6.10.2008 | 01:53
Óskalög öreiganna, 5. þáttur
Það var þreyttur en ánægður forsætisráðherra, sem var að yfirgefa ráðherrabústaðinn á svipuðum tíma og ég yfirgaf minn vinnustað eftir erfiða kvöldvakt. Hann gaf sér þó tíma til að senda dyggum lesendum/hlustendum óskalaga öreiganna kaldar kveðjur.
Öreigar allra stétta, sagði hann, þurfa ekkert að bíða eftir neinum "pökkum" frá mér, enda langt til jóla og ekkert víst að þau verði haldin í ár.
Ég er búin að múlbinda forystu verkalýðshreyfingarinnar og þjóðnýta lífeyrissjóðina ykkar, svo það þýðir ekkert fyrir ykkur að ibba gogg. Ég er mjög ánægður með viðbrögð aðila vinnumarkaðarins um það sem við höfum rætt við þá". Þeir gera bara það sem ég bið þá um. Nú eru erfiðir tímar en ég er komin með allt heila klabbið undir control.
Geir fannst það vel við hæfi að senda lagið: Under my thumb með The Rolling Stones
Hverjir ætli kaupi eignir íslensku bankanna úti í hinum stóra heimi? Er ekki "niðursveifla" (má ekki segja kreppa) allstaðar?
Ekki þörf á aðgerðapakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
það verður fróðlegt að fylgjast með fréttum á morgun
Hólmdís Hjartardóttir, 6.10.2008 kl. 02:06
Já svo sannarlega Hólmdís, eins gott að ég er í fríi
Sigrún Jónsdóttir, 6.10.2008 kl. 02:24
Ætli verði tilkynnt um framlengingu kjarasamninga?
Skaz, 6.10.2008 kl. 02:27
Og já varðandi erlenda kaupendur þá er ekki nálægt því eins slæmt ástand í Evrópu og á Norðurlöndunum og hér. Lægri vextir og lægri verðbólga. Og í mörgum tilvikum gætu erlendir lífeyrissjóðir og fjárfestar sem fjármögnuðu sig "eðlilega" lumað á fé.
Skaz, 6.10.2008 kl. 02:29
Já tad verdur spennandi ad fylgjast med .....Hverjir kaupa hverja og hverjir fá hvad fyrir greidann........
Fylgjumst med
Knús á tig kæra Sigrún og njóttu frísins í dag.
Gudrún Hauksdótttir, 6.10.2008 kl. 06:41
Góðan daginn Sigrún mín, vonandi berast einhverjar betri fréttir í dag.
Ía Jóhannsdóttir, 6.10.2008 kl. 07:34
Sæl Sigrún.
Ég held að kallinn sé ekki með öllum mjalla eða hann er eitthvað stórkostlegt að malla. þessi stóíska ró gengur ekki upp. Allt er í volli. Kallinn segir að ekkert sé að .Hvernig á maður að skilja þetta?
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 08:19
Góð eins og vanalega. Merkilegt hvað almenningur verður merkilegur á svona stundum, miðað við að það er venjulega gengið fram hjá honum en það er fínt að nýta hann þegar á móti blæs.
Ég segi þér svo í trúnaði að ég hef ekki trú á verkalýðshreyfingunni fyrir fimm aura. Þeir eru í núll tengslum við hina vinnandi stétt.
Fandinn sjálfur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 10:06
Held því miður að verkalýðsforystan sé löngu dauð og farið að slá í líkið!! Nú á að seilast í lífeyrissjóðina og við að borga skellinn, hvað annað.
Rut Sumarliðadóttir, 6.10.2008 kl. 10:55
Get ÉG fengið óskalag hjá þér?
Blue Eyes með Elton John?
Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 12:37
Góð, að vanda Sigrún. Maður er orðlaus, svo einfalt er það. Þvílíkur hroki í forsætisráðherra og ríkisstjórninni í heild.
Hef takmarkaða trú á verkalýðshreyfingunni sem er fyrir löngu búin að gleyma hlutverki sínu gagnvart launþegum og gildum.
Ég spái því að allir kjarasamningar verði framlengdir, fjárfestum verði bjargað og öll áhersla á þá og fyrirtækin. Einstaklingarnir blæða, líkt og áður og einugis þeir sterkustu komast af úr þeirri kreppu.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.10.2008 kl. 13:30
Það styttist í ræðu Geirs, hvar endar þetta, maður spyr sig. Kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.