Leita í fréttum mbl.is

Veruleikafirring og raunveruleiki.

Árshlutauppgjör bankanna slær ekki á mínar áhyggjur.  Ég hef áhyggjur af unga fólkinu, sem heldur þessum bönkum á floti með okurvöxtum og yfirdráttarheimildum.  Ég hef áhyggjur af veruleikafirrtum stjórnmálamönnum, sem sjá ekki fram fyrir tærnar á sér og komast upp með allskonar rugl, bull og vitleysuAngry.

Ég hef áhyggjur af veruleikafirrtum Ögmundi Jónassyni, verkalýðsfrömuði með meiru, sem heldur að bankastjórar, munu bara upp á sitt einsdæmi, lækka við sig laun og selja drossíur, bara af því honum finnst að þeir eigi að gera þaðErrm.

Ég hef áhyggjur af veruleikafirrtu Samfylkingarfólki, sem heldur að fólk í umönnunar og uppeldisstéttum verði búið að gleyma þeirra fallegu loforðum fyrir síðustu alþingiskosningar, þegar kemur að næstu kosningumWoundering.

Ég hef m.a.s. áhyggjur af veruleikafirrtum sjálfstæðismönnum, sem halda að það sé þeim til framdráttar að verja veruleikafirrtan borgarstjóraWoundering.

Ég hef áhyggjur af veruleikafirrtum ráðherrum, sem höfðu svo miklar áhyggjur af afkomu bankanna að þau tóku erlent lán, til að bjarga þeim ef illa færiFrown.  Kannski á eftir að fara illa fyrir blessuðum bönkunum, þegar almenningur getur ekki lengur staðið í skilumFrown, en væri þá ekki betra að nota þessa peninga til að hjálpa viðskiptavinunum og slá þannig tvær flugur út af borðinu með einu "höggi"?Undecided

Í dag hef ég samt mestar áhyggjur af ungri ekkju með 3 börn á skólaaldri af því ég þekki þau persónulegaHeart.  Ætli veruleikafirrtir stjórnmálamenn- eða verkalýðsfrömuðir deili með mér þeim áhyggjum?  Held ekkiAngry.

Veruleikafirring er hinn íslenski raunveruleiki....kannski er bara best að vera ekkert með áhyggjur af þvíWoundering.

Best að drifa sig í vinnuna og kljást þar við "ískaldan" raunveruleika heilabilunarWhistling.


mbl.is Uppgjör bankanna slá á áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Deili áhyggjum þínum.  Hvernig fer þetta allt. ??

Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir góðan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2008 kl. 15:00

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flottur pistill Sigrún mín og ekkert slær á mínar áhyggjur.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góður pistill Sigrún!!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 20:18

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þú ættir að semja ræður. Flott færsla um hrikalegt mál.

Villi Asgeirsson, 4.8.2008 kl. 20:31

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góð

Hólmdís Hjartardóttir, 4.8.2008 kl. 20:52

7 identicon

Þetta er alveg svakalega gott hjá þér, Sigrún mín. Ég deili svo sannarlega þessum áhyggjum með þér!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 21:40

8 identicon

Ef ég teldi áhyggjur gagnlegar þá myndi ég hafa sömu áhyggjur og þú.

DoctorE (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 22:40

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

takk

Sigrún Jónsdóttir, 5.8.2008 kl. 01:20

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Sigrún mín.  Úff maður kemst niður á jörðina eftir gott frí við að lesa þennan góða pistil þinn.  Ég deili svo sannalega með þér þessum áhyggjum um veruleikafirrta þjóð.

Ía Jóhannsdóttir, 5.8.2008 kl. 08:32

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.8.2008 kl. 10:13

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þeir sem eru svo vitlausir að þeir halda að þeir geti bjargað heiminum eru þeir einu sem gera það, venjulega með því að drífa sig í vinnuna :) Takk fyrir vandlætinguna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.8.2008 kl. 13:48

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Æi Svanur, var ég með vandlætingartón?  Ég er alltaf að reyna að passa mig á honum, og venja mig á umburðarlyndið.  Það sem er svo gott við vinnuna mína er hin eina og sanna "veruleikafirring", en mínir skjólstæðingar hafa afsökun, þeir eru með heilabilunarsjúkdóma.

Ía mín, stundum verður maður bara að fá að blása og það er ekki verra að hafa skilningsríka bloggvini, sem sýna manni samkennd.

Knús á þig Róslín mín, vonarstjarna Íslands.

Sigrún Jónsdóttir, 5.8.2008 kl. 14:46

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kæra Sigrún. Mér fannst þessi "vandlæting" bara góð og þú þarft ekkert að afsaka hana. Sundum er bara nóg komið og þannig heyrði ég þig og las :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.8.2008 kl. 17:37

15 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góður pistill, Sigrún.

Haraldur Bjarnason, 5.8.2008 kl. 22:17

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir Svanur og Haraldur.

Anna María, takk og til hamingju með brúðkaupið

Sigrún Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 20:52

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góður pistill og þarfur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.8.2008 kl. 23:17

18 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Deili med tér áhyggjum af tessari veruleikafirrtri tjód....Ástandid er svo sem ekki betra hér í henni danmark...En tad er engin afsökun.

Stórt knús á tig mín kæra.

Gudrún Hauksdótttir, 7.8.2008 kl. 05:35

19 Smámynd: Hrannar Baldursson

Eftir þessa grein er ég farinn að hafa smá áhyggjur af minni eigin veruleikafirringu og er að spá í hvort hún geti nokkuð verið smitandi, fyrst allir hinir eru með hana.

Hrannar Baldursson, 7.8.2008 kl. 11:45

20 identicon

hæ hæ samþykkti bloggvininn!

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 11:54

21 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit og kveðjur

Hrannar, auðvitað er veruleikafirring smitandi, við erum öll bullandi meðvirk á einn eða annan hátt.  Gott að fá þig sem bloggvin, þá er auðveldara að fylgjast með vönduðum og góðum skrifum þínum.

Kristjana ég hlakka til að fylgjast með lífinu í Brisbane.

Sigrún Jónsdóttir, 7.8.2008 kl. 12:25

22 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég hef líka áhyggjur, svo ég skil þínar áhyggjur og deili þeim með mínum. - Og ég hræðist meðvirknina sem allt er að drepa. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2008 kl. 00:32

23 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Ég ætla að hafa áhyggjur með þér mín kæra en samt setja þær þarna til hliðar svo ég fari ekki yfir um í þessu basli. Knús á þig mín kæra

Halldóra Hannesdóttir, 9.8.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband