Leita í fréttum mbl.is

Hugarhvarf!

Ég er bergnumin!  Ekki var það íslensk náttúra og ekki var það neinn af erlendu bergi brotin, sem ”nam” mig með sér.

Ég var að horfa á leikna íslenska heimildarmynd ”Hugarhvarf- lífið heldur áfram með heilabilun”.  Þetta var held ég í þriðja skiptið sem ég horfi á þessa mynd og í öll skiptin hef ég setið sem ”bergnumin” af aðdáun og áhuga.

Myndin fjallar um konu sem greinist með Alzhimer sjúkdóminn skelfilega.  Með aðalhlutverk fara Kristbjörg Keld og  Gísli Alfreðsson.  Bæði skila þau sínum hlutverkum mjög vel en ég verð að segja að Kristbjörg gerir þessa mynd að meistaraverki. Aftan á diskhulstri stendur m.a.:

”Myndin Hugarhvarf- lífið heldur áfram með heilabilun, er í senn raunsönn, fagleg og listræn.  Þeir sjúkdómar sem valda minnisskerðingu og annarri vitrænni skerðingu eru langvinnir og hafa mörg stig.  Lífið heldur vissulega áfram og því fylgja gleði og sorgir eins og ævinlega.  Myndin sýnir glögglega að bæði sjúklingar og aðstandendur geta sótt margvíslegan stuðning en hún höfðar einnig til starfsfólks.  Myndin getur hjálpað starfsfólki að leiðrétta fyrirfram gefnar hugmyndir og gefur ýmis ráð um það hvernig best er að vinna með sjúklingum svo að báðum líði vel.”

Ég hef unnið á sambýli  fyrir aldraða með heilabilunarsjúkdóma s.l.  10 ár.   Mér þykir ákaflega vænt um starfið mitt og skjólstæðinga í gegnum tíðina.  Það er því ekki mjög uppörvandi að sitja undir umræðu um að þjónusta við aldraða á Íslandi sé til háborinnar skammar.  Það starfsfólk sem ennþá vinnur þessi störf hlýtur að gera það vegna ánægju með starfsviðið, því ekki lokka launin!  Ég get samt alveg tekið undir að þessi þjónusta mætti vera meiri og fleiri úrræði þyrftu að vera til staðar. 

Það er stundum sagt að tvisvar verði gamall maður barn, það á ekki við um alla aldraða, bara þá heilabiluðu.  Umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóma er sólarhringsvinna.  Persónan sem einu sinni var til að mynda, uppalandi, útivinnandi- forstjóri, þingmaður eða ráðherra, þarf smátt og smátt alla aðstoð við athafnir daglegs lífs en með aðstoð fagfólks og aðstandenda, heldur lífið áfram í ágætri vellíðan hjá því fólki sem fær tilhlítandi þjónustu.  

Starfs míns vegna hef ég sóst eftir fróðleik um Alzhimer sjúkdóminn.  Ég hef séð kvikmyndir og lesið bækur og greinar með þennan sjúkdóm sem viðfangsefni.  Ég mæli eindregið með þessari leiknu heimildarmynd ”Hugarhvarf- lífið heldur áfram með heilabilun”, bæði fyrir starfsfólk í þessum geira og einnig fyrir aðstandendur fólks með heilabilunarsjúkdóm.  Hún er örugglega fáanleg á næsta bókasafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún þó við sem vinnum með aldrað fólk gerum okkkar besta vantar svo mikið upp á. Margir eru í erfiðri stöðu út í bæ. Það vantar fjármagn, það vantar úrræði.  Góða helgi...njóttu sólar

Hólmdís Hjartardóttir, 5.7.2008 kl. 02:01

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hef fylgst með þessu úr fjarðlægð. Sem betur fer ekki þurft að glíma við vandamálið innan minnar fjölskyldu.  Veit eiginleg ekki hvernig ég mundi bregðast við því að verða að berjast með kjafti og klóm til þess að fá viðunnnandi vistun fyrir viðkomandi eins og maður hefur heyrt að margir hafi orðið að gera.

Gott að vita af fólki eins og þér Sigrún mín sem leggja sig alla fram til þess að þessu fólki líði sómasamlega þrátt fyrir aðstöðuleysi og allt of lítið fjármagn.  Þið vinnið óeigingjarnt starf og þarft.

Kveðja inn í góða helgi og stórt knús.   

Ía Jóhannsdóttir, 5.7.2008 kl. 08:05

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég tek undir með Íu Sigrún mín þú gerir líf fólks bærilegra og sýnir öðrum hvernig á að koma fram við þetta yndislega fólk.
Kærleik til þín ljúfust.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2008 kl. 08:30

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Tek undir það sem kemur fram hér ofan. Því miður er mikill misbrestur á ummönnun heilabilaðra. Sem betur fer sinna langflestir sem starfa við ummönnun aldraðra ómetanlegt starf en úrræðin eru of fá og naumt skammtað í þeim efnum. Afleiðingin eru ófullnægjandi meðferðarúrræði, fólksflótti úr stéttinni og óángægja meðal starfsmanna.

Sem betur fer er til fólk eins og þú sem sinnir starfi sínu af alúð og með  virðingu fyrir skjólstæðinga okkar. 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 5.7.2008 kl. 10:05

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 11:07

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit og komment.

Ég hef lengi talað fyrir því að svona lítil sambýli, eins og það sem ég vinn á, þyrftu að vera til í öllum hverfum borgarinnar og stærri sveitarfélagakjörnum.  Þetta er góð "millilending" bæði fyrir sjúklingana sjálfa og ekki síður fyrir aðstandendur.  Við sem vinnum við þetta höfum oft orðið vör við að aðstandendur eru að niðurlotum komnir eftir sólarhrings umönnun sinna nánustu, búnir á því bæði andlega og líkamlega.  Það hlýtur því að vera ódýrara fyrir samfélagið að koma sér upp svona sambýlum en að missa kannski fleiri manns í annarskonar veikindi.

