Leita í fréttum mbl.is

Ríkiđ, ţađ er ég.......og ţú!

Ţađ efast engin um ađ kröfur ljósmćđra eru réttar og á rökum reistar, ekki sála.  Almenningur stendur međ ţeim og ţingheimur í stjórn og stjórnarandstöđu stígur á stokk og lýsir yfir samstöđu međ ţeim.   Af hverju stendur ţá hnífurinn fastur í kúnni? 

Verkfallsvopn heilbrigđisstétta er algerlega bitlaust og ţannig vilja ráđamenn hafa ţađ.  Ađgerđir hafa ekki áhrif á neina ađra en ţá sem eru í verkfalli og vinnufélaga ţeirra.......og RÍKIĐ spararFrown.  

RÍKIĐ, ţađ er ég og ţú, viljum ţessa ţjónustu og viđ greiđum skattana okkar međ glöđu geđi af ţví viđ viljum hafa heilbrigđis- og skólaţjónustu í góđu lagi.  Viđ, RÍKIĐ, kjósum okkur fulltrúa á fjögurra ára fresti, sem viđ treystum til ađ forgangsrađa skattpeningunum okkar ţannig ađ sómi sé af.

Hverjum datt annars í hug ađ velja dýralćkninn Árna Matt, til vörslu á RÍKISbauknum?  Hann borgar glađur reikninga samráđherra sinna og ţeirra föruneyta í skemmtireisur til annarra heimsálfa á sama tíma og hann kvartar yfir erfiđum tímum í RÍKISbúskapSick.

Annars eru allir ráđherrar RÍKISINS ábyrgir, í hvorum flokknum sem ţeir standa og eiga ţví allir skiliđ skömm í hattinnDevil.

Međ leyfi annarra RÍKISstjóra, ćtti dýralćknirinn ađ geta stigiđ fram og losađ um déskotans hnífinn úr kúnni!

Áfram ljósmćđur!

 

 

 


mbl.is Kröfur ljósmćđra réttar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hér er hćgt ađ ná í myndband til stuđnings ljósmćđrum:

http://www.youtube.com/watch?v=9k6AF7p3LdM

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Brynja skordal

Sammála hafđu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 4.9.2008 kl. 15:52

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk stelpur og takk fyrir link Lára Hanna ég hvet hér međ lesendur síđunnar til ađ smella á hann, ţó ekki vćri nema til ađ heyra og sjá "RÍKISstjóra" nr. 1 upplýsa okkur um ađ hann sé ekki í samninganefndinni  og geti ţví ekkert ađ ţví gert ţó ekki sé fariđ ađ stjórnarsáttmála.

Ef fjármálaráđherra er einráđur um fjármál RÍKISINS, utanríkismálaráđherra einráđur um utanríkismál, félagsmálaráđherra einráđur um félags- og jafnréttismál o.sv.frv. hvert er ţá hlutverk forsćtisráđherra?  Er hann bara fundarstjóri RÍKISstjórnar?

Sigrún Jónsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:59

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ekkert nema sammála Sigrún mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 4.9.2008 kl. 16:28

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Á ţing međ ţig kona

Hólmdís Hjartardóttir, 5.9.2008 kl. 01:54

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir

Já, ţađ er illt til ţess ađ vita ađ störf ljósmćđra skuli ekki metin ađ verđleikum eins og störf annarra menntastétta.

Ég tek undir međ ţeim sem benda á ađ hér er ekki veriđ ađ tala um launahćkkanir heldur leiđréttingu.

Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 5.9.2008 kl. 09:44

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og umrćđu.

Hólmdís, láttekkisona kona, ţađ vćri nćr ađ ţú fćrir, hjúkkur hafa hingađ til stađiđ sig nokkuđ vel í ţinginu.

