Leita í fréttum mbl.is

Margur heldur mig sig..

Ég verð nú að segja að þingmaðurinn, sem líkti sjálfri sér og sínum kollegum við afgreiðslufólk á kassa gerir lítið úr starfi þeirra síðarnefnduAngry.

Starfsfólk á kassa sinnir mjög ábyrgðarmiklu starfi.  Um það gilda reglur og væntingar.  Ef starfsmaður á kassa stendur sig ekki í starfi, er hann látinn "taka pokann sinn" án málalenginga.

Ef þetta starfsfólk mætir ekki í vinnuna sína á tilskyldum tíma, fær það áminningu.  Þetta starfsfólk þarf sjálft að berjast fyrir bættum kjörum, en hefur lítið orðið ágengt vegna m.a. vegna virðingarleysis þingmanna í sinn garðShocking.  Þingmenn ættu nefnilega fyrir lifandis löngu síðan að vera búnir að "afgreiða" lög um opinberan framfærslugrunn, svo starfsfólk á kassa viti fyrir hvaða launum þeir ættu að berjast fyrirWoundering.

Starfsfólk á kassa, þarf að vera athugult, (sbr. Davíðsseðlar!), sýna almenningi kurteisi og umfram allt annað þarf það að bera ábyrgð á störfum sínum (uppgjöri) í lok vinnudagsWhistling

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur Devil

afgrei_slukassi.jpgbu_arran.jpgold-fashioned-cash-register_bxp27837.jpg


mbl.is Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta er mjög klaufaleg og ónærgætin samlíking og verið að alhæfa allt of mikið um hóp fólks. Þ.e.a.s. að allir sem séu afgreiðslufólk á kassa séu ekki að hugsa heldur afgreiði bara hugsunarlaust.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.11.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tók þessu ekki svona en ég skil hvað þú meinar.

Ég held að hún hafi verið að benda á að þingmenn eru í afgreiðslu stjórnarfrumvarpa og þingmannamálin komast aldrei að.

En þetta er óheppileg samlíking.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Umræðan í þinginu var góð og tímabær.  Katrín Jakobs á heiður skilinn fyrir að hefja hana.  Guðfinna Bjarnadóttir var líka góð, en Ragnheiður Ríkharðs hefði mátt sleppa því að reyna að upphefja sig á kostnað annarra, afgreiðslufólks á kassa í þessu tilfelli.

Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 16:57

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég tók þessu eins og Jenný

Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 16:57

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já... ég sé hvað þú meinar! En ég skildi hana ekki svona.

Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 18:21

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er hárrétt hjá þér Sigrún.

Haraldur Bjarnason, 5.11.2008 kl. 18:23

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sammála Sigrún ,hjó líka eftir tessu....En frekar fljótfærnis samlíking.

kvedja frá mér

Gudrún Hauksdótttir, 5.11.2008 kl. 19:39

8 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Æ, ég veit ekkert hvað ég held lengur.....

Lilja G. Bolladóttir, 5.11.2008 kl. 22:36

9 Smámynd: Aprílrós

innlit ;)

Aprílrós, 5.11.2008 kl. 22:54

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit öll

Lilja ekki ég heldur

Mér er það ljúft og skylt að segja frá því hér að þingmaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir, baðst afsökunar á þessari samlíkingu, hún ætlaði víst ekki að móðga afgreiðslufólk.....  Gott hjá þingmanninum.

Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 23:05

11 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Heyr,heyr.

Magnús Paul Korntop, 5.11.2008 kl. 23:39

12 identicon

Sigrún ! Eins og alltaf, eru skrif þín frábær. ekki veit ég hvað þessi þingmaður / kona var að hugsa þegar þessi orð voru sögð. En eitt veit ég, að störf kassafólks voru með þessum orðum þingmannsins lítilsvirt og hafi ræðumaður skömm fyrir. Með þessu er ég að segja að störf kassafólks í Bónus, Hagkaupum, 10/11, Netto o.fl. stöðum eru ekki síðri en störf alþingismanna eins og ástandið er í dag. Megi Almættið gefa að ráðherrar og þingmenn átti sig á villu síns vegar og taki sér tak og reyni að stjórna Íslandi með skynsemi.Eða er það til of mikils mælst ?

Kv. Kristján

Kristján Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 00:56

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir strákar, Magnús og Kristján....skólabróðir?

Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 01:11

14 identicon

Núpur 69-70

Kv. K.A.H.

Kristján Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband