7.7.2008 | 20:57
Sæla á Suðureyri v/Súgandafjörð!
Þá er komið að því. Við Valla systir leggjum af stað vestur á firði á morgun og með okkur í för verður stóra ömmustelpan mín, hún Kristrún Amelía.
Ég vona að mest af þessum snjó, sem þarna er í fjöllunum verði farinn, þá verður auðveldara að sigta út ísbirni
.
Þessa mynd tók hún Anna Bjarna s.l. vor og mér finnst hún athyglisverð, þar sem ég hef aldrei séð "skerið" svona. Kannski það sé hægt að labba yfir á Norðureyri þessa dagana???
Ég verð ekki "eyrarbúki", hvorki innri né ytri mala púki þetta árið.........
Þessa mynd þók hún Ásthildur mín kæra bloggvinkona um daginn og ég gerðist svo kræf að stela henni frá henni, sem ég vona að hún fyrirgefi. Þarna sést upp á Hjallaveg, en ég mun búa á Hlíðarveginum, sem er vinstra megin í "hjöllunum" séð frá þessum stað
. Enginn snjór í þessum hlíðum, þannig að ísbirnir geta ekkert falið sig
.
Við komum til með að hitta þessa sómamenn, þá Guðna og Ævar Einarssyni og Hilmar auðvitað líka, en Guðni og Ævar hafa ásamt Mannsavinum verið í forsvari og stjórnað öllu af myndarbrag á Sæluhelgum frá byrjun
. Frábært framtak hjá þeim bræðrum
.
Síðast þegar við Kristrún Amelía fórum á "Sælu", árið 2006 tók hún þátt í söngvarakepninni
. Lenti þá í 2. sæti í sínum aldursflokki og var valin "Bjartasta vonin"
. Þá var hún 6 ára og fannst þetta ekkert mál
. Nú er hún að verða 8 ára og orðin aðeins feimnari, þannig að það verður bara að koma í ljós hvort hún tekur þátt í ár
.
Hér er Kristrún Amelía að taka við "Rabba bikarnum" árið 2006, sem er farandbikar en fjölskylda Rafns Jónssonar tónlistarmanns gaf hann til minningar um Rabba okkar og einhver úr fjölskyldunni afhendir hann á hverri Sæluhelgi
Þetta er Aðalgatan mín með Göltinn minn í bakgrunni
Rændi þessari líka frá Ásthildi (Takk, takk!). Gölturinn skýlir vel þorpinu fyrir norðvestan áttinni, þannig að það verður blankalogn að venju þegar ég mæti á svæðið.
En nú verð ég víst að fara að pakka einhverju í tösku, svo stóra systir þurfi ekki að bíða eftir mér í fyrramálið.
Veit ekki hvenær ég verð næst í sambandi, þannig að ég sendi ykkur öllum stórt knús.
Sjáumst
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Athugasemdir
Þú mátt taka allar myndir sem þú vilt frá mér elskulega Sigrún mín. Ætli þessar tvær Sóley Ebba og Kristrún Amelía keppi ekki í ár hvor við aðra
Vonandi hefur þú tíma fyrir kaffispjall, meðan þú dvelur vestra 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 21:04
Takk Ásthildur mín
. Sóley Ebba sigraði 2002, þegar Kristrún varð í 2. sæti. Sóley Ebba er náttúrulega miklu meiri tónlistarmaður, spilar á hljóðfæri og alles.
Ég bara verð að kíkja til þín í Kærleikskúluna í kaffispjall

