4.9.2008 | 12:27
Ríkið, það er ég.......og þú!
Það efast engin um að kröfur ljósmæðra eru réttar og á rökum reistar, ekki sála. Almenningur stendur með þeim og þingheimur í stjórn og stjórnarandstöðu stígur á stokk og lýsir yfir samstöðu með þeim. Af hverju stendur þá hnífurinn fastur í kúnni?
Verkfallsvopn heilbrigðisstétta er algerlega bitlaust og þannig vilja ráðamenn hafa það. Aðgerðir hafa ekki áhrif á neina aðra en þá sem eru í verkfalli og vinnufélaga þeirra.......og RÍKIÐ sparar.
RÍKIÐ, það er ég og þú, viljum þessa þjónustu og við greiðum skattana okkar með glöðu geði af því við viljum hafa heilbrigðis- og skólaþjónustu í góðu lagi. Við, RÍKIÐ, kjósum okkur fulltrúa á fjögurra ára fresti, sem við treystum til að forgangsraða skattpeningunum okkar þannig að sómi sé af.
Hverjum datt annars í hug að velja dýralækninn Árna Matt, til vörslu á RÍKISbauknum? Hann borgar glaður reikninga samráðherra sinna og þeirra föruneyta í skemmtireisur til annarra heimsálfa á sama tíma og hann kvartar yfir erfiðum tímum í RÍKISbúskap.
Annars eru allir ráðherrar RÍKISINS ábyrgir, í hvorum flokknum sem þeir standa og eiga því allir skilið skömm í hattinn.
Með leyfi annarra RÍKISstjóra, ætti dýralæknirinn að geta stigið fram og losað um déskotans hnífinn úr kúnni!
Áfram ljósmæður!
![]() |
Kröfur ljósmæðra réttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Athugasemdir
Sammála. ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2008 kl. 15:38
Hér er hægt að ná í myndband til stuðnings ljósmæðrum:
http://www.youtube.com/watch?v=9k6AF7p3LdM
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:42
Sammála
hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 4.9.2008 kl. 15:52
Takk stelpur og takk fyrir link Lára Hanna ég hvet hér með lesendur síðunnar til að smella á hann, þó ekki væri nema til að heyra og sjá "RÍKISstjóra" nr. 1 upplýsa okkur um að hann sé ekki í samninganefndinni og geti því ekkert að því gert þó ekki sé farið að stjórnarsáttmála
.
Ef fjármálaráðherra er einráður um fjármál RÍKISINS, utanríkismálaráðherra einráður um utanríkismál, félagsmálaráðherra einráður um félags- og jafnréttismál o.sv.frv. hvert er þá hlutverk forsætisráðherra? Er hann bara fundarstjóri RÍKISstjórnar?
Sigrún Jónsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:59
Ekkert nema sammála Sigrún mín.
Ía Jóhannsdóttir, 4.9.2008 kl. 16:28
Á þing með þig kona
Hólmdís Hjartardóttir, 5.9.2008 kl. 01:54
Já, það er illt til þess að vita að störf ljósmæðra skuli ekki metin að verðleikum eins og störf annarra menntastétta.
Ég tek undir með þeim sem benda á að hér er ekki verið að tala um launahækkanir heldur leiðréttingu.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.9.2008 kl. 09:44
Takk fyrir innlit og umræðu
.
Hólmdís, láttekkisona kona
, það væri nær að þú færir, hjúkkur hafa hingað til staðið sig nokkuð vel í þinginu
.
Ólína, "kvennastörf", hafa aldrei verið metin að verðleikum, þess vegna var það bundið í stjórnarsáttmála að leiðrétta þyrfti þessa mismunun, sem á sér stað og nú er lag, gagnvart ljósmæðrum. Við hinar bíðum eftir "nefndaráliti", sem líta á dagsins ljós í haust, en þangað til, sem hingað til og endranær, stöndum við þétt að baki ljósmæðrum
.
Sigrún Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 11:08
JÁ! Alveg "gegt kúl" hjá þér, Sigrún mín!
Er stjórn SLFÍ búin að lýsa yfir stuðningi við ljósmæður? Ég styð þær allavega.
Knús á þig, vinkona
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:57
Hæ Ásdis mín,
Ég var að koma af mótmælafundinum og hitti þar Drífu Sig, ljósu og bað hana einmitt fyrir kveðju til þín
.
Hef ekki heyrt bofs frá stjórn SLFÍ og engin trúnaðarmannafundur verið boðaður eftir sumarfrí, alla vega ekki hér í R.vík.
Sigrún Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 13:15
Góð ertu ætíð Sigrún mín styð þær alla leið.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.9.2008 kl. 13:44
jamm!
kvitt!
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 10:48
Ég þakka innlit mínar kæru
. Hallgerður, þetta er útkjálka og eyja rökvísin, allt eitthvað svo einfalt, þú veist
.
Kristjana, gaman að sjá þig, ég var að tala við bróðir minn í Brisbane núna áðan í gegnum skypið. Hann er búin að búa í Ástralíu í 28 ár! Fyrst í Adelade og síðan í Brisbane. Vonandi getið þið landarnir hist, svona af og til
Sigrún Jónsdóttir, 7.9.2008 kl. 14:05
Algjörlega sammála þér Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2008 kl. 14:17
Maður bara hristir höfuðið í undrun og hneyksli yfir framgangi stjórnvalda í þessu máli. Kosningaloforð um að hækka laun kvennastétta og að útrýma launamun kynjanna eru löngu gleym. Ekki heyrist píp í Geir Haarde, enda er þetta málefni fyrir neðan hans virðingu að tjá sig um.
Og hvar er Samfylkingin? Af hverju gerir hún ekki eitthvað. Félagshyggjuflokkurinn er algjörlega eins og gólftuska Sjálfstæðisflokksins, buktar sig og beygir og kyngir stolti sínu og sannfæringu í þakklæti fyrir að fá að vera memm í þessu ríkisstjórnarsamstarfi.
Samfylkingin hefur aldeilis trompin á sinni hendi núna, mælist með mesta fylgi allra flokka, þjóðin stendur með ljósmæðrum í þessarri kjarabaráttu, svo Samfylkingin gæti aldeilis unnið enn betur á.... en gerir ekki neitt. Þetta er svo mikið hneyksli og það á meðan Þorgerður Katrín getur leyft sér að ferðast til Kína tvisvar á tveimur vikum fyrir sem svarar mánaðarlaunum margra ljósmæðra.....
Lilja G. Bolladóttir, 10.9.2008 kl. 13:31
Takk fyrir innlit Ásthildur og Lilja.
Ég er svo hjartanlega sammála þér Lilja og ég held að aldrei slíku vant þá sé þjóðin að mestu leiti sammála okkur
.
Takk fyrir bloggvináttu, þigg hana með þökkum
Sigrún Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.