreynd.
Bless í bili. Ég er ennþá hoppandi, band, sjóðandi snarvitlaus af vonzku, svo bezt er að ég hætti núna.
Kv. Kristján
Kristján Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 21:42
Hvíli framsóknarflokkurinn í friði
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.11.2008 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.