Sigrún Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 21:11
2006 meina ég
Sigrún Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 21:15
Jahá það er að koma að Sælu ;-) Ég á vona á því að leggja af stað á fimmtudaginn eftir vinnu, Anton kemur með mér auðvitað.
Hlakka til að hitta ykkur er við komum vestur
Góða ferð.
Kveðja úr sólinni á Skaga
Anna Bja (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 21:18
Góða ferð og góða skemmtun ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 21:19
Sæl Sigrún mín!
Fyndið, við vorum þarna á Sæluhelginni 2006, ofboðslega gaman í yndislegu veðri. Þá bjuggu Lárus bróðir hans pabba og Dóra konan hans ennþá á Suðureyri, en þau eru flutt á höfuðborgarsvæðið núna.
Kannast þú við konu, hjúkrunarfræðing sem er að vinna með mér, sem heitir Sólveig Bára Guðnadóttir? Hún er frá Suðureyri.
Hvíslaðu endilega kveðju frá mér til yndislegu fjallanna og fjarðanna!
Góða ferð og skemmtu þér vel
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:33
Ásdís ég skal segja ykkur það!!! Ég verð í Lárusar og Dóru Kollu húsi
, Valdimar frændi minn er búin að kaupa það.
Ég kannast ekki svona í fljótu bragði við Sólveigu Báru, hún hlýtur að vera eitthvað yngri en ég.
Ég skila kveðjunni og takk
P.s. hvernig stendur á því að við hittumst ekki 2006?
Sigrún Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 23:45
Eigðu góða ferð kæra móðir, bestu kveðjur til fólksins.
Ómar D. (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 00:06
Góða ferð....ég hef aldrei komið til Suðureyrar.
Hólmdís Hjartardóttir, 8.7.2008 kl. 00:49
Þú ert þegar komin heim í ,,Sæluna" í huganum. Yndislegar myndir og skýringar með. Njóttu vel, vona að verðurguðirnir leiki við ykkur fyrir vestan. Bíð spennt eftir ferðasögunni eftir helgina. Góða ferð
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:50
Góða ferð og skemmtun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2008 kl. 01:22
Jedúdamía hvad ég fæ mikid í magann tegar ég se tessar yndislegu myndir...Langar svo ,mig langar svo á sælu.Tad eru bara svo gódar mynningar sem ég frá sudureyri og vonandi kem ég seinna á sælu.
Knús til Gudna og Ævars og bara allra sem ég tekkji.Elsku Anna Bj. knús til tín líka.
Veit tetta verdur bara geggjad fjör.
Sæluknús til tín
Gudrún Hauksdótttir, 8.7.2008 kl. 08:41
Hey ég sko bíð eftir ykkur öllum
Halldóra Hannesdóttir, 8.7.2008 kl. 11:40
Njóttu vel elskulega Sigrún mín
Ía Jóhannsdóttir, 8.7.2008 kl. 18:48
Góða ferð elsku Sigrún mín, skilaðu kveðju vestur frá mér og fylltu þig með orkunni frá fjöllunum yndislegu.

Hamingjan fylgi ykkur vestur og til baka heim.
Viltu knúsa hana Ásthildi frá mér.
Knús kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2008 kl. 20:37
Góða ferð, það er alltaf fallegt á Suðureyri..þar bjó ég til skamms tíma með Hilmar lítill og Hjalta nýjan
Ragnheiður , 9.7.2008 kl. 22:08
Ragnheiður, má ég spyrja hvað ár það var?
Halldóra Hannesdóttir, 9.7.2008 kl. 22:46
Góða ferð og góða skemmtun.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.7.2008 kl. 23:46
Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 15:45
Góða skemmtun hef 2 verið á sæluhelgi á suðureyri yndislegt það var þegar ég bjó fyrir vestan

Brynja skordal, 11.7.2008 kl. 17:31
Sigrún mín, ég vona að þú gefir þér tíma til að líta við. Þetta var allof stutt þegar þú komst. Knús á þig mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2008 kl. 20:41
Góða ferð og skemmtu þér vel fyrir vestan.
Magnús Paul Korntop, 11.7.2008 kl. 23:12
Já, þarna westur. - skilaðu kveðju ef þú hittir einhverja ættingja mína þarna. - held að eitthvað sé af þeim þarna ennþá.
Haraldur Bjarnason, 12.7.2008 kl. 08:42
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.7.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.