Ólína, "kvennastörf", hafa aldrei veriđ metin ađ verđleikum, ţess vegna var ţađ bundiđ í stjórnarsáttmála ađ leiđrétta ţyrfti ţessa mismunun, sem á sér stađ og nú er lag, gagnvart ljósmćđrum.  Viđ hinar bíđum eftir "nefndaráliti", sem líta á dagsins ljós í haust, en ţangađ til, sem hingađ til og endranćr, stöndum viđ ţétt ađ baki ljósmćđrum.

Sigrún Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 11:08

9 identicon

JÁ! Alveg "gegt kúl" hjá ţér, Sigrún mín!

Er stjórn SLFÍ búin ađ lýsa yfir stuđningi viđ ljósmćđur? Ég styđ ţćr allavega.

Knús á ţig, vinkona

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráđ) 5.9.2008 kl. 11:57

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hć Ásdis mín,

Ég var ađ koma af mótmćlafundinum og hitti ţar Drífu Sig, ljósu og bađ hana einmitt fyrir kveđju til ţín.

Hef ekki heyrt bofs frá stjórn SLFÍ og engin trúnađarmannafundur veriđ bođađur eftir sumarfrí, alla vega ekki hér í R.vík.

Sigrún Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 13:15

11 Smámynd: Guđrún Emilía Guđnadóttir

Góđ ertu ćtíđ Sigrún mín styđ ţćr alla leiđ.
Knús kveđjur
Milla.

Guđrún Emilía Guđnadóttir, 5.9.2008 kl. 13:44

12 identicon

jamm!

kvitt!

K

Kristjana Engliráđ Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 7.9.2008 kl. 10:48

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég ţakka innlit mínar kćru.  Hallgerđur, ţetta er útkjálka og eyja rökvísin, allt eitthvađ svo einfalt, ţú veist.

Kristjana, gaman ađ sjá ţig, ég var ađ tala viđ bróđir minn í Brisbane núna áđan í gegnum skypiđ.  Hann er búin ađ búa í Ástralíu í 28 ár!  Fyrst í Adelade og síđan í Brisbane.  Vonandi getiđ ţiđ landarnir hist, svona af og til

Sigrún Jónsdóttir, 7.9.2008 kl. 14:05

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Algjörlega sammála ţér Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 7.9.2008 kl. 14:17

15 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Mađur bara hristir höfuđiđ í undrun og hneyksli yfir framgangi stjórnvalda í ţessu máli. Kosningaloforđ um ađ hćkka laun kvennastétta og ađ útrýma launamun kynjanna eru löngu gleym. Ekki heyrist píp í Geir Haarde, enda er ţetta málefni fyrir neđan hans virđingu ađ tjá sig um.

Og hvar er Samfylkingin? Af hverju gerir hún ekki eitthvađ. Félagshyggjuflokkurinn er algjörlega eins og gólftuska Sjálfstćđisflokksins, buktar sig og beygir og kyngir stolti sínu og sannfćringu í ţakklćti fyrir ađ fá ađ vera memm í ţessu ríkisstjórnarsamstarfi.

Samfylkingin hefur aldeilis trompin á sinni hendi núna, mćlist međ mesta fylgi allra flokka, ţjóđin stendur međ ljósmćđrum í ţessarri kjarabaráttu, svo Samfylkingin gćti aldeilis unniđ enn betur á.... en gerir ekki neitt. Ţetta er svo mikiđ hneyksli og ţađ á međan Ţorgerđur Katrín getur leyft sér ađ ferđast til Kína tvisvar á tveimur vikum fyrir sem svarar mánađarlaunum margra ljósmćđra.....

Lilja G. Bolladóttir, 10.9.2008 kl. 13:31

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit Ásthildur og Lilja. 

Ég er svo hjartanlega sammála ţér Lilja og ég held ađ aldrei slíku vant ţá sé ţjóđin ađ mestu leiti sammála okkur.

Takk fyrir bloggvináttu, ţigg hana međ ţökkum

Sigrún Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 16:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband