Leita í fréttum mbl.is

Óli skans

Það er sagt að fæst orð beri minnsta ábyrgð.  Það hvarflar varla að nokkrum manni að borgarfulltrúar ætli að venda kvæði sínu í kross og fara að sýna ábyrgðWoundering.

Við erum að hugsa um að æfa dansinn við þetta lag í vinnunni minni í kvöldSmile 

Óli skans, Óli skans,
Ógnar vesalingur.
Vala hans, Vala hans
Veit nú hvað hún syngur
Óli, Óli, Óli skans.
Vissulega vildu fáir
vera í sporum hans.
 

Óli er mjór, Óli er mjór,
Óli er líkur fisi.
Vala er stór, Vala er stór,
Vala er eins og risi,
Óli, Óli, Óli skans.
- Sjá hvað þú ert sauðarlegur,
segir konan hans.
 

- Þú ert naut, þú ert naut,
þannig hóf hún tölu.
Óli gaut, Óli gaut
augunum til Völu.
Óli, Óli, Óli skans.
Ákaflega önuglynd
er eiginkonan hans.

 

Óli hlaut, Óli hlaut
auman reynsluskóla.
Vala braut, Vala braut
viðbeinið á Óla.
Óli, Óli, Óli skans.
Voðalegur vargur er hún
Vala, konan hans.  

Tekið úr bókinni Segðu það góðum börnum eftir Stefán Jónsson.


mbl.is Borgarfulltrúar segja fátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Anna, ég lofa að vera umburðarlyndið uppmálað héðan í frá og taka "Twist" á dansæfingunni í kvöld.  Leyfi Jenný Önnu að eiga sviðið í þessari "viðkvæmu" umræðu, það gerir það engin betur en hún.

Sigrún Jónsdóttir, 14.8.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vala, hafði þig aldrei grunaða hamingjusama kona

Sigrún Jónsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband