11.8.2008 | 21:59
Kjararáð finnur falin fjársjóð!
Ég held ég þurfi að taka það til athugunar hvort ég taki næturvaktir hér eftir. Er ekki alveg að meika þetta. Hef að mestu legið eins og slytti í sófanum eftir að ég vaknaði í dag og er strax farin að kvíða kvíða því að þurfa að vakna fyrir morgunvakt í fyrramálið.
Ég veit að samkvæmt kjarasamningum má ég frábiðja mér þetta næturbrölt (er orðin svo aldin), en samkvæmt launaseðli væri það ekki skynsamlegt.
Undanfarna mánuði hafa hinar ýmsu fagstéttir heilbrigðiskerfisins staðið í kjarabaráttu. Með herkjum og yfirvofandi neyðarástandi á sjúkrastofnunum náðu hjúkrunarfræðingar 14% launahækkun umfram það sem aðrir höfðu samið um á undan þeim. Skilst reyndar að hj.fr. hafi þurft að "selja" áður unnin réttindi í býttum fyrir þessa kökusneið.
Ljósmæður eru þessa stundina að greiða atkvæði um hvort þær fari í verkfallsaðgerðir og mjög margar þeirra hafa sagt störfum sínum lausum. Ég styð þær fullkomlega í sínum launakröfum.
En það þurfa ekki allir að berjast með kjafti og klóm innan heilbrigðiskerfisins til að fá laun sín leiðrétt og það er ljúft að vita að sumir telja heilbrigðiskerfið í stakk búið að borga "mannsæmandi" laun.
Þann 1. september verður ráðinn nýr forstjóri Landspítala. Ekki veit ég hvaða töframanneskja hlýtur hnossið en það er auðséð að "töfrar" hafa verið notaðir á kjararáð, sem samþykkir kr. 1.618.56 í mánaðarlaun eða 25% hækkun frá launum fyrri forstjóra, án þess farið hafi verið í "launakröfuaðgerðir" svo ég viti.
Kamarinn á myndinni er í boði fjármála- og heilbrigðisráðherra: Stjórnendur noti efri hæð og almennir starfsmenn þá neðri
Ég mæli með því að kjararáð ákveði launakjör allra heilbrigðisstétta hér eftir .
Laun forstjóra Landspítala hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Óvenjuleg virkni sem getur leitt til eldgoss
- Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu
- Tveir bílar og rúta skullu saman: 16 um borð í rútunni
- Hljóp í útkall með slökkvitæki í hendi
- Við teljum dóminn í meginatriðum rangan
- Ekki góð áferð á þessu máli
- Hækka hættumat um mánaðamótin
- Hlaupi úr Grímsvötnum lokið
Athugasemdir
Bölvaðir asnar, byrja á að hækka launin, þessum mönnum er ekki sjálfrátt, hvernig væri að þeir hugsuðu örlítið meira um starfsfólkið sem er í framlínu?? ég hef aldrei getað hugsað mér að vaka og vinna á næturnar, hef þó þurft að vaka nokkrum sinnum í gegnum tíðina og er alltaf lengi að ná mér. Kveðja á þig elskuleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 22:05
Æi, sammála þér, kæra vinkona og sam-sjúkraliði. Þetta er náttúrulega bara drullu-skítt, að við umönnunarstéttirnar skulum þurfa að berjast fyrir launum okkar, sem eru svo ekkert til að hrópa húrra fyrir. Við erum með líf og heilsu fólks í höndunum á okkur og slítum okkur út með því að vinna þessa vaktavinnu á öllum tímum, virka daga og hátíðisdaga! En ég vil nú samt segja það, að þessi vinna gefur mér rosalega mikið. Ég myndi alla vega ekki vilja starfa sem forstjóri Landspítalans, þó ég fengi greidd fyrir þessi ofurlaun!
Knús á þig, mín kæra
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 22:22
Arg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 23:28
Ég hef alltaf sagt að við ættum að láta kjararáð úrskurða launin okkar. Eitt sem er í nýjum kjarasamningi hjfr. er að þær geta ekki beðist undan nv. 55 ára! Fer á nv annað kvöld....2 daga ónýtir fyrir það. Ég vil absolútt koma því inn í samninga vaktavinufólks..að minnka vinnuskyldu með hækkandi aldri.
Hólmdís Hjartardóttir, 11.8.2008 kl. 23:58
baráttukveðjur til þín mín kæra
Halldóra Hannesdóttir, 12.8.2008 kl. 01:05
Goðan daginn Sigrún mín. Kamarinn lýsir þessu ástandi vel hehehhe.
Ía Jóhannsdóttir, 12.8.2008 kl. 03:50
Arg.......Sammála Íu kamarinn lýsir ástandinu vel.
Knús á tig og fardu vel med tig mín kæra
Gudrún Hauksdótttir, 12.8.2008 kl. 08:33
Kamarinn er góður Sigrún mín. Vona að yfirmennirnir noti hann mikið, eða þangað til skíturinn fer að krauma undir þeim. Oj barasta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2008 kl. 13:06
Flottur pistill að vanda, hjartanlega sammála, hvað er þetta fjandans lið að hugsa, hvað ætla þeir að gera þegar allir labba bara út,
Það væri það eina rétta sem gert yrði, en nei þá fáum við sektarkennd yfir sjúklingunum, en hvað á að gera.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.