Að "leyfa öldruðum að búa heima hjá sér sem lengst" er ágætis markmið út af fyrir sig en það gengur bara ekki upp í mörgum tilvikum og eykur bara sektarkennd hjá þeim aðstandendum, sem ekki geta sinnt sínum nánustu heimafyrir allan sólarhringinn.   

Sigrún Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 12:06

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er svo gott að heyra að enn er til fólk með brennandi áhuga á starfi sínu.

Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 13:41

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég gekk í gegnum þetta með tengdamóður mína elskulega og veit því töluvert um þessi mál, það sem mér fannst svo yndislegt var hversu frábæra umönnun hún fékk eftir að við urðum að koma henni inn á Hrafnistu, við vorum með hana heima eins lengi og hægt var.  Starfsfólk í þessum stéttum eru englar í mannsmynd. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 20:14

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sigrún mín langaði bara að senda þér knús númer tvö þar sem þú, Jenný og Milla svöruðu svo skilmerkilega fyrir mig í dag á síðunni minni meðan ég auminginn lá eins og slitti með grunnöndun í hámarki.  Helvítis ofnæmið var alveg að fara með mig í dag.

Njóttu helgarrestar í hópi fjölskyldu og vina.

Ía Jóhannsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:50

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér finnst alltaf erfitt að horfa á fólk sem er eitthvað að. Ég finn svo til  bara í sálinni, og aðalega þegar ég sé heldra fólk sem er rosalega illa á sig komið.
Þegar ég heimsótti langömmu mína heitna, þá var hún í öndunarkút, og það eru síðustu minningar mínar um hana. Hún átti svolítið erfitt með að anda, og mér datt aldrei í hug að þessi elskulega kona þurfti að hverfa svona frá okkur fjölskyldunni. En hún átti misgott líf og var kröftug kona, flottasta konan á Selfossi að mínu mati.
Mér þótti hrikalegt að sjá langömmu mína svona illa á sig komna, þá meina ég með öndunarkút. Ég nærri grét innra með mér.

Ef ég fengi að ráða, þá myndi ég aldrei deyja, ég gæti ekki afborið að kveðja þennan heim........ og kveðja aðra er mér svo mikið erfiðara

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.7.2008 kl. 01:08

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er erfitt að horfa upp á sína fara þó það sé ekki nema bara í kör,
hvað þá er fólk fær Alzhimer, og við vitum í raun ekki hvað fólkið veit mikið um það sem er að gerast í kringum það.
Móðurbróðir minn sem er komin með alzhimer, fer í dagvistun og er mikill sjúklingur, er með öll verstu einkenni sjúkdómsins,
mamma hringir bara óvart í hans símanúmer um daginn, hann svarar,
hún spyr hver er þetta með leifi? hann svarar: ,, Þetta er nú ég,
litli bróðir þinn." þau spjölluðu saman smá stund.
Mamma hringdi í mig hálfgrátandi af gleði yfir því að hafa getað spjallað við hann. svona er þetta líf, en við verðum að vera sterk og taka þessu af skynsemi.

Aðeins að koma inn á þetta með umönnun og þjónustu, það er ekki
starfsfólkinu að kenna að þjónustan sé skert og það er rétt hjá Sigrúnu það fólk sem eftir er á þessum heimilum er að vinna af hugsjón. Allavega er ég afar ánægð að vita af henni mömmu minni á Skógarbæ, og þar eru búnar að vera sömu konurnar að mestu leiti í mörg ár.
                           Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2008 kl. 08:06

12 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hvar er hægt að nálgast þennan disk?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 6.7.2008 kl. 10:34

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þessa fallegu færslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 11:03

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sælar allar og takk fyrir innlit.

Ég held ég verði að taka það fram að ég er alls enginn dýrlingur eða "engill í mannsmynd" en takk samt.  Mér finnst einfaldlega gaman í vinnunni og þess vegna valdi ég mér þennan vettvang inna heilbrigðisþjónustunnar.  Get ekki útskýrt það en það er eitthvað við  heilabilunarsjúkdóma, sem heillar mig og það á við um marga aðra því starfsmannavelta hefur verið ótrúlega lítil á mínum vinnustað, en við höfum samt misst nokkra  góða starfsmenn vegna ótrúlega lélegra launa.

Hulda Elma, diskurinn er örugglega seldur hjá félagi aðstandenda Alzhimer sjúklinga, FAAS.  Svo er hann líka til á flestum betri bókasöfnum.  Svo ætti hann að vera skyldueign allra heilbrigðisstofnana, sem sinna öldruðum.

Sigrún Jónsdóttir, 6.7.2008 kl. 12:01

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir þennan pistil Sigrún, ég hef heyrt mikið um þessa mynd en hafði ekki hugmynd um að hún væri komin út á disk. - Ég ætla svo sannarlega að ná mér í eitt eintak. -

Takk enn og aftur fyrir að vekja athygli á þessu máli.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:18

16 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Elsku Sigrún mín hvad vid getum verid takklát ad hafa manneskju eins og tig í hópi teirra sem hafa umsjá med svona veiku fólki.Ég er blessunarlega heppin ad turfa ekki ad takast á vis tennann sjúkdóm í minni fjölsk.En heyrt mikid um tennann hrædilega Alzhimer.

Langar bara svo ad taka utan um tig fyrir tennann fallega pistil.Er bara svo alngt í burtu.

Knús á tig í stadinn elsku Sigrún.

Gudrún Hauksdótttir, 7.7.2008 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband